Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 21.02.1893, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 21.02.1893, Blaðsíða 2
38 ÞjÓÐVILJINN UNGl. II, 10. lags; en ekki tjáir, að lokafyrirþví aug- unum, Irversu ógeðfellt, sem oss kann að vera, að þurfa að gera þá játningu; að kannast við sína eigin ófullkomlegleika, það ,er þó ævinlega fyrsta sporið til yf- irbótar. En þegar vér því næst livorfum að því atriðinu, h\'ort íslendinga-byggðimar i Ameriku muni, hvað landgæðin snertir, í raun og veru vera það Gósenland, sem lmgmynda,ílug ýmsra alþýðumanna hér á landi vill vera láta, þá ætlum vér hitt sannara, að þiér hafi á sér kost og löst, ekki síður en önnur lönd, og að þeir hafi eliki allir gripið þar upp ‘gull og græna skóga', er þangað hafa farið. I þessu tilliti er auðvitað mest að marka-, livað ýmsir valinkunnir landar vorir vestra skrifa vinum og vandamönn- um, en síður að henda reiður á ‘hag- skýrslum‘ og öðru auglýsingagumi Canada- stjórnar, eða umboðsmanna hennar; það er ‘lakur kaupmaður, sem lastar sína vöru‘, og Canada-stjórn sendir ekki ‘a- genta' sína hingað af einberri umhyggju fyrir oss Islendingum, heldur af því, að henni er umhugað um, að fá eyði-land- flæmin i Manitoba og Norðvesturlandirm sem fyrst byggð og ræktuð. Virðist oss, að það væri vel til fallið, þar sem útflutningarnir héðan eru svo miklir, að alþingi styrkti 1 -2 menn, til að fara vestur, og kynna sér sem gaum- gæfilegast alla hagi Islendinga í Vestur- heimi, svo að almenningur hér á landi hafi eitthvað áreiðanlegt við að styðjast, en sé ekki eingöngu, eða mest megnis, byggður upp á vilhallar eða ónákvæmar sögusagnir. En vitaskuld er það, að til þess að sú sendiför gæti orðið að tilætluðum not- um, þá mætti hvorki senda ‘agenta‘ né ‘agenta‘-efni, né heldur menn, sem væru vilhallir á hina hliðina, gegn Ameríku og Amerikuferðum; slíkir menn kynnu að vísu að vera vandfengnir, en fáan- legir myndu þeir samt. --- <&*&&*»*-- SMÁPISTLAR TIL KITSTJÓEA ÞJOBVILJNNS UNGA, UM ÝMS LANDSMÁli. FRÁ S. St. I. Góði vin! Það þótti allmiklum tiðindum sæta, er þér var vikið frá embættinu í haust. Menn furðuðu sig á því, af því að þú hafðir það orð á þér, að þú værir einn af duglegustu og reglusömustu sýslu- mönnum landsins. Það var svo sem tal- ið sjálfsagt, að þér hefði yfirsézt eitthvað meira en minna í þessu svo nefnda ‘Skurðs- máli‘, þar sem sendur var konunglegur erindisreki á hendur þér, og ekki mátti nægja, að láta einhvern sýslumann rann- saka málið, eins og venja hefir verið i slíkum tilfellum. En svo var það þá mataræði Sigurðar þessa, sem hafði kom- ið ráðherra íslands af stað í þenna leið- angur! Það mátti ekki minna kosta, en konunglegan erindisreka, og síðan emb- ættis-afsetning og sakamálshöfðun, að hafa látið þennan mann, sem almenning- ur grunaði um ínanndráp, liafa harðari kost nokkra daga, en stjórninni eptir at- vikum þótti leyfilegt, samkvæmt bókstaf hegningarlaganna. Skyldi ekki mega heimfæra hér latneska málsháttinn: “Summunl jus, summa injuria“? (Hinn inesti róttur getur orðið mestu rangindi). Að öðru leyti þykir bregða hér fyrir inörgu all-einkennilegu. Þér er vikið frá embætti, út af þessu ‘Skurðsmáli‘, eða er ekki svo ? Svo flytur Þjóðólfur þann boð- skap, að . rannsaka eigi alla embættis- færslu þína. Það er ekki gott að sjá, hvernig þessu vikur við. Það er ef til vill af því, að almenningi finnst þú ekki vera svo fjarskalega sekur fyrir meðferð þína á Sigurði Skurð, að hann á bágt með að skilja, hvernig þetta ‘Skurðsmál1 hefir getað gefið landsstjórn- inni tilefni til að fara að láta rannsaka álla embættisfærslu þína, um leið og ráð- herrann þó fyrirskipar málshöf ðun gegn þór fyrir þetta eina mál. Menn skýldu ætla, að landshöfðingja eða amtmanni hefðu borizt kærur um eigi allfá atriði í embættisfærslu þinni, þar sem gripið er til þessarar aðferðar, sem sjálfsagt er eins dæmi við nokkurn íslenzkan emb- ættismann*. Nú hefir hvorki heyrzt, að * Ekkert maimsbarn hefir til þessa kært yfir neinu í embættisfærslu minni. Sk. Th. þú liafir vanrækt embætti þitt gagnvart hinu opinbera, eða beitt ójöfnuði við sýslubúa þína, svo að þeir hafi þurft að leita réttar síns gagnvart þér. Ekki skilja rnenn heldur vel, hvernig allir þessir paragraphar úr hegningarlögunúm, sem Isafold þylur upp í haust, geta átt við meðferð þína á þessu ‘Skurðsmáli'. Þar er ein grein til færð, sem talar um það, er embættismaður noti stöðu sína sér til ranglegs ávinnings. Það er þó varla ætlandi, að landsstjómin áliti, að þú haf- ir i ávinnings skyni knappað kostínnvið Sigga Skurð þessa 5 daga, eða hvað það nú var. Þvi siður skyldu menn trúa þeirri tilgátu, að stjórnin hafi svona fyr- ir fram sett þessa grein til höfuðs þér, og það eigi að rannsaka alla embættis- færslu þína, til að reyna að finna ein- hver þau afbrot i fari þínu, er heyrt get-i undir allar þessar til færðu hegningar- laga greinir. Sú aðferð væri sannarlega svo ósamboðin nokkurri stjórn gagnvart undirmönnum sínum, að ekki tekur neinu tali. Surnir efast um, að yíirboðarar þín- ir hér á landi, hafi fyrirskipað nokkra frekari rannsókn um embættisfærslu þína, en i þessu ‘Skurðsmáli'; er og sú tilgáta líklegust, eptir því sem þú kveður lands- hófðingja hafa farizt orð við þig í haust (sbr. ‘Þjóðv. ungi‘ nr. 5). Eri hvernig víkur þá við öllum þessum málarekstri gegn þér í vetur? Sem sagt, menn vaða í villu og svima um það, hvernig liggi í ölluin þessum ósköpum, sem hér hafa gengið á, síðan í vor, að rannsóknin var hafin gegn þér, og livar muni staðar nema. En enginn mun lá sýslubúum þínum, þótt þeir láti sig inál þetta miklu skipta. Svo mikið er víst, að hvernig sem því lýkur, þá ert þú í almenningsálitinu ekki talinn syndugri, nema miklu síður, en allir aðr- ir Galilear, þótt þú hafir orðið fyrir þessu. En það er liklega satt, að þú sért flest- um embættismönnum verr séður á hinum háu stöðum, sókum afskipta þinna af op- inberum málum, og meðan almenningur ekki á kost á ljósari skýrslum um þetta mál, þá efast víst fáir um, að það muni ef til vill eins mikið af pólitiskum á- stæðum, eins og sökum embættis-afbrota þinna, sem landstjórnin lætur sór svona annt um þig og íramtið þína. Að þessu leyti skoða eg mál þetta sem alvarlegt landsmál, er ekki varði þig einan, heldur óbeinlínis alla emb-

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað: 10. tölublað (21.02.1893)
https://timarit.is/issue/155140

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

10. tölublað (21.02.1893)

Aðgerðir: