Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 21.02.1893, Blaðsíða 4
40
Þjóðvixjjlvx ungi.
um sínum góða skildinga í lófana. ........ Fimm
sjálfsmorð voru framin í Monto Carlo þetta
umrædda ár.
7. þ. ni. gerðu ýmsir tilraun til að komast írani,
en brutu ýmsir skip sín meira og minna; en
síðan ralc íshroðann frá með suðvestanáttinni.
HJÓNASKIT.NAÐIR 1 BANDARÍK JUNUM.
Svo telst til, að á síðustu 20 árum hafi 328
þús. hjón veiúð að lögum skilin í Bandaríkjun-
um, eða að meðaltali 16 400 hjónaskilnaðir á ári.
NÝTT SKOTVOPN. í ófriði þeim, erFrakk-
ar hafa háð í Dahomey, er mælt, að þeir hafi
í fyrsta skipti reynt nýtt skotvopn, Lebel-rifla,
og er mjög orð á því gjört, hve skæð morð-
vopn það séu; kúlan þýtur, svo að segja, gegn-
um hvað sem fyrir verður, og stærstu tré veita
ekkert afdrep; en sárin eru því likust, se'm ept-
ir sprengi-kúlur.
Á tíu ára tímabilinu, 1881—90, fórust alls
5 485 menn af járnbrautarslysum á Þýzkalandi,
en 21 921 særðust að meira eða minna leyti.
-----£3SÍ-----
Ub Dýrafirði er oss ritað 15. febr.:
„Tíðarfaiið er enn hið sama, bezta vetr-
-arveðrátta, og aldrei alveg jarðlanst, enda
þolir nú enginn maður barðan vetur,
eptir hið sár-bága sumar, er síðast leið.
Illt er að verða að búa undir því bóta-
laust, að missa fé sitt fyrir ekkert, en
hér i firðinum hefir í vetur farízt margt
fjár, beinlínis af hval-áti. Féð sækir í
gamlar hvalþjósur á fjörunni, og etur
þær í mestu gi-æðgi, svo að það drepst;
en garnir og vambir eru alveg fullar af
sandi og smásteinum, _sem það rennir
niður með iivalnuni. I Hvammi hafa
drepizt 5 hross, og á Þingeyri, og þar í
grend, fiest allar þær kindur, sem til
voru; á Höfða liafa bændumir misst 36
kindur“.
--------------
Útlendar fréttir bíða næsta
blaðs.
jgSr" Stutt svar upp á greinarkorn
Lárusar Bjamarsonar i 3. nr. ‘ísafoldar'
þ. á. kemur í næsta blaði.
ísafirði, 21. febr. ’93.
Tíðarfarið hefir verið mjög umhleypinga-
samt; 3.—4. þ. m. var ofsa norðan-garður, en
síðan sneri hann í Suðvestan hlákur; C.—8. þ.
m. var lygnt og frostlint veður, og hélzt svo
til 13. þ. m., er hann gerði norðan hriðu, sem
lengstum hélzt til 19. þ. m., er aptur sneri til
sunnanáttar.
Aflabrögd. Þá dagana, sem gæftir liafa
verið, hefir verið pi-ýðisgóður afli hjá bátum
þeim, er ganga úr Ögumesinu, og í Mið-Djúpinu.
Yið Út-Djúpið hefir einnig aflazt mikið vel,
1—3 hundruð á skip all-optast framan af þ. m.,
en þó stundum nokkuð misfiski hjá stöku bát.
Mikið mein var það fyrir Bolvíkinga, að þoir
ekki komust á sjóinn um tíma vegna hafís-hroða;
Skipakomur. 9. þ. m. komu hvalveiðabátar
hr. Th. Amlie’s á Langeyri hingað til bæjarins,
‘Reykjavíkin1 og ‘ísafold1; höfðu þau lagt frá
Christianiu 1. þ. m., og hreppt ill veður á leiðinni.
Hr. Th. Amlie kom sjálfur með ‘Reykjavík-
víkinni‘, og ætlar þegar að taka óspart til hvala-
veiðanna; er það mikið þrek, sem sá maður
sýnir, kominn á áttræðisaldur.
Nýr hvalveiðamaður. í för með hr. Amlie
er hvalveiðamaður, Joh. Stixrud að nafni, sem
hefir í hyggju að stunda hér hvalaveiðar; kvað
hann helzt hafa í huga, að setjast að í Jökul-
fjörðum (Hesteyri); tvo gufuháta ætlar hann
að hafa til veiðanna.
Hr. BerG á Framkesi ætlar enn að auka
hvalveiða-útveg sinn; hefir hann í vetur látið
smíða gufubát, ‘Ingeborg1, sem lagði frá Noregi
1. þ. m.; hefir hann þá 4 gufubáta til hvalveið-
anna; bátur þessi kom hér til bæjarins lC.þ.m.
Hinn XVI HVALVEIDAGUFUBÁTUR, sem hl'.
Hans Ellefsen á Sólbakka á von á, heitir
‘Ingólfur1, og átti að loggja frá Tönsberg
8. eða 9. þ. m.
Póstgufuskipið ‘Laura1. Samkvæmt bréfum
frá Kaupmannahöfn 28. jan. þ. á., var ‘Laura1
frosin inni Á Kaupmannahafnar iiöfn, og hafði
þvi póststjórnin tekið á leigu gufuskip í Noregi,
er átti að halda þaðan 1. þ. m., áleiðis til Fær-
eyja og íslands, með póstflutninginn.
Tvö gufuskip, ‘Frithjof' og ‘Heimdal1, tií
hvalveiðamannanna Ellefsens og Bergs, lögðu
af stað frá Noregi 1. þ. m., og eru komin hér
til lands fyrír nokkrum dögum; með skipum
þessum lcom megnið af fólki því, er hvalveiða-
menn þessir nota við hvalaveiðarnar.
Kaupfélafsfundur. ‘Kaupfélag ísfirðinga1
hélt aðalfund sinn hér á ísafirði mánudaginn í
föstuinngang 13. þ. m.
Skýrt var frá, að félagsdeild væri mynduð
í Grunnavíkurhreppi og önnur í Sléttulireppi,
svo að alls eru nú í félaginu 14 deildir.
Á lögum félagsins voru samþykktar nokkr-
ar breytingar, og var ályktað, að láta endur-
prenta þau með áorðnum bre.ytingum.
Kaupfélagsstjói-i til næsta aðalfundar var
kosinn Skúli Thoroddsen, on varastjórnandi
Jón hóndi Guðmundsson í EyrardaL
Ályktað var, að kaúpfélagið sendi í ár til
útlanda að minnsta kosti 1700—1800 skpd. af
fiski: o: 1000—1100 skpd. af smáfiski og ýsu
og 700—800 slcpd. af málfiski.
Félagið á von á þrem skipum 1 sumar. salt-
skipi á vorvertíöinni, matvöruskipi um miðjan
júní og kolaskipi síðar í sumar.
í varasjóöi átti félagið við síðustu áramót
nálægt 4800 kr.
Þilskipa-ábvrgðarfélaosfundurinn, sem
haldast átti 13. þ. m., fórst fyrir, með þvi að
eigi mætti meiri hluti ábyrgðarmanna.
Pósturinn, Jens Þórðarson, kom að sunnan
15. þ. m.
G ott kanp <>”■ þarft.
Undirskrifaður býðst til að panta fyrir
II, 10.
alla Vestfirðinga ágætar vefjarskeiðar, frá
5—7 kvartila langar, ogfráðO—150tönn-
ur á kvartilinu; fínni skeiðar liafa menn
ekki með að gera. Hver tönn kostar 1
eyri, og sést af því, liA'að skeiðin kostar.
Lika panta eg ágæt vext hamphöfuld með
stálaugum, og kostar hundráðið 75 a. Sá,
sem vill, að eg panti fyrir sig, verður að
senda mér peningana fyrir 30. apríl næstk.
Pantanir verða sendar á allar þær hafnir á
Vestfjörðum, sem strandferðaskip koma á.
Sveinn Arnason búifr. í Vigur.
Eyfirðingar og Þingeyingar hafanú þeg-
ar með mikJum áhuga komið á stofn hjá
sér nýjii hlaði, í stað ‘Norðurljóssinsj sem
er nú flutt til Eeylcjavikur. Þetta nýja blað
er stofnað með ‘aksium‘, og verður eindreg-
ið /ramsóknarblað í Öllum málum, sem al-
mennt landsgagn og landssiðu snerta. Ja/n-
framt flytur það kaupcndum sínum innlend-
ar og útlendar fréttir, Ijósar og gagnlegar
ritgjörðir, fyrir ahnenning, um kennslumál-
efni o. /I., og aíls konar /róðleik til gagns
og skemmtunar, bæði í bundnum og óbundn-
wn stíl. Þriggja manna ne/nd rar kosm,
til að sjá um útkomu blaðsins o. /t, og lilutu
þessir kosningu: Stefán Stefánsson, kennari
á MöðruvöUum í Hörgárdal, Klemens Jóns-
son. sýslumaður á Akureyri og Jónas Jónas-
son, prestur að HrafnagiU i Eyjaflrði, ungir
<>g efnilegir fnðurlandsvinir; getum vér því
vœnzt þess, að blaðið verði með beztu blöð-
um lands vors að inniháldinu til.
Stœrð þess er ákveðin fyrir fyrsta ár 24
arkir, verð 2 kr., og því mjög ódýrt, þegar
tekið er tillit til þeirra erfiðleika er hlaða-
útgáfa heflr í för með sér á Norðurlandi.
Heiðruðu landar, kaupið hið nýja blað,
sem mun óefað fœra yður margs konar fróð-
leik og skemmtanir, gœtmn þess, liversu það
er nauðsynlegt fyrir oss, að fylgjast með
menntastraumnum, sjálfum oss og niðjum
vorum til frœgðar og frama.
Þeir, sem vHja gerast kaupendur að hinu
nýja eyfirzka blaði, eru vinsamlega beðnir
að snúa sér sem fyrst til veitingamanns Teits
Jónssonar á Isafirði, sem meðfúsum vilja
mnn veita áskriptum móttöku.
Eg veiti einnig áskriptum móttöku,
Bitað í Álptafirði i janúar 1893.
Fr. Guðjónsson (kennari).
Hjá verzlun Leonh. Tangs fæst:
Sterkir stólar (seturnar úr strái). — Salt-
aður smokkur, með mjóg vægu verði. —
Gólfvaxdúkur í fleiri breiddum. — Ofnar
og kamínur af mörgum stærðum.
Enn fremur geta menn fengið pantað
i gegnum nefnda verzlun alls konar steypta
járnvóru, mjög vandaða og með góðn verði,
eptir teikningum sem liggja til sýnis i
sölubúðinni.
Prentsmiðja Þjóðviljans unga.
Prentari Jóbannes Vigfússon.