Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 30.09.1893, Síða 1
Verð ftrgangBÍns (minnst
30 arka)3kr.; í Ameríku
1 doll. Borgist fyrir júní-
mánaðarlok.
ÞJOÐVIT.JINN UNGI.
—---1- A NNiK ÁRGANGDR. =| --
— ■ ii RitstjÓri SKÚLI THORODDSEN cand. JUR. |"~ t—; t ■■■<
Uppsögn skrifleg, ðgild
nema komin sé til útgef-
anda fyrir 30. dag júní-
mánaðar.
M 29.
KEYKJAVÍK, 30. SEPTEMBER.
1893.
Útlendar fréttir.
Með strandferðaskipinu „Thyra“ bárust
þessar fréttir helztar frá útlöndum:
Ileiinastjórnarlögin írzkn („Home
rule bill“) voru loks samþykkt til fulln-
ustu við 3. umræðu í neðri málstofu
brezka þingsins 31. ág., og eru þess eigi
dæmí, að nokkurt mál hafi fyr vakið slík-
ar deilur innan þings og utan; 301 þing-
menn voru málinu fylgjandi, en 267 á
móti, svo að atkvæðamunurinn varð að
lokum að eins 34 atkvæði.
Umræður um málið voru þegar byrj-
aðar í lávarðadeildinni, og mjög vafasamt,
hvernig því myndi reiða þar af.
Gladstone hefir ákveðið, að þing skuli
halda í haust, eða fyrri part vetrar, til
að koma fram ýmsum mikilsverðum mál-
um.
IMngkosningar á Frakklandi voru
alveg um garð gengnar, og þykir lýðveldið
aldrei fyr hafa staðið á jafn föstum fæti,
sem nú, með því að af konungs- og keis-
ara-liðum náðu að eins 58 kosningu. —
Mikil tíðindi þóttu það, að Clémenceau,
einn af mestu mælskumönnum og þingskör-
ungum Frakka, náði ekki kosningu, enda
höfðu mótstöðumenn hans eigi sparað, að
dengja yfir hann dæma-fáum persónuleg-
um skömmum á undan kosningunni, og
meðal annars brugðið honum um fjand-
samlegt makk, og ráðabrugg, gegn fóstur-
jörðinni, við Rosebery lávarð, er allt reynd-
ist þó tilhæfulaust. — Af 574 þingmönn-
um í fulltrúadeildinni eru 209 „homines
noví“ þ. e. menn, sem eigi hafa áður á
þingi setið. — Stjórnin telur til síns flokks
292 þingmenn.
Þýskalandskeisarl hefir verið að halda
heræfingar í Metz, og var þar all vel fagn-
að, þó að fjöldi manna í Elsass og Loth-
ringen uni enn all-illa aðskilnaðinum frá
Frakklandi. Vilhjálmur keisari hélt ræðu
mikla við þetta tækifæri, eins og hann á
vanda til, og komst þá meðal annars svo
að orði: „þér eruð þjóðverjar, og munuð
halda áfram að vera þjóðverjar; svo sann-
arlega hjálpi oss guð og vopnvor“; þykir
sumum blöðum Frakka keisarinn hafa nógu
djarft að orði kveðið, því að tíminn geti
öllu breytt.
Tii vara-konungs á Indlandi hefir
Englandsstjórn skipað Henry Norman i
stað Lansdowne’s lávarðar, er sleppir því
embætti í næstk. decembermán.
Kóleran var fremur að breiðast út í
Suður Evrópu, Austurríki, Ungarn og
Frakklandi; einn maður hafði og látiztúr
kóleru í Grímsby á Englandi.
Látinn er 5. sept. Vilhjálmur, prinz
af Glucksborg, eldri bróðir konungs vors,
Kristjáns níunda. — Ný skeð er og látinn
Jerome Napoleon Bonaparte.
Skemmtiferðir til íslands.
í blaði skemmtiferðafélagsins danska
(Dansk Turistforenings Medlemsblad) 31.
ág. 1893, er fróðleg grein um ferð félags-
manna til íslands, og getum vér íslend-
ingar fengið af henni ýmsar bendingar,
sem oss er nauðsynlegt að fara eptir, ef
vér viljum stuðla að því, að ferðamenn
framvegis leiti hingað. Að öllu saman-
lögðu voru hinir útlendu ferðamenn mjög
vel ánægðir með ferðina; þeim þótti nátt-
úran fögur, stórkostleg og hrikaleg, ferða-
lagið unaðslegt og hressandi; þykir þeim
ísland eitt hið fegursta land, og miklu
einkennilegra og fegurra, en þeir höfðu
búizt við. Telja þeir það engum efa bund-
ið, að hingað til lands muni með tímanum
leiðast mikill „turista“-straumur, ef rétt
er að farið, og ef íslendingar sjálfir vilja
nokkuð stuðla til þess. að svo verði. Til
þess þarf ekki frá ísiendinga hálfu að
leggja mikið í sölurnar; menn verða að
eins að bæta smá bresti og galla, og gera
mönnum þannig ferðalagið dálítið þægi-
legra. Seinast í greininni telur ritstjórinn
ýmislegt, sem bæta þurfi og finnur eink-
um að tvennu: segir hann, að reiðskapur
allur hafi verið á ferð þeirra félagsmanna
í ólagi, og fylgdarmenn ónýtir. Reiðtýg-
in voru í óstandi, gömul og slitin, ístaðs-
ólar ónýtar, höfuðleðrin slæm og samstöguð
o. s. frv. Þegar menn eru óvanir ferða-
lagi og litlir reiðmenn, getur slíkt jafn-
vel orðið að slysi, enda er það skömm og
hneyxli fyrir landið, að slíkur útbúningur
skuli vera boðinn útlendingum. Fylgdar-
mennirnir þekktu eigi örnefni, og vissu
ekkert um landið, sem þeir fóru um, og
voru þess utan hvorki nógu liðugir eða
stimamjúkir. Ekki eru útlendingar lengi
að reka augun í aðal-galla okkar íslend-
inga, tómlætið, enda eru íslendingar orðnir
alræmdir fyrir tómlæti; í öllum ferðabók-
um er þess getið, og kvarta útlendingar
sáran undan seinlæti fylgdarmanna, eng-
inn hlutur á fastan stað eða stund. Nokkr-
ir félagsmenn höfðu beðið um 6 hesta til
útreiðar kl. 10 um morguninn, og höfðu
ámálgað það 24 stundum áður, en urðu
að bíða altýgjaðir 2^/a klukkustund. í
útlöndum eru menn ekki vanir slíku slóri.
Að endingu getnr höf. þess, að útlending-
ar verði að gæta sín fyrir fjárprettum, og
varar menn við að setjast að í Austurldíð,
nema á undan hafi verið samið um borgunina,
því að þar hafi þeir félagar verið skamm-
arlega rúnir (skamlöst Optrækkeri). Það
er hin mesta þjóðar-hneisa, að slíkt skuli
geta komið fyrir.
Ritdómur „Fjallk.“
um Gaungulirólfsrímur.
Jeg get ekki stillt mig, að þakka rit-
stjóra „Fjallkonunnar“ fyrir þann „dóm“,
sem hann hefir lagt á Gaunguhrólfsrímur.
Jeg er svo óvanur, að nokkuð sje nefnt í
blöðunum afþví, sem jeg geri; jegerekki
svo inn undir hjá blaðamönnum, eða nein-
um, enda þykir mér ekki mikið varið í
þessar lofrollur, sem fylla stundum heila
dálka, um fremur ómerkileg kvæði. Rit-
stjórinn hefir opt sýnt, að hann vill hlynna
að því, sem þjóðlegt er hjá okkur, meðal
annars með útgáfum sínum á Fornaldar-
sögum og ýmsum íslendingasögum:
„Eltandi ðður í spreng þá urgandi doktora-dellu,
þjðtandi fast yfir fold með fisið og þúsið og núsið,
nema hann breyti þvi nettlega aptur í núsið og þásið",
og nú hefir hann fengið tækifæri, til að