Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 30.09.1893, Page 4
/
116
hann aptur, enda vantar sízt sakar-efnin,
úr því út í það er farið.
Líkast, að úr málaþrefinu því verði svo
eins konar bræðrabylta.
Kvík, 28. sept. ’93.
Skídi Thoroddsen.
Bókfregn.
Irbók hins ísl. fornleifafélags 1893 er
fyrir nokkru komin á prent.
í árbókinni er skýrsla um rannsóknir
Sigurðar heitins Vigfússonar árin 1889 —
’91, mynd af öxi Skarphéðins, er Rimmu-
gýgr nefndist, nokkur bæiarnöfn í Land-
námu í ofanverðri Hvítársíðu og Hálsasveit
eptir Brynjólf Jónsson, o. fl.
„ísu-moð“.
Málshöfðun?? Ritstjóri „ísafoldar" er nú
líka farinn að skrífa í „Þjóðv. unga“, og vill nm
fram allt fá það birt bér í blaðinu, að hann þykist
ætla að höfða meiðyrðamál, út af einhverjum um-
mælum vorum i 23. nr. „Þjóðv. unga“ þ. á., svo
að séð hefir banu þó það blaðið, karlinn.
öreinarstúfurinn er svo látandi:
Lðgsókn.
Með þvíað jeg hefi xannxpurt (!!!)*, að þjer
hafið birt saknæm meiðyrði um mig í blaði yðar,
26. tölubl., er út kom í Reykjavík 31. f. m.,
þá auglýsist hjer með samkv. prentfrelsislög-
unum, að jeg hefi gert ráðstafanir til lögsókn-
ar gegn yður fyrir þau.
Reykjavtk, 22. septembr. 1893.
Björn Jónsson,
ritstjórí ísafoldar.
Til
ritstjóra „Þjóðviljans unga“.
En „ekki bregður mær vana sínum“, að því er
áreiðanlegleikann snertir.
Fylgir hverjum, sem fast er við hann.
Heppilegar sjálfslýsingar. Það er nú
orðið almennt viðurkennt, að lang uppbyggilegustu
„leiðararnir" í „ísafold“ séu þessar sjáltslýsingar,
sbr. t. d. „sorpblaða“-greinina í síðasta nr., sem
ritstjórinn er farinn að leggja all-mikla alúð viði
og því er varla vafinn á, að fái menn meira af
sams konar fróðlegum lýsingum, þá fjölgar
áskrifendum „ísafoldar“ óðum.
En það eru ekki allir blaðstjórarnir, sem hafa
fundið upp púðrið, ekki allir svo pólitiskir, að þeir
skipti ham eptir æti og árstímum.
Kaupið þvi „ísafo!d“ eina; ekkert blað hefir
nokkru sinni fyr boðið aðra eins kosti!
Seyðisflrði 16. sept. ’93: „Héðan er að frétta
ágœta tíð í allt sumar. — Heyskapur yfir allt
Austurland ágætur, bæði mikil og góð hey; aflinn
í góðu meðallagi, og hefði verið ágætur, ef ekki
*) Leturbreytingin og upphrópanimar eru gjörðar af
oss. Ritstj.
ÞJOÐVILJINN UNGI.
hefði vantað beitu (síld) í júlí og framan af ágúst,
en síðan nóg beita og góður afli, — Fjárprísar
enn eigi upp kveðnir".
f Halldðr bóndi Einarsson á Rangá í Norð-
ur-Múlasýslu, sem óefað mátti teljast einn af merk-
ustu bændum austanlands andaðist 17. ágúst þ. á.,
og var rúmra 70 á,ra; hann var jarðaður 8. sept.
í hól á túninu á nefndri ábýlis-og eignar-jörð hans;
hafði hann sótt um, og fengið, leyfisbréf til þess.
Reykjavík 30. sept. '93.
Tíðarfar. 18.—20. þ. m. gerði bér norðan-
hviðu, svo að nokkuð snjóaði í byggð, og frost var
um nætur; hefir garður þessi þó að líkindum verið
mun harðari á Norður- og Vestur-landi.
Drukknun. 16. þ. m. varð bátstapi frá Mið-
nesi, og drukknuðu tveir unglingspiltar, annar frá
Stöðulkoti, en hinn frá Tjarnarkoti; þriðji pilturinn
var og á bátnum, en komst á kjöl, og varð bjargað.
Unglingar þessir höfðu siglt gapalega, og haft
seglin föst á bátnum.
1 niðurjöfnunarnefndina kusu Reykvikingar
15. þ. m. 3 menn til næstu 6 ára: cand. theol.
Steingrím Johnsen, séra Jóhann Þorkelsson og úr-
smið Magnús Benjamínsson.
Dr. Björn Ólsen hefir í sumar rannsakað mál-
lyzkur í Þingeyjar-sýslu, og kom aptur hingað til
bæjatins 27. þ. m.
Gufubáturinn, „Elín“, kom 25. þ. m. ofan úr
Borgarnesi með um 50 farþegja, og meðal þeirra
Andrés bóndi Fjeldsied á Hvítárvöllurn, séra Jóhannes
Lynge á Kvennabrekku, héraðslæknir Páll Blöndal
í Stafholtsey, og búnaðarskólastjóri Torfi Bjarna-
son í Ólafsdal.
Heyskaðar nokkrir höfðu orðið í norðanhryn-
unni í þ. m. í Dalasýslu (í Saurbænum) og í Hnappa-
dalssýslu (í Miklaholtshreppnum), tapast 20—40 hest-
ar af heyi, og þar um, á stöku bæjum.
Útgáfu „Þjóðv. unga“ verður haldið áfram á
ísafirði, með því að ritstjórinn fer vestur með
„Thyra“ í næsta mánnði.
Strandferðaskipið „Thyra“, skipstjóri Garde,
kom hingað norðan og vestan um land í gær, og
á að fara héðan 3. næsta mán. vestur um land,
áleiðis til útlanda.
Meiðyrðamál amtm. Júlíusar Havsteen gegn
Skapta ritstjóra Jósepssyni var tekið fyrir í yfir-
dóminum 25. þ. m., og kvað amtmaðurinn hafa lát-
ið málfærslumann sinn krefjast þess, að yfirdómari
Kr. Jónsson víki dómarasæti í málinu, með því að
hann sé í venzlum við Skapta, skyldur konu hans.
Mál þetta er risið út af því, að br. Skapti
Jósepsson hafði getið þess í „Austra“, að Havsteen
amtmaður hefði fengið ofanígjöf hjá ráðherranum
fyrir rannsóknirnar gegn meistara Eiríki Magnús-
syni; en það kvað vera tilhæfulaust, að amtmað-
urinn segir.
n, 29.
Skálapiltar hafa verið að koma til bæjarins
þessa dagana; i lærðaskólanum verða í vetur yfir
90 lærisveinar.
Barnaskólinn hér í Reykjavík verður prýðis-
vel sóttur í vetur, eins og að undanfórnu, einkum
siðan hr. Morten Hansen tók við forstjórninni; í
vetur verða börnin á skólanum fráleitt færri, en
200, og er það meira, en nokkru sinni fyr.
„Agenta málin“ tvö gegn ritstjóra „Þjóðólfs“,
hr. Hannesi Þorsteinssyni, vóru lögð í dóm i lands-
yfirréttinum 25. þ. m.
Björn Kristjánsson kaupmaður kom hingað
frá Hamborg á gufuskipinu „Alpha" 27. þ. m., með
ýmsar vörur til Borgfirðinga, og tekur hjá þeim
um 900 sauði til útflutnings. Skipið á að fara
héðan til Englands.
Einn af hvalaveiðagufubátum H. Ellefsens
á Flateyri kom hingað snöggva ferð 27. þ. m., og
fór aptur vestnr samdægurs.
Ókeypis lögfræðislijálp. Eins og í fyrra vet-
ur veitir Skúli Thoroddssen þeim, sem hans leita,
ókeypis lögfræðishjálp og ráðleggingar á ísafirði
á komanda vetri; en þetta nær þó einungis til þeirra,
sem eiga heima í ísafjaróarsýslu, eða í ísafjarðar-
kaupstað.
Fiskprísar enn að lækka í útlöndum, er síðast
fréttist.
Vottorð.
Þá er konan mín hafði nokkra hríð
þjáðzt af óreglulegri meltingu ásetti eg mér
að láta hana reyna „Kína-lífs-elixír“ lierra
Valdemars Petersen’s í FrederiJcshavn. Er
hún hafði eytt úr einni íiösku tók matar-
lystin að aukast, og við brúkun annarar
og þriðju áöskunnar fór henni dagbatnandi
en jafnskjótt sem hún hætti að neyta þessa
ágæta læknislyfs, jukust veikindin aptur
og er eg því sannfærður um, að hún má
eigi án þess vera nú fyrst um sinn.
Þetta get eg vottað með góðri samvizku,
og vil því ráða sérhverjum, sem þjáist af
samkynja veikindum, að reyna heilbrigðis-
bitter þennan.
Skipholti í Ytrahrepp, í janúar 1893.
Jón Ingimundsson
hreppstjóri.
Kína-lífs-elixirinn fæst hjá flestum kaupmönnum
á íslandi.
Til þess að vera vissir um, að fá hinn ekta
Kína-lífs-elixír eru kaupendur beðnir að líta vel
eptir því, að Vj, ' standi á flöskunum í grænu lakki
og eins eptir hinu skrásetta vörumerki á flösku-
miðanum: Kínverji með glas í hendi, og firma
nafnið Yaldemar Peterscn, Frcderikshavn, Danmark.
FjelagsprentsmiSjan.