Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 07.02.1894, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 07.02.1894, Blaðsíða 1
Verð árgangsins (minnst 40 arka) 3 kr.; i Ameriku 1 doll. Borgist fyrir júni- mánaðarlok. M ia. ÍJÓÐVILJINN DKI. - --1= ÞsiBJI ÁB8AN9C8. =1.. . ÍSAFIRBI, 7. FKBR. Uppsögn skrifleg, ógild nema komin sé til útgef- anda fyrir 30. dag júni- mánaðar. || tJx* fleiri en einni átt hefir oss borizt til eyrna óánægja nokkur yfir því, hvernig siðasta alþingi skildist við frv. um fjólgun kjórstaða. Meðal annars skrifar oss þannig merk- ur maður ný skeð: „Mun ekki fara, eins Og fyrri daginn, að kjórfundimir verði víða hórmulega sóttir í vor, þegar menn úr fjarlægustu sveitum eiga allir að sækja á sómu kjórstaðina. Ætli Barðstrendingar, Snæíellmg- ar, Skaptfellingar, Norður-Þingey_ ingar, o. fl. o. fl., verði miklu spor- lettari i vor, en á undan alþingis- kosningunum 1892? ^ nei, kunningi, lieimur versn- andi fer, 0g þú skalt sanna, að þeir verða nú enn þá latari, og sinnu- lausari, en nokkuru sinni fyr“. Þannig hljóða spásagnar-orðin! Barðstrendingar og fl. ættu að reka af sér slyðruorðið, og sjá svo um, að þessi spáfluga springi. Vitaskuld er það illa farið, að frv. um fjólgun kjörstaða fór i mola á sið- asta þingi, 0g það er vonandi, að ekki hði mórg þing, áður en kjósendum verð- ur gjórt auðveldara, og kostnaðar-minna, að nota kosningarrétt sinn, en nú gjórist. En á meðan kosningar-lógunum eigi íæst breytt i þessu efni, tjáir þó eigi að gera ser of mikla grýlu úr órðugleikun- uin. Og ekkert kjördæmi ætti að lata sig þá vanvirðu henda, að ekki sæki kjór- fund, nema 30—40 kjósendur, þvi að það sýnir svo áþreifanlega áhuga- og vilja- leysi. ---------- Sumir blaðstjórarnir hér á landi virðast fylgja þeirri ritstjórnar- reglu, að flytja eigi fregn-bréf, eður grein- ar, frá Vestur-íslendingum, nema fremur seu utflutnin gunum til niðrunar, eða lýsi dekkri hliðinni aí lifinu þar vestra. En þetta getuin vér eigi álitið rétta aðferð, heldur virðist oss það skylda blað- anna, að leyfa valinkunnum mðnnura vestan hafsins málfrelsi í blöðunum, þo að ekki gangi greinar þeirra i þá átt, sem að ofan er á vikið. Vér birtum því í dag í blaði voru byrjun á bréfi frá hr. M. Thordarson í West Selkirk, sem er einn í róð fremri íslendinga þar vestra; að eins hófum vér leyft oss að sleppa úr bréfi hans dálitl- um kafla, er sjálfa oss snerti persónulega, og málarekstur landshöfðingja gegn oss. Bréf til ritstjöra „Þjóöv. unga“ frá hr. Matth. Thordarson i West Selkirk. — L — Káttvirti herra og vinur! Jeg hefi verið að velta þvi fyrir mér, hvort unnt myndi, að skjóta héðan til yðar línu, því að, ef satt skal segja, er jeg svo „illa þenkjandi“, að mér dettur i Img, að einhver ófyrirséður farar-tálmi kynni má ske að mæta bréfum til yðar. En nú hefi jeg hugsað svo ráð mitt, að jeg sendi bréfið til sira Sigurðar i Vigur, og bið hann að koma þvi til yðar. Jeg hefi lesið um málarekstur land- stjórnarinnar gegn yður,................. En það var einkanlega útflutninga- málið, sem jeg ætlaði mér ögn að minn- ast á. Skoðun inin er sú, að það sé hugs- unar-villa, að binda svo hugann við einn eða annan skækil af þessum hnetti, sem vér búum á, að vilja vinna það til, að lifa, maður fram af manni, við kúgun og rangindi. Frá siðferðislegu sjónarmiði skoðað, virðist mér það einnig vera rangt, gagn- vart bórnum sínum og eptirkomendum, að ætla sér að lifa, og skipa börnum sínum sæti, í því landi, þar sem svo að segja hver einasta tilraun til framfara verður — að engu, og öll framsókn hinna beztu manua landsins lendir, og brennur, í einu landstjórnarlegu h.......... Sumir segja að vísu, að Islendingar hljóti að hverfa, eins og dropinn í sjó- inn, þeirra gæti að engu meðal hinnar amerísku þjóðar, og mun þessi skoðun vera mjög almenn á Islandi. En þetta er hugsunar-villa einber, þvi að sannleikurinn er sá, að islenzka þjóðin, Islendingar, missa ekkert af sín- um þjóðlega arfi, og sógulega hetjuskap, og það þótt þeir flyttu allir hingað vest- ur; fornsögur vorar, frelsis-barátta, og tungumál, myndi ekki gleymast, heldur geymast í minnum hins menntaða heims; en sá er munurinn, að hér hefir þjóð- flokkur vor meiri tók til framfara, en heima, og niðjum vorum myndi einatt kært, að varðveita tungu vora, og lialda á lopti íslenzkum hetjuanda, enda myndi og enginn meina þeim það. Lítum á hina ýmsu þjóðflokka i þessu landi, og sjáum, hvernig þeir keppast á, hver við annan, að starfa að framfórum síns eigin þjóðflokks, — varðveitandi tungu sina og þjóðerni —, en allir þó um leið sameiginlega starfandi að fram- förum lands þess, er þeir lifa í. Það er engan veginn of sagt, að hér i landi getur liver lifað, þar sem liann vill, elskað það, sem hann vill, og unn- ið það, sem hann vill, allt eptir hæfi- leikum hans og geðþótta. — í sambandi við þetta þykir mér rétt, að minnast á ritstjórnargrein eina um vesturferðir, sem birtist í „Heimskringlu“ í vor; í grein þessari segir ritstjórinn, að það, sem Islendinga bíði, þegar hing- að vestur kemur, sé mokstrar- og skurð- ar-vinna; en með því að orð þessi geta valdið misskilningi, langar mig til að gjóra við þau örfáar athugasemdir. Sannleikurinn er sá, að það bíður Islendinga hér vestra alveg það sama, eins og allra annara þjóða manna, sem setjast hér að; allir atvinnuvegir landsins standa þeim opnir; en hitt er líka satt, að tiltólulega margir íslendingar gefa sig i mokstrar- og skurðar-vinnu fyrst, þegar þeir koma hingað vestur; en það er ekki af þvi, að liún bíði þeirra, frem- ur en annara, né heldur af því, að ekk- ert sé annað, til að vinna, heldur er

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.