Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 07.02.1894, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 07.02.1894, Blaðsíða 4
48 Þjóðviljinn unoi. að við missum ekki alla „respekt“ fyrir lögunum. (tlóðaraugu og smá-skeinur séu ekki til annars, en að skerpa kær- leikann, og auka „respektina“ fyrir yfir- valdinu; og þótt menn verði dögum saman að vera fyrir rétti, þá sé ekki í það horfandi, þvi að þar megi margt læra, sem komi sér vel að kunna i lífinu. (Meira.) ---— Mannalát, 5. nóvember f. á. andaðist að Hok- insdal í Arnarfirði Kristín Jóharinsdóttir húsfreyja, kona Þorleifs Jónssonar s. st.; hún var fædd að Fossi í Suðurfjörðum 1841, og voru foreldrar hennar Jóhann Lýðsson, er þá bjó þar, og kona hans Sigríður Bjarnadóttir; 1867 giptist Kristín eptir lifandi manni sínum, og eignaðist með honurn 9 bórn; 6 af þeiin lifa: 2 dætur giptar i Hokinsdal, 3 ógiptar, og einn sonur. Kristín sál. var góð og guðhrædd kona, stjórnsöm og reglusóm, og hafði yfir hóf'uð flesta þá kosti, er prýða mega góða húsmóður. 26. okt. f. á. lézt að Dynjanda i Arn- arfirði ógipt stúlka Ingihjörg Símonardótt- ir, á sextugs aldri; hún var systir þeirra bræðra Páls Símonarsonar, er lengi bjó á Dynjanda, nú í Otrardal, og Sigurðar Símonarsonar, skipstjóra í Reykjavik. 28. okt. f. á. andaðist að Skógum í Arnarfirði ekkjan Guðrún Björnsdóttir, rúmlega áttræð. I f. m. andaðist að Yatneyri í Patreks- firði Gunnar snikkari Bachmann, er þang- að fluttist frá ísafjarðarkaupstað á síðast liðnu sumri; hann var sonur Melchiors bónda Eggertssonar, sem um hrið bjó í Efra-Nesi í Stafholtstungum, en móðir hans var Bjórg, dóttir síra Jóns Bach- manns. Ekkja hans, Guðrún Jónsdóttir, lifir hann, ásamt einni dóttur, er þau eign- uðust, sem Auróra heitir. Gunnar heitinn mun hafa verið rúm- lega 45 ára, er liann dó. ísafirði 7. febr. '94. TÍÐARFAR. Síðasta vikutíma hefir Iialdizt óstöðug tíð, optast kafaldshríðir, en frost-iint veður. KJÖRFUNDUR var haldinn hér í kaup- staðnum 31. f. m., til þess að kjósa mann í sáttanefndina, í stað Magnúsar kaupmanns Jochumssonar, er beiðzt hafði lausnar; kosningu hlaut ÁRNI kaupmaður SYEINSSON. AFLABRÖGÐ í DÝRAFIRÐI. 20. f. m. er oss ritað þaðan úr firðinum: „Nýjung má það telja, að fiskazt hefir hér á firðinum, síðan á ný-ári, þegar á sjó hefir gefið, og beita hefir fengizt; muna elztu menn ekki til þess, að fiskazt hafi hér k firðinum um þetta leyti árs; afiinn er mest þorskur“. BRÁÐA-DAUÐI hefir í vetur gjört vart við sig í Arnarfirði, einkum að Loðkinnhömrum hjá Gísla ríka Oddssyni, og að Baulhúsum, að þvi er oss er ritað þaðan úr firðinum 20. f. m. SJÓNLEIKI ætla nokkrir Dýrfirðingar að halda á Þingeyri í vetur. ALL-SKÆÐ TAUGAYEIKI gengur hér og hvar i Barðastrandarsýslu. Hér í sýslu hefir veiki þessi oinnig stungið sór niður að Ögri og i Hattardal minni, og á fleiri bæjum i Álptafirði. MADUR HVARF á Flateyri í Önundarfirði 28. f. m., Petersen að nafni, verzlunartnaður við „Export forretninguna11, sem þar er; hafði hann þenna dag gengið með byssu sína á leið út á Sauðanes, til að skjóta fugla, og hefir ekki sézt síðan, þótt hans hafi leitað verið í fleiri daga; er það því ætlun manna, að hann hafi hrapað fyrir björg ofan. Petersen lætur eptir sig konu og barn á Flateyri; hafði hann sezt þar að á síðast liðnu sumri. ALMENNAN FUND fyrir Vestur-ísafjarðar- sýslu prófastsdæmi er áformað að halda að Framnesi i Dýrafirði 17. febr. næstk.; hafa þeir Matthías kaupmaður Ólafsson í Haukadal og búfræðingarnir Sigurður Sigurðsson i Meðaldal og Kristinn Guðlaugsson boðað til fundar þessa, til þess að ræða ýms lands- og héraða-málefni. Líklegt þykir, að ýmsir helztu menn úr vestur hluta sýslunnar muni sækja fund þenna. borgarabréf til kaupskapar. Hr. Bj örn gullsmiður Guðmundsson hefir ný skeð keypt borgarabréf verzlunarmanna, og er byrjaður að reka verzlun hér í kaupstaðnum. AFLABRÖGD HÉR VID DJÚPIÐ hafa nú um hrið verið all-treg, þá sjaldan er á sjó hefir gefið. ____ BÆJARSTJÓRNARFUNDI var skotið á hér i kaupstaðnum 6. þ. m., til þess að leggja úrskurð á kæru, út af bæjarfulltrúa-kosning- unni frægu, — „Siams-kosningunni“, er sumir nefna; öllum áheyrendum var visað á dyr(!), og málið siðan röggsamlega og einarðlega rætt fyrir lokuðum dyrum. Eins og vænta mátti hafði kjörstjórnin sjálf alls ekkert út á sínar eigin gjörðir 'að setja, og með því að einn hinna bæjarfulltrúanna fylgdi henni að málum, þá var „Siams-kosningin“ með 4 atkv. metin góð og gild i alla staði. III, 12. Hreppstjóri JÓHANNES HANNESSON í Botni var staddur hér í kaupstaðnum í gær, og sagði almenna velliðan manna í Súgandafirð- inum og fjárhöld góð til þessa. AMTMANNSEMBÆTTIÐ fyrir norðan er nú laust frá 1. júlí næstk., og—enginn Stephen- sen til taks; er því gizkað á, að embætti þetta verði veitt landritara Hannesi Hafstein, með því að „Hafsteinarnir11 gangi næstir „Stephen- senunuin11 til æðstu embættanna — eptir erfða- lögunum. Hitt oof þetta Það er betra. að gjöra gott, en að brenna reykelsi, betra, að reka burt-u hatur og tilfúð úr hjartanu, en að ákalla Búddha. Laun fylgja hverju verki, góðu eður vondu, eins og skugginn fylgir likamanum. Það er gleði og blessun, að tala góð orð, og að upp fylla góðan ásetning. (Kinversk spakmæli) TJndirritaður hefirtil sölu: kaffi, export, kandís o. fl., allt með lægra verði, en almennt gerist hjá öðrum kaupmónnum á ísafirði. ísafirði, 5. febr. 1894. I 5jöi*n Guðmnrulsson. H.já undirrituðum getur einn hagleika- piltur um tvítugt fengið pláss sem tré- smiðs-nemi. Bezt að semja sem fyrst. ísaf. 30/t—’94. J. Jóakiwisson. jflLllir þeir, sem eiga bækur liggjandi hjá mér frá árunum 1892 og 1893, að- varast um, að þær verða seldar við op- inbert uppboð, ef þeirra verður ekki vitj- að, og andvirði bandsins borgað, fyrir 15. apríl næst komandi. ísafirði, 29. jan. ’94. Eyjólfur Djarnason bókbindari. Ijílvliisitvn* smíðaðar eru til hjá Jóakini snikkara á Isafirði. Hjá undirrituðum fæst: Dufl, Þvottabalar, Neta-dufl, Blöndukútar, allt mjóg vandað og ódýrt mót borgun út í hönd. ísafirði, 6. jan. 1894. (xuðbjartur .Tónsson. beykir. PRENTSMIÐJA UJÓÐVILJANS UNOA.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.