Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 07.02.1894, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 07.02.1894, Blaðsíða 2
46 Þjóðviljinn ungi. III. 12. órsókin sú, að þeir eru ekki færir um að vinna aðra vinnu, ný komnir að heim- an, svo að i lagi fari, eður og stafar þetta af þvi, að þeim þykir þetta full- góð vinna, og all-vel borguð, meðan þeir •þekkja eigi annað betra. Þetta framsóknarleysi, sem lýsir sér hór hjá íslendingum í fyrstu, stafar af þekkingar skorti; vér berum það flestir með oss, og utan á oss, úr hvaða skóla vór komum; málið skiljum vér eigi, og verkin kunnum vér eigi að vinna, nema hin lókustu og vanda-minnstu, sem þeir, sem hér eru kunnugir orðnir, fást ekki til að vinna. En þetta er þó að eins um stundar sakir; árin líða, augu vor opnast, og blóðið yngist; vór erum komnir í kapp- raun við Aineríku-manninn; nú þekkjum vér veginn, og — nú sjáum vér smiðjuna íslenzku stjórnarinnar á Islandi, með öllum smiðis-gripunum í, í hinni réttu mynd. Landbúnaðurinn í ísafjarðarsýslu. Eptir Sigubb búfræðing Sigubðsson. — III.— Þess hefir áður verið getið, að tún- ræktin myndi borga sig hér, ef hún væri stunduð af nokkurri alúð. En þá munu margir segja, að til þess vanti nægilegt vinnu-afl, og er það að vísu satt, með þvi að flestir karlmenn vilja helzt vera algerlega lausir við alla landvinnu. Það er álitið nauðsynlegt, og sjálf- sagt, að óllu vinnu-afli só varið til þess, að stunda sjóinn. Og sú trú er orðin svo rik, að jafnvel á haustin, þeim tima ársins, sem bezt er lagaður til allra jarða- bóta, eru flestir vinnumenn, að minnsta kosti í vesturhluta sýslunnar, látnir gutla við sjóróðra. En haust-aflinn er hér optast rýr, og svarar það þvi sjaldnast kostnaði, að gera menn út að haustinu. Og báta-útgerðin er naumast svo ábatasóm, þegar alls er gætt, að vert sé að leggja mikið í söl- urnar fyrir hana*. *) Það virðist aptur á móti fara í rétta átt, að auka þilskipa-útveginn sem mest má verða, bæði hér í sýslu og annars staðar, þvi að á þann hátt, og engan annan, er mögulegt, að ná til fulls í auðs-uppsprettu sjávarins, En einkurn er nauðsynlegt, að auka hann hér í sýslu, með því að sjómennskan hlýtur að vera aðal- atvinnuvegur héraðsbúa. En þó að svo sé, þá dugar samt sem áður ekki, að vanrækja landið. Það myndi verða mun affarasælla, að bændur létu menn sína að haustinu vinna að þvi, að girða eða slétta túnin, en lótu heldur sjóróðrana eiga sig. Með þeim hætti mætti vinna mikið, ef vilji og dugnaður fylgdust að. En þá er það vorið. Nú er ekki annað fólk við heimilin á vorin, en kvennfólk, börn og gamal- menni, og á þetta fólk að vinna allt, er vinna þarf. Kvennfólkið verður ekki einungis að vinna á túnunum, rækta mat- jurtagarða, hirða fónað og eldivið, held- ur verður það að starfa að byggingum, vera í ferðalögum, bæði á sjó og landi, og fleira þess konar. Seltirningar eru sjómenn miklir, og láta þeir menn sína stunda sjóinn á öll- uin ársins tímum. En flestir bændur þar, er nokkra grasnyt hafa, fá sér einn eða fleiri verkamenn, ofan úr sveitum, að vorinu, sem þeir nota eingóngu til land- vinnu, mest til jarðabóta. Þetta ættu bændur hér vestra, að taka eptir Seltirningum. Ættu þeir að geta fengið sór vor-menn einhvers staðar að, til þess að vinna að jarðabótum, og létta ógn uridir með kvennfólkinu. Það gæti orðið mikil umböt frá þvd, sem nú er. En til þess, að það geti orðið, þarf almennur áhugi á jarðabótum að vakna. Það er ekki nóg, að kannast við, að nauðsynlegt só, að girða og slétta túnin. Það verður líka að gera það. Búfræðingarnir, sem eru liér í sýsl- unni, gera sjálfsagt sitt til þess, að órfa menn til jarðabóta, og framfara í land- búnaðinum. Það, sem að minni hyggju er lakast við þessa búfræðinga, er það, að þeir eru nokkuð óstöðugir í vistinni, — fara opt- ast burtu úr héraðinu eptir fá ár —, því að það er ævinlega óheppilegt, að slikir menn sóu á einlægum flækingi,—fari þegar burtu úr hverju héraði fyrir sig, er þeir eru farnir að kynnast þar —, ef þeir annars eru að nokkru nýtir. Jeg álít mjóg æskilegt, að einhverj- ir bændur hér i sýslu, lótu unga og efrii- lega sonu sina, sem gefnir væru fyrir alls konar landvinnu, læra búfræðí á einhverjum af búnaðarskólum uorurn. Að afloknu námi myndu þeir sjálf- sagt, ef það væri lagt undir við þá, hverfa aptur til átthaga sinna, og ílengj- ast hér. Og með því að þeir væru hér öllu kunnir, myndi þeim veitast hægara, en ókunnum búfræðingum, að yfir stíga erfið- leikana, og sneiða hjá boðunum. Monn bæru meira traust til þeirra, heldur en óþekktra búfræðinga, sem kæmu einhvers staðar að — úr Fljótum eða Flóa —, og væru nokkurs konar út- lendingar í héraðinu. Þeir myndu hafa meiri, og varan- legri, áhrif á alla búnaðar-háttu, ef þeir staðfestu ráð sitt, og gerðust bændur í sinni sveit, eins og t. d. Halldór búfr. á Rauðamýri, sonur Jóns bóndaHalldórs- sonar á Laugabóli, sem áður er getið. Almennir málfundir, til þess að ræða um almenn málefni, einkum búnaðar- og atvinnu-mál, myndu eflaust glæða áhuga manna á umbótum búnaðarins. Þess konar fundir eru í raun og veru mjóg nauðsynlegir, og ættu að Iialdast, að minnsta kosti einu sinni eða tvisvar á ári, i héraði hverju. Þeir myndu hafa margt gott í fór með sér, og koma mórgu þórfu fyrirtæki á gang. Jeg hefi þá trú, að Isafjarðarsýsla geti átt fagra og blessunar-ríka framtíð fyrir höndum, ef menn að eins nota krapta sína rétt, og starfa með elju og áhuga að því, að færa sér sem mest í nyt af auðæfum þeim, sem náttúran geymir hér í skauti sínu. í FRANSKA TlMARITINU „L’ Astronomie“ birtist fyrir nokkru grein eptir frakkneska rit- höfundinn M. Camille Flammarioil, þann hinn sania, er ritað hefir hæklinginn: „Dagur- inn eptir dauðann“, sem margir kannast við. í grein þessari lætur Flammarion þk skoðun sína í ljósi, að pláneta vor muni að líkindum, — þrátt fyrir torfærur þær, sem geti mæt.t henni í himingeimnum —, ekki farast af slysi, heldur dey.ja náttúrlegum dauða. Öld eptir öld, ar eptir ár, og enda dag frá degi, segir hann, að yfirborð jarðarinnar breyt- ist þannig, að landið fari minnkandi, en sjórinn vaxi að því skapi, og ætlast hann svo á, að eptir 10 milj. ára muni sjórinn hafa gleypt allt land. En þó að menn eklci vilji sætta sig við þessa skoðun, segir Flammarion, að dauði jarðarinnar hljóti þó að verða sjálfsögð afleiðing af dauða sólarinnar; en það sé vafalaust, að geisla-straum- urinn frk sólinni kæli hana smámsaman, svo að sá dagur hljóti að koma, — þótt það má ske ekki verði, fyr en eptir 30—40 milj. ára —, er sólin slökkni, og jörð vor, og hinar plánet- urnar í sólkerfi voru, hætti þá að vera aðsetur- staður lífsins; þær verði út strikaðar úr lifsins

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.