Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 07.02.1894, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 07.02.1894, Blaðsíða 3
III, 12. Þjórviljenk UNGI. 47 bók, en snúist sem dimmar og þögular grafir umhverfis slokknaða sól. MANNTAL var tekið á Spkni í marzmánuði 1889. en manntals-skýrslurnar voru ekki gefn- ar út, fyr en 1893; eptir skýrslum þessum voru íbúar á Spáni 17 milj., og lifðu þar af 15 milj. á landbúnaði, en að eins V. milj. manna á iðn- aði og verzlun; og viðlika margir (V, milj.) voru prestar, embœttismenn og — betlarar. Þegar IJ. S. GBANT, fyr-verandi forseti Bandarikjanna, kom heim úr ferð sinni kringum hnöttinn, var hann spurður að því, hver væri mesti stjórnvitringurinn, er hann hefði hitt á leið sinni, og sagði hann þk, að Lí-Hung-Chang í Kina tseki ölium öðrum fram. Hvort sem nú Grant hefir haft rétt að mæla, eður eigi, þá er það þó víst, að Lí-Hung-Ghang er bæði merkur maður og voldugur; hefir hann, þrktt fyrir alls konar mótspyrnu, komið a margs konar réttarhótum, og mikilvægum nýuiælum, í Kína; her og flota Kínverja hefir hann aukið og bætt stóruin, svo að jafnvel ýmsum Evrópu- þjóðum er farinn að standa all-mikill geigur af hinu vaxandi hervaldi Kinverja. Lí-Hung-Chang er nú kominn á áttræðis- aldur, en er þó enn óþreytandi starfs-maður, og i raun réttri keisari í Kína, þvi að hann ræður þar öllu, og hefir fjölda mörg emhætti á hendi; hann er landstjóri yfir héruðum, sem hafa margar milj. íbúa; hann er og æðsti ráð- gjafi keisarans, og æðsti hershöfðingi á sjó og landi, Margopt hafa óvinir hans reynt að hola hann frk völdum, eða drepa hann, en það hefir aldrei lánazt, enda hefir Li-Hung-Chang jafnan sterkan lffvörð um sig. Hitt og þetta úr sveitinni Eptir Hávarð karl. Það mætti ekki minna vera, en að þú, Þjóðvilji sæU; fengir einstóku sinn- um pistil úr sveitinni) þó a9 ekki væri til annars, en að þakka þér fyrir, hve vel þú skemmtir okkur, einkum unga fólkinu, moð frétta-pistlum þinum úr höfuðstað Vesturlands. Gamla fólkinu þykir nú reyndar nóg um þennan gaura- Sang þar á Ísaíirði. Við, bændumir, sem belzt viljum lifa í ró, óttumst, allan Þennan dómara fjólda, sem hingað sæk- okkur er orðið svo mein-illa við óll braðabyrgðar-yfirV(^c[) að við búumst við íliu emu, ef þeim fjölgar svona stóðugt. ■Við viljum fá að Vera j[ friði við þetta búskapar-hokur, Gg við getum aldrei komið því inn i höfuðin á okkur, hvað þjóðin, eða við bændurnir, hófum gott af þessari ný-móðins röggsemi, seili eink- um lýsir sér hér vestra í konunglegum umboðum, sakamálsrannsóknum um það, hvernig Ölafur gamli Ölafsson, eða As- grímur á Sandeyri, skrifi nafnið sitt, hvort sýslumaðurinn hafi talið nákvæmlega kaffirótarstykkin hjá Árna og Nielsmi, hvað síra Sigurður í Vigur haíi átt marg- ar krónur og aura hjá „Prentfélagi Is- firðingaw fyrir mörguin ármn, hvað þykk- ar hafi verið brauðsneiðarnar, sem Siggi „Skurður11 hafði tíl lífsins viðurhalds i tugtliúsinu, o. s. frv., o. s. frv. Svo þykir okkur nri heldur ekki batna miltið árferðið í ísafjarðarsýslu, þegar hér við bætast þessi nýju málaferli, með óllum þeim stefnuförum, vitnaleiðslum, svar- dögum, brennivíns-sógum, kjaptshögg- um, glóðaraugum og áverkum, sem þeim eru samfara. Búskapurinn hjá okkur gengur ekki of vel, þótt okkur sé ekki ógnað með svo og svo háum sektum, til að Vera dógum saman burt frá keim- ilum okkar, til að inæta fyrir rétti, þar sem við vitum hvorki upp né niður um það, sem þessir lógfræðingar eru að þvæla um, og glápum á þá, eins og tróll á heiðríkju. Þótt Jakob í Ögri og síra Sigurður í Vigur geti, sér að meinlitlu, setið 3—4 daga fyrir þe.ssum kærumála- rétti, þá eiga siná-bændurnir ekki svo heiman gengt. Þeim sira Sigurði og Jakob var stefnt, eins og fleirum, til að bera vitni i þess- um kærumálum, og mættu þeir á til- teknum tíma á stefnu-staðnum, að Ögri, og svo komu þangað einnig 3 sýslumenn, einn skrifari, tveir þjónar, og eitthvað 12 eða 14 undir-ræðarar, eða flutnings- menn. Svo var nú rétturinn settur, og haldinn í samfleytta 3 daga. Maður skyldi ætla, að eitthvað hefðu nú þessi tvó vitni verið spurð um, i allan þenn- an tima. Jú, viti menn! presturinn var spurður, hvað hann héti, hvar hann æt-ti heima, hve gamall hann væri, og hvort hann hefði mætt fyrir rétti í Sktila- málinu; og með því að prestur gat vist viðstóðulitið svarað þessum spurningum, þá tóku þær ekki ýkja-langan tima, líkl. 1—2 mínútur, en svo var vitna-yfir- lieýrzlan líka búin; hinn tímann allan þurftu inálspartarnir til þess, sem við sveitabændur kóllum, að munnhóggvast; en ekki máttu vitnin fara, og svona liðu þessir 3 dagar; en svo kom sunnudagur- inn, og þá kypjaði prostur sig hið bráð- asta, og hleypti, að sögn, í hálf-ófæru veðri heim til sín, dauð-leiður, og sár- þreyttur, af að lilusta á þessa þriggja daga þvælu; en Jakob varð þar á ofan að undirhalda alla þessa herra nærri því i viku; svo hleyptu þeir á tveimur skip- um út á Isafjórð, því einlægt var hálf- ófært veður, meðan þeir voru á ferðinni, og er sagt, að túrinn hafi kostað Lárus hátt á annað hundr. kr.; um hina hefi jeg ekki heyrt. Og hver var svo árangurinn? Jú, þeir vissu nú upp á hár, hvað prest- urinn i Vigur hét, og hvað hann var gamall, og hvar hann átti heima, karl- inn. Heyrzt hefir, að Lárusi hafi þó þótt sín ferð góð orðin, að prestur varð ekki spurður um fleira! Heldurðu, að það sé nú skemmtilegt fyrir okkur, bænda-garmana, að eiga von á svona setum, þegar þessir setudómarar koma aptur í vetur, tvófaldir, þrefaldir, eða hvað, i roðinu, og hafa ekkert fyrir, nema vinnutjón og leiðindi, og svo má ske sakamáls-rannsókn eptir mórg ár um það, hvað við hófum verið spurðir um í þessum réttarhóldum, og hverjir hafi verið réttarvottar ? — Það muna þeir nú líklega nokkuð lengi, Jakob og síra Sigurður, hvað þetta þriggja daga réttarhald snertir, því að fyrst varð nú að senda á aðra bæi eptir óðrum réttar- vottinum, og verður það svo héðan af í ísafjarðarsýslu, að mestu vandræði verða, að fá réttarvotta, vegna þess rnenn treysta sér ekki til, að kunna réttarhóldin, eins og „faðir vorw, eptir mórg ár. •— En að kveldi annars dags, var annar réttarvott- urinn orðinn svo frá i leiðindum, að hlusta á, að hann fékk sig lausan; en um morguninn eptir, var hinn orðinn frá í hófðinu; héldu menn, að hann hefði of reynt heilann með því, að ætla sér að reyna, að muna allt, sem sagt væri, alla sina æfi, til þess að vera ekki varbúinn, ef annar Lárus kæmi. Annars má segja, að það sé almennt illur kurr í bændum yfir óllum þessum aðfórum, frá upphafi til enda; tala sumir um, að hér sé ekki orðið verandi, og væri enda betra, að flýja til Ameríku, i friðar-skjól þeirra Jóns Ölafssonar og Einars Hjörleifssonar, en lifa undir þess- um búsifjum í ísafjarðarsýslu. Aptur eru stóku menn, sem þykir mjög gaman að lifinu um þessar mundir; segja þeir, að þetta þurfum við að hafa, til þess

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.