Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 30.04.1894, Blaðsíða 2
86
Þjóðviljwn ungh.
Iir, 22.
um í vor, því að það gaspur hennar
hefir auðvitað ekki minnstu agnar-vitund
að þýða, nema hvað það sýnir, hve fast
hún er bundin við klafann.
Og þessi rembingur blaðsins verður
einnig enn þá barnalegri og broslegri,
þegar þess er gætt, hverjir þeir eru, sem
„ísafold“ leggur einkum á móti í þess-
um langloku „leiðurum14 sínum.
Það eru þeir Hannes ritstjóri Þor-
steinsson, síra Sigurður Stefánsson, ritstjóri
þessa blaðs, og búfr. Bj'árn Bjarnarsun,
menn, sem ritstjóri „í$afoldar“ hefir vit-
anlega lagt i einelti árum saman, enda
er það og óbilugt merki á all-flestum
politiskum bamskiptingum, að þeir bata
þá megnast, sem óðrum fremur fylgja
fram líkum skoðunum, sem þeir, — bam-
skiptingarnir —, hófðu sjálfir, áður en
„andinn11 hljóp í þá; þeim sárnar það
auðvitað óskópin óll, að allir skuli ekki
mótmælalaust fylgja, og dást að, þeirra
fallega(!) dæmi.
„Sníttu þér, Snúinn-raptur,
og snáfaðu heim aptur“
sagði tróllskessan við Ólaf, að þvi er
þjóðsögnin greinir.
En vér viljum í einlægni ráða það
ritstjóra „ísafoldar“, að leggja eigi í
leiðangur með það, sem bann má vita,
að allir skynsamari og betri menn lands-
ins gera ekki annað, en gamna sér að,
eins og raunin mun vitni gefa, að því
er alþingiskosninga „leiðarana“ snertir.
—-w --
tJtlenrtax* fréttir, sem síðast
hafa hingað borizt, lierma það, að nú sé
loks lokið bráðabirgða-fjárlaga ástandinu
í Danmórku; böfðu hægri menn og miðl-
unar-flokkurinn jafnað með sér öll ágrein-
ings-atriði í fjárlógunurn, og þau svo
blotið samþykki beggja þingdeildanna
um mánaða-mótin marz og apríl. —
Mælt er og, að á orði sé, að Estrups-
ráðaneytið leggi niður völdin á komandi
bausti.
Látin er og sagður Ludvig Kossutli,
hin alkunna frelsis-hetja Ungverja; hann
andaðist í bænum Turín á Italíu 20.
marz. þ. á., og var kominn yfir nírætt
(fæddur 16. sept. 1802). Lík hans var
flutt til Buda-Pest, hófuðborgar Ung-
vTerja, og jarðað þar með mikilli viðböfn
á kostnað bæjarins.
Uppreistin í Brazilíu, sem Mello hers-
höfðingi stýrði, má nú heita niður bæld.
—-tSrsaa-if-
VIÐ MANNTALIÐ, sem tekið var & Ind-
landi árið 1891, taldist svo til, að þar í landi
væru 12 milj. manna lesandi og skriíandi, en
246 milj. kynnu hvorki að lesa nó skrifa.
PENNY er elzta enska peninga-myntin, sem
sögur fara af, og var eina myntin, sem Engil-
Saxar höfðu; nafnið er dregið af germanska
orðinu „pfant“ = pantur, veð. — Aðalbjartur,
konungur í Kent (560—616), lét slá silfur-penny,
en Játvarður I. (1272—1307) lét slá þá úr gulli;
úr kopar voru þeir fyrst slegnir 1797, og árið
1860 var farið að hafa þá úr „bronze“.
NÝ BÓKSÖLU-AÐFERÐ. Bóksali í Ame-
riku hefir tekið upp þá bóksölu-aðferð, að hann
selur fyrst bókina fyrir hið ákveðna bókhlöðu-
verð, en kaupandi á rétt á, að skila bókinni
aptur fyrir helming verðs, þegar hann hefir
lesið hana; aptur selur svo bóksalinn bókina
fyrir nokkru minna, en hið upprunalega vei'ð,
og kaupandinn skilar henni svo aptur, eí hon-
um svo sýnist, fyrir helming verðs; og þannig
gengur sala þessi koll af kolli, svo að bóksal-
inn fær að lokum margfalt verð fyrir sum ein-
tökin.
Prof. R. E. GARNER hefir um liríð hafst
við suður í Afriku, og lagt þar stund á apa-
mál; hólt fiann ný skeð fyrirlestur um ferð
sína í Englandi, og fullyrti þar, að aparnir hefðu
sórstakt mál, og gætu spjallað hver við annan.
EPTIR AFTÖKU Vaillants, sem sprengi-
vélinni kastaði inn í þingsal Frakka, sendu
„anarkistar11 í Lundúnum skjal til Carnot for-
seta; var það stýlað til „morðingjans Carnot11,
og endaði með þessum orðum: „Þú hefir tekið
höfuð Vaillant’s. og við skulum taka höfuð
þitt í staðinn“.
Slysfarir syöi':i. 7. apríl þ. á.
varð skiptapi frá Eyrarbakka, og drukkn-
uðu þrír inenn, allir kvæntir; Þórarinn
Arnbjarnarson á Selfossi, Oddgeir Vigfús-
son (sýslumanns heitins Thorarensens) á
Hæli og Sigurður Arnason á Mörk.
11. s. m. varð annar bátstapi frá Eyr-
arbakka, og drukknuðu þar tveir menn:
Pátl Andrísson í Nýjabæ, hálf-bróðir sira
Magnúsar Andréssonar á Gilsbakka, og
annar maður, Ásgrímur að nafni.
Sliipf6tx*öxiíl- 7. apríl þ. á. strand-
aði i Garðinum skipið „Franciske“, fermt
salti til „kaupfélags Rosmhvalaneshrepps“;
mönnum varð bjargað.
Frétzt hefir og, að skipið „Palmen“,
eign Leonh. Tang’s, hafi strandað í Stykk-
ishólmi. Það hafði komið ineð vörur til
Clausens verzlunar þar. Menn komust
allir af, og farmi mest-óllum bjargað.
Settriv prófastur. Síra Einar
Jónsson í Kirkjubæ í Hróarstungu er sett-
ur prófastur í Norður-Múlasýslu í stað síra
Sig. Gunnarssonar, er í vor tekur við
Helgafells-prestakalli.
IIv rerirnír „Geysir“ og „Strokk-
ur“ eru nú seldir írskum manni, James
Craig að nafni, og fylgja þar með hver-
irnir „Blesi“ og „Litli Geysir“ ásamt
650 Q] fóðmum af landi; kaupverðið var
3000 kr.
Settur héraðslælinir. Cand.
med. Tómas HeJgason, sonur síra Helga
heitins Hálfdánarsonar, er settur læknir
í Snæfellsnessýslu í stað Hjartar heitins
Jónssonar.
Aðstoðarprestur. síra Þór-
arinn prófastur Böðvarsson í Górðum,
sem að vonum er tekinn að lýjast, hefir
nú kjórið sér aðstoðarprest, cand. theol.
Júlíus Þórðarson.
AMð prestskosninguna,
sem fram á að fara í Glaumbæjar-presta-
kalli í Skagafirði, verða þessir i kjóri:
síra Hállgr. Thorlacíus á Ríp, síra Jónas
Jónasson á Hrafnagili og síra Tómas
Björnsson á Barði.
>I;niimlnt.
Með strandferðaskipinu „Thyra“ frótt-
ust ýms mannalát, er flest stafa af „in-
fluenza“-veikinni, og skal hér getið nokk-
urra hinna nafn-kenndustu, sem látizt
hafa.
2. apríl andaðist H rmannms Elías
Johnson á Velli i Rangárvallasýslu; hann
var fæddur á ísafirði 17. des. 1825, og
voru foreldrar hans Jón verzlunarstjóri
Jónsson (fl827) og kona hans Guðbjörg
Jónsdóttir, sein síðar giptist Ámunda
bónda Halldórssyni á Kirkjubóli. Her-
inannius heitinn var sýsluinaður Rang-
vellinga frá 1861, unz hann 1890 fekk
lausn frá embætti.
5. apríl andaðist í Borgarnesi kona
Helga verzlunarstj. Jónssonar, Rristín
að nafni, dóttir Eggerts stúd. Waage í
Reykjavík.
Páll gullsmiður Egjólfsson, sem lengi
var veitingamaður á Geysi í Rvík, and-
aðist að Skálholti í Biskupstungum 30.