Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 20.07.1894, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 20.07.1894, Blaðsíða 1
Verð íu'gangsins (minnst f° ,a™a) 3 kr.; í Araeríku ] doil. Borgist fyrir iúni- mánaðarlok. M Þ T Á T\ \T T T T í V v n \ C í V J U Þ V 1 L J 1IN li u 1> Ur I. Iehe Þeibji Asgangub. = ---i—§gxs[^ RITSTJÓBA: SKÚLI THOBODDSEN. —s- Uppsögn skrifleg, ógild nema komin sé til útgef- anda fyrir 30. dag júní- rnánaðar. ÍSAFIBÐI, 20. JULÍ. Fréttir útlendar — Carnot inyrtnr. I 22. nr. „Þjóðv. unga14 þ. á. var þess getið, að skóraniu eptir líílát Vaillant’s, ~ stjórnleysingjans, sem sprengi-vélinni ''arpaði í vetur inn í þingsal Frakka , sendu stjórnleysingjar Sadí Carnot, for- seta frakkneska lýðyeldisins, liotunarbreí all-berort, og kváðust niundu raða liann aí dógum, svo að mannbefndir íullar kæmu fyrir liflát Vaillant’s, þar .sem for- seti eigi hefði náðað þenna fólaga þeirra ; °g þessar hótanir þeirra, stjórnleysingj- anna, hafa nú því iniður komið fram, fyr en varði. I f. m. var Carnot forseti á ferðalagi um Suður-Frakkland, og var lionum að vanda alstaðar fagnað mæta vel, og meðal annars hafði hann lofað, að horfa á sjónleiki nokkra í einu aðal-leikhúsinu í borginni Lyon 24. f. m.; en er hann ók þangað um kvöldið, ásamt fleiri stór- mennum, brauzt maður nokkur fram úr inannþrönginni að vagni forsetans, og a ur en uokkurn varði, hafði hann rekið morðkuta á kaf i brjóstið á forsetanuin, °g andaðist Carnot forseti af þeim á- verka samdægurs ^ ^oiðmgnm, sem er af flokki stjórn- ejsingja, náðist þegar, og bíður sins dauða-doms. I ykii \irk þetta hið versta, með því að Sadí Carnot var maður mjög vinsæll; 6n stjómimar í Evrópu munu nú lmgsa ser að herða á ný allt lógreglu-eptirlit e óaldar-liðum, enda má óllum standa æi'1'nn stuggur af þeirra aðförnm. ^ ot úr píslarsögu Jdns prests Magnússonar á Ey r i ; fx-A, 17. öld. (Aóur óprentaður kafl; „ .. .. Balli ur landfræðissogu torvalda^ Thcroddsen.) (Framh.) í StSavík hitti prestur Magnús sýslumann Magnússon, og bar sig upp fyrir honum, en sýslumaður vildi i fyrstu ekkert sinna því; varð klerkur þá reiður, og hótaði að kæra liann fyrir æðri yfirvóldum; lét sýslu- inaður þá loks tilleiðast, að skipta sér af málinu, og sendi bréf og boð til Gísla Jónssonar, föðurbróður síns, er var um- boðsmaður Þorleifs Kortssonar, er þá bjó í Hrútafirði, en hafði að léni hálfa Isaíjarðarsýslu móti Magnúsi. Prestur herti nú upp hugann, og messaði fyrsta sunnudag í aðventu, en varð þá fyrir alls-konar ásóknum i kirkjunni; prestur predikaði þá svo hart gegn göldrum og gjörningum, að sófnuðurinn grét hastóf- um, og ein stúlka fékk livert yfirliðið eptir annað. Loks var þeim feðgum stefnt a þing og dæmdur tylftareiður, og er síra Jón mjög reiður yfir slíkri rnildi; þingið var haldið í kirkjunni, og lá prestur þar veikur í þverbekk „undir galdrafarganinua eins og liann sjalfur kemst að orði. Segist prestur þá hafa goldið þessarar mildi liarðlega, en guð liafi þá sent sína englasveit til varð- veizlu og verndar, „so óll þessi sveit, eða kann ske meiri partur af þessu landi gekk ekki til grunnau. Bóðullinn úr Barðastrandarsýslu, Jón Sveinsson, kom á þingið, og fékk strax aðsóknir svo miklar, að honum lá við bana. Þegar þingið var búið og þeirfeðgar voru komnir heim, byrjaði djöflagangur- inn aptur; kona prests, Þorkatla Bjama- dóttir, og annað heimafólk hafði engan frið; menn voru að færa sig til, sváfu stundum i fjósinu, stundum á búrgólfinu o. s. frv., en það kom allt fyrir ekki. Loks lagðist prestur alveg í rúmið, „und- ir djöflanna fargi klesstur og kraminn svo sem undir óbærilegum þunga, svo eg vissi ekki á hverjum tima eg mundi við lifið skiljast11. Segir prestur, að kval- irnar hafi verið svo óumræðilega miklar, að hann geti ekki lýst þeirn; hann seg- ist hafa verið langt leiddur í mórgum stór-sóttum, en aldrei kvalizt svo. Stund- um fannst honum, sem hann væri undir afar-þungu fargi, eins og þegar ostur er fergdur, svo að megn og máttur fór allur úr honum; stundum fannst honum allur likaminn pikkast með glóandi smánálum, likt og í nálardofa, stundum sem fleinn væri rekinn milli rifjanna; stundum fannst lionum logi og bál leika um allan lik- amann, einkum þó um brjóstið; fannst honum blossinn líða fram af hverjum fingri, eins og allur likaminn ætlaði að brenna til ösku; stundum var annar heliningur likamans, sem upp horfði, níst- ingskaldur, en hinn neðri brennheitur: stundum leið kuldinn upp frá fótunum upp eptir líkamanum, „so sem þegar ský-far líður á lopti með vexti og slot- um“; stundum fannst honurn holdið allt sem sprildandi maðkar; en þó segir hann, að allt þetta hafi verið hégómi, í sam- anburði við hinar innri kvalir. í svefni var síra Jón lika þungt haldinn, fannst ser væri kastað í „afgrunnu, og hann væri að hrapa niður til helvítis, stund- um skaut honum hátt upp aptur, stund- um stakkst hann beint niður á liófuðið. Þegar komið var fram yfir jólin, sendi sira Jón opið bréf til Magnúsar sýslumanns, sem þá var staddur i kaup- staðnum, og heimtaði nýja rannsókn, en sýslumaður tók fjarri því; sendi prestur þá gagngert í Hrútafjörð til Þorleifs Kortssonar, og bað hann ásjár. Þorleifur brá við skjótt, og 9. april 1656 var apt- ur lialdið þing yfir þeim feðguin á Eyri i Skutulsfirði; var þeim neitað um tylft- areið, og þeir dæmdir til að brennast; höfðu þeir áður meðgengið, að þeir hefðu framið ýmsa galdra óknytti. Brennu- þingið stóð í 4 daga, og var þar meðal annars dæmt um fé þeirra feðga, og voru presti dæmd 20 hundruð i fjórráð og sárabætur. Voru þeir feðgar siðan brenndir i páskaviku s. ár*. Ásóknun- *) Dómur þessi var samþykktur á alþingi sama ar, og segir svo í þingbókinni: „I lög- réttu a Oxarárþingi voru þeir dómar upp lesnir, sem gengið bafa í ísafjarðarsýslu á þessu ári, og þótti öllum guðhræddum og réttvísum dóm- endum þeir dómar vel, kristilega og löglega ályktaðir11. Lögþingisbókin 1G56 nr. 17.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.