Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 20.07.1894, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 20.07.1894, Blaðsíða 4
128 Þjóbviljinn ungi. m, 32. ísafirði 20. júlí ’94. STÖÐUGIR ÓÞURRKAR héldust liér vestra fram í miðjan þ. m., svo að til stórra vandræða horfði með fiskverkunina; en 16. þ. m. breytt- (ist til þurrviðra, svo að almenningur mun nú yfir höfuð langt kominn, að þurrka fisk sinn. KOMIÐ SKIP. 16. þ. m. kom hingað frá Englandi skn. „Skírnir“, skipstjóri H. L. Niel- sen, fermt salti til verzlunar A. Asgeirssonar, og bárust með því bréf og fregnir frá útlönd- um til 4. þ. m. FISKVERÐIÐ er enn eigi ákveðið hér á ísafirði, og er mælt, að kaupmenn bíði hingað- komu Björns kaupmanns Sigurðssonar f Flatey, sem er væntanlegur hvern daginn úr þessu. Eptir fréttum þeim, sem borizt hafa með „Skirnir“ um horfur á fisksölu i útlöndum, munu kaupmenn ekki hafa ástæðu til að setja fisk- verðið lægra, en það var hér i fyrra sumar. f 12. þ. m. andaðist Gunnar Halldórs- son, fyrverandi alþingismaður ísfirðinga, að heimili sinu Skálavík í Mjóafirði; hafði hann legið rúmfastur all-optast, siðan um hátiðar í vetur, og var það lungnabólga, sem dróg hann til bana. , I Agrip af helztu æfi-atriðum þessa merkis- manns mun birt verða í næsta nr. blaðs vors. HIN SVO NEFNDA „íslenzka export-for- retning", sem hr. Páil J. Torfason á Flateyri stofnaði í fyrra ásamt Engiendinginum Andrew Johnson og Nielsen á Flateyri, mági enska Johnson’s, kvað nú vera í þann veginn að lið- ast sundur; hafa þeir félagarnir orðið saupsáttir, °g þykjast þeir Páll og Johnson hafa stórar fjárkröfur, — enda svo tugum þúsunda skiptir —, hvor á hendur öðrum; en nokkrir vixlar, sem lir. P. J. Torfason hafði út gefið, og ekki hafa enn verið inn leystir, bíða borgunar fyrst um sinn, á meðan ekkert greiðist úr þessari snurðu. Kom hr. A. Johnson til Flateyrar 26. f. m., og var það þá altalað, að þeir félagarnir hefðu ætlað að leggja misklíðar-efni sín í gjörð; en þó að nógar væru mannaferðirnar vestur yfir Breiðadalsheiði, bæði skuldheimtumenn og lög- fræðingar, þá dagana, sem Johnson stóð við á Flateyri, kvað þó ekkert hafa orðið a.f gjörð, eða samkomulagi að öðru leyti, og er nú mæit, að sumir skuldheimtumennirnir séu heldur farnir að ókyrrast, og að einn víxil-lrafinn hafi nýlega krafizt þrotabúsmeðferðar á eigum þessarar svo nefndu „fslenzku export-forretningar“. f ELÍZABETH MARKÚSDÓTTIR, kona dbrm. Gísla Bjarnasonar á Armúla, kvað hafa látizt 10. þ. m., á áttræðis-aldri. Hr. MARKÚS kaupmaður SNÆBJÖRNS- SON á Geirseyri er ný kominn hingað á skipi sínu „Guðrún“, til þess að reka lausa-verzlun hér við Djúpið, eins og að undan förnu; en ekk- ert vill, eða þykist, hann geta sagt um fisk- verðið, meðan ísaijarðar kaupmennirnir kveði ekki upp úr; munu og verzlunar-ferðir Markús- ar lítt liafa batað prísa hér við Djúpið, fremur en annars staðar. f 18. þ. m. andaðist hér í bænum kon- an Siffurrós Sveinsdóttir, tæpra 37 ára að aldri, fædd á Barkarstöðum í Miðfirði 23. ág. 1857; hún fluttist liingað til kaupst. 1885, og giptist fáum árum síðar eptir- lifandi manni sínum Helfja gullsmið Siff- urffeirasyni; varö þeim hjónum 6 barna auðið, og eru 5 þeirra á lífi; hún var myndar-kona og vel látin. Brjóst-eymsli og bakverlrur Yið brjóst-eymslum, bakverk og öðr- um verkjarflogum í líkamanum hefi jeg notað ýmis konar meðul, bæði spansk- flugu og blóðkoppa, en allt hefir það komið fyrir ekki; jeg fór þess vegna, eptir áeggjan, að reyna Kína-lífs-elixír frá hr. Valdemar Petersen í Frederihsliöfn í Danmörku, og áður en jeg hafði eytt itr fyrstu flóskunni, varð jeg strax var við bata, og því lengur sem jeg liefi. notað þenna ágæta bitter, því fljótar hefir batinn komið, jafn og stöðugur. Stóri-Núpur þ. 7. jan. 1894. Gaðrún Einarsdbttir, ungfrú. KÍNA-LÍFS-ELIXÍRINN fæst lvjá flestum kaupmönnum alstaðar á íslandi. PRBNTSMIÐJA PJÓBVILJANS UNGA. 54 foreldrum hennar kom og aldrei til hugar, að bjóða honum í samsæti þau, er haldin voru þar á heimilinu, og jafn vel þótt þau hefðu gert það, þá myndi slitni frakkinn og hanzkaleysið, eða með öðrum orðum: pen- ingaleysið, hafa orðið til þess, að hann hefði setið heima, En Henry var stoltur að eðlis-fari, og því særði það mjög tilfinningar hans, að svo leit út, sem fæstir vildu líta við honum. Reyndar var Jennie þeim mun vin- gjarnlegri við hann, en hann þóttist vita, að viðkvæmni hennar og blíðleiki væri að eins sprottið af meðaumkun, og engu óðru; en samt sem áður var það þó fastur á- setningur Henry’s, að reyna með tímanum að komast í þá stöðu, að hann, sem jafningi Jenniear, gæti beðið um hönd hennar og hjarta. En þér þekkið ekki, doktor, eða að minnsta kosti ekki eins vel, eins og jeg, hversu óslítandi hlekki skyldu-tilfinningin getur lagt á menn, þegar þeir einu sinni eru komnir að þeirri niðurstöðu, að sálusorgara-störfin séu þeirra eina og rétta kóllun í þessu lífi; en það var þessi skyldu-tilfinning, sem knúði vin minn til þess, að verða guðfræðingur, og svo átti hann að minnsta kosti tíu ára fátækt fyrir hóndum. Hvað átti hann að gera? I þessum raunum sínum sneri Henry Gilbert sér til eins vinar síns, er var prófessor i guðfræði, og bað hann, að leggja sér ráð; og prófessorinn réð honum til 55 þess, að hætta alveg að hugsa um, að kvongast ríkri stúlku, því að hún myndi sízt vera vel fallin til þess, að bera sinn hluta af öllu því andstreymi, er kenni- mannsstaðan hefði í för með sér. Og þegar Henry lét þá skoðun sína i ljósi, að þessari góðu og almennu grundvallar-reglu yrði ekki komið að í þessu sérstaka tilfelli, þá sló prófessorinn hinn viðkvæmasta streng í brjósti Henry’s, og sagði, að það væri óheiðarlegt og rangt af honum, að vilja láta unga stúlku, sem alizt hefði upp við auð og eptirlæti, þola alla þá fátækt og armæðu, sem sainfara hlyti að vera prests-stóðunni:!'. Ef þér, doktor, þekktuð, hversu næma sómatilfinn- ingu Henry hefir, þá mynduð þér ekki furða yður á á- hrifum þeim, sem þessi orð prófessorsins höfðu á hann. En nú var hann í enn meiri vanda staddur, en nokk- urn tíma áður, því að ef hann hætti við, að verða prestur, þá fannst honum, að hann væri svikari við guð og skyldu sína, og ef liann tæki stúlkuna, þá drýgði hann synd gegn lienni, — henni, sem lionum var rniklu annara um, heldur en sína eigin hamingjuu. „Jeg vona, að hann hafi þó ekki hætt að hugsa um stúlkunau, sagði doktorinn. „Jú, það gerði hann reyndar. Hann hætti alveg *) Hér vorður að hafa það hugfast, að í Amoriku eiga engin hálaunuð ríkiskirkju-embætti sór stað. Þýð.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.