Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 20.07.1894, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 20.07.1894, Blaðsíða 2
126 Þjóbviljinn ungi. irr, 32. um á prest linnti ekki að heldur, og kennir klerkur því meðfram um, að þeir hafi ekki verið pindir, áður en þeir voru brenndir, því Magnús sýslumaður vildi það ekki; síra Jón segist þó ekki vilja gefa Þorleifi Kortssyni neina skuld á þessari forsómun, „Þvi eS minnist vel, að hann spurði mig að, hvort hér á bæ væri töng til, og kol svo mikil, að hana maétti heita gjöra, hvað hér var hvort- tveggja fyrir hendi; hann sagði mér og, hvar til hann vildi það hafa, og var í þvi staðráðinn, en eg lagði fátt þar til, so mér yrðu ekki ávitur gefnar með haturssemi til þeirra manna, meir en hæfði“. Prestur kvartar undan því, að þeir feðgar liafi haft allt of góðan viðgjörn- ing og atlæti hjá Magnúsi sýslumanni, meðan þeir voru þar i haldi, enda sam- þykkti Magnús mjög nauðugur brennu- dóminn. Enn fremur getur síra Jón þess, að þeim hafi verið sýnd ofmikil mildi i því, að þeir fengu að neyta altarissakra- mentis, áður en þeir voru brenndír, og hafi þeir þó víst varla verið iðrandi í hjörtunum; hann heldur og, að ásóknirn- ar nýju hafi stafað af þvi, að þeir hafi ekki verið nógu nákvætnlega brenndir; heilastykki óbrunnin hafi t. d. fundizt i óskunni. í þessum nýju kvölum sinum, skrifaði síra Jón Páli presti Björnssyni í Selárdal, og ritaði Páll honum aptur huggunar-bréf, og kom seinna sjálfur, til að hughreysta hann. (Meira.) STJÓB.N ÍTALA ætlar að láta smíða tvö heljar-stór herskip, og eiga gufuvélarnar í skip- um þessum að hafa 26 þús. hesta afl, svo að þau verði hraðskreiðari, en nokkurt annað lier- skip, sem til þessa tíma hefir verið smiðað. Arið 1890 byggðu ítalir herskipið „Sardogna1*, sem hefir 22,800 hesta afl, og er það nú sem stendur talið hraðskreiðast allra stór-skipa. PARlS SEM SJÓHÖFN. Frakkar hafa á orði, að dýpka Seine-fljótið, og grafa skipa- skurði, svo að halda megi til Parísarborgar alla leið á hafskipum, er séu allt að 4 þús. tonna á stærð DOWE SKRADDARI hefir nú ferðazt víða um lönd, íklæddur skotheldu brynjunni sinni, og bíta hann enginjárn; hann þótti áður ónýtur skraddari, og ktti varla málungi matar, en er nú farinn að efnast dável. Sagt er, að ýmsir byssu-smiðir séu nú farnir að brjóta heilann yfir því, hvort ekki séu tök á, að smíða einhverja nýja tegund af byssum, sem geti komið kúlunum i gegnum brynjuna hans Dowe skraddara, því að allt þykir ónýtt í ófriði, nema slátrað verði sem flestum; en vand- hittir eru liausai'nir á hermönnunum á löngu færi, þó að þeir standi út úr brynjunni. MEÐ RAFMAGNSSTRAUMI hefir ný skeð tekizt, að leiða ýms læknislyf gegnum hörundið, inn í mannlegan líkama, og er talið víst, að uppgötvun þessi muni hafa all-mikla þýðingu fyrir læknisfræðina. ALL EINKENNILEG MÁLAFERLI standa yflr í þorpi einu á Þýzkalandi um þessar mund- ir; maður nokkur kom til tannlæknis, og kvart- aði yfir þvf, að hann hefði óþolandi kvalir ■{ einni tönninni, og beiddi því læknirinn í guðanna bænum, að losa sig við bana sem allra fyrst; lækftirinn dróg svo úr honum tönnina, en af þvi að honum þótti tann-rótin eitthvað óvanaleg, þá stakk hann skemmdu tönninni niður hjá sér, og sagðist æt.la að eiga hana að gamni sfnu; en tannveiki maðurínn sagði, að tönnin væri sín, vaxin út. úr sínu eigin tann- holdi, og hefir hann nú höfðað mál gegn lækn- inum, til þess að fá hann með dómi skyldaðan til að skila sér tönninni; aptur á móti situr tannlæknirinn fastur við sinn keip, og heldur því fram sér til sýknu, að maðurinn hafi sagt tönnina ónýta, og beðið hann í guðanna bænum, að losa sig við hana. Mál þetta var enn eigi útkljáð, er síðast fréttist, en ýmsir voru á þeirri skoðun, að svo myndi fara, að tannveiki maðurinn myndi tapa bæði tönninni og málinu IE»j órsárlirúj n. Mr. Vaughan frá Newcastle on Tyne, sá hinn sami, er smiðaði Olfusár-brúna, heíir tekið að sér smiði Þjórsárbrúarinnar fyrir 67,500 kr., og á brúin, samkvæmt samningi Vaughan’s við ráðgjafann, að vera full- gjörð fyrir ágústmánaðarlok 1895; ætlar hr. Vaughan að flytja allt brúar-efnið hingað til landsins í sumar, svo að það verði dregið á ísum að brúarstæðinu á komandi vetri. XJm allíinqriískoísninuii Ar- nesinpfa heiir orðið all-tíðrætt, og furðar menn það stórum, að Árnes- ingar skyhlu að einu leytinu hafna jafn líklegu þingmannsefni, eins og Hannesi ritstjóra Þorsteinssyni, og að hinu leytinu senda á þingið jafn alkunnan politiskan tviskinnung, og eindreginn stjórnarmann, eins og Tryggvi riddari Gunnarsson þyk- ir vera orðinn. Við kosninguna lagðist klerkdómur- inn allur, — að einum undanteknum -—, gegn Hannesi ritstjóra; en „það, sem einkum reið baggamuninn“, er oss skrif- að, „var hin mikla keppni, er þeir bræður, síra Magnús Hélgason á Torfa- stöðum og Agúst í Birtingaholti, sýndu í því, að koma Boga og Þorláki að; hefðu ekki Ytrihreppsmenn fjölmennt, eins og þeir gerðu, þá var Þorlákur fall- inn, og mjög vafasamt, hvernig farið hefði, ef tví-kosið hefði orðið, því að ])að var svo sem ekki af sannfæringu, að allir kusu Þorlák, lieldur fyrir megnustu „agitationir“ af hálfu þeirra bræðra, serri mega lreita alls ráðandi í Hreppum og Tungum“. Aptur á móti sameinaðist klerkdóm- urinn* og kaupmannaliðið á Eyrarbakka bróðurlega, til þess að koma Tryggva að, og fylgdi fjöldinn þeim í blindni, ýmist af of-trú á presta sína, eður af hræðslu við Lefolí-verzlun, sem mjög studdi kosningu Tryggva, líklega fremur til að launa Boga Melsted fyrir bækling hans „Framtíðarmál“, en af politisknm ástæðum, að því er ritað er að austan. Annars er svo að ráða, sem Árnes- ingar sjálfir séu síður en vel ánægðir yfir úrslitunum, og skrifar oss einn af helztu fylgismónnum Þorláks, að úr því Tryggvi var kosinn, hefði sér „þótt skárra, að hafa Hannes með lionum, heldur en Þorlák, því að liann myndi aldrei leiði- tamur í stjórnarinnar lið, en þar get eg heldur verið hræddur um Þorlák“, segir bréfritarinn; og um kosningu Tryggva riddara fer sami maður svo felldum orð- um: „en uggur er mér á um Tryggva, hvernig hann reynist, ef þing og stjórn greinir á, þó að liann talaði nú (þ. e. á kjórfundinum), eins og við vildum heyra“!! (Og karlinn, gætti þess þó, að tala eins og kjósendurnir vildu heyra!!) Aðallega mun það hafa vakað fyrir Árnesingum þeim, er Tryggva kusu af sannfæringu, að hann myndi styðja að verklegum framförum í sýslunni, og- ef- um vér oigi, að hr. Tr. Gl. hafi allan vilja á því; en hitt er annað mál, hvort ástæða er til að ætla, að manni, sem vitanlega er í mótsögn við rneiri hlut- ann af fulltrúum þjóðarinnar í ýmsum aðal-þjóðmálum vorum, muni verða meira ágengt i þeim efnum, en hverjum öðrum, sem liklegri væri til samvinnu í aðal- atriðunum. •) Síra Magnús Helgason á Torfastöðum var sá eini af klerkunum, sem eigi kaus ridd- arann.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.