Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 23.11.1894, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 23.11.1894, Blaðsíða 1
Verð árgangsins (minnst 40 arka) 3kr.; í Ameríku 1 doll. Borgist fyrir júní- mánaðarlok. ]) .101) V 11. .11 N N l'Ni;i .—' .■=[= Fjórbi árgangur. =i = ___t—. . RITSTJÓBI: SKÚLI THORODDSEN. =i|^«sg—-i- Uppsögn skrifleg, ógild nema komin sé til útgef'- anda fyrir 30. dag júní- mánaðar. M 4. ÍSAFIRÐI, 23. N'ÓV 1894. Fréttir útlendar. --Zflfc— Þær fregnir bárirst hingað frá útlöncl- um með gufuskipinu „Linden“, að Álex- ander III. Rússa-keisari er látinn; hann andaðist 1. þ. m. úr nýrna-sjúkdómi; hafði hann legið í þeim sjúkdómi, siöan i sið- astl. septembermánuði, og allar lækna tilraunir orðið árangurslausar. Alexander III. var fæddur 10. marz 1845, og tók ríki eptir Alexander II., er níhilistar myrtu 13. raarz 1881, svo sem alkunnugt er; ekkja hans er Dagmar, dóttir konungs vors; henni kvæntist liann 9. nóv 1866, og er nú elzti sonur þeirra hjóna orðinn einvaldur Rússa; hann heit- ir Nikolaus, og er annar i röðinni af keisurum Bússa með þvi nafni. Mælt er og, að Capríví, rikis-kanzlar- inn þýzki, sé farinn frá völdum; en að öðru leyti verða greinilegri útlendar frétt- ir að biða siðari tiraa. Sauða-sala isl. kaupfé- laganna, er skipti hafa við þá Ytda- l'm og Zöllner í Newcastle, hefir i liaust lánazt all-vel í Englandi, og hafa fólög- in fengið fyrir sauði sína, — að ölluin kostnaði frá dregnum —, verð það, er hór segir: Fólag Þingeyinga, c. ’/a veturgamalt, fóð mjög vænt, kr. 17,04. Félag Fljótsdalshéraðs, c. >/fl vetur- gamalt og vænt fe, kr. lb,03. Félag Árnessýslu, allt sauðir tvævetr- ir og eldri, sæmilega vænir, kr. 16,02. Fólag Svalbarðseyrar, allt sauðir tvæ- vetrir og eldri, sæmilega vænir, kr. 15,31. Fólag Dalamanna, c. V* veturgamalt, °g sumt gimbrar, vænt fé, kr. 14,51. Félag Eyfirðinga, talsvert veturgam- alt, og féð misjafnt, kr. 14,21. Félag Stokkseyrar, allt sauðir tvævetr- ir og eldri, en mjög rýrir, kr. 12,23. Fólag Skagfirðinga, c. '/,,—1/2 vetur- gamlir saijðir, hinir eldri, ekki vænt fé, kr. 12,21. Horfur með fjarsöluna voru i liaust með lang-bezta inóti, sem lengi hefir verið; en af því að ýmsir höfðu íslenzkt fó á boðstólum i senn, auk þeirra Zöllner s og Vídalíns, þá lækkaði verðið, og hafa bvi þeir, sem fé seldu til Slirnon’s, og annara fjárkaupmanna, spillt eigi all-lítið fyrir sölunni á fjárförmum kaupfélag- anna. ----000§§OC<i--- jVXx-. Fr. FranZj fjárkaupmað- urinn skozki, sem i haust keypti fleiri þúsund fjár, bæði sunnan- og norðan- lands, hefir verið i meira lagi óheppinn með fjárfl-utninginn til Englands, þvi að í siðustu ferðinni missti hann full 2000 fjár, eða um a/t alls fjár-farmsins, og í fyrstu ferðinni drapst einnig margt af fé hans: Hefir þetta inikla fjár-hrun komið ail-miklu óorði á fjár-fLutningana rnilli Islands og Englands, og er nú mælt, að ýms dýraverndunar-félög i Englandi ætli að krefjast þess, að bannaðir verði fjár- fiutningar frá íslandi, eða að’ minnsta kosti, að settar verði strangari reglur, og nákvæmara eptirlit ha.ft með fjár-flutn- ingunum, en verið hefir; er því eigi óliklegt, að þetta kunni að verða til þess, að dýrara og erfiðara verði að flytja féð eptirleiðis, enda spara eigi mótstöðumenn innflutninganna, — og þeir eru margir á Englandi —, að blása að þeim kol- unum. -------------- Hvað um oss er íalað í útlöndum. (Niðurl.) Sp.: „Yoruð þér líka látinn sofa i baðstofunum?14 „Aldrei, þvi að i fyrsta lagi bjóða Islendingar gestum sínum jafnan það bezta, sem til er, — bezta lierbergið, bezta rúmið og bezta matinn; og í öðru lagi náttuðuin vér oss jafnan hjá prest- um, sýslumönnum eða læknuin; og að þvi er lífskjör þeirra snertir, þá á lýs- ing mín auðvitað eklti við; þeir lifa svipað, eins og mannaðir Kaupmanna- liafnarbúar, að svo miklu leyti föng eru áu. Sp.: „En mætti jeg fá að heyra, hvaða íslenzkum réttum yður gatzt bezt að?“ „Jeg ætla heldur að segja yður, hvaða réttir það voru, sein mér alls eigi féllu, — því að það er liklega öllu fremur það, sem yður forvitnar um —, og er þá fyrst og fremst að geta þorskhausanna, sem íslendingar flytja upp í sveitir með ærn- um kostnaði og fyrirhöfn; þá er og há- karlinn; hann er veiddur fyrir norðan(!), en er óætur og eitraður, á meðan liann er nýr, og er því dysjaður i jörðu, unz hann er orðinn rotinn; en þá er hann grafinn upp aptur, og svona til reiddur þykir hann nú herramanns matur. — Meðal annars merkilegs góðgætis minn- umst vér og enn, — með allra hæztu vanþóknun —, siírsaða sundmagans og súra hnakka-spiksins, sem oss var boðið, enda getur maður fundið bragðið af’báð- um þessum ljúflings réttum í munninum á sér að minnsta kosti í 24 tima, eptir að maður liefir ne^tt þeirra; eða svo sagði að minnsta kosti förunautur minn dr. Hansen, þvi að það er svo sem auð- vitað, að jeg lét liann einatt bragða fyrst á þessum ókunnu réttum“. — -— — Dr. Hansen, sem hernur inn rétt i þvi, er dr. Ehters sleppir síð- ustn orðunum, verður heldur en ekki súr á svipinn, þegar rninnzt er á hrúts- hnakkaspikið. Sp.: „Og livaða veigar eru nú fram bornar með þessum goða-réttum?“ „Aldrei annað en flóuð mjólk, og vatn, sem sótt er svo langt frá bænum, sem auðið er; en á grunuðu svæðunum liéldum vér félagar oss reyndar að súkku- laði, sem vér sjálfir suðum í vatni“. * * * Yér höfum nú birt lesendum vorum nokkra kafla úr þessum vitnisburði dr. Ehlers um oss íslendinga, og munu það margir mæla, að liann hafi að sumu , leytinu eigi valið fréttirnar af skárri endanum, og að lýsing lians á lifenn og hibýlis-háttum almennings gefi út-

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.