Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 23.11.1894, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 23.11.1894, Blaðsíða 2
14 Þjódviljinn ungt. IY, 4. lendingum eigi sem réttastar hugmyndir um ástandið, eins og það er, þar sem hann gerir það að almennri og undan- tekningarlausri reglu, sem að vísu kann að hafa borið fyrir augu hans hjá stöku kotungum austur í Grafningi, Ölfusi eða Flóa, en sem hvergi nærri á sór stað hjá öllum almenningi hér á landi. Að slá því út rneðal útlendinga, að alþýða manna hér á landi viðri aldrei rúmfatnað, að baðstofu-gólfin séuaðjafn- aði rykug og skítug, að ísu-spyrðurnar hangi uppi i baðstofunni, innan um þvott- inn, o. fl., það eru þær öfgar og fjarstæð- ur, sem vér íslendingar þurfum síður en ekki að vera dr. Elders þakklátir fyrir, að hann breiði út. Hér á landi mátti svo heita, að uppi væri fótur og fit, til að greiða götu dr. Elders sem bezt, og liefðum vér þvi mátt annars af honum vænta, en að hann breiddi út um oss ósannar sögur. En hvað sern þessu líðnr, þá verður því eigi neitað, að hreinlæti og þrifnaði er viða enn mjög ábótavant hér á landi, og ættu menn að gera sér far um að kippa þvi i betra horf, svo að vanvirðu- laust sé, bæði gagnvart sjálfum oss og útlendingum. Eitstj. ----000^00«------ Byssu-kúlur em menn nú farnir að steypa úr „aluminium11, — hieum ný fundna létta mklmi —, og hafa þær gefizt engu síður, en vanalegar byssu-kúlur, — á stuttu færi; en á 100 faðma færi, eða þaðan af lengra, eru þær alveg aflvana, svo að liklegt þykir, að þær verði aldrei almennt notaðar. Buddlia-trú í Ameríku. í amerískum blöð- um er þess getið, að Buddha-pregturinn Deki- Horru-Shí, frá Japan, — einn af þeim, som sóttu trúar-þingið í Chicago í fyrra —, hafi ný skeð kveðið svo að orði í ræðu, sem bann flutti í Tokio, að enda þótt tilgangur trúar-þingsins í Chicago hefði aðailega verið sá, að stuðla að útbreiðslu kristindómsins, þá hefði þó árangur- inn orðið, að sýna hina margvislegu yfirburði Buddha-trúar; og sýnilegur ávöxtur væri það þegar, að Buddha-trú væri nú sem óðast að út breiðast i Ameríltu, einkum á Kyrrahafsströnd- um. — 1 og umbverfis Boston væru og um 20 þúsundir Buddba-trúar manna. Aldur Xínga ra. Sumir jarðfræðingar í Ame- riku telja aldur Níagara-fossins 31 þúsund ár; en auðvitað er það að eins lausleg ágizkun, sein lítt er mark á takandi. í kirkjugarði einum i borginni Nantes á Frakklandi hafa menn fundið líkkistur úr steini, og eru sumar þeirra skreyttar ýmis konar mynd- um; hefir þar verið heiðið hof til forna, löngu áður en kristin trú þekktist. Nýja Pnniima-fcliigið, sem ætlar að fullgjöra skurðinn gegnum Panama-tangann í Mið-Ame- ríku, byrjar með 65 milj. franka höfuðstól, og mun vanséð, hvort það hrekkur, þó að líklega verði nú sparara á haldið, en hjá gamla félag- inu. — 5 miij- franka hefir stjórnin í Colombia áskilið fyrir framlengingu einkaleyfisins til skurð-lagningarinnar. --------------- T>:A-laoleííiii- er það, — um 100 þúsund krónur —, sem þeir Vídalín og Zöllner senda kaupfélög- unum nú með síðustu ferð „Lauru“ í ár, að því er hr. L. Zöllner ritar oss frá Newcastle með gufuskipinu „Linden“ 10. þ. m. Hafa flest kaupfélögin átt stór-fé inni, er reikningar voru full-gjörir, og að eins þrjú þeirra standa nú í nokkurri skuld, sem sjálfsagt má gera ráð fyrir, að borg- uð verði að fullu á komanda ári. Að kaupféjögin þannig yfir höfuð standa mun betur að vígi í ár, ennokkru sinni fyr, er gleðilegur vottur þess, að þau, — þrátt fyrir alla mótspyrnu ein- stakra manna —, blómgast æ meir og meir, og keppa en öflugar, en áður, að því takmarkinu, sem þau hafa sett sér, að gera þjóðina sjálfstæða og frjálsa í verzlunar-efnum. ----------------- Arás á lc:i 11 j11. Almenningi hér á landi er það ef til vill ókunnugt, að í Kaupmannahöfn er til félag eitt, sem nefnist: „Félag ísl. kaupmanna í Höfn“, og er hr. A. O. Asgeirsson kaupmaður formaður þess. Að jafnaði fara störf félags þessa ekki mikið í hámælum, en nýlega hefir þó kvisazt þaðan dá-lagleg saga, sem rétt er, að almenningur hór á landi fái að heyra, með því að hún sýnir svo á- þreifanlega, hvernig sumum isl. kaup- mönnunum i Höfn muni vera innan brjósts til kaupfélaganna, og þeirra marina, sem rutt hafa brautina, og brotið hafa ísinn fyrir hinni nýju og frjálslegu verzlunar- stefnu, sem kaupfélögin hafa sett á sitt merki. I ofan nefndu „félagi ísl. kaupmanna í Höfn‘£ kvað vera alls um 30 fólagar, og skrifuðu 12 þeirra nýlega formann- inum bréf, og kröfðust þess, að hr. J'on Vídálín, sem verið hefir i fólaginu, væri gjör félngsrœkur; er svo sagt, að þeir beri fyrir sig eina grein félagslaganna; en eptir þeirri grein að dærna, eru það að eins afskipti Vtdaléns af ísl. kaupfé- lögunum, sem þeir finna honum til saka. Hvernig reitt hafi af þessari barna- legu árás á lir. Jón Vídalín, — fyrsta frumkvöðul, og annan aðal-umboðsmann félaganna —, höfum vér enn eigi heyrt, enda skiptir það og í sjálfu sér minnstu, þvi að líklega er uppbyggingin eigi svo mikil, að hr. Vídalín þurfi að vera eptir- sjónin í. En hitt skiptir meiru, að öll íslenzku kaupfélögin hljóta að skoða það sem árás sér sýnda, þegar þannig er ráðist á ein- staka menn fyrir sakir þess málefnis, sem þau eru að berjast fyrir. Og fyrir ísl. kaupmennina í Höfn er það síður en ekki hyggilegt, að vera að nota þessa og því um líka „tituprjóns- stingi“. Það ætti að verða, — og verður óef- að — að eins til þess, að auka kaup- félags-áhugann enn meira, en áður. „Stóra málið“ - nýjustu horfur. Hr. Sigtryggur Jónasson frá Winni- peg skrifar ritstjóra „Þjóðv. unga“ 25. sept. síðastl. frá Liverpool, meðal annars, um „stóra málið“ a þessa leið: „Tilgátan er alveg rótt, að það er síður en svo, að mór líki meðferð efri deildar á málinu. Eins og mig grunaði, og svo sem jeg drap á í bréfi mínu 16. þ. m., þykir kunningjum mínum liér frumvarpið alveg óaðgengilegt, eins ogþað var afgreitt frá neðri-deild, nema breyt- ingar fáist á ýmsum atriðum . . . . ; en þó að ekkert hefði nú verið út á frv. neðri-deildar að setja, þá er málinu greitt algjört rothögg*, ef tillögur efri-deildar nefndarinnar fá fraingang; það er ekki aðgengilegt, að stytta tímabilið, sem skip- in fá styrk, rneira en búið var; en hitt er því óaðgengilegra, að landshöfðingi hafi hönd í bagga með stefnu brautar- innar, hafi verkfræðing upp á kostnað félagsins, til að ráða því, hvernig braut- ir og brýr sóu byggðar, skipin o. s. frv. *) Auðkennt að oss. Ritstj.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.