Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 23.11.1894, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 23.11.1894, Blaðsíða 3
ÞjÓðviljinn ungi. 15 IV, 4. út búin, og svo að lokum haíi atkvæði um allar verðskrár félagsins. Því var slegið út á þinginu, að það væri verið að leiða Englendinga i gildru með þvi, að fá þá til þess, að leggja peninga sína i annað eins fyrirtæki, og hið hér um rædda, eins og það kom fram i hinu upprunalega frumvarpi; en hvað mætti segja, ef þeim væri ráðið til að leggja peninga i það, eins og málið nú stendur? Félagið yrði að eins leiksoppur lands- liöfðingjans, og gæti að eins „existerað“ fyrif hans náð. En það er ekki liætt við, að Eng- lendingar gangi i þá gildru, því hvorki ræð jeg þeim til þess, enda hafa þeir fullkomið vit á því, að forðast hana. — Kunningjar mínir eru alveg liissa, að það á að fara að setja strangari skilyrði að sumu leyti uppi á Islandi, en sett eru i Englandi; og þeim liggur við að skoða þetta sem meðal, til þess að bægja þeirn algjörlega fráa. Af bréfkaíla þessum geta menn þá séð, hvernig máli þessu er komið, eins og nú stendur, — eptir limlestran efri- deildar, enda var eigi annars að vænta. (Meira.) Fjár-sala Björns Kristjánssonar. 1 ,i arska klaufalega, eða slysalega, hefir ir. Birni Kristjánssyni í Reykjavík far- izt jár-salan, fyrir Borgfirðinga og Ár- nesinga, í ár, nuið því að fullyrt er, að eigendurnir niuni nú naumast fá yfir 7 ku ynr tiævetian sauðinn, þegar kostn- aður er fra dreginn, og mátti það varla minna vera. Hafði þó hr. B. Kr. gengið all-vel ferðin með sauðina til Englands, og ekki Var nú sauðunum heldur land-gangan ^önnuð, eins og í fyrra; en það er salan sjálf, sem hefir mislanazt svo hörmulega, að Þeir félagar Bjarnar fá naumast yfir ^ ^r' fyrir. sauðinn, og það á satna tíma, 8em hum kaunfélcgin fá meira en helm- “'gi meira! ** má því liklega telja það víst, að Se i'ér með þessum tilraunum Bjam- arj eca að minnsta kosti, að Borgfirð- mö<u og Árnesingar liafi nú fengið sig ,U ®adda, því að enn þá verri var ntreiðin r fyrra—, svo að þeir feli Jionum tjár-söluna optar. Auðvitað efum vér það eigi, að hr. Bj. Kr. liefir viljað gera sitt bezta; en fjár-salan i Englandi er, • - að kunnugra dórni —, iniklu meira vandaverk en svo, að hleypandi sé á það liverjum óæfðum viðvaninginum; hún útheimtir bæði mikla þekkingu, verzlunar-hyggindi og lipur- leik, og er það þvi óefað bændum vor- uin liollast, að halla sér heldur að þeim, sem liafa sýnt það, að þeir hafa þá kost- ina til að bera; allt annað getur orðið þeim allt of dýr reynzla. Salt-farinurinn, sem „kaupfélag ísfivðinga,, fékk frá Englandi með gufuskipinu „Linden" 18. þ. m., kemur almenningi hér við Djúpið heldur en ekki í góðar þarfir, enda hýrnaði víst brúnin á mörgum, þegar hann kom. Síðan i haust hafa verzlanirnar hér við Djup- ið, — sjálfsagt eptir vísdómsfullri ráðs-ályktun kaupmanna „ráðsins" i Höfn —, ekki viljað láta úti salt til almennings, þótt gull væri í boði, nema gegn skriflegum oða vottföstum loforðum um það, að fá allan fiskinn úr saltinu. Verð á blautum fiski var og lækkað að mun hér í verzlunum i haust, svo að lieita mátti, að almenningi væru báðar hendur við axlir fastar, þar sem eigi var nema um tvennt að velja, — og þó hvorttveggja illt —, annað hvort að láta fiskinn, ný dreginn úr sjónum, fyrir afar-lágt verð inn í verzlanirnar, eðaaðganga að salt-skuldbindingum kaupmannanna. En úr þessu vandræða verzlunar-ástandi hefir nú „kaupfélag ísfirðinga11 blessunarlega bætt, enda hækkaði og blautfiskurinn drjúgum í verði þegar eptir komu kaupfélagsskipsins, og um salt-skuldbindingarskjölin heyrist nú þegar öllu minna talað. ------------ Hvalþjósu-ktörleikar. — vr— Það eru heldur en ekki hvalþjósu- kærleikar, sem gripið hafa ritstjóra „Isa- foldar“, þar sem liann vill nú fyrir hvern mun fá stjórnina, til að synja hvalleifa- frumvarpi síðasta alþingis staðfestingar. Oss dettur nú engan veginn i hug, að fara að svara grein ritstjóra „Isafold- ar“, þeim þjósu-elskandi Onfirðing, sem smeygt hefir sér inn undir hjá „Fjall- konunni“ i 39. nr. þ. á., og því síður öðruin ómerkingum; þeir, sem vilja kynna sér málið, ættu að lesa alþingistíðindin, og sést þá bezt, livílikt far þessir laga- synjunar-kóngar hafa. gjört sér um það, að skýra rétt frá málavöxtunum. Yér skulum því að eins, — til leið- réttingar allra stærstu ósannindunum — , endurtaka það hér: 1. Að það er ósatt, að eigi hafi heyrzt urnkvartanir um skepnu-dauða af úldnu og rotnuðu hvalþjósu-áti, nema úr Alptafirði einum, því að slíkar um- kvartanir hafa einnig heyrzt úr On- undarfirði, Dýrafirði og Patreksfirði, þar sem hvalveiðamennirnir og hafa aðsetur. 2. Að það er ósatt, að farið liafi verið með mál þetta i nokkra launkofa i héraði; það var nokkuð rætt í blaði þessu i fyrra vetur, og skýrt frá áliti danska dyralækna-ráðsins um það; á kjörfund- inum 6. júni í vor, var og í heyranda hljóði skorað á alþingismanna-efnin, að flytja það á þingi, og mælti þar enginn á móti; og loks barst þinginu askorun frá Súðavíkurhreppi, einmitt þeim hreppinuin, þar sem mest hafði kveðið að skepnudauðanum árið fyrir; auk þess hafði og 2. þin. ísf. (Sk. Th.) átt uin það bréfa skipti við einn hval- veiðamanninn. Samkvæmt áskorunum þessum, töldu þingmenn ísfirðinga sér skylt, að bera frv. fram á alþingi, svo sem hvert annað nauðsynjamál liéraðsins, er þeim var á hendur falið, og gátu svo, er heim kom í haust, fært kjósendum sínum þau fagn- aðar-tiðindi, að þetta áhugamál þeirra hefði náð eindregnu samþykki alþingis. (Meira). -----CXX^OOC------ Isafirði 23. nóv. 'í)4. Tíðarfar. Síðan siðasta nv. „Þjóðv. unga“ kom út, he.fir tiðin verið íjarskalega óstöðug, en optast frostlaust veður; og þó að stöku sinn- un) hafi verið logn og bezta veður að kvöldi, liefir hann fyrir næsta morgun verið skollinn á með ofsa-roki, og gengið úr einni kttinni i aðra; til sjavarins hefir þvi verið mesta hættu tíð, nema einna stilltast veður þessa siðustu vikuna. (íufnskipið „Linden“, skipstjóri Walker, kom hingað til kaupstaðarins 18. þ. m., fermt 320 “tonnum11 af salti til „kaupfélags ísfirðinga11; hafði skipið lagt af stað frá Englandi 10. þ. m., en komið við k Akranesi, og losað þar nokkuð af salti til kaupmanns Thor Jensen’s. Með skipinu kom hingað kaupmaður Thor Jensen, og fer hann aptur með skipinu til Akraness nú um helgina; en þaðan fer skipið svo beina ieið aptur til Englands. Aílabrögð mega enn heita all-góð hér við Djúpið, þegar sjógæftir eru, bæði á lóðir og haldfæri, sem nær eingöngu eru nú notuð af þeim, sem róa héðan úr kaupstaðnum. A Álptafirði hefir veiðzt nokkuð af síld í lagnet, og aflazt prýðis-vel á hana þar inni á

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.