Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 31.01.1895, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 31.01.1895, Blaðsíða 1
Verð Argangsins (minnst 40 arka) 3 kr.; í Ameríku 1 doll. Borgist fyrir júní- mánaðarlok. PJÓÐVILJIO CH6I. FjÓBÐI ÍE9AN8UB. RITST JÓRI: SKÚLI THORODDSEN. ^i^cgg- M 13. ÍSAFIBÐI, 31. JAN. Uppsögn skrifleg ógild nema komin sé til útgef- anda fyrir 30. dag júní- mánaðar. 1895. fíið íslenzka kvennfélag. Það er þarft og fagurt fyrirtæki, sem ýmsar konur í K.eykjavík hafa gengizt fyrir, er þær stofnuðu „liið íslenzka kvenn- félagu, og skulum vér því fara um það fáuni orðum. Felag þetta hefir á fundi 17. nóv. siðastl. samið sér lög, og segir svo um tilgang þess í 2. gr. félagslaganna: „Tilgangur félagsins er sérstaklega, að réttindi kvenna á Islandi verði auk- in, og að efla menningu þeirra með samtökum og félagsskap. En auk þess vill felagið styrkja allt það, er horfir til framfara í landinu, og leggja lið sitt til framsóknar í málum þeim, sem standa efst á dagskrá þjóðarinnar. Félagið gefur út ársrit með skýrsl- um um aðgjörðir sínar, er skal inni- halda minnst tvær ritgjörðir, aðra um réttindi eða hag kvenna, hina um eitt- hvert almennt framfaramál. Allir með- limir kvennfélagsins fá ársritið ókeypis. Félagið lætur halda minnst tvo fyrirlestra á hverju ári, og skal annar jafnan vera um hag eða réttindi kvenna“. Af þessu er það þá I jóst, að það, sem kvennfélagið ætlar sér að vinna að, er fyrst og fremst það, að fá aukin réttindi livenna, og er það í fullu samræmi við kröfu þá, sem kvennfélög berjast nú fyrir í flestum löndum, og er gott til þess að vita, að lik hreifing skuli nú og vera vöknuð meðal íslenzka kvennfólksins. Það hefir tiðum verið viðbáran, bæði fiér á landi og í öðrum löndum, þegar eitthvað hefir átt að rýmka rétt kvenna, að engin vissa væri fyrir því, að kvenn- fólkið sjálft kærði sig um það; en þessari viðbárunni verður nú síður við komið, þegai kvennþjóðin fer sjálf að krefjast aukinna réttinda. Itn jafn framt því að berjast fyrir auknum rettindum kvenna, ætlar og kvennfelagið að lata önnur framfaramál- efni landsins til sm taka; og að þetta séu meira en orðin ein, það hefir kvenn- félagið þegar sýnt í verkinu með þvi, hve góðan þátt það hefir átt í því, að styrkja vorn unga og litla háskólasjóðs- vísi, sem óhætt er að fullyrða, að verða muni landi voru til ómetanlegrar bless- unar, þegar fram líða stundir. Það á og eigi ílla við, að einmitt kvennfólkið fiykkist þá um merkin, þeg- ar ýmsir af oss karlmönnunum sýnast heldur fara að heykjast; má ske verður það til þess, að karlmennirnir sjái þa betur sórna sinn. Eins og gefur að skilja, hefir þetta unga kvennfélag, — eins og allt nýtt og þarflegt —, þegar átt ýmsum and- blástri að mæta, — þykir ekki „fínt“(!) á „æðri stöðumu, að kvennfólk sé að vasast í siíku, eða skuli láta sér hug- kvæmast sú óhæfan, að hugsa um annað, en heimilið og börnin. En slikar liégiljur hafa kvennfélögin víðast átt við að striða, ekki sízt fyrst í stað, og tjáir eigi að æðrast af þvi, enda er það marg-sýnt og sannað, að hvort- tveggja þetta getur vel farið saman, al- veg eins og karlmennirnir eigi þurfa að vanrækja hversdagsleg störf sin, þó að þeir hugsi jafn framt um landsins gagn og nauðsynjar, og njóti ýmsra borgara- legra réttinda, sem kvennfólkið ekki hefir af að segja. Utan Reykjavikur munu fáar konur, enn sem komið er, hafa gjörzt meðlimir kvennfélagsins; en vonandi verður þess eigi langt að bíða, að þeim fjölgi drjúg- um, er styrkja vilja jafn þarflegan félags- skap, enda er árstillagið, — að eins 50 aurar —, svo lítið, að fæstar stúlkur munar það neinu; en því fjölmennara sem félagið er, því meiri líkur eru ti. þess, að það fái mörgu góðu til leiðar komið. Úér óskum hinu „ísl. kvennf’élagiu allra heilla, og óskum og vonum, að starf þess beri sem blessunarrikasta avexti fyrir kvennþjóðina íslenzku, og þá um leið fyrir landið i heild sinni. Fremur en ef til vill nokkru smni fyr, ríður nú á því, að þjóðin gjöri skyldu sina, áður en alþingi kemur sam- an í sumar, og að þingmennirnir gjöri skyldu sína, þegar á þing er komið. Einarðlega, en þó jafn framt stillilega, larf þjoðin að lýsa skoðun sinni á stjórn- arskrármálinu, og öðrum lielztu ágrein- ings-efnum þingsins og stjórnarinnar, og a hinu politiska ástandi landsins yfir löfuð. Sé nú svo, að þjóðin sé orðin svo tamm og spök af lagasynjunar-svipunni, að hún vilji ekki eitt sporið öðru vísi stiga, en þeim tamningar-mönnunum, ráðherra og landshöfðingja, þóknast, þá er að segja til þess í tima; og þingið, sem ekki er, og ekki á að vera annað, en rödd þjóðarinnar, mun þá vissulega reyna, að stíga svo sinn stjórnar-dans, að tamningar-mennirnir geti haft yndi og ánægju af uppeldinu. En sé þvi á liinn bóginn svo háttað, að þjóðinni hafi enn eigi skilizt, að það se eðlileg og ohjákæmileg stjórnar-stefna, eða má ske afleiðing af alríkinu danska, að allar gjörðir fulltrúa sinna i sérstök- um málefnum landsins, verði að standa eða falla, að eins eptir vllja og velþókn- un ábyrgðarlauss, erlends ráðherra, sem er her allsendis ókunnugur, þó að hann kunni all-optast að hafa tillögur ábyrgð- ar-lauss landshöfðingja við að styðjast, þá ætti og heldur eigi að þegja urnþað; og þingið mun þá væntanlega reyna, að gera þeim góðu mönnurn það enn skilj- anlegra, en áður, að þjóðin hafi ekkert lært af allri þeirra uppeldisfræði, en haldi þvi enn fastar fram, en nokkru sinni áður, að það sé hún ein, sem bezt þykist vita, hvað sér sé sjálfri fyrir beztu, enda lendi það þá og á sinum eigin herðum, en aldrei á þeirra ábyrgðarlausu bökum, ef hún gangi i gönur, eða sjái ekki fót- um sínum forráð. -----ocojgo>>--- Stóra malið. —cjoo— I pistlum þeim um þetta mál, er

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.