Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 31.01.1895, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 31.01.1895, Blaðsíða 3
IV, 12. Þjóðviljinn tjngi. 47 dúttir, kona Péturs alþm. Jónssonar, er þar býr; hún dó af barnsförum. 2. des. f. á. andaðist að Skútustöðum í Suður-Þingeyjarsýslu, eptir langvinna legu, húsfrú Dýrleif J. Sveinsdbttir, 34 ára að aldri (f. 11. maí 1860), kona Árna prófasts Jónssonar á Skútustöðum, fyrr- um alþm. Mýramanna; höfðu þau hjón verið 10 ár í hjónabandi. Stra ndlerðum ,, sameinaða gufu- skipafélagsins14 er i ár nokkru haganleg- ar fyrir komið, en siðast liðið sumar, sérstaklega að því leyti, að alþingis- menn geta nú notað ferðir þessar til og frá alþingi. En aptur á móti liefir enn ekkert um það heyrzt, að neitt verði úr Randulffs- ferðunum svo nefndu, og verður þvi sú fjárveiting líklega aptur ónotuð i ár. Innbrot. — jofriíuVin-. Sjalfsmox*ð. í 26. nr. II. árg. „Stefnis“ er skýrt frá því, að Sigfús kaupmaður Jónsson á Akureyri hafi í siðastl. deseinbermánuði orðið þess á- skynja, að farið var í sölubúð hans á nætur-þeli, og stolið þaðan peningum og öðrum munum; til þess að ganga úr skugga um þetta, lét hann því menn vaka í búð sinni; urðu þeir einskis á- skynja fýrstu nóttina, sem þeir vöktu, en uðfaranóttina sunnudagsins 16. des. f. á-, um kl. 3, lieyrðu þeir, að opnaðar voru útidyr að geymsluhúsi einu, sem afast, yar við sölubúðina, og litlu siðar kom þaðan maður i búðina, og tóku vökumenn hann þegar höndum, og var hann siðan samstundis færður í varð- hald af lögregluþjóni kaupstaðarins. — En um morguninn eptir, þegar' lögreglu- stjóri kom að vitja fangans, lá hann örendur á gólfinu i varðhaldsklefanum • hafði hann ráðið sér bana á þann liátfc, að liann liafði tvivafið axlaböndunum UI11 liáls sér, oc: hert svo að af hand- afli. Maður þessi hét Friðrik Guðjónsson, °S hafði áður verið verzlunarmaður hjá 8igfúsi kaupmanni Jónssyni; hefir liann auðsjáanlega opt verið búinn að leika þa list, að stela úr búðinni á nætur-þeli, og fara inn i hana með þjófa-lykli, þvi að í herbergi þvi, sem hann bjó í, fundust, auk 80 krona í peningum, ýmsir stolnir munir ur búð bigfúsar kaupmanns, og það sumt, er eigi liafði fengizt þar i búðinni um langan tima. Nótt þá, er Friðrik var tekinn fast- ur, liafði hann setið að spilum með ýms- um kunningjum sinum, en sagðist þurfa að bregða sér snöggvast út, en kom svo auðvitað aldrei aptur. Norður-Múlasýsla 24. des. ’94; „Tíðarfarið óstöðugt, og úrfellasamt, síðan vetraði; sjógæftir stopular, en mik- ill afli á Austfjörðum til skamms tíma, og síld á Reyðarfirði til þessa. —Fen- aðarhöld i góðu meðallagi, og bráðafar lítið; hefir það þó opt geysað í Fljótsdal, og enda i uppsveitum Héraðsins. — Hreinaveiði lítil í vetur, en hefir þó i nokkur undan farin ár verið mikil fra fremstu bæjum Jökuldals. — Rjúpnaveiði er til þurrðar gengin, með þvi að rjúpur sjást ekki; en ekki vantar viljann til að veiða þær, þar sem verðið er nú 30—40 a. fyrir rjúpuna. Nú heyrist eigi, að neinn fýsi til Vesturheims; mun Sreinn Brynjólfsson, með framkomu sinni i vesturflutninga- málinu, liafa rnanna bezt svæft þann hug, svo að óþaríi sé fýrir þingið, að sitja i höfuðórum við samning laga, að „lasta ekki landið“; en hitt er verra, að ekki skuli verða loku skotið fyrir það, að „agentar“ sitji liér á landi misserum saman, til þess að „borða“, þegar á litlu er að lifa vestra“. K.e.ylfcjavili, 4. jan.: Ætla mætti, að hér i sjáifum höfuðstaðnum bæri ýmis- legt til tiðinda, er í letur væri setjandi, þvi að hér eru saman komin flest „stærstu liöfuð“ þjóðarinnar, bæði þau, sem þegar liafa náð fullum vexti, og bera gyllta borða, og önnur, sem eru að leggja sig í bleyti, svo að þau verði mýkri, oggeti orðið hæfilegri, til að steypast i blessaða gamla mótinu, sem allir eru bræddir og bakaðir í, sein kornast vilja „áfram og upp“ á þessu landi, og verða frímerktir. En þrátt fyrir öll þessi „stóru höfuð“, ber samt ekki á þvi, að stórar framkvæmd- ir komi i ljós, höíúðstaðnum til nota, er sprottnar séu frá þessum höfðum. Hinn eini maður, sem nokkuð ber jiátt á hér í bænum, er kaupm. W. Ó. Breiðfjörð, sein nú er að byggja Babelsturn; en litl- ar þakkir virðast bæjarbúar kunna hon- um fyrir þessa upphækkun bæjarins, því að héma um daginn var honum synjað um a.ð niega veita þyrstum náunga hress- ingu upp á liæzta lopti, og réðu þar Groodtemplarar úrslitum. Á sunnudaginn kemur eiga sjónleikir að hefjast þar í leikhúsinu, og gera, menn sér beztu von- ir um þá. Þar á meðal á að leika frum- samið leikrit eptir Indriða landsreikninga- könnuð Einarsson, og annað frumsamið eptir cand. jur. Einar Benediktsson, og hefir heyrzt ávæningur af, að það muni blandið háði og kýmni, svo að menn eru „spenntir fyrir“ (á Reykjavíkurmáli) að heyra það, og óska, að höf. berji nú duglega í brestina á sumum fúaspýtum og rekadrumbum, sem enn eru að flækj- ast hingað og þangað um akur þjóðlífs vors, og illgresið vex i skjóli við. Höf. hefir einnig mörgum fremur skilyrði fyrir, að geta rekið fótinn ónotalega í þessa þrepskjöldu, eða að minnsta kosti ætla sumir, að liann geri það siðar, þótt eigi verði verulega að þessu sinni. All-mikið veður hefir Björn Kristjáns- son gert af fjársölu sinni i liaust á Skot- landi. Hefir hann skriðið undir vernd- arvang ritstjóra „ísafoldar11, og sendir þaðan skeyti í ýmsar áttir, fyrst og fremst til Zöllners & Vídalín, allra blaðanna (nema „Isafoldar“), og nokkurra einstakra manna, er hann hyggur, að ekki séu hon- um meðmæltir. Sérstaklega hefir hann att orðakast við ritstj. „Fjallk.“; en hvern- ig sem menn líta á þá deilu, þá eru menn vist almennt þeirrar skoðunar, að fjársala Björns sé ekki annað, en vand- ræða brask, er liann, með sára-litilli þekk- ingu, hafi gripið til, til þess að reyna að halda ser a floti um stund, en flot- holtið hafa verið sauðir frá bændum, er flotið hafa með Björn til Englands úr greipum eigendanna, er sumir hverjir hafa ekki einu sinni getað fleytt sjálfum sér, en fengið heldur lítið i aðra hönd hjá Birni. Samt sem áður ætla sumir, að bændur þessir hafi svo bjargfasta tni. á þessum bjargvættif!) sinum, að þeir ætli að fleyta honum til Englands að hausti með sauðum; þótt þeir sjálfir hafi ekkert að fleyta lieima fyrir, gerir minna til; þeir fá hitt inarg-borgað, þótt það verði ef til vill ekki fyr, en í eilífðinni. Jeg ætlaði að minnast örfáum orðum á nýársrölt liöfðingjanna hérna, og hversu ofarlega menn eigi að standa í tignar- stiganum, til að geta vappað t. d. til landshöfðingja; en jeg sleppi því, því þetta er orðið langt mál -----C'OC>g£C'C>o- + Guðmundur Hagalín Guðmundsson. Opt stýrði Hagálín sollinn um sjá, á sveifinni vel gat hann lialdið; þrek sitt hann treysti og atgjörfi á við ógurlegt sænorna valdið. En koldimma báran, að skutnum hún skreið, hin skapharða nádísin kalda; lnin villti þeim hugrakka heimferðar-leið, þvi há er sú brimfexta alda. Hún krækti þá járnfastri kló upp á borð, og knörinn að botninum dregur; hún skeytir ei tegund um andvörp né orð, þvi opinn er helfara vegur.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.