Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 31.01.1895, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 31.01.1895, Blaðsíða 2
46 Þjóðviljinn ungi. IV, 12. jeg hefi sent þér, „Þjóðv. ungi“, hefir verið sýnt fram á, að siglingarnar fyrir- huguðu myndu stórum bæta verzlun vora við útlönd, veita túrista-straumi inn í landið, og efla utanfarir landsmanna. Að vísu myndu inillilanda-ferðirnar einkum koma þessu til vegar, en strand- ferðirnar innlendu í sambandi við þær, myndu og eiga sinn þátt í þessum hags- munum. Giott og sæmilega hraðskreitt strandferðaskip, sem stöðugt væri hér í förum, myndi reynast meiri þjóðarhags- bót, en almenningur gjörir sér í hugar- lund. Hafa á síðustu árum verið leidd ljós rök að því, bæði í þingræðum og í blöðunum, að tíðar strandferðir séu og verði fyrst um sinn eina ráðið, til að gjöra ölluin landsfjórðungum í senn þol- anlega flutninga, og til að greiða veru- lega fyrir innlendri verzlun og viðskipt- um. Að ræða það mál frekara að sinni, væri að bera í bakkafullan læk. Þjóðin verður, hvort sem er, varlaátta villt í því máli héðan af. Þá er loks að minnast á þýðingjárn- brautarinnar. Styrkurinn til hennar er, samkvæmt frumvarpinu, bundinn því skil- yrði, að hún verði lögð frá Keykjavik austur að þjórsá, og vagnar hafðir í gangi á henni, þegar unnt er sökum snjóa. Það er: Reykjavík, Kjósar- og Gullbringu- sýsla, Árnessýsla og Kangárvallasýsla, með samtals um 20 þúsund íbúa, er hefðu bein not brautarinnar. Auðvitað liefði Keykjavik, og þær sveitir, er brautin lægí um, mest og beinust not hennar. Hver áhrif myndi brautin hafa á þessi héruð? Án efa. þau hin sömu, semjárn- brautir hafa haft, hvar í heirni, sem vera skal, á hvert eitt hérað, er þær hafa verið lagðar um. Áhrifin hafa jafnan sýnt sig i því, að nýtt líf hefir færzt í öll atvinnu- brögð, framleiðslan hefir vaxið, og efni manna hafa aukizt, allur aðbúnaður hefir batnað, og mönnum vegnað betur. Hvern- ig þessu sé varið, verður auðskilið hverj- um meðal-skynsömum manni, ef hann vill hafa fyrir því, að hugsa um þetta mál, og gjöra sér grein fyrir sambandinu milli járnbrautarinnar sem orsakar, og þessara áhrifa sem beinna og óbeinna afleiðinga af henni. Að framleiðsla myndi aukast mjög, húsakynni batna, og jarðir liækka í verði, hvar sem til jámbrautar mætti ná, er eins víst, eins og það, að sólin er upp- spretta ljóss og yls. Það gegnir annars mikilli furðu, hversu jarðir hér á landi era í lágu verði, í samanburði við jarðir í öðrum löndum. Jafn vel góðar túna- og engja-jarðir, eru í afar-lágu verði, og það þótt þær hafi næga og grösuga haga. Yæri járnbraut lögð í nánd við slikar jarðir, myndu þær stíga mjög í verði; og það verða þó allir heilvita menn að telja hagsmuni, eigi að eins fyrir jarðeigendur, heldur og fyrir þjóðfélagið allt. Á margri jörðu hér á landi er og gnótt af góðu byggingagrjóti, ýmist í túnunum, eða í grennd við þau. Það er óburðugt, að engin hús skuli vera á slík- um jörðum önnur, en hrörlegir moldar- kumbaldar; og raunalegt er að vita eina kynslóð af annari kúldast í hinum dimmu, saggasömu, og óhollu hreysum. Nær sem járnbraut verður lögð í nánd við slíkar jarðir, munu kumbaldarnir brátt þoka fyrir steinhúsunum. En hví skyldi fremur leggja braut- ina frá Reykjavík til Þjórsár, en einhvers staðar annarstaðar á landinu? Af því að allar liJcur eru til, að sú hrautin borgi sig fgrst og hczt. Það hagar nefnilega hvergi annarstaðar svo til h(r á lancli, að jafn margir menn geti haft hein not af jafn stuttri hraut, sem einmitt þarn i. Þarna á því að gjöra hina fgrstu tilraun, sem ætið er erfiðust; heppnist hún vel, og beri sig, getur sir reynzla orðið lyptistöng nýrra framkvæmda i sömu átt. Yæri aptur á móti byrjað á óheppilegu svæði, gæti hin skakka byrjun orðið slagbrand- ur fyrir öllum slíkum framkvæmdum urn óákveðinn tima. Með pistlurn þessum lrefi jeg bent á nokkur höfuðatriði þessa stór-máls, r því skyni, að lesendum „Þjóðviljans ungau verði það að nokkru kunnara, og gofist tilefni til, að liugsa það rækilega til vors- ins, því þá mun þjóðin öll firnia sig knúða til að láta uppi álit sitt uni það, í þeirri von, að málið verði á dagskrá næsta þings. Við því rná og búast, svo fremi sem þeir menn utanlands og innan, er í sumar stóðu búnir til framkvæmd- anna, eigi láta ömurlegar undirtektir, öfugar tillögur, og tortryggnis getsakir, bæði landshöfðingja og ýmsra þingmanna, og svo ekki sízt hina nirfils- og rag- mannlegu stytting styrktímans, fæla sig algjörlega frá frekari afskiptum af máli þessu. Einn af (24 -þ 12). ----—=oo§§o«<—-— . Á g-öng-u í kringum .jörðina. Engiendingar tveir, Edwin R. Louden og Herbert G. Field að nafni, lögðu af stað frá Lundúnaborg 10. okt. f. á., og ætluðu á göngu í kringum jörð- ina, nema auðvitað fara þar sjóleiðis, sem ekki er annars kostur. Gera þeir félagar ráð fyrir, að verða komn- ir til Calcutta á Indlandi i aprílmán. 1897, og þaðan ætla þeir svo að bregða sér til Austi-alíu og New Zealands, og svo þaðan sjóleiðis til Norður-Atneríku, og fara síðan íótgangandi yíir þá álfu þvera, frá San Francisco til New York; en til Lundúnaborgar ætla þeir, aö öllu forfalla- lausu, að koma heim aptur árið 1900. Þó að Leo páfi XIII, sé enn ntjög ern eptir aldri, — hann er fæddur árið 1810 —, þá mun hann þó búast við, að dagar sínir séu brátt taldir, því að hann hefir á síðastl. hausti látið fela einum frægasta smiðnum á Ítalíu, að fara að smíða líkkistu sína, og má nærri geta, að hún verði hvorki óvönduð né ódýr. Af stjörnunni Mars haí’a stjörnufræðingarn- ir gjört sér landabréf, er sýna höf, ár og fjöll á stjörnu þessari; og finni þeir þar eitthvert nýtt nátturu-afbrigði, þá eru þeir vanir að auðkenna það í svipinn á þann bátt, að segja, að það liggi í þá eða þá Att frá fjallinu Noachis, ánni Dev- teronilus o. s. frv. Tekjur Daninerkur. 1 fjárlagafrumvarpi því, sem lagt var fyrir rikisþing Dana í síðastl. okt., eru tekjur Danmerkur yfir næstk. fjárhagsár (frá 1. april ’95 til 31. marzmán. ’9t>) áætlaðar 62,743,928 kr. 64 a., en útgjöldin alls 61,767,434 kr. 98 a. Búizt or við, að tekjurnar rýrni hér um bil um 1 milj. króna, vegna fríhafnarinnar, og er öl-tollinum nýja ætlað að jafna þann halla. Oddur læknir .1 ónsson, sem vikið var frá aukalæknis sýslaninni í Dýrafirði í fyrra sumar, sbr. 17. nr. II. arg. „Þjóðv. unga“, var nú um áramótin síðustu settur aukalæknir í Strandasýslu, samkvæmt eindreginni ósk ýmsra máls- rnetandi rnanna þar í héraðinu. „Fi*á I löiViinrii64 heitir hið nýja leikrit eptir cand. jur. Einar Beite- dilctsson, sem leikið er, auk annars, af stúdentum í Reykjavík i vetur. Mannalát. 11. nóv. f. á. and- aðist í Yestmannaeyjum ekkjan (ruðlinnu, Gísladóttir, 87 ára að aldri (f. 15. ág. 1807); hún var ekkja eptir Engilbert heitinn Ólafsson, er lengi bjó r Syðstu-Mörk í Ran gárval lasýslu. 1. des. f. á. andaðist að Gautlöndum í Suður-Þingeyjarsýslu húsfrú Þóra Jóns-

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.