Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 30.03.1895, Qupperneq 1
Verð árgangsins (minnst
40 arka) ci kr.; í Ameríku
1 doll. Borgist fyrir júní-
mánaðarlok.
PJÓÐVILJIM UNGI
--- =|^= Fjósði ÁBGANGUK. ==1—. __—
M ií>.
---f—RITSTJÓEI: SKÚLI THORODDSEN. ^ioce;—-!-
ÍSAFIRÐI, 30. MARZ.
Uppsögn skrifleg ógild
nema komin sé til útgef-
anda fyrir 30. dag júní-
mánaðar.
ÞingYallafundarboð.
Eptir samkomulagi við nokkra Jnng-
menn, og ýrnsa aðra málsmetandi menn,
leyfum vér nndirritaðir þingmenn oss lur
með að hoða álmennan fund að Þingvöll-
um við Öxará föstudaginn 28. júnímánað-
ar nœstkomandi.
A jundi þessum ætlumst vér tit, að
rœdd rerði ýms þýðingarmikit þjóðmáJ, og
sírstaldega stjórnarskipunarmálið.
Skorum vtr því á kjósendur, að senda
á fund þenna 1 eða 2 fulltrúa, hélet aðra
en þingmenn, eptir því sem tala þjóðkjör-
inna þingmanna er í kjördœmi hverjti.
Jiitað í marzmánuði 1895.
Benedikt Svcinsson, Pétur Jónsson,
þm. !Norðr-Þingoyinga. þm. Suðr-Þingeyinga.
Sigurður Stcfiínsson, Skúli Thoroddsen,
þingmenn ísfirðinga.
*
* *
Yér höfuni áður látið þá skoðun í
Ijósi í blaði voru, að í sumar sé sérstök
á Þingvallafundi, og getum því
verið stuttorðir um fundarboðið, seni
prentað er }ler ag frainan.
I öðruni löndum or það víðast viður-
kennt, að tiðir og almennir þjóðfundir
séu alveg omissaudi, til þess að kalda
politiskum áhuga almennings vakandi,
og þoka íram ahuganiálum þjóð aiina.
En sé nU þessu þannig varið i öðrurn
löndum, þar seiu samgöngnrnar staiula
á margfalt hærra stígi, en á þessum út-
kjálka veraldarinnar, og þar sern frétta-
þræðir og málþræðir geta á hverri kl.
stundunni borið orðsendingar manna á
milli, hversu margfalt meiri lífs-nauðsyn
er það þá eigi oss íslendinguni, að reyna
að sigrast á samgönguleysinu við og við,
og nota oss fundafrelsið, sem enn er þo
eigi af oss tekið.
Síðan siðasti Þingvallafundurinn var
haldinn eru nú 7 ár liðin á komanda
suinri, og virðist því sannarlega mál til
þess komið, að þjóðin hristi í svip af
sér slénið, og sendi nú frjálslynda og
einarða fuiltrúa á Þingvallafund.
Og þessa er einmitt þvi fremur þörf,
þar sem politiska ástandið hér á landi
iiefir sjaldan verið iskyggilegra að ýmsu
leyti, en nú, svo sem nokkuð var bent
á í 11. nr. „Þjóðv. ungau þ. á.
Hvað kosningarnar til Þingvallafund-
arins snertir, væri það í alla staði ákjós-
anlegast, að þeim væri hagað svipað því,
sem gjört \Tar, þegar kosið var til Þing-
vallafundarins 1888.
En þá var kosningunum, sem kunn-
ugt er, víðast hagað þannig, að i kverj-
um lireppi voru kosnir 2—3 kjörmenn,
er síðan mættu á kjördæmis-fundi, ræddu
þar stjórnarskipunarmálið, og önnur helztu
áhugamál almennings, og liusu síðan
Þingvallafundar-fulltrúana.
Vera má, að til séu þeir að vísu, er
helzt myndu kjósa, að ekkert yrði úr
fundarhaldi þessu; það eru þeir menn,
sem óttast alla fjör-kippi þjóðarinnar,
annað hvort af þvi, að þeir eru sjálfir
apturhaldsmenn með lífi og sál, ellegar
af því, að friðurinn er þeirn fyrir öllu,
hve dýrt sem hann er keyptur.
En það er vonandi, að íslendingar
láti allar slikar óskir verða sér til skamm-
ar, og að hvert einasta kjördæmi lands-
ins telji það sórna sinn, að eiga fulltrúa
á Þingvallafundinum.
Menn kvarta opt undan þvi, að þing-
ið láti litið til sin taka, og sé of deigt
og úrræðalitið gagnvart stjórninni, og
kann nokkuð að vera hæft í þvi.
En hverjum er um að kenna, nema
þjóðinni sjálfri?
Menn mega ekki gleyma því, að það
er þjóðin sjálf, sem kýs mestan hluta
þingmannanna, og skapar þannig þingið,
svo að það er hennar mynd, sem það
sýnir, eins og í spegli.
En sé þjóðin sjálf sofandi og hugs-
unarlitil, eða vilji eitt i dag og annað
á morgun, þá er ekki við öðru að búast,
en að þingið sverji sig í ættina.
Menn verða því að hafa það hugfast,
að eigi þingið að geta frain fylgt sjálf-
stjórnarmáli voru, — eða hverju öðru
máli, sem er —, með alvöru og festu,
þá verða þeir að geta gengið til þing-
; starfanna með þeirri meðvitund, að þeir
; liafi eindregið og staðfast fylgi þjóðannnar
að óbifanlegum bakjarli.
En það er einmitt þetta, sem svo opt
hefir viljað verða misbrestur á, og af
því verður þingið og þjóðin að súpa.
En þetta má ekki lengur svo til ganga;
þjóðin verður að reka af sér slyðru-orðið
sem öflugast, svo að hvorki landshöfð-
inginn, né fylgifiskar hans, geti slegið
því þinginu i nasir, að íslendingar hafi
engan almennan og alvarlegan áhuga á
sínum mestu velferðarmálum.
Leggjumst þvi sem flestir á eitt, land-
ar góðir, og störfum að því, hver eptir
sínurn kröptum, að kosningarnar til Þing-
vallafúndarins fari sem bezt úr hendi,
og að ekkert kjördæmi skerist úr leik,
því að þvi meiri athygli sem kjósend-
urnir sýna þessu fundarhaldi, þvi meiri
þýðingu liljóta ályktanir fundarins að hafa.
----<XX>^COC-----
„Díönu“-hringsólið ’93.
—'jji—
Hr ritstjóri!
Það hefir gengið staflaust, að Magnús
landshöfðingi Stephensen liafi vorið 1893
boðið ráðherra Islands, að umgangast það
við flota-stjórnina dönsku, eða á amian
liátt fengið því til leiðar komið, að danska
/ærskipið „Díana1, væri á vakki liér vestra,
þáverandi settum sýslumanni og bæjar-
fógeta Lárusi Kr. Bjarnason eitthvað
til aðstoðar í mála-þrefinu, sællar minn-
ingar; og hver sem nú er tilhæfan í öll-
um þeim munnmælasögum, sem um
þetta hafa gengið, þá er svo mikið víst,
að nefnt vor og suinar koin danska her-
skipið „I)ianau hér miklu optar, og hafði
hér miklu lengri viðdvalir, en dæmi
munu til fyr eða síðar.
En þar sein nú þetta orð liggur á,
sýnist mér nauðsynlegt, að komizt væri
fyrir það, hver tilhæfa sé í þessu; og sé
það í raun og veru tilfellið, svo ótrúlegt