Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 23.04.1895, Page 1

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 23.04.1895, Page 1
Verð irgangsins (minnst 40 arka) 3 kr.; í Ameríku 1 doil. IBorgist fyrir júní- mánaðarlok. ÞJOÐVILJINN UNGI. ----!— |= FjÓEÐI ÁEGANUDB. =! RITSTJÓRI: SKÚLI THORODDSEN. Uppsögn skrifleg ógild nema komin sé til útgef- anda fyrir 30. dag júní- mánaðar. J\s ísAFIRÐI, 23. APRÍL. . „Isafold“ og_kaupfélögin. Það er undarleg uuiliyggja fyrir kaup- félögunura, sem gripið heíir „Isafold“ i vetur, þar sein hún hefir rembzt við að flytja hverja greinina á fætur annari, sem allar sýnast stefna að því eina marki, að sá út sem mestri tortryggni meðal almennings, og gera umboðsmonn kaup- félagánna, þá ZÖllner & Vídalín, sem ískyggilegasta. En þessi kaupfélaga umhyggja „ísa- foldar“ liefir, sem betur fer, litil áhrif, þar sem það hofir engum dulizt, að „Isa- fold“ liefir að undan förnu verið eindreg- inn formælandi dansk-ísl. sel-verzlananna, kaupstaðar-lánanna og kaupstaðar-einok- miarinnar. Liggur því næst að skoða þessar kaupfólaga prédikanir „Isafoldar“ sem að eins til þess stýlaðar, að hjálpa upp á sel-verzlanirnar, því að maðurinn mun sjá það, að tækist konum að sá út meðal almennings þeim tortryggnis-anda, að menn hættu að skipta við kaupfólögin, þá væri fyrir fæsta í annað hús að venda, en til búðarborðsins. Líka getur það verið, að ritstjóri „ísa- foldar“ hugsi sér, að takast megi, að gera þá Z. & V. svo leiða á tortryggnis- getsökunum, að jieir vilji ekkert við ísl. kaupfélögin eiga framar; það er kunnugt, að þeir eru báðir all-vel fjáðir menn, sem ekki eru upp á þessa atvinnu komnir, frekar en verkast vill; og þættist „Isa- fold“ þá sjálfsagt hafa komið ár sinni vel fyrir borð, ef þeir Iiættu umboðs- mennsku fyrir félögin! En hver yrði árangurinn, ef „ísafold“ tækist að koma því til leiðar? Það er mjög Iiætt við því, — meðan kaupfélögin ekki standa á fastari fæti, og hafa ekki fjármagn í höndum, til þess að borga með vörur sínar fyrir fram —, að árangurinn af starfi „ísafoldar“ yrði víða sá, að kaupfólaga-hreifingin dytti um koll, og sæist þá bezt, hvort ekki skipti um verzlun alla i þeim héruðum; í öðrum héruðum myndi kaupfélögunum að vísu lialdið áfram, en í nokkurs kon- ar fálmi; það myndu risa upp hinir og þessir, sinn í hverju héraði, má ske ó- reyndir eða litt reyndir inenn, til þess að hafa umboðsrnennsku félaganna á hendi, og sumum þeirra lánaðist þá vel, en sumir færu með allt á höfuðið. Það yrði með öðrum orðurn saga gömlu félaganna, — Borðeyrar-félagsins, Dala-félagsins gamla, Svefneyja-félagsins, Yeltunnar, isfirzku-félaganna gömlu o. s. frv. — upp aptur, og er hætt við, að kaupfélags-hreifingin, sem nú er komin svo vel á veg, kynni að biða mikinn 36 hálsinn var undinn, húðin blá, höfuðið enn þá meira á ská. Þrestur sendi’ hann síðan braut, og sagði þá: „Finndu nú aptur föður þinn, færðu’ honum kveðju, drengur minn, skildu’ hann gleði og gæfu við, Spfðu’ lionuin hvorki ró nó frið. lylgdu nú aett hans, fjancLinn þinn, i fjórða lið“. Mælt er að lundin þyngdist þá, þegar að jtabbinn drenginn sá, mest að þessum þrautum kvað, þegar á kvöldin húmaði’ að. Ýmist vildi’ honum öfugt ganga eptir það. Enda jeg svo rnín litlu ljóð, lestu þau, gamla söguþjóð; gallana’ á minum mærðar-slag rnáttu gjarnan .færa r lag ; lofðu mér sanrt að láta’ liann heita Lalla-brag. Lesari, gakktu lukku-stig, lallar engir hitti þig. Gæti hver að sjálfum sér; sankti María hjálpi mór, að jeg verði ofan á, ef illa fer. 29 Lalla-bragur. (Sent „Þjóðv. unga“ frá sögu-karli.) Þó þér liggi lífið á leitaðu ekki á fúlan ná; láttu þau sofa, þýin þaug, þó þau kúri’ í öskuhaug; það er bæði voði’ og vandi að vekja upp draug. Aula-grey í sorpi svaf, svo að vissu fáir af; ræfils skinnið hnýtt og heimskt Iiefði þar um aldur geynrzt, bæði hann og hundaþúfan hefðu gleymzt. Þegar allt var orðið hljótt einu sinni um kalda nótt, heldur mikill herðum í halur gekk að leiði þvi; þá var sorg á þessum lrerðum þyngri en blý. Þó liann mi gengi að þessunr haug, þá hefði’ liann kosið skárri draug; það var að velja um þetta eitt, þangað liafði’ íiann neyðin leitt, annað hvort var ókind sú, eða ekki neitt. Þulur sínar þar hann gól,

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.