Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 21.05.1895, Qupperneq 1

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 21.05.1895, Qupperneq 1
Vorð árg’nnofsins (rnmnst 40 arka) bkr.; i Ameríku 1 doll. Borgist fyrir júní- inánaðarlok. ■f—f>x^! RITSTJÓRI: SKÚLI THORODDSEN. =|=<«3—-i- IJppsögn skrifleg ógi!d nema komin sé til útgef- anda fyrir 30. dag júní- mánaðar. M Í2G. ÍSAFIKÐI, 21. MAÍ. Ií-<Í>Á> Yald og mikilmennska. Það er mikið liætt við því, að mörg- um verði í meira lagi torskilin þessi nýjasta embættis-röggsemi stjórnarinnar, embættis-afsetningin, sem getið var um i siðasta nr. blaðs vors, að brátt væri i vændum. Eina vísbendingin, sem stjórnin gef- ur um þetta efni i bréfinu góða, er sem só sú, að þetta sé óhjákvæmilegt „eptir þvi sem fram er komið“! En hvað er þá það, sem fram er komið ? Jú, það sem fram er kornið, er það, að hjá oss einum allra íslenzkra einbætt- ismanna hefir öll embættisfærslan verið rannsökuð, og árangurinn er öllum kunnur. Gætum vér þvi með nokkrum rétti sagt, að vér værum í raun og veru „sár- finasti11 embættismaðurinn á öllu landinu, eins og nii stendur, þvi að vér höfum verið í hreinsunar-eldinum, og gengið í gegnurn hann; en aptur á móti er allt 6nn órannsakað, bæði hjá landshöfðingja °§ öllum öðrum embættismönnum lands- JI1S) og því auðvitað ekkert liægt um það að segj&j ag órannsökuðu ináli, hvernig iara myndi, ef slík rannsókn færi fram, s\o sem blað;g „Fjallkonan11 leyfði sér að stmga upp 4 j fyrra. X öðru lagi ©r þag^ }1Vað landstjórnina snertir, fram koinið, að hún hefir árúm saman verið að eltast vig saklausan mann; en að þessi misgrip eða misgáningur horinar sóu ástæða til þess, ag prja oss öjulda þeirrar glópsku hennar, þag S(ir þó hver maður, að engri átt nær, 0g að sanngjarnara væri, að bæta oss að nokkru skaðann og skapraunina. Það er því ljóst, að .liin sanua ástæða sfjórnarinnar getur bmögulega legið 1 því, sem slegið er fram af hennar hálfu, held- Ur verður að leita hennar eitthvað dýpra. Og er þá auðvitað næst að álita, að ástæðan só sú sama, sem því miður virðist svo opt verða ofan á, að láta aldrei qf fef sem einu sinni er byrjað, halda fram þráinu, hvað sem tautar, livort sem nokkur rök eru fyrir því, eða alls engin. Nú var það auðvitað meiningin frá fyrstu, að fá oss frá embættinu, og þó að hr. Magnúsi Stephensen hefði að iík- indum þótt það ólíku skemmtilegra, ef „eltingin11 hefði á aðra leið snúizt, þá var það þó stjórn-reglunni samkvæmt, að láta elild af sínu, þó að illa lánuðust aflabrögðin Lárusar, heldur sýna það öll- um almenningi íslands, að hann, — ábyrgðarlausi landshöfðinginn — -, væri maðurinn, til að hafa sitt fram hjá ráð- herrastjórninni dönsku, hvað sem æðsti réttur ríkisins segði. Þarna lýsir sér valdið og mikil- mennskan, rétt eins og væri það rússneski „czarinn11! En hitt er eptir að vita, hvort vegur landshöfðingja og stjórnar vex að mun, þó að valdinu sé skipað í réttarins sæti. Og úr þvi skera aðrir, en við Magnús. 20/s ’95. Sk. Th. Þingvallafimdurinn. Það er ljóta glappaskotið, sem Ben. alþm. Sveinssyni heíir orðið á, að því er boðun Þingvallafundarins snertir; með bréfi, dags. 23. febr. þ. á, ■ gefur hann fyrst öðrum heimikl, til að boða fundinn i sínu nafni, og samkvæmt þeirri heim- ild er svo fundurinn boðaður 28. júní, með þvi að tíminn þótti orðinn of naum- ur til þess, að skrifast meira á um þetta málefni, en gjört hafði verið, enda var þá Ben. Sv. farinn eitthvað austur i Múla- sýslur, og þvi allsendis óvíst/ hvar eða hvenær bróf gæti hitt hann; en naumast er fundarboð þetta komið út um landið, fyr en Ben. Sv. sér sig um hönd, og rýkur til, — meðfundarboðendum sínum allsendis óvænt —, og boðar fundinn UPP á eigin hönd á öðrum degi, 25. júní þ. á., sem öllum þorra almennings er miklu ohentugra og kostnaðarsamara, en fyrri fundardagurinn, þar sem inenn úr fjær-sýslunum yrðu þá að fara landveg, í stað þess að nota sér strandferðaskipin. Ofan nefnt urnboð frá Ben. Sveins- sjmi sést af útdrætti þeim úr ofan nefndu bréfi hans, sem hér fer á eptir: Ú t (1 r á 11 u r iir Hréfi frá alþm. Ben. Sveinssyni til alþm. síra Sig. Stefknssonar í Yigur, dags. að Héðins- liöfða 23. febr. 1895. .... „Hvað fundarboðinu viðvikur, þá niegið þið setja mitt nafn og Péturs á Gautlöndum undir það, ef þið viljið gefa það út þar vestra; en ef þið kjósið heldur, að við bér gefuin út fundarboðið, þá verðið þið að senda mér heimild til að setja undir það nöfn þeirra ykkar, sem viljið vera með ....“. Að þetta sé réttur útdráttur úr mér sýndu bréfi, undirskrifuðu B. Sveinsson, og dags., eins og að ofan segir, vottast hér með eptir nákvæm- an samanburð. Skrifstofu bæjarfógeta á ísafirði 17. maí 1895. Sigurður Briem, Borgun: settur. 12 — tólf aurar — borgað. Sigurður Bi-iem. Af bréfkafla þessum er það þá ljóst, að hr. Ben. Sveinsson ber einn alla ábyrgð- ina á ruglingi þeim, sem fram er kominn í fundar-boðaninni, og er því vonandi, að hann geri bragarbót, og apturkalli þetta ruglings-fundarboð sitt sem bráðast, svo sem á hann hefir verið skorað að gjöra. En skyldi hann, mót von vorri, reyn- ast of einrænn til þess, svo að bæði fundarboðin standi jafn-hliða, þá ætti þó ekkert kjördæmi landsins að gjöra stjórn- inni, og liennar fáliðuöu fylgifiskum, það til ánægju og eptirlætis, að sækja ekki Þingvallafundinn allt fyrir það, þó að hr. Ben. Sv. hafi orðið þetta leiðinda glappaskot á, að því er fundar-boðanina snertir, með þvi að afleiöingin af því verður ekki önnur, en sú, að sumir, sem eptir hans fundarboði fara, koma vel snemrna, og hvíla sig þá 1 eða 2 daga, á meðan þeir eru að bíða liinna, sem eptir aðal-1umlarboðinu fara, því að þvi verðum vér að fylgja fram, að þá sé vel mætt, ef allir eru komnir á Þingvöll 27. júní að kvöldi, svo að fundurinn geti byrjað 28. júní, eins og öndverðlega var til stofnað.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.