Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 22.06.1895, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 22.06.1895, Blaðsíða 1
Verð árgangsins (minnst 40 arka) 3 kr.; í Ameríku 1 doll. Borgist fyrir júni- mánaðarlok. ÞJOÐVILJIM IJNGI. -- ' j~-- FjÓBÐI ÍEGANOBR. :--- -f—RITSTJÓRI: SKÚLI THORODDSEN. ===\&c<si-»- Uppsögn skrifleg ógild nema komin sé til útgef- anda fyrir 30. dag júní- mánaðar. ÍSAFIRÐI, 22. JUNÍ. M 30. Urn gufuskipaferðir. Eptir JÓHANNES L. L. JÓHANNESSON. Þess er getið í 16. tbl. „Þjóðv. unga“ þ. á., að nýjar strandferðir muni vera í boði frá hálfu „bins sameinaða (lanska gufuskipafélagsL Mér lizt nú lireint ekki á það, að menn, undir því stórnarfyrir- komulagi, sem er nú, og stöðugum synj- unum stjórnarinnar á lögum frá alþingi, lileypi Dönum hór inn til framkvæmda, nema hið allra minnsta að hægt er. Ept- ir minni ætlun væri það bezt, að verzl- unin dragist sem fyrst, að mestu eða öllu, frá Kaupmannahöfn, yfir til Skot- lands og Hamborgar. Yér liöfum raarg- rekið oss á það, að íslenzkir kaupmenn, sem búsettir eru í Danmörku, hafa lagt á inóti því við stjórnina, að mál, sem alþingi og íslenzka þjóðin liefir áhuga á, næði staðfestingu. En vaxi starf „hins danska gufuskipafélags^ hér á landi, og batni þannig samgöngur við Kaupmanna- höfn, þá er auðsætt, að það verður tií að festa verzlun Islands enn betur við Danmörku. Þar að auki er það mjög óheppilegt, að hafa höfuðból og lieimili það, er gnfuskipaferðirnar ganga út frá til landsins, á þeim stað, er skip frjósa svo títt inni, svo sem í Kaupmannahöfn. Væri hin danska stjórn oss lilynnt í flestu, gæti það að mörgu leyti yerið oss hag- anlegast, að skipta sem mest við danska þegna, Aidá væri þá vel vert, að urma þeim hagnaðarins af því; en þegar þetta nú er á allt aðra leið, þá eigum vér sem minnst að skípta við Dani, svo að stjórn- in sjái, að oss er alvara með mál vor, og að hennar eigin heimaland hefir skaða af. Þvb a5 lofa oss eigi að vera sem frjals- ustum í vorum ejgin málum. Jeg ímynda mer, til dæmis, að betur gengi að hafa fram lögin um búsetu fastakaupmanna, væru engir íslenzkir kaupmenn heimilis- fastir 1 Danmörku; og svo er með margt fleira. Yér þurfum auknar gufuskipaferð- ir til landsins. Það mætti eigi minna vera, en að skip gengi stöðugt til Reykja- vikur frá útlöndum á hverjum hálfum mánuði, sumar og vetur. Þær ferðir ættu að vera frá Skotlandi, því bæði er það stytzt, og svo eigum vér að reyna að færa verzlunina þangað, enda frjósa þar eigi hafni", og svo mun líka vera i Nor- egi vestan verðum, en þangað ættum vér lika að hafa beinar ferðir við og við. En auk þessa þurfum vér að liafa strand- ferðaskip, er komi við á svo sem tveim stöðum i hverjum landsfjórðungi; viðar má það eigi koma við, þar eð því geng- ur annars aldrei, eða afar seint, að komast i- kringum landið. Þær strandferðir, er vér höfum haft, sýna það, að það er bæði dýrt, óhentugt og seinlátt, að láta stórt skip smjúga inn á livern kyma, umhverfis allt ísland. Gufubátar á helztu flóum lands- ins eru þegar komnir upp suinstaðar, og liljóta innan sliamms að koma víðar, svo þeir geta bætt það upp, að strandferðaskipið kemur eigi nema á helztu hafnir. Ferðir þeirra má setja i samband við ferðir gufuskipsins, og það fyrirkomulag yrði víst mildu heppilegra, en allar aðrar aðferðir. Gufuskipafélagið danska er vissulega áreiðanlegur viðskipt- ari, og getur verið, að torvelt verði að fá ókunnuga utanríkismenn til að taka fastar ferðir til landsins að sér, en samt hygg jeg réttást sé, að flana ekkert að því, að þiggja framboð danska félagsins. Væri við það samið, vihli jegaðminnsta kosti láta setja það skilyrði, að alténd annað skipið af þeim tveimur, sem talað er um, að það muni hafa til útlanda- ferðanna, færi aldrei nema til Skotlands, og hitt skipið kæmi við í Noregi. Þess- ar ferðið skipanna ættu að vera svo tíðar, að aldrei liði meira en hálfur mánuður rnilli ferða. Fáist ekki þessi skilyrði, verður réttast að reyna fyrir sér annars staðar. En svo ættu þessar ferðir, er landssjóður leggur fé til, hvel1 sem tekur þær að sér, að vera alveg lausar við póstkipsferðir þær, milli Kaupmannahafn- ar og íteykjavíkur, sem danski ríkissjóð- urinn er skyldugur að kosta eptir stöðu- lögunum; þær ferðir eigum vér að hafa sem hreina aukagetu. Ef danska gufu- skipafélagið hefir þriðja skipið til strand- ferða innan lands, og ætlar að láta það koma víða við, þá er jeg hræddur um, að gangur þess í kring verði seinn; og þó er hitt verra, að jeg óttast fyrir, að það taki löngun og álmga úr mönnum, á að koma upp, gufubátum hér innan lands; en það er jafnan illt, að láta aðra gjöra það fyrir sig, sein menn geta gjört sjálfir. Yfirleitt þarf þetta mál vandlega íhugun frá þingsins liálfu; og eitthvað verður að gjöra, því svo strjálar ferðir, er vér nú höfum, eru óhæfilegar lengur, og svo bætist þar við, að skipin liggja erlendis á þeim stað, er þau frjósa inni. Að bæta samgöngurnar á sjó með gufu- skipaferðum, mun verða bæði kostnaðar- minna, og fleirum landsmönnum að not- um, en að leggja járnbrautir, sem seint munu borga sig á þessu laridi, og tæma svo landssjóð, að í engin önnur áriðandi fyrirtæki yrði ráðizt. Lang flestir hrepp- ar á landinu liggja líka að sjó, svo að sú leiðin er af náttúrunni eins og sjálf- kjörinn flutningavegur fyrir landsmenn. En hvað sem gjört er i þessu efni, þá liggur á að hleypa Dönum hið minnsta sein verður hér inn; þeir bera oss heldur eigi svo góða söguna allir, er hingað slæðast til landsins frá þeirri þjóð. Og svo er um að gjöra, að minnka sem mest allar samgöngur og flutninga milli íslands og Danmerkur, en láta samgöngur við Bretland hið mikla vaxa; vér þurfum held- ur eigi póstferðir né kaupferðir lengra. Kvennabrekku, 20. apríl 1805. ----------------- Niðurlagsorð um „stóra-málið“. --UA — í bréfi, dags. 18. febr. þ. á., skýrir hr. Sigtryggur Jönasson oss frá því, að hann treýstist eltki framar til að eiga neitt við „stóra-málið“ svo nefnda i bráð, með þvi að Englendingum þeirn, er helzt hafi heitið málinu fylgi sínu, hafi algjör- lega snúizt hugur, er þeir heyrðu undir- r tektir alþingis.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.