Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 22.06.1895, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 22.06.1895, Blaðsíða 2
118 Þjoðviljinn unoi. IV, 30 „Jeg var a5 reyna, að bera í bæti- fláka fyrir þingiðu, segir hr. Sigtryggur Jönasson meðal annars í bréfi sínu, „en Englendingar vita vel, bvar fiskur ligg- ur undir steini; þeir vita, að allir dansk- ir kaupmenn, danska gufuskipafélagið og dansk-lundaðir embættismenn, eru svarnir fjandmenn málsins, og eru því bræddir um, að farið yrði ílla með sig, ef tæki- færi gæfist; þeir segja, að það vanti al- gjörlega „friendly spiritu (vinsamlegan buga) af bálfu þingsinsu.................nUm~ byggjusemi landsböfðingjans, eins og hún kom fram í áliti nefndarinnar í E.d., drap málið algjörlegau. Hr. Sigtr. Jónasson kveðst þess þó fullvís, að fá megi á Englandi fé það, sem með þarf hugmyndinni til fram- kvæmda, ef þingið samþykkti hæfileg beimildarlög í því skyni; en — „það kostar bæði tíma og peningau, sem eng- in von er á, að einstakur maður geti lagt fram endurgjaldslaust, allra sízt þar sem undirtektir alþingis, — fyrir skamm- sýni einstakra þingmanna —, voru jafn bágbornar, eins og raun bar vitni um í fyrra. Á lðgrgjafarþtngrinu í Illinois hefir nýlega verið borið upp frumvarp um að leggja skatt a alla piparsveina; en piparsveinar eru eptir frum- varpinu „allir karlmenn á 32. ári og eldri, líkam- lega og andlega heilbrigðir, sem eru ókvongaðir og aldrei hafa kvongazt'1. Sérhver piparsveinn, sem annað hvort er eldri en 65 ára, eða hefir verið hegnt fyrir einhvern glæp, eða þá getur sannað, að hann hafi að minnsta kosti 3 sinnum boðið gjafvaxta (marriageable) stúlku eiginorð, skal þó vera undanþeginn þessum skatti, sem á að vera 25 dollarar á hvert piparsveins-nef um árið. Fé þessu á verja til þess, að koma á fót. framfserslustofnun handa gömlum piparmeyjum, sem aldrei hafa fengið neitt giptingar-tiiboð, og skulu þrjár sh'kar piparmeyjar, að minnsta kosti sextugar að aldri, veita stofnun þessari forstöðu. Á hjólahestum krlnguni hnöttlnn. Hjónin Darwin Melrath og kona hans lögðu af stað frá Chicago 10. apríl í vor, og ætla þau að ferðast kringum jörðina á hjólahestum. Fyrst riðu þau til San Francisko, og var ferðinni heitið þaðan með gufuskipi til Yokohama, og svo þaðan til Hongkong. Siðan ætla þau á hjólahestunum yfir Asíu, Afríku og Evrópu, og koma um leið við í öllum helztu stór-borgum Evrópu. Eptir tvö ár ætla þau að verðakomin lieim til sín aptur. Ekkert tungumál, að kinverskunni undan- skilinni, er eins auðugt af orðum, eins ogensk- an, og moð þvi að hún, eins og kunnugt er, hætir stöðugt við sig útlendum orðum, er allt útlit fyrir, að hún með tímanum verði orðflest allra tungumála. Centuiy Dictionary telur alls 200,000 ensk orð, sem séu meira og minna not- uð. Harpers Cyclopedia gefur þær upplýsingar, að Shakespeare, sem er talinn að hafa notað flest orð allra enskra skálda, hafi þó ekki notað nema 16,000 orð, og að Milton hafi látið sér nægjá að nota 8,000. Vel menntaður maður, getur undir engum kringumstæðum þurft á fleiri en 3—4000 orðum að halda, og í daglegu tali eru að eins notuð um 500 orð. Ylð háskólann i Briissel hafa í vor 7 kvenn- menn úr ýmsum löndum orðið doktórar i lækn- isfræði. Þrjár af þoim otu að eins 24 ára að aldri. Ungfrú Helen Gould, elzta dóttir Jay Gould’s, tók í síðastl. maimánuði embættispróf í lögfræði við háskólann í New York. í)00 ára afmæll Þrándheims er ákveðið að halda árið 1897 með mikilli viðhöfn. Stór iðnaðarsýning er haldin í júní og júlí i sumar í borginni Kito í Japan. Er hún haidin i minningu þess, að ellefu hundruð ár eru liðin síðan Kwammu Japanskeisari lét byrja að reisa þá borg, og gerði hana jafn framt að höfuðborg ríkisins. Nálægt 2,000 milj. pund eru búin til af tóbaki á ári hverju, og er sagt, að tveir þriðju hlutar alls mannkynsins neyti tóbaks á einn eða annan hátt. Engln önnur munaðarvara er svo almennt notuð. ----oooggooo---- Gísli Magnússon á Hliðarenda. (Eptir Þobvald Thoroddsen.) (Framh.) Næsta ár fékk Gísli Magn- iisson á alþingi einkaleyfi um brennisteins- nám, er bann hafði beðið um, og jafn framt skipun konungs um að grennslast eptir málmæðum, og öðrum náttúrugæð- um. Byrjaði Gísli Magnússon rannsókn- arferð sína frá Þingvelli 5. julí, og ferð- aðist í 7 vikur um Suðurland, svo bálfan rnánuð um Norðurland, og safnaði al- staðar steinum og náttúrugripum, er bann hugði að gagni mættu verða. Um haustið sendi Gísli Ola Worm hálftunnu með ýmsum gripum, og biður hann að segja sér hverjir hlutirnir séu, til hverra nota, og hvers verðir; lofar Gísli, að senda stjórninni næsta ár nákvæma skýrslu um ferðina. Gísli er í bréfi síriu til Worms (16. sept. 1547) vongóður um, að geta komið fyrirætlunum sínum fram, því flestir lieldri menn séu þeim hlynntir, en einkum þó Þorlákur biskup Skúlason. Þegar Gísli Magnússon dvaldi í Hollandi, var þar, eins og enn, garðrækt í hinum mesta blóma, og hefir Gísli líklega þar fengið hug á, að gera ræktunartilraunir á Islandi, og framkvæmdi síðar dyggilega þessi áform; hann skrifarWorm, að hann hafi á Munkaþverá gjört garð, Og sáð þar í 30 útlendum jurtategundum, sem al- gengar séu í Danmörku; hann sáði einn- ig mel, og setti niður birki og viðir til reynzlu. Segist Gísli vera sannfærður um, að margt geti það vaxið á íslandi, er megi verða til gagns og gamans, og segist muni gera margar fleiri tilraunir með öðrum fræjum, er hann fái með kaupmönnum frá ritlöndum. Þessi ár sat Gísli í föðurhúsum á Munkaþverá á vetrum; hafði hann brenn- andi áhuga á framfórum landsins, var þá ungur og fjörugur, nýkominn frá útlöndum, og hafði í Hollandi kynnt sér siði og hætti þeirrar þjóðar, er í þá daga var einna lengst komin í alls konar menningu; hér á landi sá hann eintóma apturför og vanþekkingu, og vildi kippa öllu í lag sem fljótast. Á Munkaþverá skrifaði hann um haustið 1647 hinar nafn- frægu uppástungur sínar um viðreisn ís- lands, og sendi þær konungi; muniim vér síðar nánar geta um þær. Hér var við ramman reip að draga; menn voru ekki vanir nýbreytni, og stjórnin treg í snúningum, og hugsaði lítið um hag þegna sinna; einokunarverzlun var í sem mest- um blóma, og íslendingar voru ekki enn orðnir svo lémagna og lamaðir í efnalegu tilliti, sem seinna varð. Rúmri hálfri öld siðar var efnahagur manna á íslandi kominn í það ólag, að stjórnendurnir sáu, að brýn nauðsyn var á endurbóturn, og eitthvað varð að taka til bragðs, ef allt átti ekki að kollsteypast, og þá voru menn nærri heila öld að bollaleggja, hugsa, rita og ráðgera, áður en loks var farið að hreifa við einokuninni. Það var því lítil von á því, að uppástungum Gísla væri gaumur gefinn, þótt þær væru að mörgu leyti agætar. Árið 1649 kvongaðist Gísli Magnús- son, og gekk að eiga Þrúði, dóttur Þor- leifs sýslumanns á Hlíðarenda Magnús- sonar prúða; flutti hann sig þá austur að Skriðuklaustri í Fljótsdal, og var sýslu- maður í Múlasýslu, og klausturhaldari i nokkur ár.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.