Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 22.06.1895, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 22.06.1895, Blaðsíða 4
120 I>JÓÖVILJ1ÍÍN UNQT IV, B0 á verzlun með íslenzkar leir-tegundir, vikur o. fl., og biður Bjöm að gera sam- band við útlenda, verzlunarmenn, er vilji kaupa slikt. Það er auðséð að Gísli lætur ekki bugast af litlu, því hann rit- ar syni sínum um þetta allt stuttu eptir að óhappið vildi til með brennisteinslest Iians að norðan. (Framh.) ísafirði, 22. júní '!)5. Tíðarfar. Úrkoma um síðastl. helgi, en siðan bezti þerrir; optast við norður. Gufuskipið Á. Ásgeirsson kom hingað 17. þ. m. frá Kaupmannahöfn, með nokkuð af vör- um til ýmsra verzlana hér, og hafði komið við á Eskifirði og í Reykjavík. Með því konx kaup- maður Á. Ásgeirsson o. fl. —■ Það lagði af stað aptur til Englands 19. þ. m. Sjálfsmorð. 14. þ. m. drekkti sér kona i Álptafirði, — Margrét Jónsdéttir frá Saurum —, i læk skammt frá bænum. Hún var á áttræðis- aldri, og hafði verið geggjuð nokkra siðastl. rnánuði. _________ Póstskipið „Laura“ kom hingað í morgun norðan um land, og hélt um hádegi í dag aptur af stað áleiðis til Rvikur. Með skipinu voru alþingismennirnir Pétur Jónsson, Jón Jakobsson, Klemenz Jónsson og Jón A. Hjaltalin, Þing- vallafundar-fulltrúar að norðan og austan, síra Matth. Jochumsson með frú sina, og fjöldi ann- ara fai'þega. Hlaðafli hefir verið þessa viku í utanverðu Djúpinu, hjá þeim, sem sild hafa beitt, en mjög hefir aflinn verið isuboi-inn. Sama afla-tregðan, sem áður, hefir til skamms tíma haldizt í öllum innri veiðistöðunum, en nú þar einnig farið að verða líklega vart, helzt á kúfisksbeitu. Síld. 2 vörpur hafa verið fylltar af síld hér á Pollinum síðastl. viku, og er nú tunnan af henni seld á 18 kr. Smávegis. Víöa helrna. Konan min er sann-nefnd fyrir- myridar-kona; hún er heima í öllu mögulegu, bókmenntum, hljóðfæraslætti, og alls konar hannyi-ðum. Það er að eins eitt, sem hún er ekki heima í, hún er sem sé — aldrei heima i húsinu. Fjármarlc Ara Jónssonar á Stakkanesi er: sýlt bæði eyru og gagn- bitað vinstra. SA, sem fundið hefir peningabréf það, sem glataðist á götunni í dag, skili þvi gegn góðum fundarlaunum á afgreiðslu- stofu blaðs þessa. Tapazt hefir ljósgrár hestur 7 vetra gamall, óaffextur, járnaður 6 bor- uðum skeifum, vakur og vænlegur, (ó- kunnugt um mark); finnandi er vinsaml. beðin, — gegn riflegum ómaks launum —, að koma honum til Kristjáns bónda Ólafs- sonar á Garði í Dýrafirði. Pianomagasiu US K A N DIN A VIE F’, Kougens Nytorv Qo, Kblivu. Hvoríor ere vore Pianoer af „eget Fabrikut“ noget af det bedste, der fabiikeres? Fordi úet har hel Jernramme og ----------Metalstemmestokplade. Fordi d(it har fineste Mekanik. JÞ o 1' <1 j <let er krydsstrenget. Fordi det holder fortrinlig Stem- ----------ning. JPoT'flÍ det har en let og behagelig ----------Spillemaade. 1Þ o 1* <1 i det har en stor, blod og klang- ----------fuld Tone. JfoT'íÍi det er elegant og smagfuldt ----------udstyret. Pianoer sælges med 10 Aars Garanti. PRENTSMIÐJA ÞJÓÐVILJANS UNOA. 46 frá því, að haun hefði einu sinni verið tekinn fastur fyrir ímynduð landráð, og hefði hann þá, sem fangi í höllinni Ovo í Neapel, komizt í náinn kunningsskap við annan fanga, sem hefði andazt 1811, og sem hann myndi syrgja alla sína æfi. „Hann var þá á að gizka þrítugur“, sagði hann, „og var ókvæntur; þegar hann lá banaleguna, grét hann sáran yfir óhamingju ættjarðar sinnar, en fyrirgaf öllum þeim, er eitthvað höfðu gert á hluta hans. Hann var fæddur í Nimes, og nafn hans var Fraiiz Picaud“. Þegar Allut heyrði nafn þetta, varð honum það ósjálfrátt, að reka upp ofur-lítið hljóð. Abótinn leit forviða á hann. „Þér hafið má ske þekkt þennan Picaud?“ spurði hann svo. „Hann var einn af mínum beztu vinum.............. Hann hefir andazt fjarri átthögum sínum, vesalingur ........En vitið þér orsökina til þess, að hann var settur í varðhald?u „Honum var sjálfum ókunnugt um hana. Hann sór og sárt við lagði, að hann hefði enga bugmynd um, hvers vegna hann hefði verið tekinn fastur, og jeg er viss um, að hann hefir sagt það sattu. Allut stundi við, en ábótinn hélt áfram: „Meðan hann lifði, hugsaði hann að eins um eitt; 47 hann braut heilann um það á daginn og dreymdi um það á nóttunni. Hann sagðist feginn vilja afsala sér voninni um eilifa sælu annars heims í hendur þeim, er gæti nefnt honum mann þann, eða menn, er verið hefðu þess valdandi, að hann var tekinn fastur, og settur í varðhald. Og þessi hugsun, sem var orðin svo rótgróin og rík í böfði hans, hefir sjálfsagt verið orsök mjög hjákátlegs viðauka, er hann gerði við erfðaskrá sína. En fyrst verð jeg að skýra yður frá því, að í varðhald- inu hafði Picaud gert Englending einum, sem þar var, töluverðan greiða, og hafði Englendingur þessi, á dánar dægri sínu, gefið Picaud steinhring einn, að mitmsta kosti fimrntíu þúsund franka virðiu „En það lán !u mælti Allut; „fiinmtíu þúsund frank- ar, — það eru skárri auðæfinu. „Þogar Franz Picaud fann dauða sinn nálgast, lét harin kalla á mig, og mælti síðan: „Jeg dey miklu rólegri og ánægðari, ef þér viljið lofa mér því, að upp- fylla síðustu ósk mina; viljið þér lofa mér því?u — „Því lofa jeg yður“, svaraði jeg, „því að jeg er sannfærður um, að þér biðjið mig ekki að gera neitt það, er stríðir gegn guðs eða manna lögum“. — „Nei, ekkert slíkt, því er yður óhætt að trúa. Hlustið nú á, hvað jeg hefi að segja yður, og þá getið þér sjálfur dæmt um, hvort jeg hefi nokkuð íllt í huga. Jeg hefi ekki getað grafizt eptir

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.