Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 17.08.1895, Qupperneq 1

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 17.08.1895, Qupperneq 1
Verð ín-gangsins (minnst 40 arka) 3kr.; í Ameríku 1 doll. Borgist fyrir jnni- mánaðarlok. DJOÐVILJINN UNGI. he: Fjóbði Abgangub. Uppsögn skrifleg ógild nema komin sé til útgef- anda fyrir 30. dag júní- mánaðar. RITSTJÓRI: SKÚLI THORODDSEN. =|s<æg—s- M tiG. ÍSAFIBÐI, 17. ÁGUST. Stjórnarskrármálið. Þingsályktunartillaga sú, sem getið var um í 34. nr. „Þjóðv. ungau þ. á., var óinnig borin upp í efri cleild, og voru þeir nafnarnir J'on Jakobsson, þm. Skag- firðinga, og Jón A. Hjáltálín konung- kjörnir flutningsmenn kennar. — Yið um- ræður þær, sem um tillögu þessa urðu í deildinni, skoraði alþm. Sig. Stefánsson á landshöfðingja, að skýra frá því, að hve miklu leyti stjórnin myndi sinna þessari þingsályktun, og svaraði Magnús þá, að hann gæti ekki mælt með 2 síðari liðum tillögunnar, en lézt á hinn bóginn allt af hafa álitið, að ráðherra Islands ætti ekki að sitja í ríkisráði Dana, og vildi leggja með tillögunni að því leyti. Eins og vita má er „lsafoldu fjarska- lega ánægð með þetta svar landshöfðingja, enda þótt hver maður sjái, að það er álveg þýðingarlaust, þar sem hann tekur það fram berum orðum, að liann sjái sér ákki fært, að mæla með því, sem er aðal- kjarni tillögunnar, að maður mæti af stjornarinnar liálfu á alþingi, er beri á- byrgð gjörða sinna fyrir landsdómi, er skipaður verði hér á landi. Og að hitt fengist, að hætt væri að skýra svo núgildan(ji stjórnarskrá vora, að serstakleg malefni íslands verði ekki rædd í ríkisráði Dana, þá er lítil von um, að mikið skipist við það til batnaðar i stjórnarfari landsins, meðan því fæst ekki broytt, að útlendur og ókunnugur maður, oins og ráðherra íslands nú er, getur á- hrffðarlaust, og eptir tillögum ábyrgðar- luusrar undirtyllu sinnar her a landi, ráðið úrslitum ísl. mála. I efri deild var tillaga þessi þo sam- þykkt með atkvæðum konungkjörinna þingmanna og tveggja þióðkiörinna (Jon Jak. og Þorl. Jónsson). Netnd sú, er skipuð var í stjórnar- skrarmalið í neðri deild, varð ekki á eitt mál sátt; meiri hlutinn (Guðl. Guðin., síra Jens, 01. Br., síra Jón á Stafafelli, Jón Jensson og dr. Valtýr) réð til að samþykkja ekki stjornarskrárfrumvarpið að þessu sinni, heldur aðhyllast þingsá- lyktunartillöguna, bónar-veginn til stjórn- arinnar, en minni hlutinn, Pétur Jónsson, réð til að samþykkja frumvarpið óbreytt; hefir nú frv. þegar gengið gegnum tvær umræður í deildinni, og eru að eins 13 þingmenn því fylgjandi, en 10 hafa greitt atkvæði á móti málinu: hinir 6 ofan nefndu nefndarmenn, Tryggvi Gunnars- son, Jón Þórarinsson, Þorlákur Guðmunds- son og Björn Sigfússon. Líklega má fullyrða, að málið strandi í efri deild, og nái því ekki fram að ganga á þessu þingi. ----<00§gcoo---- Skúlaimiliö á alþingi. i. Það var mikil aðsóknin að áheyrenda- palli efri deildar 26. júlí þ. á., þegar alþrn. Sigurður Stcfánsson í Vigur beindi þeirri fyrirspurn til Magm'isar landshöfðingja Stephensen, fyrir hverjar sakir stjórnin hefði veitt Sk. Thoroddsen lausn frá em- bætti, þrátt fyrir sýknudóm hæztaréttar, og hvers vegna honum hefði verið boðið sýslumannsembættið i Rangárvallasýslu; neðri deildar þingmenn þustu og inn i þingsal efri deildar, til þess að hlíða á umræðurnar, og tjáði það ekki, þó að forseti neðri deildar hringdi í sífellu, til að kveðja þingmenn til sæta sirma; þing- salur neðri deildar varð tómur, svo að forseti neðri deildar varð að gjöra fundar- hlé um hríð. Spyrjandinn, alþm. Sig. Stefánsson, kvað mál þetta þannig vaxið, að það snerti allt landið. Að vísu væri það ekki mikill viðburður, þótt konungur, sam- kvæmt 4. gr. stjórnarskrárinnar, viki em- bættismanni frá embætti; en sú stjórnar- athöfn gæti þó orðið með þeim atburðuin, að alinenningur léti sig hana miklu skipta. Hér stæði þannig á; liér væri af land- stjorninni beitt þeirri aðferð við embætt- ismann, er vera myndi eins dæmi á ís- landi. Þott konungur hafi þau einka réttindi, samkvæmt áðurnefndri stjórnar- i skrár grein, að geta vikið embættismönn- um frá, þá væri þessi einka réttindi bundin við tillögur þeirrar stjórnar, er hann hefði við hlið sér. En hver samvizkusöm stjórn mun telja það mjög varúðarvert, að ráða konungi til slikrar athafnar, nema brýn nauðsyn beri til; og þess vegna sé það tíðasta, að dómstólarnir séu látnir skera úr þvi, hvort embættismaður hafi unnið til embættismissirs, eða ekki; landstjórnin vilji mjög sjaldan taka þann vanda upp á sig. Röggsemi landsstjórnarinnar sé allt annað en víta-verð, þegar hún stjórn- ast af samvizkusemi og réttlæti, en sé það náð eða ónáð, velvild eða óvild, sem ræður afskiptum stjómarinnar í embætta skipun landsins, þá er liætt við, að allur landslýður þykist í stað samvizkusamrar röggsemi sjá gjörræðisfulla hlutdrægni hjá stjórninni, sem hverri stjórn sæmir hið versta, og grefur grundvöllinn undan þvi trausti og virðingu, sem hver stjórn þarf að hafa hjá undirmönnum sínum, ef vel á að fara. Þetta eru almennar at- hugasemdir. Urslitum þessa máls í hæztarétti, var tekið með fögnuði, ekki einungis í ísa- fjarðarsýslyþ heldur um land allt. Menn i ac- glöddust yfir þessum úrslitum af því, að almenningur leit svo á þetta mál, að öll þessi rekistefna gegn Skúla Thoroddsen hefði ekki verið gjörð af neinni brýnni þörf, ekki gjörð til að losa ísfirðinga við óhlutvandan embættismann, ekki gjörð til að forða landsjóði frá fjártjóni. Menn fundu það eins og á sér, að allur þessi málarekstur væri ekki gerður vegna rétt- vtsinnar, þótt hann væri háður í nafni réttvísinnar. Þessi ætlun styrktist og rnjög við það, að yfirboðarar Sk. Th. höfðu gefið honurn glæsileg vottorð fyrir dugnað og reglusemi. Það var að vísu liart fyrir landstjórnina, að almenningur skyldi líta svo á þetta mál, en þvi sorg- legra var það fyrir hana, að hæztiréttur, þessi réttur, sem hún sjálf aldrei fær full-lofað fyrir skarpskyggni og réttdæmi, skyldi staðfesta þetta almennings álit með dómi sínuin, og dómur hans þannig verða áfellisdómur yfir landstjórninni, um leið

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.