Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 23.10.1895, Síða 1

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 23.10.1895, Síða 1
Verð árgangsins (minnst 40 arka) 3 kr.; í Ameriku 1 doll. Borgist fyrir júni- múnaðarlok. DJOÐVILJINN DNGI. FlMMTI ÁE8AN (}US. ~%spg|= RITSTJÓBI: SKÚLI THORODDSEN. -<- TJppsögn skrifleg ógild nema komin sé til útgef- anda fyrir 30. dag júní- múnaðar. M Eimskipa-útgerð landssjóðs. Kaupmannahöfn, 26 sept. 1895. Herra ritstjóri! Jeg lofaði yður að skrifa yður nokkr- ar línur, við vikjandi eimskipa-útgerð lands- sjóðs, og ætla nú að efna heit mitt; en jeg bið yður að virða á betri veg, þótt jeg geti ekki, enn sem komið er, gefið yður neinar ýtarlegar upplýsingar um framkvæmdirnar í þessu inikils varðandi máli; verður því hér að eins drepið á helztu atriðin. Enginn efi virðist vera á því, að lög- in verði staðfest. Stjórnin virðist hafa sannfærzt um, að það muni gjörlogt, að leigja eimskip með þeim skilyrðum, sem lögin ákveða, viðvíkjandi aðal-skipinu. Kaupmenn liafa sýnt málinu mikla velvild, bæði þeir, sem búa á Islandi, og eins hinir, sem eru búsettir hér. Fó- lags-andinn milli kaupmanna virðist vera meiri, en sumir ætla, og það mun ekki verða málinu til fyrirstöðu, þótt farstjóri verði kaupmaður. Ljóst vitni um þetta ^er eimskipaiitgerð þeirra Ásgeirssonar °g Tuliniusar. Erfiðleikar á framkvæmdum málsins eru að vísu ýmsir, en samt er jeg sann- færður um, að þag megi koma fyrirtæki þessu á goðan rekspöl, og að það geti náð tilgangi sínum. Útgerð á skipi, með þeim skilyrðum, sem aðal-skipið er bundið, mun kosta eitthvað nálægt 15,000 kr. mánaðarlega, eptir því tilboði að dæma, sem komið befir fram. Með þvi að þannig lagað skip hefir tiltölulega lítið farmrútn, má, ekki gera ráð fyrir iniklum tekjum af vöruflutningum. En skip þettaa líka aðal- lega að flytja póst og farþega, hafa stutta viðstöðu á höfnum, og sjá um greiðar og goðar samgöngur innan lands og við utlönd. Helzti agnúi á að halda þessu skipi úti, er hinn mikli kostnaður. Þetta er viðvíkjandi aðal-skipinu; en þágefa lögin hmmild til að leigja auka- • skip, og því ltemur til mála, bvort ekki muni hyggilegt, að nota þetta loyfi þann- ÍSAFIBÐI, 23. OKT. ig, að leigt sé ódýrara skip um þann tíma ársins, sem ekki virðist vera eins mikil þörf á dýru skipi. Skip, sem er lítið eitt liraðskreiðara, en „Thyra“, mun kosta um 8,500 kr. á mánuði. Það á ekki að koma við á Færeyjum, og getur því farið frá Skotlandi til Islands á 4 dögum, og er þetta strax inikil bót frá því, sem nú er. Það getur fengið mikl- ar tekjur af vöruflutningum, og ef ferð- um þess er vel fyrir komið, má vel nota það til mannflutninga, einkum fyrir sjó- menn og kaupafólk, sem aðallega gjörir þær kröfur, að farið sé ódýrt, tíininn hentugur, og sem færstir viðkomustaðir á leiðinni. Nú ætlar líka hið sameinaða gufu- skipa-fólag að verða all-harður keppi- nautur vor, og þá er enn meiri ástæða til, að fara gætilega af stað, og sjá urn, að fyrirkomulagið verði sern hagfelldast. Það sýnist vera áhættuminnst, að halda dýrara skipinu úti sem stytzt, þó ekki minna, en 4 mánuði, og loigja fjmst um sinn ódýrara aukaskip um hinn tíma ársins. Þá kemur til greina, hve mikinn hluta vetrarins skuli halda ferðum uppi. Sameinaða gufuskipafélagið ætlar ekki að hafa neitt skip í förum kringum land- ið næsta ár, fyr en i maímánuði; það er því sjálfsagt, að senda skip kringum landið í rnarz, og aðra ferð í apríl. — En efasamt er, livort rétt só að heimta ferðir á landssjóðskostnað frá nóvember til febrúarmánaðar.. Gufuskipafélagið fær 40,000 kr. um árið fyrir póstflutning til íslands, og þá peninga mun eimskip landsins ekki geta náð í. En ef nú landssjóður fyrir sinn reikning sér um greiðar samgöngut' á öllum öðrum tnnum ársins, þá ættum vér að geta krafizt þess af gufuskipafélaginu, að þacf eiit sjái um góða póstflutninga til ís- lands, að eins urn há-veturinn, fyrst það fær svona rnikirm styrk, einmitt til póst- flutninga. Eins og jeg hefl áður tekið fram, liefi jog að ©ins getið helztu atriða málsins. 1805. Jeg hefi að eins dvalið hér í 6 daga, og get því ekki að svo stöddu skýrt ná- kvæmar frá, hvernig öllu þessu verður fyrir komið, þegar til framkvæmdanna kemur. Jeg hefi þegar fengið margar bendingar, og ýmsar kröfur hafa komið til mín, viðvíkjandi útgerðinni, og skal jeg reyna, að taka tillit til þeirra, að svo miklu leyti, sem frekast er unnt. Með kærri kveðju virðingarfyllst D. Thomsen. -----íOO^OOC--- Frá vit.löníliim eru síðustu út- lendu blöðin venju fremur tíðinda-litil, því að naumast verður það til tíðinda talið, þó að róstugt sé enn á sumum stöðum i hinu víðlenda riki keisarans í Kína; slíkt hefir þar löngum við brurmið, en þó orðið brögð að því með meira rnóti síðustu mánuðina, og hefir það eink- um komið hart niður á ýmsurn kristni- boðum og útlendingum, sem bólfestu hafa í Kína, því að hatrið til allra útlendinga hefir magnazt mjög, síðan Kínverjar fóru ófarirnar fyrir Japansinönnum; sagt er og, að stjórnin í Kína hafi litið að gjört, til þess að refsa þeim, er drepið liafa kristniboða eða aðra útlendinga, og að keisarinn sjálfur, og hirð hans í Peking, hafi miklu fremur æst lýðinn, eða hvatt til þess, að uppræta allt „útlenda íllgres- ið“ í Kina. — Af öllu þessu er nú svo komið, að Evrópumönnum þykir sér eigi vera vært í Kína, nema stórveldin sker- ist í leikinn, og hafa því Bretar sent herskip nokkur áleiðis þangað austur, til þess að skjóta Kínverjum skelk í bringu. Frakkar og Rússar treysta æ betur og betur vináttu-samninga sína, og er af ráðið, að Felix Faure, forseti frakk- neska lýðveldisins, bregði sór í haust til Rússlands, til þess að vera við hátíðlega krýningu Nikulásar keisara í Moskva; ætlar hann að fara sjóveg báðar leiðir, til þess að þurfa ekki að koma við í Þýzkalandi, og er mikið talað um þetta fyrirhugaða ferðalag forsetans í útlend- r um blöðum.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.