Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 21.03.1896, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 21.03.1896, Blaðsíða 3
Þjóðviljinn ungi. 79 V, 20. ýmsra helztu kauptúna landsins, til þess að gera hlindum og sjóndöprum hægra fyrir, að sækja hann að ráðum, og veitti alþingi fé nokkurt 1 þessu skyni. Ferðalagi þessu hefir nú hr Björn Ölalsson átormað að haga þannig, að hann fer af stað úr Rvik með „Vestu“ 30. apríl næstk., og dvelur hér á ísafirði, unz „Laura“ fer héðan suður 7., maí; og i arlnan stað fer hann með „Vestu“ 11. júni suður um land til Seyðisfjarðar, og þaðan aptur með „Botníu“ 27. júní. Fisklskip strandar. Fiskiskútan „Sturla“, eign Sturlu kaupmanns Jónssonar í Reykjavík, rakst á sker fram undan Alptanesi, og varð að strandi. Skipið var keypt i Englandi i fyrra fyrir 12 þús. krónur, en var nú í sjó-ábyrgð fýrir 9 þús. krónur. Sýslufundur Isíirðinga. Eins og getið var um í siðasta nr. blaðs vors hélt sýslunefndin i Isafjarðar- sýslu aðal-fund sinn hér í kaupstaðnum 5.—7. þ. m., og voru þessi helztu mál- in, er nefndin hafði til meðferðar: I. Sveitaverzlun. Ekki voru það færri en ti umsóknarbréf um sveitaverzlunar- leyfi, sem sýslunefndinni bárust að þessu sinni, og synjaði nefndin þeim öllum*, með þvi að hún mun hafa litið svo á, að sveitaverzlanir þessar myndu flestar, '—ef þær kæmust á fót—, að eins verða eins konar útibú kaupmanna, auka blaut- fiskssölu, og annað ráðleysi ýmsra hér- aðsbúa í verzlunarsökunum, sem naumast þykir þó bætandi á. II. Pbstferðir. Sýslunefndin taldi æskilegt, að á póstferðunum hér innan ’sýslu væru gjörðar þessar breytingar: að aukapóstur sé látinn ganga frá Hesteyri að Höfn við Horn, eptir komu aukapóstsins frá ísafirði til Hest- eyrar, : að aukapóstur sá, er nú gengur frá Arngerðareyri að Melgraseyri, verði látinn ganga alla leið að Snæfjöllum, að aukapóstur sé látinn ganga frá Þing- eyri að Hrauni í Keldudal, eptir komu ankapóstsins frá Isafirði að Þingeyri, uð aukapóstur sé látinn ganga frá Holti ytír Valþjófsdal, út á Ingjalds- sand, eptir komn aukapóstsins frá Ísa- firði að Holti, og að aukapósturinn frá ísafirði að Botni i Súgandafirði só látinn ganga að Botni í hvert skipti, eptir kouiu aðalpóstsins tjl ísafjarðar. III. Fiskiveiðamál. Út af tillögum, 'f!r sýslunefndinni bárust, um ýmsar breyt- *) TJmsækenduvnir voru; Jón bóndi Ein- arsson á Garðstöúum, hreppstjóri G. A. Eiríks- Hon á borfinnsstöðUui, Hálfdán bóndi Örnólfsson j Meirihlið, Guðm. bóndi Rósinkarsson i Æðey, Guðm. H. Finnbjörnsson, bóndi k Sæbóli, og búsmaður Betúel Betúelsson í Höfn. ingar á fiskiveiðasamþykkt þeirri, er nú gildir i norður-hluta Isafjarðarsýslu, á- lyktaði sýslunefndin, að skipa 5 manna nefnd, til þess að ihuga, hvaða breyting- ar á sainþykktinni kynnu að vera æski- legar, og skyldi nefnd þessi hafa lokið því starfi sínu fyrir næsta aðal-fund sýslu- nefndarinnar. I nefnd þessa voru kosn- ir: Sig. Stefánsson, Árni Sveinsson, Guðm. Sveinsson i Hnifsdal, Jón Guð- mundsson í Eyrardal og Guðm. Rósin- karsson í Æðey*. Nokkrir menn i Dýrafirði og í Önund- arfirði liöfðu og óskað, að gjörð væri samþykkt um fiskiveiðar á opnum bát- um þar vestra, en sýslunefndin áleit rétt, að mál það biði, unz sýsluskiptingin er komin i kring. IV. I stjórn „styrktarsjóðs handa ekkjum og börnum Isfirðinga, er i sjó drukkna11, vóru endurkosnir: A. {3yeins- son, Sig. Stefánsson og Skúli Thoroddsen. V. Skip un lœknah <raðanna. Am tin að- ur hafði með bréfi 2. jan. þ. á, leitað álits sýslunefndarinnar urn breytingar á lækna-skipuninni, og samþykkt.i því sýslu- nefndin að lýsa því yfir, að henni gæti ekki hugkvæmzt, að neinar breytingar á rmverandi skipun lækna-héraðanna hér í sýslu gæti verið til bóta, nema því að eins, að fjölgað sé læknuin; en til þess að læknaskipunin í sýslunni verði svo, að vel megi við una, þá sé rétt, að skipta sýslunni i 5 lækna-héruð þannig: Fyrsta héraðið nái yfir Auðkúlu-, Þingeyrar- og Mýra-hreppa, með bústað á Þingeyri. Annað héraðið nái yfir Mosvalla- og Suðureyrar-hreppa, með bústað á Flateyri. Þriðja héraðið nái yfir ísafjarðarkaup- stað, Eyrar-, Hóls- og Súðavikur-hreppa, með bústað á Isafirði. Fjórða héraðið nái yfir Ögur-, Nauteyr- ár-, Reykjarfjarðar- og Snæfjalla-hreppa, með bústað utarlega á Langadalsströnd. Fimmta héraðið nái yfir Grunnavikur- og Sléttu-hreppa, með bústað á Hesteyri. VI. Ishús. Hnifsdælingar sóttu um styrk.úr sýslusjóði til íshúss-byggingar, en sýslunefndin áleit, að auðvelt. hlyti að vera, að fá nægilegt, fé til jafn þarf- legs og ábatavænlegs fyrirtækis á annan hátt, og synjaði þvi um styrkinn. VII. Styrkur til lindindis. Bindind- isfélagið „Dagsbrún14 á Isafirði liafði sótt ura 400 kr. styrk úr sýslusjóði til bygg- ingar fundarhúss, og veitti sýslunefndin félaginu 50 kr. í þessu skyni. VIII. Gufuhátsferðir um lsafjarðar- *) Æskilegt væri, aó nefnd þessi lyki störf- utn sínum sem allra fyrst, svo að mönnum gæfist kostur á, að ihuga tillögur hennar som rækilegast, og það því fremur sem margir munu nú þegar gefa nefndinni töluvert liornauga Ritstj. djúp. Á sýslufundinum kom fram tillaga um það, að reyna að fá gufubátsferðir um ísafjarðardjúp, ef gufubátsferðir í Vestfirðinga fjórðungi ekki kæmust á í ár, og samþykkti sýslunefndin í því skyni: 1. að sýslunefndin kjósi 3 menn með ó- takmörkuðu umboði til þess, ef ekki verður af hinum fyrirhuguðu amts- gufubátsferðum þetta ár, að seraja við kaupmann Arna JónSson um ferðir, fárgjöld og flutningseyri, og annað er að gufubátsferðum um Djúpið lýtur. 2. að sýslunefndin veiti Arna Jónssyni 800 kr. úr sýslusjóði yfirstandandi ár, ef samningar komast á um ferðir þessar. 3. að sýslunefndin fari þess á leit, að fá svo mikinn styrk, sem unnt er, af fé því, sem á nú gildandi fjárlögum er veitt til gufubátsferða í Vestfirðinga fjórðungi, til þessara ferða um Djiipið, og skal allur sá styrkur, er væntan- lega fæst úr landssjóðnum, ganga til Árna Jónssonar með sömu skilyrðum, eins og áður er greint. í nefnd þá, er getur um undir 1. tölul. kaus sýslunefndin síðan: Guðm. Sveinsson, Sig. Stefánsson og Sig. Briem. IX. Jiefareiðar. Ut af þar að lútandi fyrirspurn Amtmanns, lýsti sýslunefndin því yfir, að lienni ekki gætu hugkvæmzt neinar heppilegri ráðstafanir, eða aðferð, til eyðingar refum í ísafjarðarsýslu, en refaveiðareglugjörð sýslunnar til tekur. X. Enyinn fjárkláði. Út af fyrir- spurn Amtmanns i bréfi 28. jan. þ. á., Viðvíkjandi þvi, hvaða ráðstafanir sýslu- nefndin áliti, að gera þyrfti gegn fjár- kláða, lét sýslunefndin það álit í ljósi, að bezt væri að spara sér allar slíkar ráðstafanir, með þvi að fjárkláði muni ekki eiga sér stað hér í sýslu. XI. Styrlmr til dyralœknis. Sarn- kvæmt beiðni frá Hólmyeiri Jenssyni frá Tiingu í Önundarfirði, sem dvalið hefir i Noregi í vetur, til þess að kynna sér dýralækningar, samþykkti sýslunefndin að veita honutn 100 kr. styrk úr sýslu- sjóði til framhalds námi. XII. Ný yfirsetukrenna lu'ruð. Sam- þykkt var að skipta Grunnavíkurhreppi í 2 yfirsetukvenna héruð, og ráði Skorar- heiði takmörkunum. — Nýtt yfirsetu- hérað skal og stofnað vestra, er nái yfir Ingjaldssand í Mýrahreppi, Mosdal og Valþjófsdal i Mosvallahreppi. XIII. Veyabœtur. Til vegabóta veitti sýslunefndin alls 2350 kr., og eiga 850 kr. af þeirri upphæð að ganga til sýslu- vegariris á Breiðadalsheiði, 200 kr. til Rafnseyrarheiðar og 150 kr. til Gemlu- fallsheiðar, en hitt er biitað niður milli hreppanna, samkvæmt „hreppa-politík- inni“ gömlu, að hver hreppur vill endi- lega reyna, að krækja sér í eitthvað. XIV. Aloyurnar vaxa. í fyrra var jafnað niður til sýsluþarfa 1508 kr. 38 a., en í ár verður niðurjöfnunar-gjaldið 2529 kr. 40 a., eða 40 aurar á hundraðið.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.