Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 30.11.1896, Blaðsíða 1
P J 01) V1 L JI iN N
.......~|=' SjÖTTI ÍBBANÖlIE. E
___.f X:xc\ RITSTJÓRI: SKÚLI THORODDSEN. —<-
M G. | IsAFIKÐI, 30. NÓV.
Verð árgangsins (minnst 1
40 arka) 31tr.: í Ameriku i
1 doll. Borgist fyrir júní- ’
rnánaðarlok. ,
Uppsögn skrifleg ógiid
nema komin sé til útgel-
anda fyrir 30. dag júní-
mánaðar.
1«>6
Politiskar horfur.
Um xt/jórnarskipunarmáU:) má með
sanni segja, að það eigi, og liljóti, að
vera eitt af þjóðarinnar aðal-málum, með
því að hagfelld stjórnarskipun er hvívetna
aðal-skilyrði þess, að þjóðirnar geti veru-
legum framförum tekið, enda sýnir og
sagan, að ýmsar þjóðir hafa, fyr og síðar,
lagt fyrir það líf og blóð í sölurnar, að
fá að ráða sér sjálfar.
En því er ver og miður, að hér á
landi er nú svo komið, að stjúrnarskip-
unarmálið er orðið eitt af þjóðarinnar
vandrœðamálum, að vér ekki segjum eitt
af hennar rifrildis-málum.
Þetta stafar af hviklyndi því, sem
Islendingar hafa sýnt i þessu rnáli, og
bent var á í síðasta blaði.
En þar sem við jafn ramman er reipi
að draga, eins og við mótspyrnu dönsku
stjórnarinnar i máli þessu, þar er allur
styrkur Islendinga i því fólginn, að vera
samtaka, sýna staðfestu og þolgæði.
Það er og óliklegt, að þeir séu marg-
ir, sem ekki sjá, að þetta er eina leiðin,
sem liggur til sigurs.
En hvar af kemur þá hringlið og
festuleysið, sem einkennt heíir þessa sið-
ari stjórnarskrárbaráttu íslendinga?
Aðallega af því, að einmitt i þessu
máli eru freistingarnar til þess, að ganga
liinn breiða veginn, margfalt meiri, en i
nokkru öðru ináli.
Það er ekkert mál, sem dönsku stjórn-
inni hefir verið eins mein-ílla við, eins
°g við sjálfstjórnarkröfur íslendinga.
Hún hefir frá-fyrstu bitið sig fasta
* það, að ísland sé „óaðskiljanlegur hluti
úanaveldis“, og spunnið út úr þrí sinn
alkunna alríkisfjötur, en lokað aptur
augunum fyrir liinu, sem Danir hafa þó
sjálfir viðurkennt með stöðulögunum frá
2-jan. 1871, að land vort hefir „sérstakleg
landsréttindi“.
Og það er venjan, að þeir, semfinna
það með sjálfum sér, að þeir fótum troða
rettinn, þeim er ekkert meinlegra gert,
en að veia minntir á þá rangsleitni sína.
Af þessu kemur það, að stjórninni
hættir til að skoða þá alla, sem féndur
sína, er frarnarlega standa í sjálfstjórnar-
baráttu vorri; en hitt eru í hennar aug-
um góðu börnin, sem hjálpa henni til
þess, að kyrkja allar sjálfstjórnar raddir.
Fyrir því er það og sjálfsagði vegur-
inn allra þeirra Islendinga, er komast
vilja til hárra valda, að draga taum Dana-
stjórnar í þessu máli, og berjast af alefli
gegn sjálfsforræði þjóðar sinnar, til þess
að geta þvi betur fullnægt sjálfra sinna
hagsmunum og metorða-fýsn.
Það er að vísu ófagurt þetta; en sein-
ast mun þó stjórnina dönsku vanta slíka
„speculanta“.
Það er og því rniður sízt fjarri sanni,
þótt sagt sé, að það sé þjóðin sjálf, sem
ali slíka pilta upp í hræsninni og háð-
unginni.
Eða er það ekki vaninn, þegar einhver
hefir „hræsnað sig upp“ verulega hátt,
að þá eru óðara allir hattar djúpt á lopti,
og vantar jafn vel minnst á, að sumir
fari að tilbiðja hann, í stað þess að þjóð-
in ætti að sýna það í verkinu, að hún
fyrirlítur þess háttar háttsemi, og metur
þá alla sína verstu féndur, er gera sér
þannig mat úr hennar neyð.
Á alþingi voru er optast tneiri hluti
þingmannanna embættismanna stóttar,
og þar sem það er opinber leyndardómur,
að embættisveitingar ganga hór á landi
meira eptir öðru, en verðleikunum, og
að stjórninni er þar á ofan i lófa lagið,
að reka þá frá embætti og atvinnu, ef
henni svo þóknast, þá má geta nærri,
hve tryggt slíkt lið muni til framsókn-
arinnar, ef eitthvað reynir á.
Auðvitað eiga hór langt frá allir em-
bættismenn á þingi sammerkt mál, og
sérstaklega má geta þess prestastétt vorri
til hróss, að úr þeirri stétt hofir þingið,
fyr og síðar, eignazt ýmsa nýta og ein-
arða þingmenn*; en um embættismanna-
*) Um ýmsa presta vora er það þó kunnugt,
að þeir kafa verið veikari á svellinu, er þeir
hafa sútt um brauð, og ekki örgrant, að stjórn-
arskrármálið hafi orðið að kenna á því.
flokkinn og embættismannaefnin í Reykja-
vik, og um verzlegu embættismennina
yfir höfuð, verður þetta þvi miður rniklu
síður sagt, enda standa þeir og áhrifum
landstjórnarinnar nær, og eiga meira
undir henni, en prestarnir.
Og eptir embættismönnunum sniða
svo margir bændanna sér stakkinn á þingi,
enda eru og einnig freistingarnar fyrir þá
margvíslegar, einn vill ná í umboðs-
mennsku, annar þarf að eiga vingott við
bankann eða viðlagasjóðinn o. s. frv.; og
yfir höfuð er margri snörunni fyrir þá
varpað i heimboðum höfðingjanna, þegar
atkvæðis þeirra þarf til einhverra hluta.
Yfir höfuð er það Islendinga mesta
mein, hve mjög þá vantar sjálfstæða og
fjárhagslega óháða menn.
Fyrir því veitir hinni útlendu yfir-
stjórn landsins, og útsendurum hennar,
auðveldara, en ella, að koma sér við, og
gera politiska lífið hór á landi meira og
minna sjúkt eða rotið.
En vonandi er, að úr þessu rætist
með timanum, og að bændastótt vor geti
lagt til marga sjálfstæða og einarða menn,
sem og einnig iðnaðarmanna- og verzl-
unarmanna-stéttin, ef þessi siðarnefnda
stótt yrði innlendari, og islenzkari i anda,
en nú. (Meira.)
----Cv>0g§000--
Yíirgangur botnYörpumanna.
FvirLclnrlaívlcI i Njarövilt.
Aunilos-t svar l ;i nd sliö í'ö i nirj a.
Vandasamur valdsmanns-sess.
Út af lagabrotum og yfirgangi enskra
botnvörpumanna, sem farið hefir að von-
um stórum vaxandi, eins og blað þetta
hefir frá skýrt, eptir að yfirgangs-segg-
irnir liafa orðið þess vísari, live hrædd,
eða að mirmsta kosti afskipta- og að-
gjörða-laus, yfirvöld vor eru, héldu íbúar
þriggja syðstu hreppanna i (xullbringu-
sýslu fund i Njarðvik 4 okt. síðastl.
Á fundi þessum mættu lielztu menn
úr nefndum þrem hreppum, og geta menn
nokkuð ráðið i það, hvernig mönnum þar
’ syðra muni vera innan brjósts, þar sem