Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 30.11.1896, Blaðsíða 2
22
Þjóðviljinn unui.
VI, 6.
þeir á fundinum voru allir sammála um
að samþykkja þá yfirlýsingu, að:
„svo framarlega sem botnverpingar
héldu næsta ár áfram sinni skaðvænu
og eyðileggjandi veiðiaðferð hér í fió-
anum, myndu all-margir innbúar þessara
þriggja suðurhreppa leitast við að losa
sig héðan, og flýja í önnur bjargvæn-
legri héruð landsins, eða jafn vel tii
annara landa, þangað sem stjórnirnar
hafa bæði vilja og mátt, til að vernda
rétt og atvinnuveg þegna sinna“.
Þá kaus og fundurinn þriggja manna
nefnd*, til þess að fara á fund landshöfð-
ingja, og taidi fundurinn ttltækilegast,
að landshöfðingi tækist „sjálfur ferð á
hendur til útlanda, ef ske kynnni, að
hann(!) þar, með framkomu sinni, gæti
haft þau áhrif á þing eða stjórn. að máli
þessu yrði komið í vænlegra horP.
Loks komu og á furriinum fram
ýmsar raddir í þá átt, að skrifa sýslu-
manninum í Gullbringusýslu „vanþókn-
unar- og vantrausts-yfirlýsingu frá fund-
inum, rit af hirðuleysi því, er hann hefði
sýnt i málinu“, og sumir vildu jafn vel
skora á hann, að afsala sér þeim embætt-
is-störfum, með þvi að hann væri „ekki
þeirn valdmanns hæfilegleikum gæddur,
sem þeir embættismenn þurfa að hafa,
er meðhöndla slík lagabrot“; en með því
það upplýstist á fundinum, að sýslu-
maður hefði þegar áður verið kærður
fyrir aratmanni, út af afskiptaleysi sinu,
létu fundarmennirnir við það sitja að
sinni. — —
Fyrir menn, sem þekkja, hve rík og
rótgróin landshöfðingja-dýrkunin hefir að
undan förnu verið hjá mörgum þar suð-
ur með sjónum, er yfirlýsing fundarins
urn „vilja- og getu-leysi“ stjórnarinnar,
til að „vernda rétt og atvinnuveg þegna
sinna“, sannarlega ljósasta sönnunin, sem
hægt var að fá, fyrir því, nðalmenningi
hafi í meira lagi verið farið að hitna, og
er slíkt auðvitað síður en ekki furða,
þegar menn sjá lög og rétt fótum troðið,
og atvinnu sinni þar með stofnað í ber-
sýnilegan voða.
En þar sem það eru aðgjörðir stjórn-
arinnar sjálfrar. sekta-eptirgjöfin, og sam-
hliða henni hið heimildarlausa og kát-
broslega sarnningamakk Mar/nmar Stepli-
enrens við fiotaforingjann enska, sem
gjört hafa botnvörpumennina svo uppi-
vöðslumikla, þá var naumast við því að
búast, að inikið yrði á sendiförinni til
landshöfðingja að græða.
Svar hans til sendinefndarinnar var
og yfir höfuð eitthvað hið anmlegasta,
sem hægt var að hugsa sér af manni í
hans stöðu.
Hvað utanför sina snerti, játaði lands-
*) í sendinefnd þessari voru þeir alþingis-
mennirnir síra Jens PAlsson og Jón Þórarinsson
og hreppstjóri Jón Breiðfjörð á Brunnastöðum.
höfðingi þannig hreinskilnislega, að það
væri sér ofætlun, að koma þar nokkru
til leiðar, og lét jafn vel liggja að því,
að stjórn Breta myndi eigi veita sér
viðtalf!)
Að öðru leyti var og ekki einu sinni
því að heilsa, að hann lofaði að leggja
fyrir lögreglustjórann, að rannsaka kær-
urnar, og framfylgja lögunum.
Nei, hið eina, sem hann lofaði að gera,
var að leggja orð að því við stjórnina
dönsku, að danska herskipið „Heimdallur“
væri látið koma hér til landsins nokkru
fyr að ári, en í ár.
En hvað skyldi það herskip annars
hafa að gera, þar sem stjórnin sýnist að
vera gengin í lið með lögbrotsmönnunum,
svo að lögreglustjórarnir skirrast við, að
beita gegn þeim lögunum? — -— —
Þær miður góðgjarnlegu tillögur í
garð sýslumannsins í Gullbringusýslu, sem
fram komu á Njarðvíkur fundinurn, virð-
ast og eigi hafa komið sem réttilegast
niður.
Þær eru því svipaðastar, að vilja hafa
„býtti á bakara og smið“.
Að sýslumaðurinn i Gullbringusýslu
eigi hefir sinnt kæruin sýslubúa sinna,
út af lögbrotum botnvörpuveiðaranna,
stafar sem sé óefað af botnvörpusanm-
ings-makki Magnúsar Stephensens.
Og þó að sýslumaóur þessi hefði að
vísu átt að meta það meira, að fara
eptir lögunum, og gæta skyldu sinnar
þeim samkvæmt, þá má þvi ekki gleyma,
að valdsmannsstaðan er 'Tandasöm, og
að fyrir embættismenn í jafn hárri stöðu,
eins og sýslumanns-staðan er, er það ein-
att áhættuminna, að geðjast vilja yfir-
boðara sinna, en að anza kærum al-
mennings.
Landshöfðingja þarf það að líkind-
um aldrei að kosta, nema ör-fáar lín-
ur, að rægja þá frá embættinu, ef honum
svo þóknast; en setið geta þeir í embætt-
unum, rólega og notalega, hvað sem
almenningur segir.
Og slikt er þó ætíð nokkur afsökun,
þótt eigi sé það einhlitt til réttlætingar.
----ooo^coc------
'Talari'íli vottur þess, hve Vestur-
land er að ýmsu leyti haft út undan
hjá fjárveitingavaldi landsins, sýnist mér
það vera, að jafn örðugur fjallvegur, eins
og Þorskafjarðarheiði, skuli enn vera o-
varðaður, enda þótt heiði þessi sé á aðal-
póstleið. Má því opt og einatt telja það
lífsháska, að fara hana á vetrum, og
mesta mildi, að ekki skuli opt hljótast
slys af þessu skeytingarleysi fjárveitinga-
valdsins. Sýnist mér því mál til komið,
að sýslunefndirnar í ísafjarðar- Barðastrand-
ar- og Stranda-sýslum taki nú rögg á sig,
og beini svo alvarlegum áskorunum til
þings og stjórnar um þetta nauðsynjamál, að
ekki verði daufheyrzt við. — Hét eg því,
er eg átti síðast ferð um heiði þessa, að
vekja máls á þessu í einhverju blaði, og
bið eg yður því, lir. ritstjóri, að ljá lín-
um þessum rúm í yðar heiðraða blaði.
Ferðálangur.
oOO^COo ■ ■
„Grettisljóð44. Eins og mörg-
um Islendingum mun kunnugt hefir
skáldið síra Matth '/as Jodmmsson ort kvæði,
út af ýmsum helztu atburðum í Grettis
sögu Ásmundarsonar, og hefir hann selt
ritstjóra blaðs þessa fyrsta forlagsréttinn
dð kvæðum þessum. — Verða þau alls
um 12—13 arkir prentaðar, og er áform-
að, að þau komi fyrir almennings sjónir
á næstk. vori.
----------
Dýrflflr9i ‘21- nóv. ’9fi: „Nú er yíir höfuð
mjög óstöðug tíð, og vindasöm, slæmt á jörð og
kfreði; lítur ekki vel út, ef þessu fer fram, því
bæði voru hey hjk mörgum Jítil í sumar, og
verst. að þau hröktust svo mjög, enda berflest-
um saman um, að þau séu kraptlaus, og slæm
til fóðurs og mjólkur. — 16 ær drápust á Höfða,
og f Hjarðardalsþorpinu, dagana 27.—28. okt.;
féð lá alls staðar úti, og hafði komizt á næt-
urnar ofan f oddann, og jetið hvalinn, sem þar
er; þá var brugðið við, og hýst, — en um sein-
an —, enda tók þá fyrir fjárdauðann. — Kom
þar fram enn ný sönnun, hvað þeir eru að verja,
sem berja það fram blákalt, að þessi úldni hval-
ur sé ekki skaðlegtir skepnum, sem jeta hann,
og hvaða góðverk þeir voru að vinna, er söfn-
uðu áskrifendum til þess, að alþingislögin eldid
um hvalleifai nar voru ekki staðfest, og löggjaf-
arvaldi landsins þar með misboðið11.
Sléttidireppi 13. nóv. ’i)6: „Mikið óhagræði
gerir það almenningi hér um pláss, að saltskip
kaupfélagsins kom hér ekki í haust, þar sem
allir höfðu reitt sig á það, og stóðu því uppi
saltlausir, er þetta brást, en neyðarkostir að
knýja á dyr Hesteyrarverzlunarinnar, og vera
svo bundinn þar við borð. — Hér hefir áður
komið til mála, að fá hór löggiltan verzlunar-
stað, og er vonandi, að menn geri nú alvöru úr
því, að undirbúa mál það sem rækilegast fyrir
næsta þing, þvf að ólíklegt er, að útlend sjó-
ábyrgðarfélög yrðu þá eins hrædd við að tryggja
skip á Aðalvík, eins og sag-t er nú, enda vita
það allir kunnugir, að hér á Víkinni er mjög
góð skipalega, og óvíða mun meiri þörf ágreið-
um aðflutningum, en i þessu afskekkta útkjálka-
héraði“.
>1 ;i n n;i lát.
Látinn er 3. f. m. John Coghill, sern
mörgum íslendingum er að góðu kunnur,
með því að hann stóð íýrir fjárkaupum
R. Slímon’s hér á landi í nálega 30 ár,
Og flutti þannig árlega stórfé inn í land-
ið, með því að hann borgaði allt i pen-