Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 04.12.1897, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 04.12.1897, Blaðsíða 2
42 Þjóðviljinn ungi. „0!“ svaraði hann, og yppti öxlum „eittlivað fjarska lítilfjörlegt, sem yður myndi aldrei detta í hug, að geta upp á; það er um notkun vatns- gufunnar". Jeg fór að hiœgja, og hélt þá leið- sögumaður okkar áfram: „Þessi maður heitir Salomnn de Caus, og kom hingað frá Normandiin fyrir 4 árum, til þess að sýna kónginum þessa uppfundningu sina, en kardínálinn visaði þessum vitlausa manni burtu, án þess hann fengi áheyrn. — En Salomon þessi lét nú ekki hugfallast fyrir það, heldur elti hann kardínálann á rönd- um, svo að hann varð loksins svo dauðþreyttur á vitleysunni úr honum, að liann lét setja liann á Bicótre, og þar hefír hann nii setið í 3 '/2 ár“. — Worcester lávarði var fylgt til klefa hans, og kom hann þaðan aptur mjög hugsandi, og sagði: „Vissulega er hann vitskertur nú; ógœfan og fangaklefinn hafa breytt skynsemi hans; en fyrir það hvílir áhyrgðin á yðar þjóð, því að þegar þér settuð þenna mann í klefann, hafíð þér svipt mesta hugvitsmann aldarinnar frelsi sinu“. Arið 1663, eða 22 árum eptir að þetta gjörð- ist, lýsir Worcester lávarður í riti sínu „Century of Inventions" (Uppfundninga-öldin) guíuvél, sem hann sjálfur hafði fundið upp. Arið 1681 kom uppfundning Papin’s til sög- unnar, og gufuvél Savery’s var gjörð árið 1098; og loks var það árið 1712, sem Thornas Newcomen hjó til gufuvél sina, sem notuð var í meira en öld, og frá þvi ári reikna menn upphaf gufu- aldarinnar. Gull úr' silfri. Maður einn í New York, dr. Stephan H. Emmens, hefír ný skeð fundið upp aðferð til þess, að búa til gull úr silfri; en sá er ókosturinn á, að aðferð þessi er sögð svo kostnaðarsöm, að uppfundning þessi geti ekki orðið að liði. Grafnir lifandi. í Ternowsky í héraðinu Tíraspol í landareign Rússa hefir myndazt trú- flokkur einn, er telur það guði þóknaniegt, að leggja á sig ýmis konar pínslir og kvalir, og hafa nokkrir safnaðarmeðlimirnir meðal annars fundið upp á því, að láta múra sig inn í veggi, eða grafa sig lifandi. — Rússneska stjórnin hefir nú skorizt í málið, og er mælt, að 30—40 manns hafi fyrirfarið sér á þenna hátt. „Níhilistar“ hafa þeir þingmenn vorir einu nafni verið nefndir, sem öndverðir risu gegn stjórnarskrárumhótunum 4 síðasta þingi. — Orð- ið „níhilisti" er dregið af latneska orðinu „nihil“, sem þýðir „ekkert“, og felst því í „níhilista“- nafninu sú politiska stefna þessara þingmanna, að þeir vilja í raun og veru engar stjórnarskrár- hreytingar hafa. A Rússlandi hefir „níhilista“-nafnið, sem kunnugt er, verið haft í allt annari merkingu, um mjög svæsinn byltingaflokk, og hafa þeir flokksbræður á íslenzku máli stundum verið kallaðar „gjöreyðendur11, og er þó sú þýðing mjög óheppileg. En í þessari rússnesku merkingu hefir auð- vitað engum komið til hugar, að kalla isl. þing- mennina „níhilista", heldur að eins í ofan greindri merkingu. ------------ ísafirði 4. dec. ’97. Tíðarfar einkar óstöðugt og veðrasamt, ýmist norðangarður eða suðvestan ofsaveður. Sjálfsmorð 25. f. m. hengdi sig maður -í fjárliúsi í Minnihlíð i Bolungarvík. — Mað- ur þessi liét Magnús Jónsson, tæpra 19 ára að aldri, og var ijármaður hjáBjarna bóndaMagn- ússyni i Minnihlið. Strákapör og óknjttir. Hér i kaupstaðnum hefir i vetur mjög verið kvartað undan ýmis konar óknyttum og gi-ipdeildum, sem framið er á næturþeli, og er vonandi, að lögreglú- stjórninni takist sem fyrst að komast fyrir, hverjir að þessu eru valdir, svo að kaupstaður- inn verði friðaður fyrir þeim óþjóðalýð. Skipafregnir. Gufuskipið „Pervie“, skip- stjóri E. Rasmussen, lagði af stað héðan til útlanda 30. f. m., fermt fiski frá verzlun Á Ásgeirssonar. Sáma dag sigldi héðan seglskipið „Asta“, skipstjóri Petersen, með fisk frá Leonh. Tang’s verzlun, consul H. S. Bjarnarson o. fl. Kvefþyngsli mikil ganga hér vestra um þessar mundir, og stafa að líkindum af hinum sífelldu ofsaveðrum og umhleypingum. Hitt og þetta. Nýlega var maður tekinn fastur í Chicago fyrir fjölkvæni; hann átti 6 konur, og hafði 6 heimili, með þvi að engin konan vissi afhinni. — Þégar hann var tekinn fastur, komst það og upp, að hann stóð i bréfaskiptum við ýmsar ungar stúlkur, sem hann ætlaði sór að eiga. Pjölkvænismann þenna hefir nú annar mað- ur fengið lausan úr varðhaldi um stund, gegn all-mikilli ijáráhyrgð, og ferðast með hann, og sýnir hann í ýmsum stórborgum Ameríku, og græðir á því stórfé. Uppboðsauglýsing. Föstudaginn þann 17. dec. kl. 11. £ h. verður að ísafirði haldið opinbert upp- boð á ýinsum búðar- og pakkhús-varn- ingi, svo sem 2—300 tn. af ýmislegri matvöru, caffi, sykur, vínföng, tóbak, smjör, fiskilinur og aunglar, og margt ann- að íleira. Langur gjaldfrestur, liklega til næstu kauptíðar, gegn borgun í pen- ingum, fiski þurrum, ull og dún, sem og innskrift, hjá kaupmönnum, er innköll- unarmaður tekur gilda. Isafirði 30. nóvemb. 1897. II- S. Bjarnarson. Fyrir fólkið! Hefir Leó Eyjólfsson á ísafirði til nægar byrgðir af öllu, er tilheyrir reiðskap; einn- ig eru til sjóskór, enn þá ódýrari, en áður, ljómandi falleg belti fyrir karlmenn og kvennmenn, o. fl. Enn fremur tek jeg forn reiðtýgi til VII, 11. aðgjörðar, sem æskilegt væri, að kæmu sem fyrst, áður en verkefnin þrjóta. Hús til sö!u á ísafirði. Hús, sem er á stærð 101/., X 9J/2 al., nýtt og vel vandað að öllum frágangi, með góðri lóð, fæst keypt — Gróðir borg- unarskilmálar. — Lysthafendur snúi sér til Trausta Vigfússonar- snikkara á Isafirði. Skiptafundur. Mánudaginn 20. desemberm. næstkom- andi verður haldinn skiptafundur í dán- arbúi Jónasar sál. Jónssonar frá 8vansvík á skrifstofu sýslunnar, og verða skipti þá væntanlega til lykta leidd. Fundur- inn hofst kl. 11 f. h. Sýslumaðurinn i ísafjarðarsýslu, so/u 1897. H. Hafstein. Skiptafundur. Mánudaginn 20. desbr. næstkomandi kl. 5 e. h. verður á skrifstofu sýslunnar haldinn skiptafundur í dánarbúi Sigur- borgar Jónsdóttur frá Mölum í Bolung- arvík, er andaðist 17. júlí þ. á., ogverða þá skipti væntanlega til lykta leidd. Sýslumaðurinn í ísafjarðarsýslu, 30. nóv. 1897. H. Hafstein. Skiptafundur. Þriðjudaginn 21. desbr. næstkomandi kl. 11 f. h. verður á skrifstofu bæjarfóget- ans á Isafirði haldinn skiptafundur í þrotabúi Óla F. Asmundssonar, og verður þá eptir 37. gr. skiptalaganna framlögð skrá yfir skuldir þær, sem sagt hefir verið til, og, að svo miklu leyti sein hægt er, yfirlit yfir fjárhag búsins. Bæjarfógetinn á ísafirði 30. nóv. 1897. H. Hafs t ein. Skiptafundur. Þriðjudaginn 21. desbr. næstkomandi verður kl. 5 e. h. haldinn á skrifstofu sýslunnar skiptafundur í dánar- og þrota- búi Pálma Arnasonar frá Bæjum í Snæ- fjallahreppi, og verða skipti þá væntan- lega til lykta leidd. Sýslumaðurinn í ísafjarðarsýslu, 30. nóv. 1897. H. Hafstein. Fiixoste sltnxi cliiinwislt Export Kaífe Surrogat er hinn ágætasti og ódýrasti kaffibætir, sem nú er í verzlaninni. Fæst hjá kaup- mönnum á Islandi. F. Hjortli & (’o. Kaupmannahöfn.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.