Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 11.02.1898, Síða 2

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 11.02.1898, Síða 2
78 Þjóðviljinn ungi VII, 20. í því makki við Kínverja, að lána þeiin 12 milj. pund sterling í 50 ár, gegn 4°/0 vöxtum, til þess að borga Japönum í herkostnað, en hafa það jafn framt í skil- yrðum, að Kínveijar opni fyrir sér 3 hafnir til verzlunar, samþykki að Birma- járnbrautin megi leggjast gegnum hérað- ið Yunam, og lofi að sjá svo um, að engin önnur þjóð nái fótfestu í dalverpi því, er stór-áin JangtseTiíang ronnur um. — Út af þessu hafa Rússar og Þjóðvorj- 'ar orðið óðir og uppvægir, en Japans- menn styðja Breta að málum, og spá því sumir, að kviknað geti ef til vill Evrópu-ófriður út af öllu saman. Þannig koma Evrópu-stórveldin jafn- an fram, sem rándýr, í afskiptum sínum af annara þjóða málefnurn. Ýmislegt. 29. des. síðastl. varð gamli Gladstone 88 ára, og er liann enn all-ern, og andlega frískur. — Eldsvoði varð fyr- ir skömmu í borginni Mélbourne í Austra- liu, og brann þar fjöldi húsa, svo að skaðinn er metinn um 18 milj. króna. — Annar, enn voðalegil eldsvoði, varð og í Lundúnum 19. nóv. síðastl., og er talið, að hann hafi valdið um 90 milj. króna efna-tapi. — 16. f. m. var einn afkelztu leikendum í Lundúnaborg, Willíum Terrís að nafni, myrtur þar í borginni, rétt fyr- ir utan leikhúsið, og hafa um það ódæði spunnizt all-miklar umræður í enskum blöðum. -----—— Lagasynjanir tvær hefir Kaupmannahafnarstjórninni þóknazt að senda oss Islendingum til glaðnings með fyrstu póstskipsferðinni á ný byrjaða ár- inu, og eru það tvö þýðingarmestu laga- nýmælin frá síðasta alþingi, eptirlauna- lögin og læknaskipunarlögin, sem til fórnarlamba hafa verið valin. Hvern fingur Magnús landshöfðingi Stephensen hér kann að hafa haft í spil- inu vita menn enn eigi, meðan tillögur hans eru enn eigi birtar í B.deild Stj,- tíðindanna, en hitt er sýnt, að ekki muni Rump ráðlierra ætla sér að gefa fyrir- rennara sínum, hr. Nellemann, neitt eptir, að því er sláturstörfin snertir. Á þessar tiltektir stjórnarinnar verður nánar minnzt síðar. Stór er hann eltki stjórn- arskrárbrey tin ga-áh ugin n stjórnarinnar dönsku, þar sem hún ekki hefir leyst upp þingið, og efnt til nýrra kosninga, jafn sjálfsagðs og áreiðanlegs fylgis megin hluta þjóðarinnar, sem hún þó gat vænzt, ef til atkvæða kjósanda hefði komið. Sumar fregnir segja, að þing muni rofið í vor, og kosningar fara fram að hausti, en réttast er sjálfsagt fyrir ís- lendinga, að vænta ekki neins þess frá stjórninni, er krapt eða áhuga sýni, enda mun þá og ekki skorta, hvorki utan lands né innan, er letja hana framkvæmdanna, ef einhverju skal broytt úr gamla, öfuga vana-horfmu. En vol mega þeir íhaldsliðarnir kæt- ast, sem berjast fyrir því, að halda hinu núverandi stjórnarólagi óbreyttu, því að ár er þó ætíð ár, hvað svo sem síðar verður. ------------- Dýraíirði 4. jan. Iö‘j8. Til ,Þjóöv. unga‘. (NiÖurlag.) Þá er enn eitt, sem oss Vestfjai-ðabúum er ekki seni bezt við, og það eru aðgjörðir amt- mannsins í fislíiveiðasamþykktinni, sem gjörð var hér í fyrra. Menn höfðu almennan áhuga á þvi, að reyna að koma í veg fyrir vörþuádrátt hinna dönsku kolaveiðara á íjörðum inni, og Var því samþykkt, að hanna alla vörpuádrætti innfjarða, þvi reynslan er svo áþreiíánlega búin að sýna, að með því var hér öll björg bönnuð, þar sem einatt fékkst áður nægur afli tii heimilisþarfa á smábátum, fram undan hverj- um bæ, þá hefir nú skipt svo um, að ekki fæst til matar hið minnsta, þar sem þessi óíognuður hefir vaðið yfir, rifið upp botninn, og eyðilagt allt. Menn hafa að vísu reynt að leggja lóðir, og með haldfæri, en ekkert í'engizt; og allra augu vonuðu til þin, herra amtmaður, að þess- um ófögnuði yrði aflétt, ineð því, að amtið stað- festi samþykktina; en vonin sveik, hún var líka jarðnesk og sannarleg „Danósa“; amtið fann það samþykktinni til foráttu, að með þvi væri hiiýim dönsku fyrirmunuð dragvörpuveiðin, og þá var þessi gordiski hnútur leystur; það var þetta sem amtmaðurinn sá sjálfsagðara að sæti í fyrirrúmi. En hvað hefir nú hin íslenzka þjóð að gjöra með yfirvöld þessi, sem sitja full og feil við afar há laun af almannafé, en sjá sór ekki fært, að veifca vernd á róttindum og lífsatvinnu heillra hóraða, — eða eru þessir menn ábyrgðarlausir? Sannarlega ekki, ef þjóð- in risi upp, og heimtaði rétt sinn. Það er margt, sem minnaBt mætti á fioira, og það mun óhætt mega fullyrða, að aldrei hefir alþing, og æðstu yfirvöld landsins, komizt jafn langt í því, að fyrirgera virðingu sinni, meðal hinnar íslenzku þjóðar, eins og einmitt nú, enda fer það hver- vetna í ongum dulmælum, þó eklci séu mjög margir, sem skrifa það í blöðin, — en vinur er sá, er til vamms sagir. Héðan er ekkert að frótta, nema hina afar- óstilltu tíð, sem gengið hefir yfir allt siðan í haust, svo stórskaði hefir orðið á heyjum, af leka og vatnsgangi; hlaða fauk hjá Ólafi bónda á Ketilseyri, og mistust yfir 40 hestar af heyi, það mátti telja stórskaða á slægnalítilli jörð; það var í desember, og svo var veðrið mikið, að heyið fór yfir allan Dýrafjörð, og var þar í sjávarhrörninni, on alveg ónýtt. Þinghúsið á Þingeyri, ný byggt timburhús, fauk langt af grunni í öðru stórviðri, og járnþök reif þar af húsum, þilskipi í skorðum kastaði á hliðina, og floiri urðu þar skemmdir. Slysfarir hafa þó ekki orðið hér, hvorki á mönnum eða fónaði. Um politik er nú ekki talað eitt einasta orð, . enda munu flestir vera á einu máli um, að það sé þýðingarlaust að vera að gjöra sér ómak til fundarhaldá, þar sem áhugamál manna fái sllka útreið, eins og í l'yrra; menn vildu þá l'á fram- gengfc fiskiveiðasamþykktinni, rnargir vildu fækka prestum, menn vildu fá lög, og sérstök róltindi fyrir þá menn, som ekki væru í þjóð- kirkjunni, eðr moð öðruVn orðum; menn viidu mega vera lausir við! tjóðurhæjana, en þegar sumurn róttlátum kröfum manna'er þverneitað, og sumum ekki einu sinni hreyft, þá mun reyndin verða, að smá kúlnar í mönnum, og saínast fyrir í íorakt, þangað tii annað verður verra úr, sem getur orðið fyr, en margan varir. Jeg vona þú gefir okkur samfc öðru livoru bend- •ing-ar, „Þjóðviiji“ minn, hvernig menn eigi að halda sér vakandi, eins og þú hefir jafnan gerf, því ekki veitir af, þó opt sé ýtt við þeim, sem eru værugjarnir. Fari svo ólíklega, að jeg heyri getið um einhvern fjörkipp liór um slóðir, þá skaltu fá að vita það, og vertu ætíð velkom- inn, þegar þú ort á ferðinnni. Þinn Bkuldb. vinur. -----oOC^OOc—----- Staðfest Auk þeirra 15 laga frá síðasta alþingi, er getið var í 16.—17. nr. blaðs þessa, heíir konungur enn fremur 18. des. síðastl. staðfest þessi lög: XVI. Lög um brúargjörð á Örnólfs- dalsá. XVII. Lög um brýrnar á Skjálf- andafljóti. XVIII. Lög urn að umsjón og fjárhald nokkurra landssjóðskirkna skuli fengin hlutaðeigandi söfnuðum í hondur. XIX. Lög um stækkun verzlunarlóð- ar að Nesi í Norðfirði. XX. Lög um stækkun verzlunarlóð- ar á Eskifirði. XXI. —XXV. Lög um löggilding verzlunarstaða (á Grafarnesi við Grund- arfjörð, á Firði í Múlahreppi, að Haga- nesi í Eljótum, á Hjalteyri við Eyjafjörð og að Hallgeirsey í Rangárvallasýslu.) XXVI. Lög um viðauka við sótt- varnarlög 17. des. 1875. XXVII. Lög um breytingu á lögum um styrktarsjóði handa alþýðufólki. XXVIII. Lög um breytingu á roglu- gjörð 3. maí 1743, 69. gr. og konungs- úrskurði 26. sept. 1833. XIX. Lög um lækkuu á fjárgreiðsl-

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.