Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 25.02.1898, Blaðsíða 4
88
Þjóbviljinn ungi.
YII, 22.
Neyflin stærst,
Ijálpin næst.
Frú Karna Olsen, KristineJred, skrifar,
meðal annars, sem hér fer á eptir:
Oi'an skráð orð get jeg í sannleika
notað, því að jeg var í svo mikilli noyð
og oyrad, að jeg hafði hvorki eyrð í mér
dag eða nótt, en varð að sitja uppi á
næturnar, og þoldi kvalir, sem ekki er
auðið að lýsa.
Þannig var mitt ástand, og svo hafði
það verið í nærfellt 20 ár. — En nú get
jeg soflð rólega um nætur, og flnn hvergi
til sársauka, eptir að jeg í nær 20 ár
hafði aldrei einn einasta dag verið sárs-
aukalaus.
Þetta er furðuverk, sem á það skilið,
að verða heyrum kunnugt, og birti eg
því línur þessar opinberlega.
Hr. Henr. M. Grossí ritar, sem liér
segir:
í 12 ár þjáðist jeg af hugsýki,
samfara óhægð í maganuto, og sí-
felldum ropum. — Jeg skrifaði þá
eptir einum voltakrossi, og hvílík furða!
Eptir að hafa borið krossinn í tæpa átta
daga, er jeg þegar, — guð veri lofaður —,
í góðu skapi.
Gegn gigtarflogum um alla lík-
amans parta, gegn „neuralgí“, liðagigt,
máttleysi, krampa, taugaveiklun, sinnu-
leysi, hjartslætti, sviina, suðu fyrir eyrum,
gegn höfuðverkjum, svefnleysi, andar-
teppu, heyrnarsljóleik, „influenza“, húð-
sjúkdómum, magakvölum, þvaglátum í
rúmið, gegn kveisu, magnleysi og veikl-
un á ónefhdum stað (einkum sé það af-
leiðing af „onaní“) veitir Yoltakrossinn
fljóta linun og læknun.
Voltakross prófessor Heskiers
fæst að eins á eptir nefndum einkaleyfðu
útsölustöðum, og kostar 1 krónu 50 aura
hver:
í Reykjavik hjá, hr. kaupm. Birni Kristjánssyni
— — — — Gurin. Einarssyni
Á ísafirði — — kaupf.stj. Skúla Thoroddsen
- Skagastr. — — kaupm. F. H. Berndsen
Gránufélaginu
— Sigfúsi Jónssyni
— Sigv. Þorsteinssyni
— J. A. Jakobssyni
— Sveini Einarssyni
— C. Wathne
— S. Stefánssyni
Gránufólaginu
— Fr. W athne
— Fr. Möller
Einkaútsölu fyrir Island og Færeyjar
hefir stórkaupmaður Jakob Gunnlögsson,
Cort Adélersgade 4 Kjobmhavn K.
JCS* Sé Voltakrossinn ekta á askjan
að vera stimpluð: „Keiserlig kgl.
Fatent“; að öðrum kosti er hann
falskur.
PRENTSMIÐJA ÞJÓÐVILJANS UNGA.
- Eyjafirði —
- Húsavík---------
- Raufarliöfn — —
- Seyðisfirði — —
- Reyðarfirði — —
- Eskifirði — —
26
ingjusama, og Varpaði á bæjarlífið vellíðunar- og vel-
megunar-blæ.
Svona var mi ástatt í borginni, þar sem undra-
barnið óx upp, og festust þessi fógru áhrif ósjálfrátt í
sálu drengsins, til þess að hann á þroska-árum sínum
gæti borið seinni tiðar mönnum vitni um þau í verkum
sinum.
„Verið þið ekki að ónáða hann; sú kemur tíðin, að
hann málar betur, en þið hinir“, sagði faðir hans stund-
um, enda óskaði hann einskis fremur, en að Rafael temdi
sér málara-iþróttina.
Og það Var líka sannast, að hvort sem drengurinn
reikaði milli fjallahlíðanna, á borgar-strætunum, eða und-
ir limi tijánna, þá þreyttist hann aldrei á því, að athuga,
og læra af því, sem fyrir hann bar.
En lang-kærast var honum þó, að dvelja í hinni
nafnfrægu leirkerasmiðju bæjarins, enda dvaldi hann þar
tímunum saman, og tók þátt í vinnunni, án þess hann gæfi
minnsta gaum að ysnum og þysnum, sem úti fyrir var.
Fólkið í Úrbíno brosti opt að undra-drengnum
litla, sem tímunum saman gat staðið grafkyrr, og starað
og atarað í kringum sig, svo sem þeim einum er eigin-
legt, sem öðrum skoða hlutina grandgæfilegar.
í þann tíma fór orð Úrbíno-bæjar fyrir leirkera-
smíði óðum vaxandi, svo að skálar, föt, lyfja-krúsir, o.
27
fl. leirkerasmiði, var orðinn slæmur keppinautur fyrir
nágranna-borgina Gubbío, enda keypti og hertoginn
sjálfur opt ýmis konar leirkera-smíði, or liann sendi hin-
um og þessum að gjöf við ýins hátíðleg tækifæri.
Sá hét Benedetto Ronconi, er þá þótti snjall-
astur leirkerasmiður í hertogadæminu — þótt aðrir yrðu
honum síðar enn frægari —, enda smíðaði hann frábæri-
lega snotra muni úr leir, og var að eins ofur-lítill spölur,
sem steinsnari nam, frá húsi hans að húsi Rafaels-
æt.tarinnar.
Meistari Benedetto Ronconí var höfðinglegur,
gráhærður og alvörugéfinn maður.
Hann átti eina dóttur barna, einkar friða, er
Pacifica hét, og unni lienni mjög.
En þó að hann ynni mjög þessari dóttur sinni,
þótti honum þó enn þá vænna um frægð sína, íþrótt
sína, og um þessi stóru, kringlóttu brullaupsföt,. þessar
sterku, sívölu skálar, er hann málaði á ýms atvik úr
ritningunni, fáránleg skjaldarmerki, eða héruð úr ná-
grenninu — meistaraverk, sein það einatt kostaði hann
mikla hugraun, að þurfa að ofurselja eld-rauninni, og
sem stundum komu aptur út iir ofninum í smámolum,
þó að þau einnig opt og einatt kæmu þaðan í ljómandi
litskrúði, sem vér dáumst að enn þann dag í dag.
Meistari Benedetto var harður maður í skapi,