Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 31.12.1898, Qupperneq 1

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 31.12.1898, Qupperneq 1
Verð árgangsins (minnst 60 arka) 3 hr. 50 aur.; erlendis 4 kr 50 awr.,og í Ameríku doll.: 1.50. Borgist fyrir júmmán- aðarlok. M 16.-17. r . — 1= Áttundi ákoanöur. —I —— -t—EITSTJÓBI: SKÚLI THORODDSEN. —i- ÍSAFIRBI, 31. DES. í Upps'ógn skrifieg, ógiid nema komin sétilútgef- | anda fyrir 30. dag júní- I mánaðar. og kaupandi samhliða uppsögninni horgi skuld sina fyrir ! blaðið. 18 9 8. VERZLUN Islandsk Handels- og Fiskerikomp’" á Patreksflrði vantar: 1, Mann, sem fær er að sjá um fiskverk- un og hagsýna og reglusama stjórn vinnulýðs. Hann sé nokkurn veginn að sór, hirðusamur og nýtinn. 2, Mann, lipran og æfðan verzlunarstörf- um. Hann sé vanur bókfærslu, reglu- og hirðu-semi. Auk dönsku ætti hann helzt að geta fleytt sór í frönsku og ensku. Báðir verða menn þessir að vera reglu- samir, hvað vínnautn snerfcir. Þeirra er þörf á öndverðu komandi vori. Eigin- handar umsóknir sendist sem fyrst til undirritaðs. Þeim fylgi meðmæli skyn- bærra manna. Kaupgjald áskiljist í umsókninni. Patreksfirði 22. uóvember 1898. Islaiidsk Handels- & Fiskeri-Kompag-ni, Aktieselskab. Pétur A Ólafsson. tTtlöndL. Óvanalega fátt er um fróttir frá út- löndum að þessu sinni, og er þetta hið markverðasta, er útlend blöð greina: Friðarsamningarnir í París, milli Bandamanna og Spánverja, ganga mjög seint, með því að fulltrúar Spánverja höfðu enn eigi viljað fallast á þá kröfu Bandamanna, að láta Filippseyjarnar af hendi, auk annara eigna, sem til teknar voru, er vopnahléð var samið. Fáir efa þó, að Spánverjar verði undan að láta, því að engin tök hafa þeir á því, að byrja ófriðinn að nýju. Dreyfusarmál er nú svo langtkomið, að endurskoðun málsins er byrjuð, og liefir þegar verið stefnt fjjölda, vitna, en lítt er mönnum þó kunnugt um, hvað fram hefir komið við þær vitnaleiðslur, með því að réttarhöldin eru háð fyrir luktum dyrum. — Sannar sagnir liermá, að Dreyfus só þegar á heimleið frá Djöfla- eynni, og fáir efa nú orðið sakleysi hans. Báðaneyti Brissorís er nú frá völdum farið á Frakklandi, með því að það beið lægri hluta í atkvæðagreiðslu á róstusöm- um þingfundi, þar sem fjallað var um Breyfusarmálið. — Heitir sá Dnqnty, sem er forseti hins nýja ráðaneytis, og er hann, og félagar hans í stjórninni, því ein- dregið fylgjandi, að Dreyfusarmál verði ýtarlega rannsakað frá rótum, svo að sannleikurinn komist í Ijós. — Frá Krít er þeirra tíðinda að geta, að Tyrkjasoldán hefir nú loks orðið að láta undan kröfum stórveldanna, og kveðja líð sitt allt heim frá Krít, og er í almæli, að stórveldin kveðji nú Georg prinz frá Glrikklandi til landstjórnar á eyjunni, og má hún þá heita laus orðin undan yfir- ráðum Tyrkja, þó að svo heiti í orði, að hún só Tyrkja-soldáni liáð. — Sigur sá, er Tyrkir unnu á Grikkjum, hefir þann- ig í raun og veru snúizt upp í ósigur, þar sem Tyrkir hafa nú orðið að sleppa yfirráðum Kríteyjar. sern ófriðurinn reis út af. — Úr Danmörku tíðindafátt, nema ef telja skal, að þjóðþingið hefir lýst óá- nægju sinni yfir þeim gjörræðistiltektum HörrAiy-ráðaneytisins, að hafa, án fjár- lagaheimildar, tekið ]/„ milj. króna úr ríkissjóði til víggirðinga- og vopna- kaupa; en þar sem fólksþingið eigi dirf- ist að ákæra ráðherrana fýrir rikisrótti, láta þeir sér rólega, og sitja sem fasiast í sessi. — Sýnir þetta, sem fleira, hve afar-vandræðalegt er stjórnarástandið í Danmörku. — ý 11. nóv. síðastl. andaðist Carl Bille amtmaður í Holbek, er lengi var áður rit- stjóri „Dagblaðsins“, en síðan nokkur ár sendiherra Dana í Bandarikjunum. Mörg ár var hann og fólksþingsmaður, og jafnan talinn einn af mikilhæfustu þingskörungum hægrimanna. — Hann var sjötugur, er liann lézt. „Anarkista“-þingið, eða réttara sagt fulltrúafundur stórveldanna, til þess að tala sig saman um sameiginlegar ráð- stafanir gegn stjórnleysingjum. hófst í Rómaborg í yfirstandandi desembermán- uði, og hefir enn ekkert um gjörðir hans spurzt. Friðarþing Rússakeisara tekur til starfa á öndverðu næsta ári, og vænta fáir neins árangurs af störfum þess, enda þykir vaxandi ágengni og yfirgangur Rússa í Kína, þar sem þeir skáka undir sig hverri landspildunni á fætur annari, fara i dálítið aðra stefnu, en f'riðarboð- skapurinn, og biiast margir við, að ófrið- ur geti kviknað þar eystra, milli Rússa og Breta, þegar minnst vonum varir. ----C00§§0<*>-- Smágreinar um landbúnaðinn, eptir alþm. Sig. Stefánsson. 4. Hvað á að gjöra landbúnaðinum til viðreisnar? (Kiðnrl.) Allar raunarollur og vand- ræðaþulur um landbúnaðinn, onda vana- lega á því, að þingið verði að finna einhver ráð, landbúnaðinum til viðreisnar. Já, „einhver ráð“, en hvaða ráð'? Þar stendur hnifurinn í kúnni. Þingið skipar nefnd, til að finna ráð, nefndarmenn hugsa allan þingtímann um ráð, og gefa í þinglok út ráðalaust nefndarálit. Það er nú annars hálf-undarlegt, að ætlast til þess af þinginu, að það finni fremur ráð við hinum ýmsu meinum þjóðarinnar, en hún sjálf. Þingmenn fá engar nýjar vitranir, þótt þeir setjist á þingbekkina, og geti kjósendur ekkert sagt þeim, áður en þeir fara á þing, ann- að, en hrópað í þá: „þið verðið að finna einhver ráð“, þá er hætt við þeim verði ráðfátt, þó á þing komi. Þingið er, og getur ekki verið ann- að, en bergmál þjóðarinnar; só þjóðin lítilsigld, kjarklítil og ráðlítil, má búast við, að þingið hafi sömu einkenni. — Þingið hefir óneitanlega leitað tölu- verðra ráða landbúnaðinum til eflingar, og flest þessara ráða virðast all-álitleg. Það leggur árlega fram fó til efling- ar jarðyrkju í landinu. Bændur fá verð- laun úr landsjóði fyrir hvert einasta dagsverk, sem þeir vinna að jarðabótum á ábúðarjörðum sínum. Það leggur árlega fram stórfé til vegagjörða og brúarbygginga i landinu, til að létta bændum alla aðdrætti og flutninga. Það semur lög til verndar landbún- aðinum og eflingar, t. d. fjárkláðalögin, horfellislögin, lög um sandfoksvarnir, ræktun á skógi og mel, o. s. frv. Það leggur fram fó til lækningar bú- fénaði landsmanna. Það veitir bændum kost á peninga- láni til jarðabóta, með mjög vægum kjörum. Þetta miðar þó allt, til að efla land- búnaðinn, því verður ekki neitað, og þingið virðist óneitanlega gjöra sér nokk- urt far um, að rækja skyldu sína við þennan aðalatvinnuveg landsmanna. En þrátt fyrir allt þetta, og þrátt fyrir allbærilegt árferði, og til skamms tíma hagstæða verzlun, segist bændum nú svo frá, að landbúnaðurinn só enda í voða staddur í sumum hóruðum landsins, og hvervetna í hnignun. Hjá öðrum þjóðum hafa þessi ráð dugað, og dugað vel landbúnaðinum til blómgvunar. Hér virðast þau koma að litlu haldi; má vera, að sum þeirra séu svo nýfundin, að ekki sé reynsla fengin fyrir gagni þeirra. — En það þykir vanta fleiri og betrí ráð. En ætli það vanti ekki fremur ráf- deild, en ráð? Hversu góð og viturleg ráð, sem fyrir hendi eru, koma þau að litlu haldi, ef þeir, sem eiga að hlýða þeim, annaðhvort misbrúka þau, eða óhlýðnast þeim alger- lega. —

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.