Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 29.03.1899, Side 1
V«rð árgangsins (minnst 60 arha) 3 hr. 50 aur.; erltndis 4 hr 50 aur.,og í Ameríku doll.: 1.50. Borgist fyrir júnímán- aðarlok. ÞJÓÐVILJINN UNGI. — 1 ■ 1 '1 ÁTTUNDI ÁB8AN GMJB. «—RITSTJÓRI: SKÚLI THORODDSEN. —* Uppsögn skrifleg, ógild nema komin sé til útgef- anda fyrir 30. dagjúní- mánaöar, og kaupandi samhliða uppsögninni borgi skuld sína fyrir blaðið.
M 27. ÍSAITHBI, 29. MARZ 18 9 9.
trtiönci.
Til viðbótar útlendu fréttunum í síð-
asta nr. blaðs þessa má geta þessara
helztu tíðinda:
Bandamenn bafa enn eigi kvatt her-
lið sitt heim frá Cnha, og líkar eyjar-
skeggjum það ílla, svo að sumar sagnir
spá því, að eyjarskeggjar muni grípa til
vopna, þegar vora tekur, og freista að
reka herlið Bandamanna af höndum sér.
Á Filippseyjum hefur Bandamönnum
og enn eigi tekizt að koma á friði, og
hafa bardagar staðið öðru hvoru í Manila,
og þar í grenndinni, ruilli Bandamanna
°g eyjarskeggja, sem ekki vilja þýðast
nein yfirráð Bandamanna, heldur vinna
ættjörðu sinni fullt frelsi.
Nýlega skutu Bandamenn á borgina
Ouadeloupe þar í eyjunum, bæði á sjó
og landi, og biðu eyjarskeggjar þar lægri
hluta; en í sumum orustum hefur þeim
þó veitt heldur betur.
Annars mælast þessar aðfarir Banda-
manna mjög misjafnlega fyrir, þar sem
þeir hófu ófriðinn gegn Spánverjum i
nafni frelsis og réttlætis, en reyna nú að
nota sigurinn, til þess að bæla undir sig
lönd og þjóðir.
I Bandaríkjunum sjálfum heyrast og
ýmsar raddir, er mæla fastlega gegn þess-
ari nýju stefnu í utanríkispolitík Banda-
manna, er Mac Kinley forseti hefur hafið;
en svo er að sjá, sem meiri hluti þjóðar-
innar hafi þó orðið svo heillaður af sig-
urvinningunum og hernaðarfrægðinni, að
Bandamenn muni nú drjúgum auka her-
skipastol sinn, og fjölga herliðinu svo,
að þeir á friðartímum hafi 100 þús. manna
undir vopnum.---------
Skipting Kínaveldis. Það er nú naum-
ast nema tímaspurning, hvenær Kínaveldi
verður tekið til skipta af stórveldunum,
og stendur varla á öðru, en að þau komi
sér saman um skiptin. — Blaðið „Times“
telur Kínaríki vera að fara í mola fyrir
augum manna, og hvetur mjög til þess,
að undinn sé sem bráðastur bugur að
skiptunum. — Ný skeð hafa og ítalir
krafizt þess af Kínverjastjórn, að fá heim-
ild til þess, að hafa kolabirgðir og flota-
herstöðvar við Sammun-fióa, fá full um-
ráð þriggja eyja þar í flóanum, umráð
yfir meginhluta héraðsins Chékíang, rétt
til að leggja járnbraut frá flóanum upp
að Poyany-stöðuvatninu o. fl., og hai’a
Kínverjar að vísu tekið því all-þunglega
1 fyrstu, en munu þó eigi þora að synja,
enda hafa nú Italir sent herskip nokkur
þangað austur, til þess að herða á kröfum
smum, og er mælt, að þeir hafi áður
tryggt sér samþykki stórveldanna til
þessara tiltekta sinna.---— -
A Spáni hafa menn á hverri stundu
vænt uppreisnar af hálfu Karlunga, er
telja Don Carlos rétt borinn til konungs-
tignar þar i landi, og hefur kvisazt, að
Jaime, sonur Don Carlos’ hafi sézt þar i
dularklæðum i ýmsum borgum; en allt
gekk þar þó friðsamlega, er siðast fréttist.
— Spánverjar hafa nú flutt likkistu
Columbusar frá Havana til Sevilla, og eiga
jarðneskar leifar hans nú að hvila þar
úr þessu. — Toral hershöfðingja, er síð-
astl. sumar íramseldi borgina Santiago i
hendur Bandamönnum, hafa Spánverjar
sett i varðhald, og ætla að höfða gegn
honum sakamál fyrir landráð.-------------
Á Frakklandi hafa spunnizt ýmsar
sögur, út af dauða Felix Faure’s forseta,
er sumir vilja eigna Dreyfusféndum, og
telja það með likum, að læknis var ekki
vitjað, fyr en kl. 8, enda þótt forsetinn
sýktist kl. 6. — Sögur þessar eru þó að
líkindum á litlum rökum byggðar; en þó
kvað lífsábyrgðarfélag það, er Faure hafði
tryggt líf sitt hjá (fyrir 25 þús. franka)
hafa krafizt opinberrar rannsóknar um
dauða-orsökina.
100 þúsundir manna segja menn, að
komið hafi, til þess að skoða lik Faure's,
meðan hann lá á börunum.
M. Fallieres heitir sá, er kosinn var
forseti senatsins, er Louhet varð ríkis-
forseti.
Ranovólo drottning, er Frakkar ráku
frá völdum á Madagascar, var ný skeð
á ferð i Frakklandi, og hafa nú Frakkar
boðið henni, að setjast að i Algier, og
leigja þeir þar hús handa henni, og fóru-
neyti hennar, fyrir 24 þús. franka á ári,
og leggja henni árlega ærið fé til lífs-
viðurværis. — — —
í Svissaralandi er 24. febr. síðastl.
látinn einn af merkustu mönnum þess
lýðveldis, Weltí að nafni; hann var fædd-
ur í bænum Zurzach í fylkinu Argau árið
1825, og var 6 sinnum forseti lýðveldis-
ins, í fyrsta skipti 1869, en síðast 1891.
Danir eru nú á ný farnir að hugsa
um endurreisingu Kristjánsborgarhallar,
er brann árið 1884, sem kunnugt er. —
Áætlað er, að byggingin muni kosta um
& rnilj. króna, og á þar þá að vera að-
setur konungs, ríkisþingsins og hæzta-
réttar.
Verkföll eru nú farin að gjörast ærið
tið í Kaupmannahöfn, og er svo að ráða
af nýjustu dönskum blöðum, sem bók-
bindarar, slátrarar, katlasmiðir, söðlasmið-
ir o. fl. hafi hætt vinnu, eða séu í und-
irbúningi til þess, og er tilefnið, sem
vant er, óánægja með verklaunin.
Kennslumálaráðherra Dana hefur í
vetur lagt fyrir rikisþingið frumvarp um
stækkun kgl. leikhússins, og er kostnað-
urinn til þess áætlaður 1,750,000 kr.
Landstjóri Prússa í Slésvík, KÓUer að
nafhi, heldur enn fram uppteknum hætti,
að visa ýmsum dönskum þegnum burt
úr Slésvík, og sæmdi Vilhjálmur keisari
hann ný skeð á afmælisdegi sínum stór-
krossi arnarorðunnar, svo að sýnt þykir,
að brottrekstur Dana sé gjörður að und-
irlagi keisarans sjálfs. — Líkar Dönum
þetta stór-ílla, sem von er.---------
Bretar hafa enn ekki lokið ófriði sín-
um í Súdan, því að AbduUah kalífi, er
undan komst i orustunni við Ohdurman,
hefur á ný liðsafnað mikinn þar suður í
landi, og kvað nú þegar hafa um 10
þúsundir vel vopnaðra hermanna. Bret-
ar og Egyptar búa því lið sitt á ný, og
er sízt fyrir að synja, að Abdidlah kunni
enn um hrið að vefjast fyrir þeim.
Á Indlandi eiga og Bretar enn í ó-
friði við þjóðflokka nokkra, einkum í
Kuram-dalnum; eyddu Bretar þar ný skeð
9 þorpum, tóku 100 fanga, og um 3 þús.
stórgripi.
Einum merkismanna sinna, HerscheU
lávarði, áttu Bretar ný skeð á bak að
sjá; hann var staddur i Washington, því
að hann var formaður í nefnd þeirri, er
skipa skyldi ágreiningi nokkurum milli
Bandamanna og Ganadamanna; varð hann
snögglega veikur að morgni 1. marz-
mánaðar, og var örendur kl.stund síðar.
— Sendu Bandamenn herskip með lík
lians til Bretlands.
25. febr. síðastl. andaðist og í Lund-
únaborg Reuter barón, 77 ára að aldri,
fæddur 21. júlí 1821. — Hann stofnaði
hraðskeytaskrifstofu þá, er við hann er
kennd („Reuters Telegram bureau“), er
snemma fékk það orð á sig, að hún flytti
mjög fljótar og áreiðanlegar fregnir, enda
höfðu flest helztu blöð heimsins viðskipti
við þá skrifstofu, svo að íteuter græddi
fé, svo að milj. skipti, á fróttaskeytum
sínum. Sonur hans, Herhert de Reuter,
hefur nú tekið við starfa föður síns. —
Balfour ráðherra hefur ný skeð lagt
það til á þingi Breta, að stofnaður verði
kaþólskur háskóli í Duhlin, en mótmæl-
enda háskólinn, sem nú er, fluttur til
Belfast, og mælist þessi tillaga vel fyrir
á Irlandi, þar sem meginþorri landsbúa
er kaþólskrar trúar, nema íbúar í héruð-
unum umhverfis Belfast.
Veikindi páfans. I öndverðum marz-
mán. var Leo páfi all-veikur, svo að
margir töldu hann af, þar sem hann er
háaldraður maður. — Voru kardínálarnir
þegar farnir að stinga saman nefjum um
það, hver verða skyldi eptirmaður hans,
en þá fór karl að smáskriða saman, og