Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 29.03.1899, Síða 3

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 29.03.1899, Síða 3
VIII, 27. Þjóðviljinn ungi. 107 bezta vertíðin og aflatíðin þar nyrðra só nú því nær á enda. Við Lófóten, sem leggi frarn bróður- partinn af afla Norðmanna, segir blaðið, að aflabrögðin hafi aptur á móti brugðizt svo mjög, að okki só á land komið, nema 600 þús. fiskar, og sé það tveimur til þremur pörtunum minna, en vant só að vera á land komið um þann tíma árs. Sunnar betur, á Norðlandsströndum, og i Þrændalögum, sóu aflabrögðin nokkru skárri, en lítilfjörleg í Sunnmæri. Fiskaflinn i Noregi iiefur, sem kunn- ugt er, jafhan talsverð áhrif á fiskverðið, og höfum vér þvi talið rótt, að færa les- endum blaðsins þessar fregnir af afla- brögðum Norðmanna i vetur. Mannalát. Aðfaranóttina 13. febr. siðastl. andað- ist i Fremri-Hjarðardal ekkjan Guðrún Guðmundsdóttir, fyrrum bónda i Hjarðar- dal, Þorvaldssonar, ekkja Magnúsar sál- uga Jónssonar frá Alviðru, 73 ára að aldri. — Um konu þessa segir svo í bréfi úr Dýrafirði: „Guðrún var um síð- ustu æfiárin mjög brjóstveik, og tók lengi út sárar þjáningar, en bar þær með stakri ró og þolinmæði. Hún var trölltrygg, og hin vandaðasta til orðs og verka; síðustu æfiárin var hún lijá syni sínum, Þorvaldi bónda Magnússyni i Hjarðardal, og naut þar góðrar aðhjúkrunar i þungbærum og langvinnum sjúkdómi.“ Aðfaranótt hins 14. janúar andaðist að Skálmarnesmúla yfirsetukona Ingi- björg Guðmundsdóttir, að eins 27 ára, fædd 9. maí 1871 á Hamri á Barðaströnd- Var hún dóttir merkisbóndans Guðm. Jónssonar, er lengi bjó þar sæmdarbúi, og nú býr í Hvammi á Barðaströnd, og fyrri konu hans Guðbjargar Jóhannes- dóttur, er dó, þá er Ingibjörg sál. var i æsku. Giptist þá Guðm. í annað sinn Kristínu Pótursdóttur, systur Björns sál. á Hlaðseyri. Olst Ingibjörg sái. upp og dvaldi hjá föður sínum og stjúpu, þar til fyrir 4 árum, að hún fór til Reykjavíkur, og nam þar yfirsetufræði, og fleiri kvenn- legar menntir. Settist síðan að hér, sem yfirsetukona, og gegndi þeim starfa með stakri nákvæmni og skyldurækni. Var hún vel að sór gjör um flesta hluti, góð kona og guðhrædd, trygg og staðföst, al- úðleg og umhyggjusöm öllum, er bágt áttu. Er hennar því að verðleikum sárt saknað, einkum af þeim, er að einhverju nutu liðsinnis hennar. Þann 26. október næstl. gekk hún að eiga Sæmund Björnsson búfræðing, er lifir hana, ásamt sveinbarni, er hún ól 9 dög- um áður en hún lézt. Banamein henn- ar var brjóstveiki, er algjört fór að koma í Ijós seint í fyrra sumar, og smá jókst, er á leið. Er ei að undra, þó hinn eptirlifandi eiginmaður syrgi fráfall hennar. Að vera sviptur jafn ástrikri konu eptir tæpan 3 mánaða tíma er sannarlega sviplegt. —n. --J.----------- ísafirði 29. marz '99. Tíðarfar. Að morgni 23. þ. m. skall k ofsa- norðan-frostgarður, sem enn helzt Jarðbönn hafa nú haldizt hér vestra, síðan með góubyrjun, svo að skepnur fá hvergi snöp; kvarta þegar margir um heyleysi, einkum í út- sveitunum hér við Djúpið, og eru sumir þegar farnir að afla korns handa fénaði sínum. ý 22. þ. m. andaðist að Ósi í Bolungarvík útróðrarmaðurinn Víglundur Asbjörnsson, hús- maður hér í kaupstaðnum. — Ekkja liflr hann, Sigríður Jónsdóttir að nafni, og 6 börn í ómegð. — Yíglundur heitinn var dugnaðarmaður, er bjargaðist vonum framar með sína miklu fjöl- skyldu. Aflabrögð. Ekki réttist enn úr með afla- brögðin hér við Djúp, enda sjaldgæfir þeir dag- arnir, er á sjó verður farið. -— í Aðalvík, Súg- andafirði og Skálavik yt.ri, er þó sagður all-góður afli, þá sjaldan er á sjó gefur. T 13. þ. m. andaðist hér i kaupstaðnum húsmaður He.lgi Sölfason, fyrrum bóndi í Tungu í Skutilsfirði, fæddur í júní 1825. — Kona hans Þórdís Bjarnadóttir andaðist í des. 1897. — Á lífi eru 3 börn þeirra hjóna: Elín, gipt hús- manni Jóni Halldórssyni hér í kaupstaðnum, Olöf, ekkja Jens heitíns Hjaltasonar í Bolung- arvík, og Kristjana, ógipt. Stálvírsstrengir, einn þundungur að ummáli, ágœtir í plógstrengi og spil, fást nú í verzluninni í lœknisgötu. Lauliur fœst, sem stend- ur, í sömu verzlun. — Jarðepli einnig nýkomin til sömu verzlunar. Dll og flUamrmpr er keypt af P. Larsen Korsgade J\g 35 & 36, Trondhjem, Norge. 92 „Fyrirgefið herra ininn!“ var kornið fram á varir mór að segja. En allt í einu varð mér orðfall. Bekkurinn, sem jeg hafði rótt í þessari andránni sóð manninn svo greinilega sitja á, var — mannlaus. Jeg var aleinn i káettunni. Jeg greip til höfuðsins, og neri á mér augun, en bekkurinn var jafn mannlaus og auður. Það var, sem rynni um mig kalt vatn. Var jeg ekki skynseini gædd vera, með skýrum og heilbrigðum hugsunum? Eða hafði eg má ske of mörg víntárin í kollinum, hugsaði eg. Nei, jeg stóð þarna stinnur, sem stórmastrið, gat horft í kringum mig fast og greinilega, og var að eins ofur-lítið skjálfhentur. Jeg stóð nú stundarkorn grafkyr, en tók síðan skipsbókina mína, og færði inn í hana, sem til stóð En þegar jeg ætlaði að fara út aptur, upp á þilfar, og var rótt kominn að káettudyrunum, varð mór ósjálf- rátt að líta við. Og það var, sem blóðið stöðvaðist í æðum mór! Þarna, rótt þrjú skref frá mér, stóð maðurinn aptur, bak við borðið, alveg eins og áður, bendandi með fingr- inum á uppdráttinn, og starandi á mig hvössum augum. En nú var stilling minni og rósemi lokið. Jeg skellti hurðinni í lás, hljóp, eins og skollinn væri á hælunum á mór, upp á þilfarið, og kallaði á báða stýrimenn mína. Þeir sáu það strax á mór, að eitthvað mikið var um að vera. 89 um dagana, setið t. d. að kvöldverði með Hollendingnum fljúgandi o. s. frv?“ „Og langt frá því, aulabárður“, rumdi í Claas gamla Petersen „en hefði það borið fyrir þig, sem drifið hefur á daga mína, þá hefði ekki hjá því farið, að þú hefðir misst hjartað í buxurnar, nema þú hefðir áður misst þær ofan um þig af hræðslu“. Við þessi orð Petersens gamla kvað við skelli- hlátur hringinn í kringum borðið. Allra augu störðu nú á gamla sjómanninn, sem far- inn var að grána af hærum, og gjörðist stundarþögn. Vér þekktum það af reynzlunni, að Claas gamli Petersen kunni þvi ílla, að nauðað væri á honum, og mælti þvi enginn orð frá munni. En Claas gamli sat þegjandi um liríð, blés í hægðum sinum frá sór einum reykjarmekkinum eptir annan, og var sem einhver dularblær færðist yfir dökk- gráu augun hans, og hugur hans dveldi í umliðna tím- anum, einhvers staðar langt úti geimnum. Að stundu liðinni hallaði hann sér svo aptur á bak í legubekknum, leit á okkur til skiptis, tæmdi úr glasinu sínu, og rnælti: „Heyrðu Kata! Viltu ferma glasið mitt að nýju?“ Og um leið og stúlkan liélt með glasið fram í eld- húsið, sagði Claas Petersen: „Jæja piltar, söguna skuluð þið kafa; það er kyn- legasta atvikið, sem fyrir mig hefur borið um dagana, og só ekki hvert orð í henni dagsanna, þá er ykkur guðvolkomið, að kalla Claas gamla Petersen þráa sild, ef ekki vill betur“. Að svo mæltu fókk C1 a a s gamli sér dálitið sog

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.