Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 15.07.1899, Síða 2
174
Þ.jóðviljiw ukqi.
ym, 44.-45.
sitja við stýrið, er Dreyfus verður sýkn-
aður, því að þá er við að búast, að Frakk-
ar uni eigi öðru, en að tekið verði dug-
lega i lurginn á þeira, sem verið hafa
við klækina kenndir.
Ókominn var Dreyftis heira, er síðast
fréttist, en átti fýrst að stiga í land í
borginni Brest, og höfðu íýlgismenn hans
ýmsan undirbúning, til þess að gera við-
tökurnar sem hátíðlegastar og áhrifa-
mestar. — — —
Ekki lýkur enn ófriðinum ú FUipps-
eyjnm, og segja síðustu fréttir, að eyjar-
skeggjar hafi þegar þrengt mjög kosti
Ameríkumanna, svo að þeir haldist nú
að eins við í Manila, og eigi það her-
skipum sínum að þakka, að Aqninaldo
hafi ekki einnig tekizt að reka þá úr
þessu síðasta hæli. — Ætla menn, að
Bandamenn komist ekki lijá því, að senda
að minnsta kosti 100 þús. manna, tii
aukningar herliði sínu þar á eyjunum, ef
takast skuli að koma þar á friði. — —
Vinnufallið („Lock-outu) stendur enn
yfir í Danmörku, og fuliyrt, að tala verk-
inanna, er atvinnulausir ganga, nemi nú
60 þús. — Hafa aðrir verkamenn iagt á
sig mikla skatta, alit að þriðjungi viku-
launa, til þess að hjálpa stéttarbræðrum
sínum, en þó þrengir nú svo að þeim,
að búist er við, að þeir verði þá og þeg-
ar að gefast upp, og láta vinnuveitendur
skapa sér kjörin. —
|>ingkosning Rangvcllinga.
Síra Eg’g'crt sér sitt óv.cnna
líj j óstgæði Ií,ans>-vcllj n ga
Sighvatur í stað Sighvats
„Valtý/kan“ samþykkt.
Eins og áformað hafði verið, var kjör-
fundur Bangvellinga haldinn að Hvoli
17. júni síðastl., og höfðu báðir fiokkar
haft viðbúnað mikinn og iiðsafnað á und-
an kosningunni.
Kom það þá brátt í ijós í atkvæða-
smöluninni, að hugir manna þar í kjör-
dæminu hneigðust svo mjög að stjórnar-
tilboðinu frá 1897, að fýrirsjáanlegt þótti,
að síra Eggert Pálsson, er stjórnarskrár-
andstæðingarnir studdu, gæti á engan
hátt náð kosningu, ef skoðanir manna
um stjórnarskrármálið fengju úrslitum
að ráða.
Nú voru góð ráð dýr, og var það því
ráðs tekið, að treysta á brjóstgœði Karig-
vellinga, og var iSighvatur gamli því
unnin til þess, að bjóða sig frain í stað
Siglivats gamla nafna síns, með því að
menn gerðu sér í hugarlund, að ýmsir
yrðu þá svo brjóstgóðir, að vilja ekki
ergja hann á garnals aldri, úr því búið
væri að fá hann í þetta flan.
Á kjörfundinum forðaðist Sighvatur
gamli sem heitan eldinn, að segja nokk-
uð ákveðið um skoðun sína í stjórnar-
skrármálinu, og fór þá, svo sem á hafði
verið gizkað, að ýrasir kenndu í brjósti
um karlinn, og liéldu, að hann bæri það
ekki af, ef honum væri hafnað.
Kosningin fór því svo, að Sighvatur
Arnason í Eyvindarholti var endurhosinh
með 194 atlivceðum, en sýslumaður Magn-
ús Torfasón hlaut 131 atkvæði.
En til þess að sýna, að kosning Sig-
hvatar hefði enga politiska þýðingu, en
bæri að eins að skoða, sem vott um
persónulegt velvildarþel og meðaumkun,
þá samþykktu kjörmenn úr öllum
hreppum sýslunnar, jafn skjótt er
kjörfundi var slitið, rneð meiri hlnta
atkvæða, eindregna áskorun til
þingmannanna, að fylgja fram
stjórnartilboðinu frá 1897.
Hvernig þingmenn Rangvellinga
verða við þessari áskorun gefur nú tím-
inn að sýna, en ódrengilega launar þá
Sighvatur gamli vinarþel kjósenda sinna,
ef hann bregst þeim i sumar í stjórnar-
skrármálinu, og er honum slikur ódreng-
skapur tæplega ætlandi.
--- ------------
Frá þingmálafundum.
Þingmálal'undur Dalamanna.
Ár 1899, hinn 23. dag júnimán. var
þingmálafundur boðaður af þingmanni
Dalasýslu, og haldinn að Ásgarði.
Á fundinum mættu 29 manns. — Á
fundinum voru þessi mál tekin fyrir:
1. Lesið var upp ávarp frá þingmanni
kjördæmisins, sem skýrði frá sjúkdóms-
forföllurn, og gat þess vegna ekki mætt.
- Fundurinn þakkaði ávarpið, og lýsti
virðingu sinni við þingmanninn með því,
að standa upp.
2. Kom fram tillaga um að afnema
sýsluvegagjald og hreppavegagjald, og
var svo látandi ályktun samþykkt í einu
hljóði:
„Fundurinn skorar á alþingi að breyta
vegalögunum í þá átt, að sýsluvega- og
hreppavega-gjald sé afnumið, en sýslu-
vegir og hreppavegir séu kostaðir af
sýslusjóðum og hreppasjóðum, með ár-
legu tillagi, er eigi nemi minna, en
áðurnefnd gjöld hafa numið að und-
anförnu“.
3. Afnám heyjaásetningslaganna. Var
samþykkt með rneiri hluta atkvæða, að
skora á alþingi, að nema úr gildi nýju
heyjaásetningarlögin, en alþingi veiti
bændum í hreppum heimild til þess, að
gjöra samþykktir um hey- og fóðurbæt-
is-forðabúr, og heyjaásetning; einnig um
kynbætur á nautpeningi og sauðfénaði
og meðferð skepna þannig, að '2/.s hlutar
búanda ráði úrslitum.
4. TJm að setja presta á föst lann var
samþykkt svo hljóðandi fundarályktun:
„Fundurinn skorar á alþingi að afnema
allar sóknartekjur til presta, en prest-
um sé í þess stað launað úr landssjóði,
en landssjóði aptur bættur sá tekjuhalli
með óbeinum sköttumL
5. Fundurinn skorar á alþingi, að
samþykkja frv. til læknaskipunarlaga ó-
breytt.
6. Um lagakennslu.
„Fundurinn skorar á alþingi, að semja
lög um það, að kennsla á íslenzkum lög-
um verði stofnsett í Reykjavík, og að
allir þeir, sem tekið hafa lagapróf í
Kaupmannahöfn, og vilja gjörast em-
bættismenn á íslandi, verði skyldir til
þess, að ganga undir eins árs kennslu
þar. Enn fremur leyfir fundurinn sér
að benda á, hvort yfirréttardómarar
landsins gætu ekki haft þessa kennslu
á hendi kauplaust".
7. Fundurinn skorar á alþingi að veita
fé til brúargjörðar á Laxá, að minnsta
kosti jafnt á móti sýslusjóði.
8. Breyting á tilbúningi verðlagsskráa.
Þar sem fundurinn verður að álíta, að
hinn núverandi tilbúningur verðlagsskráa
sé talsvert óheppilegri, en það fyrverandi
fyrirkomulag, leyfir fundurinn sér að
skora á alþingi, að breyta verðlagsskráa-
lögunum i þá átt, að tilbúningur skránna
verði falinn nefnd í hverri sýslu, t. d.
sýslumanni, prófasti og einum manni,
sem sýslunefhdin kýs. — Nefnd þessi
skal aðallega taka að eins tillit til þeirra
afurða sýslubúa, sem hafa almenn áhrif
á efnalegar afurðir þeirra, en þó megi
einnig hafa tillit til verðs á útlendum,
innfluttum nauðsynjavörum, og árferði
yfir höfuð. — En fundurinn vill láta það
álit sitt í Ijósi, að æskilegast væri yfir
höfuð, að verðlagsskrár væru afnumdar,
ef þingið sér sér það fært.
9. Fundurinn skorar á alþingi, að
koma því til leiðar, að ferðum „Skál-
holtsu verði fjölgað inn á Hvammsfjörð
og Skarðsstöð, og að bætt verði við við-
komustað á Salthólmavík; en geti þingið
ekki fengið þessu framgengt, þá að leita
samkomulags við stjórn hins sameinaða
gufuskipaféiags, að það haldi uppi ferð-
um um Breiðafjörð með litlum, og grunn-
skreiðum gufubát. — Fundurinn leyfir
sér þá og að skora á alþingi, að fara
fram á það við stjórn hins sameinaða
gufuskipafélags, að halda áfram að halda
uppi strandferðum með „Skálholt14 og
„Hólar“, þar sem minni gufuskip ekki
geta haft ferðir þær á hendi. — Fundur-
inn lýsir því yfir, að hann óskar ekki,
að styrkurinn til gufubátsins „Reykjavíku
verði endurveittur, þar sem sýslan hafi
ekki haft minnsta gagn af ferðum henn-
ar, með því fyrirkomulagi, sern verið
hefur, en óskar, að styrkurinn, og ef vera
þarf aukinn, verði lagður til gufubáts
þess, er hið sameinaða gufuskipafélag
haldi úti á Breiðafirði sérstaklega.
10. Fundurinn skorar á alþingi, að
gjöra allt, sem verður, til þess að útvega
betri markað fyrir smjör, sauðfé, ull og
kjöt, meðal annars með þvi, að kosta einn,
eða fleiri verzlunarráðanauta, og leggi að
öðru leyti fram fé til tilrauna í þá átt.
11. Fundurinn skorar á alþingi að
styrkja kröptuglega að því, að smjör og
ostur geti orðið verzlunarvara.
12. Fundurinn skorar á alþingi að
gera sitt ýtrasta til þess, að efla land-
búnaðinn á Islandi með fjárframlögum
og lagaboðum, þar á ineðal að koma á
stofn tiiraunastofnun með jurtagróður og
ræktunaraðferð, með því að V6ita áfram
styrk til búnaðarfélaga, en láta greiða
þann styrk einnig fyrir hlöðubyggingar
og haugshúsa, og með því að koma sam-
ræmi á milli allra búnaðarskóla landsins,
undir einni yfirstjórn.
13. Fundurinn skorar á alþingi að
tvöfalda toll á brennivíni, og hlutfalls-
lega við það, eptir verði, á dýrari vínum,
og að hækkaður verði tollur á tóbaki
um 15 aura á hverju tóbakspundi. —
Enn fremur að tollur verði lagður á alla