Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 15.07.1899, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 15.07.1899, Blaðsíða 3
VIXI, 44.-45: Þjóðviljinn ungi. 175 gosdrykki, og hár tollur á alla bittera og kynjalyf. 14. Fundurinn skorar á alþingi að leggja káan toll á útlendar landbrinaðar- afurðir, einkum smjörliki. 15. Fundurinn skorar á alþingi að tolla allar vefnaðarvörur og tilbúinn fatnað. 16. Fundurinn skorar á alþingi að koma á fót kennslu i dýralækningum i Reykjavik, með sérstöku tilliti til kandí- data frá læknaskólanum, og að þeim mönnum, sem, að loknu því námi, stunda dýralækningar, verði veittur árlegur dá- lítill styrkur úr landssjóði. 18. Fundurinn skorar á alþingi að styðja að alþýðumenntun landsins með því: a, að stofna fastan kennaraskóla, vel út- búinn með húsnæði og áböldum b, að veita þeim, sem útskrifast afkenn- araskólanum, með sæmilegum vitnis- burði, forgangsrétt að kennaraembætt- uin við barnaskóia og sveitakennslu. c, að veita allt að 20 kennurum styrk til utanfarar sumarið 1900 á kennara- fund Norðurlanda, og til að kynna sér skóla erlendis, ailt að 200 kr. kverjuin. d, að setja strangari skilyrði fyrir styrk til barnaskóla og umgangskennara, svo sem að veittur sé styrkur annars stað- ar frá til kennslunnar, að kennara ráðningin sé fast ákveðin o. s. frv. e, að sýslufélögum þeim, er vilja koma upp hjá sér unglingaskóla, sé gjör kostur á, að reisa húsin á kostnað landssjóðs, gegn því, að sýslufélögin haldi skólanum við. 19. Eptir langar umræður samþykkti fundurinn með 18 atkv. gegn 11 svo hljóðandi fundarályktun: „Fundurinn skorar á þingmann kjör- dæmisins, að fylgja ekki. frv. því, sem kennt er við dr. Válty, og sem kom fram á síðasta þingiu Fleira kom ekki til umræðu. Fundi slitir. Turfi Bjarnason, Bogi Sigurðsson, (fundarstjóri.) (skrifari.) Þingmálafuiidur í Ólai'svik. Samkvæmt fundarboði þingmannsins var, til þess að ræða ýms þingmál, hald- inn fundur 22. júní í Ólafsvík. Þing- maðurinn setti fundinn, og skýrði frá tilgangi sínum með fundarboðinu. Fund- arstjóri var kosinn í einu hljóði umboðs- maður Einar Markússon, og skrifari Einar Þorkelsson. Fundurinn varaði rúmar 5 stundir; rúrnir 4 tygir manna sóttu hann. I þessum málum var gengið til at- kvæða: 1. Stjörnarskrármáliif. Eptir rúmra 2 stunda umræður, var samþykkt svo lát- andi ályktun, frá síra Helga Arnasyni, með öllum samhljóða atkvæðum: a, Fundurinn lýsir óánægju sinni og gremju yfir sundrungu og árangurs- lausu þrefi í stjórnarskrármálinu. b, Fundurinn skorar á alþingi að taka því tilboði stjórnarinnar, er fram kom á síðasta þingi, ef það stendur' enn til boða. 2. Samgöngumádið. Eptir nokkrar um- ræður samþykkti fundurinn með öllum atkvæðum þessa ályktun: a, Fundurinn skorar á alþingi að veita sams konar styrk á næsta fjárhagstíma- bili og síðasta þing veitti til gufubáts- ferða um Breiðafjörð, þó með þvi skil- yrði, að ferðirnar verði eigi færri en 5 á ári. b, Fundurinn skorar á alþingi að veita ekki fé á næsta fjárhagstímabili til akbrauta. 8. Landbúnaður. Þessi ályktun sam- þykkt með öllum atkvæðum: Fundurinn skorar á alþingi að styrkja landbúnaðinn, sem nú virðist standa veikum fótum, sem allra mest, bæði með fjárveitingu og lögum. 4. Sérstök lánsstofnun. 1 einu hljóði samþykkt svo látandi ályktun: Fundurinn óskar, að alþingi gangist fyrir því, að sérstök lánsstofnun til eflingar verklegum fyrirtækjum komist sem fyrst á fót. 5. Þjódjardasala. Eptir nokkrar um- ræður, samþykkt í einu liljóði: Fundurinn skorar á alþingi að halda áfram þjóðjarðasölunni. 6. HeiJbrigðisniál. Með öllum atkvæð- um samþykkt, eptir litlar umræður: Fundurinn skorar á alþingi að semja lög, sem innihaldi ströng hegningará- kvæði við broturn á alrnennum heil- brigðisreglum. 7. Vínsölubann. T einu hljóði sam- þykkt þessi ályktun: Fundurinn skorar á alþingi að banna alla áfengissölu hér á landi, nema sem lyf eptir læknisráði. 8. Löggilding hafna. Samþykkt með öllum atkvæðum: Fundurinn óskar, að alþingi löggildi Sandalegu á Snæfellsnesi. 9. Hafna- og lendinga-bœtur. Samþ. með öllum atkvæðum: Fundurinn skorar á alþingi að veita leyfi til þess, að mannvirkjafræðingur landsins skoði Rlfsós, og segi álit sitt um, hversu hann verði umbættur, svo þar yrði öruggt skipalagi, jafn framt og alþingi áætli í næstu fjárlögum hæfi- lega upphæð til umbóta Rifsósi. 10. Kosningarréttur. I einu hljóði samþykkt: Fundurinn skorar á alþingi að rýmkva svo kosningarréttinn, að eigi sé hann bundinn við tillög til sveitar, né önnur álika óeðlileg takmörk, svo og fjölgi kjörstöðum að miklum itmn þannig, að sérhver kjósandi fái notið kosningar- réttar á varnarþingi sínu. 11. Lœknaskipimarmádið. Svo látandi ályktun samþ. með öllum atkvæðum gegn 1. Fundurinn skorar á alþingi að svo framt það eigi samþykkir frumvarp það, er stjórnin kann að koma með, þá séu laun aukalækna hækkuð upp í 1500 kr. að minnsta kosti. 12. Bankamál. Samþykkt svo hljóð- andi áskorun í einu hljóði: Fundurinn skorar á alþingi að rann- saka aigerðir bankastjórans, hvað snert- ir húsbygginguna og fleira. Fleiri mál voru tekin tii umræðu, en eigi leidd til lykta. Fundi slitið. Einar Markússon. Einar Þorkelsson. Þing'miílafundur Mýrainanna. Árið 1899, 22. dag júnímán. var hald- inn þingmálafundur fyrir Mýrasýslu í Galtarholti. Þingmaður kjördæmisins hafði boðað til hans. Fundarstjóri var kosinn Magniís Andrésson, fyrrum prófast- ur á Grilsbakka, en skrifari Jóhann prest- ur Þorsteinsson i Stafholti. Fundarmenn voru 27. Þessi mál voru tekin fyrir: 1. Menntamád og skölamál. Eptir nokk- urar umræður var með samhljóða atkvæð- um allra fundarmanna samþykkt svo látandi niðurlagsatriði: Fundurinn kannast við, að sönn mennt- un sé aðal-undirstaða allra þjóðþrifa, en hann álitur að rneir sé undir því komið, hrernig skólarnir séu, en undir því, hve margir þeir séu, og nú, þegar samgöng- ur á sjó og landi eru orðnar miklu greiðari, en áður, .ætlar fundurinn að heppilegra sé, að hafa ekki nema 2 búnaðarskóla, og að eins 1 gagnfræða- skóla, er styrktir séu af landssjóði, og skorar fundurinn alvarlega á alþingi, að fgölga ekki skólutn eða skólakennara- embœttum að svo stöddu. 2. Stjórnarskrármádið. Eptir langar umræður var gerð og samþykkt svo lát- andi niðurlags-ályktun í einu hljóði: Fundurinn álitur stjórnarbót í sömu átt og kostur var á frá stjórninni 1897 nægja fyrst um sinn, og vera helzt við hæfi þjóðarinnar, og skorar þvi á næsta alþingi, að reyna að fá henni framgengt; þó vilja 10 fundarmenn, að það sé gert að beinu skilyrði, að 61. gr. stjórnarskrárinnar sé haldið óbreyttri. 3. Fádœkramád. Fundurinn var með- mæltur þeirri breytingu á þurfamanna- löggjöfinni, að hver maður eigi allt frá 16 ára aldri þar sveit, er móðir hans átti lögheimili, þá er hann fæddist. Að binda sveitfesti við lögheimili manns, er liann verður sveitarþurfi, álítur fundurinn óhaf- andi; fátækrafiutningsákvörðununum álít- ur fundurinn eigi þörf að breyta. Að öðru leyti álítur fundurinn réttast, að stjórnin leggi fýrir þingið nýtt frumvarp til fátækralöggjafar. 4. Fundurinn skorar á þingið, að semja frumvarp, er felli sem fyrst horfellislögin frá 26. febr. 1898 úr gildi. 5. Fundurinn skorar á alþingi, að sam- þykkja frumvarp það, er frézt hefur að stjórnin muni leggja fyrir þingið um þjóðveg frá Borgarnesi til Stykkishólms. 6. Fundurinn óskar, að alþingi semji lög þess efhis, að ljósmæðrum verði laun- að úr landssjóði. 7. Fundurinn óskar, að þingið geri það, sem unnt er, til að efla landbúnað- inn, svo sem með þvi, að veita búnaðar- félögum ekki minni tjárstyrk, en að und- anförnu, og sérstaklega með því, að royna að útvega markað fyrir afurðir landsins. 8. Lánsstofnun álítur fundurinn ísjár- verða, meðan ekki bætist úr markaðs- leysinu. 9. Fundurinn óskar, að þingið bæti úr göllum, sem eru á lögum um tilbún- ing verðlagsskráa. 10. Fundurinn óskar, að þingið breyti með lögum friðunartíma á álptum þannig, að hann veröi frá 1. apríl til 15. sept. ár hvert, og að bannað verði að taka álptaregg. 11. Fundurinn skorar á þingið, að gera þá breyting á vegalögunum, að fela sýslumönnum innheimtu sýsluvegagjalds

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.