Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 15.07.1899, Qupperneq 4

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 15.07.1899, Qupperneq 4
176 Þjóðviljisw ungii. vnr, 44:=45; hjá gjaldendum eptir niðurjöfnun hrepps- nefnda. 12. Fundurinn skorar á alþingi að samþykkja aptur óbreytt frumvarp frá 1897 um læknaskipun á Islandi. Feira kom ekki til umræðu. Fundi slitið. Magnús Andrt'sson. Jöli. Þorsteinsson. Þing-málafiindir Borgiirðinga. I. A Skipaskaga 22. maí. 1. Stjórnarskrármálið. Fundurinn vildi ganga að stjórnartilboðinu frá 1897. 2. Vínsölubanni var fundurinn nindregið meðmæltur. 3. Tolimál. Tollmissir við vínsölubann skyldi bættur upp með hækkun á tóbakstolli og helm- ings bækkun á vínfangatolli, enn fremur tolli á kaffibrauði og steinolíu. Ymsir fundarmenn vildu einnig láta tolla ‘smjörlíki, aðfluttar kart- öflur, útlendan skófatnað og álnavöru. 4. Póstmál. Alitið æskilegt, að guf'ubáta- ferðirnar verði meir, en verið hef'ur, notaðar til póstflutnings, en styttar ferðir landpósta 5. Akranesvitinn. Viti á Skipaskaga álitinn mjög nauðsynlegur vegna vaxandi skipaferða, og því nauðsynlegri f'yrir það, að Ijósker brepps- ins verði lagt niður, vegna þess að bátaútvegur er þar á forum. t>. Fátækramál. Æskt eptir, að fátækralög- gjöfin verði endurskoðuð og samandregin. og sérstaklega skýrð ákvæðin um heimilisf'estu lausafólks. 7. Tekjur presta og kirkna. Æskt nýrra og ljósari fyrirmæla um þær, vegna mikillaró-. vissu í því ef'ni í sjóplássum. 8. Alþingistíðindi. Hætt sé að prenta um- rœðurnar. 9. Eptirlaunamálinu skyldi haldið í hreif- ingu. 10. Botnvörpumál. Upptæk veiðarfæri skyldi ekki ónýta. II. .4 Grund í Skorradal 19. júní. 1. Stjórnarskrármálið. Um það ail-langar umræður, og skiptust menn í tvo flokka um stjórnartilboðin, en eigi f'ór nein fullnaðarat- kvæðagreiðsla fram. 2. Áfengismálið. Fundurinn mótfallinn vín- sölubanni og nýju gjaldi af vínsölu. 3. Banakmál. Skorað á þingið að auka starfsfé bankans að mun, í þeim tilgangi sér- staklega, að veita bændum lán með vægum vöxtum um iangt árabil, en án þess að ofur- selja landið útlendu auðvaldi. Jafn framt farið fram á, að bankinn hætti að taka vexti af lán- um fyrirfram. 4. Búnaðarmál. Samþykkt var að skora á þingið að stuðla að aukning at'- urða landbúnaðarins að vöxtum og verðmæti með stórum meiri fjárframlögum, en hingað til, sérstaklega með einkar vægum lánskjörum; að allsherjarbúnaðarfélagi fyrir landið verði komið á; að lagður verði 15 aura tollur á smjörlíki; að strangt eptirlit verði haft með innflutn- ingi á ósútuðum húðum, sé hann eigi alveg bannaður; að hækkaður só að mun styrkur til búnað- arfólaga. 5. Ritsímamálið. Meiri hluti fundarins var meðmæltur því, að lagt só fram fé til sæsíma og landsíma milli helztu kaupstaða landsins, ef' allur árskostnaðurinn við það f'yrir landið verði eigi rneiri en 80 þúsund krónur. 6 Fuglafriðun. Friðunartími álpta sé breytt þannig, að liann verði frá 15. mai til 15. okt. Bannað sé að taka álptaregg. 7. Horfellislög. Skorað á þingið, að nema þau nú þegar úr gildi. 8. Fátækralöggjöf. Þingið skori á stjórnina, að undirbúa rækiloga endurskoðun á henni. 9. Alþingistíðindi. Hvert mál vc-rði þar ef unnt er prentað út af' fyrir sig. 10. Borgaralegt hjónaband. Skorað á þing- ið að halda því máli fram. 11. Yfirsetukvennalaun. Þau verði fram- vegis greidd úr landssjóði. Um 50 kjósendur á fundi. Fundurinn stóð 6 stundir. Þingmálafundur í Kjrtsarsýslii. Ár 1899, hinn 17. júní var þingmálafundur haldinn f'yrir Kjósarsýslu í Kollafirði. Fundinn sóttu 35 kjósendur, og kusu eptir uppástungu síra Þorkels á Ileynivöllum f'yrir fundarstjóra alþm. Jón liórarinsson, sem sett haf'ði f'undinn, og fyrir skrif'ara síra Olaf' Stephensen á Lága- f'elli. Fyrst las fundarstjói’i upp dagskrá f'yrir f'undinn, og var f'yrst tekið fyrir eptir henni: 1. Alþýðumenntunarmálið. Eptir nokkrar umræður um það mál var samþykkt með sam- hljóða 23 atkvæðum áskorun til alþingis að það setji f'astar reglur l'yrir styrkvaitingum vir lands- sjóði til barnakennslu, og að alþýðukennarar þeir, sem tekið hafa próf við kennaraskólann verði teknir fram yfir þá, sem ekki haf'a aflað sér þessarar menntunar. 2. Fjármál og tollmál. Eptir all-miklar um- ræður var samþykkt með 27 utkvæðum gegn 1 svo látandi tillaga frá alþm. síra Þorkeli Bjarna- syni: „Fundurinn skorar á alþingi að afnema tí- undarframtal og lausafjárskatt. Gjald til prests og kirkju, sem goldizt hef'ur af lausafjártíundi skal lagt á samkvæmt 2. gr. viðaukalaga við lög nr. 5, 27. febr. 1880, um stjórn safnaðarmála o. s. f'rv., dags. 22. maí 1890; en gjöld til sýslu- sjóðs skulu lögð á að hálf'u leyti eptir tölu fast- eignarhundraða, en að hálfu leyti eptir tölu verktærra manna“. Um tollmál kom fram tillaga frá Guðmundi í Elliðakoti, sem samþykkt var með öllum at- kvæðum, að skora á alþingi, að auka ekki tekj- ur landsjóðs með neinum tollum á útfluttar vör- ur, heldur, ef hækka þyrfti tekjur landssjóðs, þá yrði hækkaður tollur á víni og tóbaki, og settir tollar á bittera alla og gosdrykki út- lenda. 8. Bindindismálið. Samþykkt með 15 atkv. gegn 9 algert vínsölubann og sömuleiðis sarn- þykkt með 12 atkv. gegn 7, að fundurinn lýsti sig mótfallinn því, að nokkur maður fengi verzl- unarieyfi á víni fyrir gjald. 4. Skipting Kjósar- og Gullbringu-sýslu í tvö sýslufélög var samþykkt með 35 samhljóða atkvæðum, og þingmönnum falið að flytja það mál á þingi. 5. Horfellislögin. Fundurimn skorar á al- þingi að nema horfellislögin úr gildi. Yar sii tillaga samþykkt með 26 samhljóða atkvæðum. 6. Fundurinn tjáði sig mótfaliinn allri fast- eigna- og nytja-sölu út úr landinu. 7. Utanhreppsábúð. Samþykkt tillaga með öllum atkvæðum, að maður, sein á jörð íöðrum hreppi, sé skyldur að hafa sæmilega áhöfn á jörð sinni. 8. Sii tillaga var samþykkt með öllum at- kvseðum, að skora á þingmennina, að stuðla að því, að gerður verði akvegur eptir aðalpóstleið- inni frá Árbæ inn að Leirvogsá. 9. Stjórnarskrármálið. Samþykkt eptir nokkr- ar umræður með 32 samhljóða atkvæðum áskor- un til þingsins um að ganga að stjórnartilboð- inu frá 1897. Fundi slitið. Jón Þórarinsson. Ol. Stephenssm. Þingmálal'undur Austur-Skaptfellinga. Ár 1899, þ. 2. d. júnimánaðar var þingmála- fundur haldinn að Höfn í Austur-Skaptafells- sýslu. samkv. fundarboði ffá þingmanni sýsl- unnar Jóni prófasti Jónssyni að Stafafelli, sem mættur var, og setti f'undinn. Fundarstjóri var kosinn Jón prófastur Jóns- son, og skrifari Þorleifur hreppstjóri Jónsson. Tók þá fundurinn þessi mál til umræðu og meðferðar: 1. Stjórarskrármálið. Eptir all-miklar um- ræður um það mál samþykkti f'undurinn með öllurn atkvæðum svo hljóðandi tillögu: Fundurinn lýsir sig meðmœltan því, að þingið aðhyllist stjórnartiíboðið frá 1897, J)ó svo að engum landsréttindum vorum, vaeri þar með haggað. og ósk- ar helzt, að samþykkt verði frumvarp samhljóða því, er kom frá efri deild 1897. 2. Samgöngumálið. Fundurinn lýsti megnri óánægju yflr því, að strandferðabáturinn „Hólav“ hefði opt f'arið f'ram hjá Hornafirði, og það að ástæðulausu; óskar því fundurinn, að þingið herði að stjórninni til að fá því framgengt, að koma bátsins á Hornafjörð verði eptirleiðis viss og áreiðanleg. Einnig óskar fundurinn, að þing- ið veiti allt aö 6000 kr. til vegagjörðar f'rá Hólum að Höfn hér i sýslunni. 8. Horf'ellislögin. Fundurinn skorar á þing- ið, að afnema þegar í sumar Iög f'rá 26. í'ebr. 1898 um horf'elli á skepnum. 4. Sveitfestismálið. Fundurinn var meðmælt- ur þeirri breytingu á þurfamannalöggjöfinni, að hver þurfamaður ætti þar sveit, er hann hefði lengst átt lögheimili sem sjálfbjarga maður^ milli 16 og 60 ára aldurs, og að dvalarhreppur og framf'ærsluhreppur kostuðu þurfamannaflutn- ing í sameiningu, þegar hann kæmi fyrir. 5. Skattamál. Fundurinn var samþykkur af'námi tíundarframtals og lausafjárskatts, og hækkun á ábúðarskatti. 6. Lánstofnun. Fundurinn óskaði að þingið gjörði það, er í þess valdi stæði, til að bæta úr peningaskorti í landinu. 7. Þjóðjarðasala. Fundurinn var meðmæltur því, að þjóðjarðir og kirkjujarðir væru gjörðar falar ábúendum, þó svo, að landssjóður ætt.i kauprétt á hverri slíkri jörð, er gengi úr sjálf's- ábúð, og óskaði jafnframt, að sérstakur sjóður yrði stof'naður af andvirði seldra þjóðjarða. 8. Læknaskipunarmálið. Fundurinn er mót- fallinn því, að stofnuð séu ný læknisembæti með eptirlaunum, en óskar að laun aukalækna séu lieldur hækkuð f'rá því, sem nú er. 9. Yfirsetukvennamál. Fundurinn skorará þingið að semja lög um, að laun yfirsetukvetma séu greidd úr landssjóði. 10. Fundurinn óskar að þingið veiti styrk til búnaðarfélaga á sama hátt eins og undan- farið. 11. Fundurinn skorar á þingið, að hlutast til um það við stjórnina, að gangskör verði gjörð að því, að skipaleið inn Hornafjörð verði mæld á næsta sumri, af því herskipi or fæst við strandmælingar hér við land. •---000^00«------ Synodus var haldinn í Reykjavík dagana 28. og 29. júní. Auk stiptsyfirvaldanna og prestaskóla- kennaranna, voru mættir liðugir tuttugu prófastar og prestar. — Síra Olafur Helgason sté í stólinn. — Auk hinnar vanalegu útbýtingar á styrktarfé uppgjafapresta og prestsekkna, hafði synodus að þessu sinni eptirfylgj- andi mál til meðferðar: Handhókarmálið. Biskup skýrði frá, að síðan á seinasta synodus hefði biblíu- félagið íslenzka fengið tilboð frá hinu brezka bibiíufélagi, um ríflegan fjárstyrk til endurskoðunar á þýðingu nýjatesta- mentisins. Ýmsar raddir hefðu og látið til sín heyra um það, að æskilegt væri, að þýðingin á pistlum, guðspjöllum og öðrum ritningargreinum í hinni nýju handbók væri endurskoðuð, úr því end- urskoðun ritningarinnar væri þegar byrj- uð. Af þessum ástæðum hafði handbókar- nefndin því frestað frekari framkvæmdum til prentunar og löggildingar hinnar nýju handbókar, en hins vegar hafði hún farið þess á leifc við prestaskólakennendurna,

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.