Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 26.01.1900, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 26.01.1900, Blaðsíða 4
20 Þjóðviljinn. XIV, 5.-6. sunnan frá Niirnberg. Af vinafólki okk- ar í Berlín skal eg að eins nefna þá, sem flestir Islendingar þekkja, fröken M. Lehmann-Filhés, og prófessor Heusler og konu hans. Herra Heusler er sviss- neskur að uppruna, og kennari við há- skólann í Berlin; hann er mörgum á Is- landi að góðu kunnur, síðan hann ferð- aðist á Fróni, og hafa þau hjón mjög hlýjan hug til íslands, og bæði hafa þau sýnt þeim Islendingum mikla gestrisni, sem þau hafa náð til. Fröken M. Lehmann-Filhés býr saman við móður sína aldraða og bróður, sem er háskóla- kennari í stjörnufræði og stærðfræði; hún er inikil gáfukona, og sérstaklega lagin fyrir málfræði; kann hún mörg mál ágæt- lega, og hefur sjálf kennt sér íslenzku, svo vel, að furðu gegnir; hún skilur Dý- íslenzku betur, en nokkur útlendingur, sem eg þekki, og hefur lagt út ágætlega vel íslenzkar þjóðsögur, og mörg kvæði höfuðskáldanna íslenzku; hún hefur og snúið mörgum íslenzkum greinum, rit- gjörðum og skáldsögum, og hefur gjört mjög mikið til þess, að útbreiða þekk- ingu um Island og Islendinga á Þýzka- landi, enda ann hún íslandi meir, en margir íslendingar, og hefur brennandi áhuga á öllu, sem íslenzkt er. Megum vér vera henni þakklátir fyrir allt henn- ar mikla starf. Fröken LehmaDn-Filhés hefur og stundað íslenzkar hannyrðir, og hefúr, eins og kunnugt er, skrifað merki- legar ritgjörðir um spjaldvefnaðinn ís- lenzka, og fundið sams konar vefnað langt úti í löndum. Hér læt eg þá staðar numið. Þessa síðustu daga höfum við verið að skoða söfn hér í Berlín, og annað því líkt, og á morgun er ferðinni heitið til Hafnar. Bókfregn. Fornleifafélags árbólcin 1899 flytur skýrslur um fornmenjarannsóknir hr. Brynjólfs Jónssonar árið 1898. — Ferð- aðist hann það surnar fyrst í Grrafningi, en síðan í Barðastrandarsýslu. I Grafn- ingi rannsakaði hann rústir Grímkels- staða, þar sem Harðarsaga segir, að Grímkell hafi búið, og eru rústir þess bæjar enn til. Meiri vankvæði eru apt- ur á móti á því, að ákveða, hvar Stein- rauðarstaðir hafa verið, þar sem Land- náma segir, að Steinröður hafi búið, og þykir hr. Brynjólfi líklegast, að þeir hafi legið í Nesjalandi, vestan vert við Þing- vallavatn, enda finnast þar bæjarústir á þrem stöðurn, sem auðsjáaniega eru mjög fornar. Hvað rannsóknirnar í Barðastrandar- sýslu snertir, þá gróf höfundurinn, ásamt capt. Bruun, upp ýmsar fornmannagrafir, eða dysjar í Berufirði, sem talið er víst, að séu frá heiðni, þótt eigi viti menn nú, hverjir þar hafa grafnir verið.— Fátt fundu þeir þar markvert, nema leifar af mannsbeinum, axarblaði og hestabeinum, og getur hr. Br. J. þess, að hestajaxlarn- ir séu miklu stærri, en jaxlar vorra hesta, enda benda og kjaptmél og skeifur í forn- gripasafninu til þess, að hestar forn- manna hafi verið stærri, en hestar eru nú hér á landi. Enn fremur rannsakaði og Br. J. Þorskafjarðar þingstað hinn forna, og ýmsa sögustaði, er getur um í Landnámu, Gullþórissögu, Grettissögu og Fóstbræðra- sögu, og getum vér eigi, rúmleysisins vegna, farið út í þær sakir hér. Þá er enn í Arbókinni fróðleg grein um rúnasteina, sem fundizt hafa liér á landi, eptir dr. Björn M. OJsen. — Skýr- ir hann þar meðal annars frá legsteini, með rúnaletri, sem fundizt hefur í Hjarð- arholti í Dölum. Steinn þessi hefur ver- ið reistur Halli Arasyni, og færir dr. Olsen mörg sennileg rök að því, að hér liljóti annað tveggja að vera átt við Hdll Arason á Höskuldsstöðum, eða Hall Arason á Jörfa, er beggja getur í Sturlungu, og getur letrið þá eigi verið yngra, en frá 13. öld, og er rúnasteinn þessi því elzti rúnasteinninn, er enn liefur fundizt hér á landi. Loks er í Árbókinni skýrsla um muni, er Forngripasafninu hafa bæzt ár- ið 1898, og myndir af þremur merkum forngripum (ábreiðu, skríni og nisti), á- samt skýringargreinum eptir forngripa- vörðinn, alþm. Jón Jákohsson. Af meðlimaskýrslu þeirri, er Árbók- inni fyigir, sézt, að innheimta félags- gjaldanna gengur að sumu leyti álika reglulega, eins og í Bókmennta- og Þjóðvina-félaginu, þar sem ýmsimi felags- mönnum er látid paiJ haldast uppi, að greiða ekki árstillög sín árum saman, og þarf þo Fornleifafélagið vissulega á öllu sinu að halda, jafn mikið verkefni, sem það á fyrir iiöndum. — En margir af þeim, sem í verstum skilum standa, eru ýmist embættismenn, eða alkunnir efna- menn, sem tæplega er trúandi, að draga myndu að borga, ef félagsstjórnin á- minnti þá alvarlega í því efni. — Sem fylgirit fylgir Árbókinni skýrsla a dönsku um fornmenjarannsóknir capt. Daniels Bruun hér á landi 1898, og er hún, eins og annað, sem D. Bruun skrifar, skemmtilega rituð, og prýdd fjöldamörg- um myndum. ----e>OC>g*OOc-- Þjóðólfur „skrifar fyrir fólkið“. (Úr bréfi.) .... „Þá er að minnast á „Þjóðólf“; það blað gerir mig hryggan og reiðan í hvert skipti, sem eg les það; ekkiafþví, þótt ritstjórinn hamist gegn Yaltýzkunni, það má hann gjarnan fyrir mér, heldur af því, hvernig liann, guðfræðingurinn sjálfur, skrifar. Hann virðist leggja mesta stund á, að villa lesendur sína, þ. e. reyna að láta þá missa sjónar á aðal-efni hvers máls, sem um er að ræða, en festa sig í útúrsnúningum, skömmum og bríxlyrðum um náungann. Hann hefur nú, hvað ept- ir annað, fengið maklega ráðningu hjá ykkur Þjóðvilja-mönnum, en það er eins og að skvetta vatni á gæs, hann veður skamma-elginn eptir sem áður, en forð- ast að koma nærri aðal-efni þeirra mála, sem um er verið að ræða. Maðurinn ristir víst líka ákaflega grunnt í þekk- ingu á alm®nnum landsmálum, enda heyri eg marga segja, að hann sé á allsendis rangri hyllu, sem blaðamaður; honum láti bezt, að rýna í gamla doðranta og ættar- tölur. En hvað um það, eg held nú samt, að „Þjóðólfur“ hafi lag á því, að skrifa fyrir fólkið, og mikill hluti alþýð- unnar skilji hann betur, en ykkur. Hann er svo leikinn í því, að blanda saman lýgi °g ögn af sannleika, og krydda svo þennan samsetning með getsökum og íllyrðum; þessu þykir fólkinu gaman að, einkum þegar þingmenn eiga í hlut, þvi sanDast að segja, á þingið ekki upp á pallborðið hjá almenningi um þessar mundir, og eiga blöð, eins og „Þjóðólf- ur“, ekki lítinn þátt í því, að rýra virð- ingu þess. Margir gleypa við þessum óþverra-greinum „Þjóðólfs“, eins og heilögum sannleika, og lofa „Þjóðólf“ fyrir það, live hann sé einstaklega frjáls- lyndur, óháður og einarður, hann þori að segja þeim til syndanna, karlinn. „Þjóðólfur“ klykkir líka flesta þessa fallegu leiðara út með hinu væmnasta hóli um sjálfan sig, hvað hann sé ein- staklega heiðvirt og óháð blað, sem fylgi sannleikanum þráðbeint, hver sem í hlut á. Ejitir minni meiningu er „Þjóðólfur“ nú hið hættulegasta blað, sem nokkurn tíma hefur komið ut hér á landi. Hann útbreiðist vist líka töluvert. Ritstjórinn skrifar fjölda af prívat-bréfum, og fær með þvi útsölumenn hópum saman, sem hann lofar á hvert reypi fyrir skarpleika og politiskan þreska, þótt þeir vitanlega, sumir hverjir, beri sárlítið skyn á almenn landsmál; en hjá því fólki kemur „Þjóð- ólfur“ sér einmitt bezt fyrir. Menn geta haft sínar ástæður til þess, að vera á móti Valtýzkunni; um það er ekkert að fást; og mér fyrir mitt leyti, hefur sífellt þótt það nokkuð litið, sem í boði er, þótt það óneitanlega sé töluvert spor í áttina, og engu sleppt með því, að taka því. En þegar maður sér engar aðrar ástæður, en orökstuddar skammir um þjóðkunna og valinkunna menn, þá liggur næst að setla, að þeir, sem slíkum óþverra kasta að mótstöðumönnum sínum, bafi lítið annað til í fórum sínum. Nú sem stend- ur er „Þjóðólfur“ sjálfsagt landsins mesta apturhaldsblað; en að slíkir piltar skuli vaða uppi, og blekkja íáfróðan almúga með því, að þeir standi á verði fyrir frelsi fósturjarðarinnar, það sárnar mér mest, og þess vegna er jeg sífellt í svo íllu skapi, er jeg les skamma-þvætting- inn í „Þjóðólfi“. „ * * * Það væri vissulega ílla farið, ef „Þjóð- ólfi“ tækist eins vel við almúgann, eins og hinn heiðraði höfundur framan ritaðs bréfkafia óttast Það er alveg rétt

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.