Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 26.01.1900, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 26.01.1900, Blaðsíða 5
XIV, 5.-6. Þjóð viljinn. 21 athugað hjá honum, að „Þjóðólfur“ virð- ist gjöra sér far um, að villa sjónir fyrir lesendum sínum með persónulegum íll- yrðum um einstaka menn, er hann grein- ir á við um landsmál, og þar getur hann verið hættulegur fyrir þá, sem litið skyn bera á stjórnmál, en þykir hins vegar gaman af, að heyra náunganum úthúðað, og eru auðtrúa á öll íllmæli. En vér hyggjum, að sá hluti þjoðarinnar sé, nú •orðið, tiltölulega heldur fámennur, og þvi sé hræðsla höf. ekki á svo miklum rök- um byggð. Hvað stjórnarbótadeiluna sérstaklega snertir, þá eru ágreinings- atriðin þar svo einföld og auðskilin, að hver meðal-greindur maður, sem eitthvað reynir til að gjöra sér þau ljós, hlýtur að sjá, að „Þjóðólfur" fer þar með villu eina og flækjur, og vér efumst ekki um, að „Þjóðólfur11 sjái það sjálfur og finni, og þess vegna láti hann, eins og hann lætur. Vér erum þvi ekkert hræddir við hin skaðlegu áhrif „Þjóðólfsu á meiri hluta þjóðarinnar; einstaka skynskiptingar kunna að taka mark á rausi hans, en það skiptir engu. Vér teljum víst, að vegur hans þverri óðum, ef ritstjórinn ekki von bráðar sér að sér, og tekur að rita í blað sitt, sem siðaður maður, en ekki sem illa upp alinn, og miður vel innrættur, drengur. Ritstj. t Jón Einarsson var fæddur á Eyri i Skötufirði 21. desbr. 1849. Foreldrar hans voru: Einar bóndi Magnússon og Karitas Ólafsdóttir, hattamakara á Eyri. 15 ára að aldri fluttist hann með foreldr- um sinum að Garðsstöðum í Ögursveit, og var þar síðan alla æfi. Fyrir innan tvítugs aldur gjörðist hann formaður fyr- ir föður sinn; kom það þá brátt i ljós, að hann var afbragð annara ungra manna að dugnaði til sjóarins, enda lánaðist hon- um svo vel, að hann varð þegar með mestu aflamönnum hér við Djúp. Arið 1877 gekk hann að eiga Sigríði Jóns- dóttur, dóttur Jóns bónda Auðunssonar í Botni í Vatnsfjarðarsveit, og Kristínar Runólfsdóttur, prests frá Brjár*fiæk. Byrj- uðu þau búskap á Garðsstöðum árið 1880, fyrst móti föður Jóns, en tóku við allri jörðinni 1883, og bjuggu þar síðan. Þeg- ar er Jón kvongaðist, var hann talinn með efnuðustu ungum mönnum i Ögursveit; var það að þakka hinum frábæra dugnaði hans og litsjón, því enga hafði hann arfa tekið. Öllum, sem þekktu Jón heitinn, mun koma saman um það, að meiri dugn- aðarmann til lands og sjóar hafi þeir vart þekkt; það var eins og hann væri óþreyt- andi, og eptir því var útsjónin og hag- sýnin; var það svo sem segin saga, að Jón Einarsson bæri af flestum öðrum með aflabrögð, hvort sem hann sótti sjó frá heimili sinu, eða Bolungarvík, þar sem hann reri margar vertíðir. Þótt hann að náttúrufari væri hneigðari fyrir sjóinn, en landbúskap, sýndi hann hinn sama dugnað, sem landbóndi. Hann bjó allan sinn búskap á lítilli og fremur lé- legri jörð, en hann bætti hana rnjög mik- ið, auk þess sem hann hafði aðra jörð með, er liggur þó í mikilli fjarlægð; varð honum því landbúskapurinn ærið dýr. Allan búskap sinn var Jón einn stærsti bóndinn í Ögursveit, og heimili hans mjög stórt, en hann veitti því forstöðu með prýði og snilld; þótti hann hinn bezti heimilisfaðir og húsbóndi, eins og líka allir lofuðu hann, sem hinn bezta formann, enda þótt vinnan væri ströng, sökum hinnar frábæru sjósóknar; var og ekki öðrum, en vöskum mönnum, hent að fylgja honum, að hvaða verki, sem hann gekk. Þau hjón áttu 9 börn, lifa 7 af þeim, 5 synir og 2 dætur. Hjóna- band þeirra var mjög ánægjulegt; létJón sál. sér mjög annt um gott uppeldi barna sinna, og gekk sjálfur á undan þeim með góðu dagfari í hvívetna; var hann og stilltur og gætinn maður i allri framgöngu. Að eðlisfari var hann fremur skynsamur maður, en hafði litillar menntunar notið i uppvextinum. Heimili þeirra hjóna var mesta gestrisnis og greiðaheimili, og margir leituðu þangað hjálpar; var Jón sál. greiðvikinn og hjálpsamur við sveit- unga sína. I sveitarstjórn Ögurhrepps var hann frá því 1880, og til dauðadags. Yfir höfuð var hann mikils metinn af öllum, sem einhver kynni höfðu af hon- um, og sómi stéttar sinnar. Fyrir meira en ári siðan mun hann hafa kennt sjúk- leika þess, sem lagði hann algerlega i rúmið í síðastliðnum ágústmánuði, og leiddi hann til bana 27. f. m., eptir mikl- ar þjáningar. Jarðarför hans fór fram á Ögri 6. þ. m. Bændastétt vor hefur með honum misst einn sinna nýtustu liðsmanna. »/, — 1900. — S. 20 •ekki eptirförina að óttast, því að slarkararnir i höllinni .höfðu þá annað að hugsa. Svona hafði hann hagað því fyrrum; en nú var •'öðru máli að gegna, þar sem svo sterkar gætur voru á honum hafðar. Yið liefðum því bæði verið ílla stödd, ef við hefð- um eigi átt eina vinnukonuna í höllinni hliðholla okkur. Þetta var hún Úlrikka gamla, sem þekkt hafði Ditleif minn frá því, er hann fæddist. Hún færði mér einu sinni þá orðsendingu frá hon- um, að hann ætlaði að bíða mín í pílviðarrunninum, hinu megín við hallar-sýkið, þvi að lengra þyrði hann ækki að fara. Og var það nú að kynja, þótt eg færi þá þangað til fundar við hann? Jeg sá ekkert rangt í því þá, og sé það ekki enn, því að ávallt frá kvöldinu því, er hann hafði dregið innsiglishringinn sinn á fingurinn á mér, hafði eg ver- ið hans. Og hvernig atti jeg þá að neita honum um þetta, og það nú, er hann var i raunum sínum, og átti sem andstæðast? Jeg fór því á fund hans á ákveðnum stað og stundu- Og þegar svo áliðið var orðið, að jeg varð að fara lieim, fýlgdi hann mér út úr skóginum, og kyssti mig þá að skilnaði. Það varð síðasti kossinn hér á jörðu, — það vissi jeg ekki þá. En jeg vildi, að jeg hefði vitað það þá, þvi að þá hefði jeg beðið, og dáið svo með ástvini mínum. Jeg gekk nú heimleiðis í myrkrinu. 13 Gæti jeg haldið mér i þessu ástandi, var jeg þess full-vís, að jeg gæti haft áhrif á andann. Loks varð klukkan fjórðung stundar yfir eitt, og þá heyrði jeg fyrsta fótatakið í ganginum. Jeg rétti út hendurnar, eins og skipandi, og beið svo, án þess að hreifa legg eða lið. Þegar skrefin komu að stigagatinu, varð myndin enn sýnileg, svo sem i þoku, en varð síðan skýrari og skýrari, nálgaðist, og nam loks staðar á þrepskildinum. Og þar sýndist þessi þoku-mynd að dragast æ meir og meir saman, taka á sig kvennmanns-mynd, snúa sér að mér, og líta mig þvi augnaráði, er eg aldrei mun gleyma. Hún var ung að sjá, en svo raunaleg á svipinn, að hver, sem hefði séð hana, hefði mátt vikna, því að í augum hennar lýsti sér einhver ósegjanleg skelfing, sem opt og einatt er afleiðing andlegra rauna. Enda þótt jeg gæti greint alla andlitsdrætti henn- ar, var andlitið þó ekki eiginlega, sem manns-ásjóna. Munnurinn var hálf-opinn, hendurnar voru smáar, og héngu þétt niður með hliðunum. Þokumynd þessi var fblleit að sjá, og sá titringur á hendinni og kjólnum, sem myndi þetta þá og þegar hverfa, og verða að lopti. En þar sem hún horfði svo alvarlega á mig, f'annst mér, að liún hlyti að nokkuru leyti, að géta gefið rnér hugsanir sínar til kynna, og lesið í huga minn. Jeg sagði ekki eitt orð, en hugsaði með sjálfum mér: „Yeslings, ógæfusama sál, jeg vil hjálpa þér, og gera fyrir þig allt, sem þú óskar“. Á vörum hennar sást þá, eins og titraði fyrir brosi;

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.