Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 16.02.1900, Side 3

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 16.02.1900, Side 3
XIV, 8. Þjóðviljinn. 31 tTtlöndL. Af ófriðinum í Afríku er lítið sem ekkert fréttnæmt að segja, siðan um miðjan desembermánuð f. á., er Bretar biðu mestar ófarimar fyrir Búum (sbr. 5—6. tölubl. „Þjóðv.“). Eptir orustuna við Tugela-fljótið, þar sem Buller, yfir- bershöfðingi Breta, beið mestan osigur- inn, sló óhug miklum á Englendinga; einkum urðu Lundúnabuar mjög felmts- fallir; þótti nú örvænt um, að Buller myndi fá leitt ofrið þenna til farsæl- legra lykta fyr*r brezka rikið. Honum hefur því verið vikið frá yfirherstjórn, og hún fengin í hendur Roberts lávarði, frægum herforingja, er Bretar hafa haft fyrir liði sínu á Indlandi; en næstur hon- um að völdum er Kitchener lávarður, er frægastur er orðinn af sigurvinningum sínum í Sudan. Má því segja, að Bretar tjaldi nú því, sem til er, gagnvart Búum, þar sem eru þessir tveir frægustu hers- höfðingjar, er þeir nú eiga til. Buller og Kitohener voru ný komnir suður í Kap í öndverðum f. m.; taka þeir þar ráð sin saman, hvernig öllu skuli til hag- að, svo Búum ríði nú að fullu. Buller hefur, hvað eptir annað, reynt til að komast yfir Tugela-fljótið, til þess að ná til Ladysmith; er á þessi 2—3 mílur fyrir sunnan bæinn. En Búar verja honuin yíirför svo hraustlega, að lítið verður á gengt; þó segja ensk blöð, að nokkrar hersveitir Breta muni hafa kom- izt yfir ána á afviknum stað langt frá aðal-herstöðvunum, og sóu á leið til Ladysmith. Búar sitja stöðugt um þá borg, og er mælt, að setulið Breta þar sé að fram komið af vista-skorti og veik- indum. Snemma í f. m. stóð all-snörp ocusta hjá Landysmith milli Búa og Breta, en hvorugir unnu neitt verulegt með þeim bardaga; annars eru fregnir þaðan að sunnan mjög á reiki og óáreið- anlegar; það eitt er víst, að enn sem komið er, horfist all-óvænlega á fyrir Bretum; þeir hafa látið ógrynni liðs þar syðra, og eru engu nær, nema síður, en þegar ófriðurinn byrjaði. Öllum fregnum ber saman um harðfengi og herkænsku Búa; standa þeir og Englendingum miklu betur að vígi að því leyti, að þeir eru nákunnugir öllum landsháttum, og liag- nýta sór það líka mjög vel; vita her- sveitir Breta opt og tíðum ekki af, fyr en þær eru gengnar í greipar Búa, og byssur Búa standa á þeim öllu megin. Sagt er, að ófriður þessi kosti Breta meira en 1 milj. króna dag hvern, enda er nú viðbrinaðurinn aukin dag frá degi, og stórflotar sífellt á ferðinni til Suður- Afríku; er búizt við stór-tíðindum þaðan á hverjum degi. Á Frakklandi er það helzt til tið- inda, að landráðamálinu er lokið með dómi, er kveðinn var upp 4. f. m. Að eins 4 höfuð-forsprakkarnir voru sak- felldir, Deroulóde og Buffet, dæmdir til 10 ára útlegðar, Guerin til 10 ára fang- elsis og Lue. Saluces til 10 ára útlegðar „til svívirðingaru. Þykir minna hafa orðið úr máli þessu, en í fyrstu áhorfð- ist, og jafn vel búizt við, að þessir kump- ánar verði náðaðir við fyrsta tækifæri. Frá Danmörku helzt að frótta, að látinn er 9. f. m. C. S. Klein, yfirborgar- stjóri í Kaupmannahöfn, rúmlega hálf áttræður. Hann hafði áður verið dóms- málaráðherra Dana 1872—1875, og þar af leiðandi Islands ráðgjafi; gaf hann út með konungi stjórnarskrá vora 1874, eins og kunnugt er, og kom hingað sama ár með konungi á þjóðhátíðina. Hann þótti lagamaður góður, og röggsamur embætt- ismaður. Borgarstjóra-embættinu hafði hann sagt af sér um síðastliðin áramót. Dýrafjarðar-botnverpingarnir. Þeir eru 3 fólagarnir, sem nú er ákveðið að höfða sakamál gegn, fyrir aðfarirnar á Dýrafirði, Nielson skipstjórinn, Holm- green stýrimaðurinn, og Bugaard mat- reiðslusveinn. Fréttir. Með wLauru“ komu þessi tíðindi helzt: Sýslumiinnsembættið í Barðastrandarsýslu er veitt settum sýslumanni þar, Halldóri Bjarna- syni. Auk hans sótti Magnús Jónsson, sýslu- maður Yestmanneyinga. Ný lög staðfest. — 5. desbr. f. á.: XVII. Um friðun á Hallormsstaðarskógi. XVIII. Um að Staðarsókn í Súgandafirði verði sérstakt prestakall með 300 kr. uppbót úr landssjóði (breyting á prestakallalögum 27. febr. 1880). XIX. Löggilding verzlunarstaðar að Suður- eyrarmölum í Súgandafirði. XX. Löggilding verzlunarstaðar við Norð- urfjörð í Strandasýslu. XXI. Um ákvörðun verzlunarlóðarinnar á ísafirði. 12. f. m.: XXII. Um stofnun veðdeildar i landsbank- anum í Beykjavík. XXHI. Um breyting á lögum um stofnun landsbanka, 18. sept. 1885. (Aukin seðlaútgáf- an um ’/2 milj.) XXIV. Um fjármái lijóna. XXV. Um meðgjöf með óskilgetnum börnum. XXVI. Um bann gegn tilbúningi áfengra drykkja. XXVII. Um fjölgun og viðhald þjóðvega. Óveitt prestaköll: Útskálar í Kjalarnespró- fastsdæmi, metið 1696 kr. 88 aur., 4500 kr. skuld hvílir á brauðinu, er afborgast með 300 kr. á ári. Veitt frá næstu fardögum. Akureyri i Eyjafjarðarprófastsdæmi, metið 1897 kr. 39 a. Veitt frá næstu fardögum. Saurbœr á Hvalfjaröarströnd, metið 1338 kr. 62 aur. Lán hvílir á brauðinu, tekið 1892 og ’93, upphaflega 2500 kr., sem endurborgast á 20 árum. Veitist í'rá næstu fardögum. Mosfell i Árnesprófastsdæmi, metið 1474 kr. 91 eyri. Lán hvílir á brauðiuu, tekið 1892, upphaflega 750 kr., sem borgast á 28 árum. Veitist frá næstu fardögum. Reynivellir í Kjalarnesprófastsdæmi, metið 1530 kr. 45 a. Lán á prestakallinu, tekið 1897, að upphæð 2800 kr., er endurborgast á 28 árum. I þremur þessara síðast nefndu prestakalla eru uppgjafaprestar, er að nokkru loyti fá eptir- laun sín af tekjum þeirra. — Aflabrögð prýðis-góð á Eyrarbakka fyrstu vikuna eptir nýjárið, tvíróið suma dagana og 60—80 í hlut af vænni ísu. Einnig fiskaðist vel í f. m. á Miðnesi og Höfnum, mest þorskur; í Garðsjó varð og vel fiskvart, en hvarf skjótt aptur. í Keflavík hefur og verið mikil upsaveiði til mikillar bjargarbótar fyrir fólk þar. Það er því með betra móti útlit með afla á Suðurlandi. Lausn frá prestskap hefur enn fengið síra Jón Benediktsson í Saurbæ, sakir sjóndepru og eliilasleika. Óvænt samskot. Danskt blað, „Frederiks- havns Avis“, segir frá því í f. m., að félag botnvörpuskipa-útgerðarmanna í Hull gangist fyrir samskotum til ekkna og barna þeirra Dýrfirðinganna, sem Nielsen og fólagar hans urðu að bana í haust, og hafi sjálft lagt drjúg- an skerf til þeirra, þar á meðal útgerðarmaður „Royalist’s“. Sé þetta satt, lýsir það meira veglyndi, en margur hér myndi búast við úr þeirri átt, og er fallega gjört. Áfengissalan. Heldur hefur vínsölustöðun- um í höfuðstaðnum fækkað við nýju lögin; af nál. 60 kaupmönnum, sem þar hafa borgarabréf, hafa allir afsalað sér rétti til áfengissölu, nema 14—15 er því halda áfram, og greitt hafa hið lögboðna gjald, 500 kr., er rennur í landssjóð. Á Akranesi hefur áfengissalan algerlega lagst niður um síðustu árasnót. Vöruverð var um miðjar f. m. í Kaupmanna- höfn, sem hér segir: Norðlenzk vorull hvít á 55—66 a. tt. — Sunnl. og Vestfirzk vorull hvít á 50—53 a. ÍL Mislit vorull og svört á 43—45 a. tt. — Hvít haustull óþvegin á 40—42 a. tt. — Mislit haustull óþvegin á 30 —32 a. 4L — Stór saltfiskur ó- hnakkakýldur sk/ó á 65—68 kr. — Smáfiskur óhnakkakýldur sk/Ó á 49—50 kr. — Isa sk//. á 45 kr. — Langa sk/& á 60 kr. — Hnakka- kýldur saltfiskur vandaður sk®. á 70—75 kr. — Æðardúnn tt. á lD/3—12 kr. — Bankabygg 100 <tL á 7 kr. 75 a. — Rúgur 100 <U. á5kr. 80 a.— Kaffi 11. á 331/., eyri. — Melis LL á 14 a. — Hrísgrjón tt. á 83/4 eyri. Óveitt læknahéruð eru 19, samkvæmt lækna- lögunum nýju, en í 12—-13 þeirra eru auka- læknar, sem sjálfsagt fá veitingu í'yrir þeim. I flokki þeirra, som engan lækni hafa, oru tvö hin nýju héruð hér í sýslunni, Hesteyrarhérað (Grunnavíkur- og Sléttu-hreppur), með 1500 kr. iaunum, og Nauteyrarhérað (Ögur- Reykjarfj.- Nauteyrar- og Snæfjalla-hr,), með 1300 kr. launum. Rannsókn hefur verið hafin af bæjarfógetan- um í Reykjavík gegn Einari Finnssyni vega- bótaverkstjóra, út af vegagerðarreikningum hans; hefur hann verið kærður um, að hafa ekki borg- að verkamönnum jafn mikið út, og reikningarn- ir hljóða upp á, mun verkfræðingur landsins, Sigurður Thoroddsen, hafa fyrst veitt þessu eptirtekt. Rannsóknum var víst ekki lokið um síðustu mánaðamót, og því óvíst, hvort sakamál verður höfðað gegn manni þessum. * * * Annars er víst full þörf á, að meira eptirlit sé haft með reikningum þessara vegaverkstjóra, en hingað til hefur tíðkast, og ætti verkfræð- ingur landsin* að hafa það upp á sína ábyrgð, undir yfirumsjón landshöfðingja. Landshöfðingi hefur við svo mörgu öðru að snúast, að það or naumast ætlandi, að eptirlit hans með öllum vegagcrðum landssjóðsins geti verið einhlvtt. Bæjarstjórnarkosning fór fram í Reykjavík 3. f. m., og voru kosnir: Guðm. Björnsson hér- aðslæknir, Sighvatur Bjarnason bankabókari og Sigurður Thoroddsen verkfræðingur, í stað þeirra: Eiríks Briems, Jónasar landlæknis og Halldórs Friðrikssonar, en hinn fjórði, lector

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.