Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 21.02.1900, Blaðsíða 1
Verð árgangsins (minnst
52 arkw) 3 kr. 50 anr.;
erlendis 4 kr. 50 aur.,og
í Ameríku doll.: 1.50.
Borgist fyrir júnímán-
aðarlok.
ÞJÓÐVILJINN.
- ■!= FjÓBTÁNDI ÁB8ANUOB. =| --
Uppsögn skrifleg, ógild
nema komin sé til útgef-
anda fyrir 30. dagjúní-
mánaðar, og kaupandi
samhliða uppsögninni
borgi skuld sína fyrir
blaðið.
M
ÍSAFIRÐI, 21.
FEBR.
19 0 0.
Prestar á íslandi,
og kjör þeirra fyr og síðar.
Eptir alþm. S. Stefánsson.
IV.
Fæstum mun dyJjast, að brýna nauðsyn
beri til að bæta hag prestastéttarinnar.
Fessi nauðsyn verður því auðsærri,
sem hér er ekki einungis að ræða um
bót á launakjörum presta, heldur einnig
að létta ójafnaðargjöldum af þjóðinni.
En það er jafnan auðveldara að sjá
brestina, en bæta þá, og á það sér ekki
sízt stað um þetta mál.
Hér er um þau gjöld að ræða, sem
þjóðin hefur búið við í margar aldir; þótt
sum þeirra séu löngu orðin úrelt og ósann-
gjörn, þá hefur vaninn helgað þau í með-
vitund þjóðarinnar, og unnið þeim þá
hefð, að þjóðin telur greiðslu þeirra sem
aðra vitaskuld, þótt hún í aðra röndina
kannist við ójöfhuð þeirra.
Það er þvi ærið vandaverk, að hreifa
við slíkum gjöldum, því vel getur svo
farið, að breytingin þyki til ílls eins,
þegar til kemur, og gamla fyrirkomulag-
ið verði talið betra; er þá ver farið, en
heima setið. Það er þvi betra, að fara
hægt, en hratt í sakirnar.
En of mikið má af öllu gjöra, og eins
af hæglætinu, þar sem um jafn rnikið
nauðsynjamál er að ræða, og hér. —
Væru þessi gjöld í sjálfu sér sann-
gjörn, en réttarvissu vantaði að eins um,
hverjir skyldu inna þau af hendi, þá
væri einfaldasta, og að voru áliti jafn
framt hyggilegasta ráðið, að gjöra þá eina
breytingu, að útvega þessa réttarvissu
með nýjuin lögum.
Vér tölum hér auðvitað um offrið,
lambsfóðrið, dagsverkið og lausamanna-
gjaldið.
En af því gjöld þessi, eins og bent
liefur verið á, koma svo ranglátlega nið-
ur á gjaldendum, þá er þetta ekki til-
tækilegt nema þá rétt til bráðabyrgða,
þangað til meiri og fullkomnari bætur
kæmust á.
Þessi var og tilætlun síðasta þings
með lögum þeim, er það samþykkti um
breyting á greiðslu þessara gjalda. En
úr því nokkuð var hreift við þessum
gjöldum, var alveg óhjákvæmilegt, að
bæta jafn framt úr þeim roikla ójöfnuði,
að heilir flokkar manna sleppa alveg við
sum þessi gjöld, þótt allt eins færir séu,
til að inna þau af hendi, og hinir gömlu
gjaldendur. Þingið gat ekki, að virðing
sinni óskertri, látið það ranglæti hlutlaust
úr því það skipti sér nokkuð af þessu
máli.
En gjaldendunum fjölgaði auðvitað
uokkuð við þetta.
En hvað skeður? Menn eru stórreið-
ir þinginu fyiir þessa nýbreytni, og hafa
það jafn vel sem átyllu til að segja sig
úr þjóðkirkjunni, og það áður en þeir
vita nokkuð um, hvort lög þessi nái
staðfestingu.
Menn vilja heldur hafa réttaróvissuna,
ranglætið og ruglinginn í öllum þessum
gjöldum, en skýr og ljós lög, töluvert
sanngjarnari, en hin gömlu.
Þetta ber að vísu vott um mjög lítil-
sigldan hugsunarhátt, en það bendir þó
á, hvílíkt vandhæfi sé á því, að hreifa
við þessum ævar-gömlu lögum.
Eptir þvi, sem nú hagar til, mun því
annað hvort að gjöra, að láta þessi gjöld
haldast óbreytt enn um hríð, eða afneraa
þau með öllu.
En séu þau afnumin, þá verður þó
eitthvað að koma í staðinn; einbvers
staðar frá verða prestarnir að fá uppbót
fyrir þessar tekjur.
A alþingi 1881 var borið upp frum-
varp þess efnis, að afnema tíund, offúr,
lambseldi og dagsverk, og setja í stað-
inn sóknargjald, er jafnað skyldi niður
á hina einstöku gjaldendur eptir efnum
og ástæðum; ekki gazt þinginu að þess-
ari breytingu; var frumvarp þetta fellt
frá annari umræðu.
Síðan hafa komið fram tillögur um,
að leggja lögákveðið gjald á hvern fermd-
an mann, í stað þessara gjalda og kirkju-
gjaldanna, sem líkt er ástatt með; var
kirkjugjaldamál þetta rætt all-ítarlega á
tveimur þingum 1891 og ’9B, en fellt að
lokum; er enginn efi á, að eins myndi
hafa farið með prestagjaldið eptir þessari
tillögu, en það komst aldrei inn á þingið.
Heldur að hafa gömlu gjöldin, en að-
hyllast þessar breytingar.
Það virðist því allt benda á það, að
ekki muni tiltækilegt, að hreifa neitt við
þessum gjöldum til þess, að setja í stað
þeirra beinan skatt eða persónulegt gjald.
Sú breyting hefur ekki fylgi þings eða
þjóðar.
Sá hugsunarháttur eflist ár frá ári
hér á landi, að vilja losast við alla beina
skatta, menn vilja helzt ekki borga einn
eyri í landssjóð, eða til neinna opinberra
þarfa á þann hátt, heldur með óbeinum
sköttum, þótt mörgum sé reyndar mjög
ílla við þá líka.
Hér skal ekki út í það farið, hve
heppileg þessi stefna er, en af þessu er
auðráðið, að ekki mun þykja breytt til
batnaðar með prestsgjöldin, þótt þeim
væri breytt í eitt persónulegt gjald, eður
einhvern beinan skatt. Enda er æriim
vandi að finna heppilegan grundvöll fýr-
ir slíkan skatt.
Gæti vel farið svo, að þar yrði seinni
villan argari hinni fyrri.
En þá er ekki nema eitt til, að setja
presta að meira eða minna leyti á föst
laun úr landssjóði, og útvega landssjóði
það fé, sem til þess gengur með nýjum
tollum.
Eptir því, sem komið hefur fram í
þessu máli nú upp á síðkastið, bæði ut-
an þings og innan, mun þetta af mörg-
um talið þjóðráð.
Á yíÖ og dreif.
Það var ekki svo sérlega margt, sem
hann vantaði í búskapnum, gamla bónd-
ann, sem lýsti búskap sínum með þess-
um orðum:
„Mig vantaði aldrei nema þrennt í
búskapnum: hey, mat og eldiviðu.
En það er heldur ekki á þessu að
heyra, að karlskepnunni þætti þetta mik-
ið tiltökumál. Hann hefur sjálfsagt að
öðru leyti, og þrátt fyrir þetta, þótzt
all-góður bóndi, og sjálfsagt ekki verri,
en svo margir aðrir í sveit hans. —
Ef til vill liefur þessi sómamaður ekki
verið talinn sérlega mikill bústólpi, en
vel getur hann hafa verið talinn íheldri
bænda röð.
Hvað heyleysið snertir, þá vita allir,
að það hefur til skamms tíma hér á landi
ekki verið talinn stórvægilegur blettur á
búskap bænda, þótt þeir hafi komizt í
heyþrot ár eptir ár, og fellt skepnur sínar.
Sá blettur hefur líka verið auðþveg-
inn af; ekki annað, en kenna guði og
tíðinni um heyleysið og hordauðann.
Bjargarleysið var svo eðlileg afleiðing
af hordauða búpeningsins, að þar bar að
sama brunni; guð og tíðin var orsökin.
Sama var að segja um eldiviðarleysið;
vor-rigningarnar og illviðrin á haustin
voru þar fullgildar ástæður. —
Þessi skortur var þvi svo afar-eðli-
legur, og því fór fjarri, að bóndanum
kæmi til hugar, að hann ætti þar annan
hlut að máli, en að líða það, sem forsjón-
in lagði á hann.
Það var afar-þægilegt að hugga sig
við þá tilhugsun, þegar ekkert var til
að næra menn og málleysingja á.
Það var því okkert þvi til fyrirstöðu,
að hann væri hreppstjóri í sveit sinni,
sáttasemjari, meðbjálpari, og margt fleira.
Svo þegar hann safnaðist til feðra
sinna, saddur lífdaga, eins og svo mörg
rollan hjá honum á vorin, þá minntist
klerkurinn þess í loflegri líkræðu, hve
mikilsvirtur bóndi og góður og guðræk-
inn maður væri burtkallaður til betra lífs.
Ef hordauðu skepnurnar hefðu mátt
mæla eptir hann, hefðu eptirmælin að
visu orðið dálítið öðru vísi.