Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 21.02.1900, Page 2
34
Þ jóðviljinn.
XIV, 9.
En það var tíðarandinn, sem hafði
þau svona.
*
* *
Vel má vera, að þessi saga sé ekki
bókstaflega sönn; það gjörir lítið til; hún
sýnir samt sem áður hugsunarháttinn,
sem verið hefur all-tíður hjá þjóð vorri,
og sem, því miður, enn er ekki nærri
útdauður.
Sá hugsunarháttur, að það rýri í raun-
inni ekki svo mjög manngildi einstakl-
ingsins, þótt hann standi frernur illa í
stöðu sinni, ef hann að öðru leyti er, sem
menn segja, vandaður maður.
I daglega lifinu kemur þessi hugsun-
arháttur fram í því, að telja það öðrum
alveg óviðkomandi, hvernig maður bind-
ur bagga sína, ef maður ekki beinlínis
gjörir á hluta náungans, jafn vel þótt
maður velti svo að lokum sínum eigin
böggum á herðar hans. —
Ódugnaður, fyrirhyggjuleysi, og enda
hreinn og beinn ónytjungsskapur, er opt
afsakaður með þessum eður þvílikum
orðum: Hann er þó í rauninni allra
vandaðasti maður, karlskepnan, og svo
fyrirgefst honum, þótt hann t. d. drepi
kindurnar sinar úr hor, svelti heimilisfólk
tímum saman, og sýni töluverð vanskil
í öllum viðskiptum, og só í raun og veru
lítt nýtur maður í mannlegu fólagi.
Þetta er ljótur hugsunarháttur, og
skaðlegur bæði fyrir einstaklinginn og
mannfólagið.
Bóndanum, sem að frarnan er nefndur,
þótti það ekkert tiltökumál, þótt hann
vantaði þetta þrennt í búskapnum, hey,
mat og eldivið, en flestir munu samt
vera mór samdóma um, að hann muni
hafa vantað flest það, sem útheimtist til
þess, að vera nýtur borgari i mannlegu
félagi, einmitt af því, að hann vantaði
þetta þrennt.
Svo mikils þykir flestum um vert að
hafa, sem maður segir, i sig og á.
*
* *
Það er i alla staði rétt og gott, að
innræta unglingunum hversu ljótt það sé,
að ásælast annara eign, eða afla sér fjár
með röngu móti. En það má líka gjöra
ágirndina of ljóta i augum æskulýðsins;
það má gjöra of mikið af því, að inn-
prenta unglingunum, að þeir megi ekki
safna sór auðæfa, sem mölur og ryð fá
grandað; með slíkum fortölum má hæg-
lega sauma svæfla undir ódugnað og
skeytingarleysi um að eignast nokkurn
skapaðan hlut. Þó maðurinn lifi ekki
af einu saman brauði, þá getur hann
ekki brauðlaus lifað, og þess vegna er
það sjálfsögð skylda hans, að afla sér
þess á allan heiðarlegan hátt.
Þær eru þarflitlar þessar sifelldu
prédikanir um að sækjast ekki eptir þeatea
heims auði; það er hvergi bannað, að afla
sér fjármuna á allan heiðarlegan hátt,
sjálfum sér og öðrum til nytsemdar og
uppbyggingar.
Hver sá maður hér á landi, sem eitt-
hvað hugsar um hagsæld sina og annara,
finnur það dögum optar, hve mikið gott
og þarflegt fyrir land og lýð verður að
vera ógjört, af því, hve fátækir vór erum.
Og því þá ekki að kappkosta að afla
sér fjár með öllu leyfilegu móti. Auð-
urinn er afl þeirra hluta, sem gjöraskal;
þar, sem hann því vantar, er næsta litið
gjört, það getum vér Islendingar bezt
borið um. —
Það þarf að innræta unglingunum
frá blautu barnsbeini, hversu dýrmætt
það sé, að verða sjálfstæður maður í efna-
legu tilliti, og hversu miklu meira gott
efnaði maðurinn geti látið leiða af sér í
mannlegu félagi, en fátæklingurinn eða
bóndinn, sem opt vantar hey, mat og
eldivið.
Þetta orð „ágirnd“ lætur samkvæmt
málvenju vorri svo ílla í eyrum vorum,
að oss finnst það hljóti að tákna eina af
hinum ósæmilegustu hvötum vorum, þetta
á eðlilega rót sína í því, að börnunum
er sýnd hún í sínum verstu myndum,
eins og t. d. hjá Júdasi, og þess háttar
körlum. Eg held, að sú ágirnd só til,
sem er i alla staði rótt og heiðarleg, og
sem því só rétt, að innræta börnunum
þegar á unga aldri. Það má ef til vill
nefna þetta einhverju öðru nafni, en
Snorri Sturluson segir þó Haraldi kon-
ungi Sigurðssyni það til hróss, að hann
hafi verið „hinn ágjarnasti til fjár og
allra farsællegra hluta“.
Að því er snertir borgaralegt líf, þá
er það í raun og veru spurningin stærsta
fyrir hverjum manni, að verða efnalega
sjálfstæður maður; undir því er velfarn-
an hans og þjóðfólagsins að miklu leyti
komin.
Það þjóðfélag, sem að mestu leyti
saman stendur af ósjálf bjarga aumingjum,
á við bágan kost að búa; það ættum vér
íslendingar að þekkja manna bezt.
Að sýna kapp, ötulleik og fyrirhyggju
í því, að afla sér fjár á heiðarlegan hátt,
er lofsverð og lieiðarleg ágirnd hjá hverj-
um manni.
Ungu mennirnir, sem eru ágjarnir á
þenna hátt, eru í mínum augum likleg-
ir til farsællegra hluta i þjóðfólaginu;
miklu líklegri en þeir, sem ekkert hugsa
um að eignast nokkurn skapaðan hlut;
þeim piltum er líklegt að búskapurinn
láti eins og bóndanum, sem vantaði hey,
mat og eldivið.
Það er of lítið til af þessari ágirnd
hjá oss; inargir af oss gætu verið miklu
betur staddir, en þeir eru, ef þeir
hefðu haldið um skildinginn, og þjóðfé-
lag vort væri þá líka töluvert efnaðra.
Hitt er aptur á móti ekki svo fátítt,
að heyra hnjótað i efnamennina, sem
kallaðir eru, og þeim brugðið um ágirnd,
enda þótt þeir hafi ekkert til þess unnið,
annað en það, að þeir hafa verið ötulli og
áhugameiri i að eignast eitthvað, en þeir,
sem niðra þeim.
Menn vitna í ritninguna og segja, að
ekki sé hægt að þjóna bæði guði og
mammoni, en þeir rangfæra og misskilja
þessi orð, með því að segja, að sá geti
ekki verið réttkristinn maður, sem fram-
gjarn sé til fjár og frarna. —
Maðurinn getur vissulega í öflun sem
notkun þessa heims gæða, eins og í
hverju öðru, sem hann hefur fyrir stafni,
gefið guði, hvað guðs er, og keisaranum,
hvað keisarans er.
Hór er auðvitað ekki átt við óvönd-
uð aurasöfn, heldur þá heiðarlegu við-
leitni, að verða efnalega sjálfstæður maður
í þeim tilgangi, að verða sjálfum sér og
öðrum að liði.
Þeir, sem vilja, mega kalla slika við-
leitni mammons-þjónustu; hún er jafn
heiðarleg fyrir það, og sjálfsögð skylda
hvers borgara þjóðfólagsins.
Vanræksla hennar er brot á mörgum
hinum mikilvægustu þjóðfólagsskyldum
vorum.
Bóndinn, sem jafnaðarlega vantar hey,
mat og eldivið, hlýtur að vanrækja þessa
skyldu.
*
* *
Um þessar mundir er töluvert talað
og ritað um efling Og íramfarir atvinnu-
vega vorra, bæði til lands og sjóar. Orð-
in eru til alls fyrst, og að því leyti er
þetta blessað og gott, og þeir menn eiga
þakkir skilið, sem það gjöra.
En orðin ein gagna lítið, ef þau eru
sem rödd i eyðimörku, og einstakling-
arnir halda að sór höndum, og vantar
vilja og dug til að komast á æðra menn-
ingar- og þroska-stig.
Vér eigum auðvitað við marga örðug-
leika að striða hór á hjara heims, sem
bræður vorir, sem betur eru settir á
hnettinum, eru lausir við. En slíkt dug-
ar ekki að setja fyrir sig.
Sitt er að jörðu hverri, og þó er á
öllum búið, líkt má segja um löndin.
Landið okkar á ótæmandi auðsupp-
sprettur, og það er mjög líkt flestum
öðrum löndum í þvi, að það þarf dugnað
og framsýni, elju og atorku til þess, að
gjöra sór gæði þess arðsöm.
Vér þurfum að vera ágjarnari til allra
farsællegra hluta, en vér höfum verið.
Oss hættir við að gjöra of háar kröf-
ur til landsins vors, en heldur lágar til
sjáifra vor.
Sú tilfinning þarf að verða rikari í
brjósti einstaklinganna hjá oss, en al-
mennt gjörist, að þeir eigi ekki einung-
is að vinna fyrir sjálfa sig, heldur og
fyrir þjóðfólag sitt, að þjóðfólagið eigi
heimting á því af þeim, að þeir sóu
nýtir og duglegir borgarar.
Ef hin uppvaxandi kynslóð teldi það
eina sína fyrstu og sjálfsögðustu skyldu, að
afla sór fjár til þess, að verða sjálfstæðir og
nýtir menn i þjóðfólaginu, en teldi sér
það lítt sæmandi, sem fjöldi ungra manna
unir nú all-vel við, að eyða i ráðleysi og
óþarfa mest öllu, sem þeir vinna sór inn,
þá myndu fleiri bændaefnin ganga all-
vel undirbúin i bændastöðuna, en nú gjör-
ist, og gildu bændunum drjúgum fjölga.
Ef bændur á Islandi gjörðu almennt
svo háar kröfur til sómatilfinningar,
mannúðar og hagsýni bændastóttarinnar,
að hver sá bóndi væri talinn skömm
stóttar sinnar og afhrak lands síns, sem
dræpi fénað sinn úr hor, eða gæfi önnur