Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 10.03.1900, Page 1
Verð árgangsins (minnst
52 a/rkir) 3 kr. 50 aur.;
erlendis 4 kr. 50 aur.,og
í Ameriku doll.: 1.50.
Borgist fyrir júnímán-
aðarlok.
ÞJÓÐVILJINN.
-— |= Fjóbtándi ábgangub. , --—
_-RITSTJÓEI: SKÚLI THOIIODDSEN.
Vppsögn skrifleg, ógild
nema komin sé til útgef-
anda fyrir 30. dagjúní-
: mánaðar, og kawpandi
samhliða uppsögninni
borgi skuld sína fyrw
blaðið.
M 10.
ÍSAFIBÐI, 10. MABZ.
19 0 0.
Prestar á íslandi,
og kjör þeirra fyr og síðar.
Eptir alþm- & Stefánsson.
V.
Á síðasta þingi fluttu þeir síra Jens
Pálsson og síra Einar Jónsson frumvarp
í neðri deild um breyting á launum presta.
Frumvarp þetta fór fram á að afnema
preststiund, lambsfóður, dagsverk, offur
og lausamannagjald, og greiða prestum
jafngildi þessara tekna með peningum úr
landssjóði. Upphæð sá, er landssjóður
átti að greiða samkvæmt frumvarpi þessu
nam 65,200 kr.
Frumvarpi þessu var all-vel tekið í
neðri deild; var skipuð 5 manna nefnd,
til að ihuga það; lót hún upp álit sitt,
en sökum tímaskorts varð málið ekki
útrætt, með því líka, að ali-mörgum þing-
mönnum þótti ekki ráðlegt, að ráða því
þá þegar til lykta; var landsstjórninni
falið, að undirbúa það til næsta þings.
Nefndin í þessu máli var öll samdóma
um það, að þörf væri að bæta kjör presta-
stóttarinnar, einnig um það, að gjöld þau,
er frumv. vildi afnema, væri bæði óviss
fyrir prestana og kæmu ranglega niður
á gjaldendurna, sem og um, að rétt
væri, að losa presta við innheimtu þeirra
Um hitt var aptur nokkur meininga-
munur, bæði í nefndinni og deilinni, hvort
rétt væri, að leggja þessi miklu útgjöld
á landssjóð, án þess að sjá honum jafn
framt fyrir auknum tekjum, einnig um
það, hvort ekki væri róttast, að greiða
öll laun presta úr landssjóði, en leggja
til hans allar kirkna eignirnar, sömuleið-
is, hvort ekki væri ástæða til, að jaíha
tekjur prestakallanna meir, en nú er.
Að þvi er kemur til innheimtu presta
á tekjum þeirra, þá er hún að vísu tals-
verðum annmörkum bundin fyrir prest-
ana; þó getum vór ekki gjört svo mikið
úr þessum vandkvæðum, ef prestsgjöldin
væru i sjálfu sór sanngjörn og skýr laga-
ákvæði um gjaldskylduna. Það er rang-
lætið, róttarovissan og ruglingurinn með
gjöld þessi, 8em getur gjört prestum
innheimtu þeirra óþægilega og gjaldend-
um hvimleiða, og þar af leiðandi spillt
góðu samkomulagi milli presta og safn-
aða.
En eins og að framan hefur verið sýnt,
þá virðist ekki annað ráð liklegra til að
bæta úr þessum vankvæðum, en að afnema
gjöld þessi, og bæta prestum þau upp
úr landssjóði. Yór getum því vel verið
samdóma flutningsmönnum þessa mals,
þótt vór á hinn bóginn hefðum helzt
kosið, að prestar fengju laun sín sem
mest beint fró söfnuðunum sjálfum.
En að fara lengra en frumvarpið, t. d.
setja presta að öllu leyti á föst laun úr
landssjóði, og leggja allar kirkna-eignirn-
ar til landssjóðs, teljum vór mjög varhuga-
vert. Þótt landssjóður á þenna hátt fengi
nokkrar tekjur, myndu þær hvergi nærri
hrökkva fyrir þar af leiðandi útgjöldum.
Ættu prestar eingöngu að lifa á launum
úr landssjóði, sviptir bújörðum sinum og
hlunnindum þeirra, þá myndi brátt reka
að þvi, að hinar núverandi launa-upphæð-
ir reyndust allsendis ónógar til þess, að
prestar gætu lifað sómasamlega af þeim;
yrði því að hækka laun þeirra töluvert.
Auk þessa væri landssjóðurinn á þenna
hátt opnaður upp á víða gátt fyrir sí-
felldu launakvabbi prestanna.
Þetta sjá lika formælendur þessarar
aðferðar, og vilja því sumir forða lands-
sjóðnum frá frekari útlátum með því, að
fækka prestum að miklum mun; þeir séu,
hvort sem er, allt of margir á landinu.
En athugavert er þetta i meira lagi.
Mikil fækkun prestakallanna frá því, sem
nú er, myndi fyrst og fremst valda því,
að þjónusta þeirra yrði mjög viða alls-
endis ófullnægjandi, en skylduræknir
prestar hins vegar slíta sór út á fáum
árum, og koma svo á eptirlaunalista lands-
sjóðs. í öðru lagi myndu miklar brauða-
samsteypur leiða til þess, að söfnuðirnir
yrðu óánægðir, og linntu ekki látum að
fá því £\ptur sundrað, er sameinað hefði
verið; þarf ekki annað, en benda á reynzl-
una siðan 1880 því til sönnunar, þar sem
hver bænaskráin hefur svo að segja rekið
aðra, um að nema úr gildi brauðasamein-
ingar þær, sem gjörðar voru samkvæmt
prestakallalögunum. Hvað þá, ef enn
lengra væri farið í brauðasamsteypum ?
Þvi hefur líka verið varpað fram,
sem ástæðu fyrir því, að taka kirkna-
eignirnar frá prestum, að þeir færu ekki
vel með þær. Þetta hefur reyndar eng-
inn borið við að sanna; hitt er hægt að
sýna, að kirkjujarðir eru yfirleitt leigðar
með betri kjörum fyrir ábúendur, en all-
ur þorri bændaeignanna, og að meðferð
þeirra er að engu leyti neitt verri; þó
telja margir það hið mesta þjóðráð, að
fjölga bændaeignum í landinu. Annars
væri innan handar, að tryggja með lög-
um betri meðferð á jörðum í landinu,
ekki einuDgis kirknajarðanna, heldur og
bændaeignanna og þjóðjarðanna.
En það, sem vór sérstaklega höfum
á móti því, að prestar séu sviptir um-
ráðum kirkna-eignanna, og að öllu leyti*
settir á föst laun úr landssjóði, er það,
*) Hvernig hugsa formælendur þessarar
hreytingar sér, að fara skuli með tekjur presta af
bændakirkjum (prestsmöturnar) ? Ætti sú kvöð
4 einstakra manna eignum, líka að færast yfir
á landssjóðinn?
að með því er gjörsamlega kollvarpað
ævar-gömlu fyrirkomulagi, sem reynzt
hefur affarasælt, bæði fyrir presta og söfn-
uði. Með þessari aðferð gerði löggjafar-
valdið að nauðsynjalitlu, en landinu til
stór-aukinna útgjalda, sitt til þess, að
fjarlægja prestana sem mest það gæti frá
söfnuðunum. Hagur prestanna og lífs-
kjör yrði þá litið kominn undir hag al-
þýðunnar á íslandi; þeir ættu miklu minna
saman við hana að sælda eptir, en áður;
myndu láta sig minna skipta, hvernig
hagur hennar væri, en hingað til. Þeg-
ar þeir þyrftu ekki annað, en sækja laun-
in sín i landssjóðinn, myndu þeir láta það
minna til sín taka, hvort bændurnir í
sóknum þeirra hefðu mikið eða litið að
lifa af. Þeir hefðu ekkert til þeirra að
sækja, og þættust lika lítið þurfa saman
við þá að sælda. Gæti þetta vel orðið
til þess, að prestar með tímanum tækju
fremur að skoða sig yfirmenn safhaðanna,
hátt upp hafna yfir þá, en sem þjóna
þeirra. Þeim grundvelli væri þá alveg
kippt undan fótum prestanna, sem þeir
hafa staðið á um margar aldir sem ein
hin frjálslyndasta og þjóðlegasta presta-
stétt, sem nokkurt land hefur átt.
Þvi er opt varpað fram, að prestar
eigi ekki að fást við búskap, eða yfir
höfuð gefa sig við nokkrum veraldlegum
störfum, svo að þeir geti helgað alla
krapta sina prestsskapnum. Þetta getur
látið vel i eyrum þeirra manna, sem lítið
þekkja hvernig til hagar hér á landi.
Það eitt er víst, að verði prestum fyrir-
munað þess stuðnings, sem þeir hingað
til all-flestir hafa haft af búskap, þá
myndi landssjóðurinn verða að láta drjúg-
um meira af hendi rakna til þeirra, en
nokkur hefur enn gjört sér í hugarlund,
ef þeir og fjölskyldur þeirra á annað
borð ekki ættu að líða stóran skort, sem
flestir munu telja miður heppilegt einn-
ig fyrir hina prestlegu starfsemi þeirra;
er það kunnugt, hve mikils þeir eru
vanalega metnir hjá sóknarbændunum,
prestarnir, sem ekki hafa ofan i sig. —
Prestarnir hafa, eins og aðrir menn, sín-
ar vanalegu þarfir, sem þeir verða að sjá
borgið, og til þess myndu hinar núver-
andi tekjur hrökkva næsta skammt, þótt
þeim væri breytt í peninga úr landssjóði,
ef prestarnir hefðu ekki stuðning af öðru.
—-. Auk þess, sem búskapur presta hefur
hingað til forðað raörgum þeirra frá hrein-
um og beinum skorti, þá stuðlar hann
mjög að þvi, að gjöra prestana sem sam-
rýmdasta sóknarbörnum sínum, og láta
sig allan hag þeirra miklu varða. Ef
prestaköllin eru ekki gjörð óhæfilega erf-
ið, þá þarf venjulegur sveitabúskapur
hér ó landi alls ekki að vera því til fyr-