Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 10.03.1900, Qupperneq 3
Þjóðviljinn .
39
XIV, 10.
að verzlun íslands er ekki auðið fram-
fara meðan þessi miklu verzlunarlán eiga
sér stað. Viðskiptamennirnir standa ekki
kaupmanninum í skilum, svo kaupmað-
urinn er neyddur til, að selja vörurnar
dýrari en ella, til þess að geta staðist,
og láta þannig þá, sem standa í skilum,
borga fyrir óskilamennina. Til þess að
reyna að laða menn til, að borga skuldir
sinar, sperrast kaupmenn hver í kapp
við annan að bjóða svo hátt verð í ís-
lenzku vöruna, að það er algengt að þeir
borgi meira fyrir hana þar, en þeir geta
fengið fyrir hana erlendis.
Auk þess, sem láns-verzlunin hefur
það i för með sér, að útlendu vörurnar
eru dýrari en þær eru verðar, og óeðli-
lega hátt verð kemst á innlendu vörurn-
ar, fylgja henni margir aðrir óskostir.
Menn eyða langt um meira en ella,
þvi þegar allt er skrifað, gæta menn ekki
eins vel að þvi hvað úttektinni liður, og
sjá ekki eins vel fótum sinum forráð,
eins og ef menn ættu að borga allt jafn
óðum og það er tekið. Lánsverzlunar-
fyrirkomulagið er skóli, þar sem menn
læra óskilsemi og skeytingarleysi, og að
vera ávallt upp á aðra komnir, í stað
þess að neyta allra krapta sinna til þess,
að hjálpa sér sjálfir. Það er fyrirhafnar-
minna að fara í búðina og taka upp á
lán, heldur en að byrja ekki að kaupa
hlutina fyr en maður er búinn að vinna
sér inn fyrir þvi, sem þeir kosta. En
ætíð kemur að skuldadögunum.
Hver ráð eru þá til að bæta verzlun-
arástandið ?
Fyrst af öllu þarf að takmarka láns-
verzlunina, og loks afnema hana með
öllu. Það getur látið sig gjöra á þann
hátt, að kaupmennirnir kaupi íslenzku
vöruna fyrir peninga,- og selji sínar vör-
ur að eins gegn peningum. Til þess
þarf samtök. En á það stig hlýtur verzl-
unin að komast fyr eða síðar. Færeying-
ar eru í þessu efni langt á undan oss.
En nú þurfa menn að losa sig úr verzl-
unarskuldunum, og er það hægt með
tvennu móti: með meiri sparnaði, og með
því, að afla eða vinna sér inn meira en
áður.
Hvort tveggja getur látið sig gera
sé rétt að farið.
Það ólag, sem er á verzluninni hjá
oss, á þannig að vorri hyggju rót sína
að rekja til lánsverzlunar fyrirkomulags-
ins, og getur ekki batnað fyr en hætt
er við það, og hver vara er seld og keypt
með því rétta verði, sem hún í raun og
veru kostar, og menn læra að vera skil-
visir og áreiðanlegir, og meta gildi pen-
inganna réttilega. J.
Útlönd.
Með gufuskipinu „Modestau bárust
þessi tíðindi helzt frá útlöndum:
Af ófriðinum í Suður-Afríku það að
segja, að Englendingar hafa upp á síð-
kastið farið hverja ófórina á fætur ann-
ari fyrir Búum. Eins og áður er getið
hér í blaðinu, voru Bretar um miðjan
jan. komnin norður að Tugelafljóti, sem
er nokkrar mílur fyrir sunnan Ladysmith
er Búar sitja um. Einn af hershöfðingj-
um Breta, Yarren að nafni, komst skömmu
eptir miðjan mánuðinn norður yfir fljót-
ið með nokkru liði. og ætlaði að halda
til Ladysmith, borgarmönnum til hjálpar.
En rétt fyrir norðan fljótið mætti hann
hersveitum Búa hjá Spion Kop, og tókst
þar orusta með þeim; var barizt af mikl-
um ákafa, en svo lauk bardaganum, að
Bretar biðu hinn mesta ósigur, og urðu
að láta síga undan. Er mælt, að fallið
hafi yfir 800 manna og 1500 verið hand-
teknir. Auk þessa náðu Búar öllum fall-
byssum Breta. Búar biðu aptur á móti
mjög litið manntjón. Margar fleiri smá-
orustur hafa staðið milli Breta og Búa
á ýmsum stöðum, en ekkert áunnist.
Þessar siðustu ófarir hafa skotið Bret-
um ærinn skelk í bringu, en ekki er nú
annað nefnt heima á Englandi, en að
halda áfram þangað til yfir taki; fyigjast
þar allir stjórnmálaflokkar að málum, og
telja veg Bretlands undir því kominn,
að Búar verði yfirunnir. Stjórnin hvað
vilja fá 20 miljónir pund sterling, eða
360 miljónir króna, veittar af parlament-
inu til ófriðarins, og talið er, að ekki
muni veita af 100 þús. hermanna þang-
að suður í viðbót við það, sem komið er.
Það var búizt við, að þeir Kitchener
yfirhershöfðingi og Roberts kæmust norð-
ur til Ladysmith um miðjan febrúarmán-
uð; er talið óvíst, að setulið Englendinga
í borg þessari, sem og í Mafeking og
Kimberley, er líka eru umsetnar af Búum,
muni jafn vel geta þrokað þangað til;
voru vistir á þessum tveim síðast nefndu
bæjum þegar á þrotum, og auk þess
drepsótt meðal setuliðssins.
Kitchener lávarður kveður Breta ekki
muni veita af heilu ári til að bæla Búa
algerlega undir sig, og friða land þeirra;
haft er eptir honum, að hann muni breyta
allri hernaðaraðferð Breta er hann komi
til, draga allan herafla þeirra, sem nú er
á víð og dreif, saman í eitt, og berja
þannig á Búum.
Búar hafa með lögum skyldað alla
útlendinga, sem búsettir eru í þjóðveld-
inu, að ganga í herþjónustu, og verða
Englendingar, sem þar eru búsettir, þar
af leiðandi að bera vopn móti löndum
sínum.
Fregnir hafa borizt um það, að sprengi-
kúlu-verksmiðja Búa í Johannesburg, hafi
20. jan. sprungið i lopt upp, er það stór-
tjón fyrir Búa, eins og nú er ástatt, ef
satt skyldi vera.
Frá Kína eru þau tíðindi, að Kwang-
sie, keisarinn, er leggja varð niður völd-
in 1898 og setið hefur í nokkurs konar
varðbaldi siðan, háfi nú fríviljuglega af-
salað sér keisaratign, og er í hans stað
kominn til valda 9 ára gamall dreng-
stauli, er taka átti við ríkisstjórninni 5.
febrúar, liann heitir Chikuang. Eru þetta
allt rað keisaradrottningarinnar gömlu,
er steypti Kwangsie úr völdum, og síð-
an hefúr stýrt ríkinu með gæðingum
sinum. Eins og kunnugt er, þótti henni
Kwangsie of frjálslyndur í stjórn sinni,
og fyrir því réðst hún í, að steypa hon-
um úr völdum með tilstyrk apturhalds-
flokksins, en það eru þeir menn meðal
Kinverja, sem öllu vilja halda sem fast-
ast í gamla horfinu, og enga nýbreytni
taka eptir Norðurálfumönnum í neinu.
Þessi flokkur ræður öllu með hinum nýja
keisara. Sá kvittur gaus upp skömmu
eptir þenna atburð, að gamli keisarinn
hefði ráðið sér bana, eða öllu heldur ver-
ið myrtur, en borið var það aptur til
baka.
Prakkar búast í óða önn til sýn-
ingarinnar miklu í París, sem bráðum á
að opna; hafa þeir boðið til Parísar öll-
um þjóðhöfðingjum Norðurálfunnar og
ýmsum úr hinum álfunum.
í Austurríki er stórkostlegt verk-
fall í kolanámum, 70 þúsundir verkmanna
höfðu lagt niður vinnu siðast í janúar-
mánuði, og þó búizt við, að fleiri myndu
koma á eptir; heimta þeir hærra kaup
og skemmri vinnutíma, en lítil líkindi
til, að þeir hafi sitt mál fram í bráðina.
í Danmörku er talið vist, að Hörrings-
raðaneytið muni ekki sitja lengur að
völdum en fram í apríl; eru margar get-
ur um hverjir skipa muni hið nýja ráða-
neyti, en allt óvíst.
í Noregi hefur í vetur verið ákaf-
lega stormasamt, og slysfarir miklar á
sjó. Mörg gufuskip farizt, og manntjón
ærið. Fiski- og sildar-afli hefur og verið
fremur stopull og lítill í Noregi sökum
ótíðarinnar.
Á Vestur-Indlandi er stórkostlegt
hallæri af uppskeruskorti, og þar af leið-
andi hungursneyð; var í janúarmánuði
talið svo til, að 49 miljónir manna væru
bjargarlausar. Sökum ófriðarins í Suður-
Afriku geta Englendingar litt snúist við
því, að bæta úr neyð þessara skjólstæð-
inga sinna; þeir verða að degja drottni
sinum úr hungri og harðrétti, af þvi
Bretar þurfa að berjast til landa og fjár
í Suður-Afríku.
Bakteríur í bókum. í ríkinu Michigan i
Bandaríkjunum i Vesturheimi fengu 20 bók-
haldarar lungnatæringu i fyrra vetur, sam-
kvæmt skýrslu heilbrigðisráðsins, og eru nú
allir andaðir. Heilbirgðisráðið lét bakteríufræð-
ing skoða bækurnar, og fullyrti hann, að rann-
sókninni lokinni, að þær vseri fullar af bakterí-
um spjaldanna á milli. Er það álit hans, að
þeir, sem hóldu bækurnar á undan þessum
mönnum, hafi verið tæringarveikir, og bakterí-
urnar hafi komizt í bækurnar með þeim hætti.
að þeir hafi bleytt fingurgómana í munnvatni
sínu þegar þeir voru að fletta blöðunum.
Bélusetning við ofdrykkju. Það het'ur lengi
verið mikið um það hugsað, hvernig takast
mætti að lækna ofdrykkjufýsnina, oða láta of-
drykkjumanninn fá viðbjóð á áfenginu. Á
drykkjumannaspítötum hefur sú aðferð nýlega
verið upp tekin, að gefa drykkjumanninum dá-
lítið áfengi i öllu, sem hann neytti, bæði mat
og drykk og tóbaki, sem og að láta áfengislykt
stöðugt vera fyrir vitum hans. Á þenna hátt
hefur tekist að lækna marga. Nú þykjast 3
íranskir læknar liafa fundið nýtt meðal við of-