Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 16.03.1900, Side 2
42
ÞjÓÐ VILJINN.
XIV, 11.
unnar, og það því fremur, sem kostur
er á góðum leiðarvísi til að spyrja börn
eptir þvi.
Foreldrum er og miklu tamara, að
kenna börnum sínum þá barnalærdóms-
bók, er þeir hafa sjálfir lært, heldur en
aðrar sem þeir eru ókunnir; er þetta eitt
með öðru sem veldur þvi, að tíðar breyt-
ingar á barnalærdómsbókum eru ekki sem
heppilegastar, þótt reyndar megi segja,
að hver sé sjálfráður um, hvaða lærdóms-
bók hann láti börn sín læra af þeim
bókum, sem leyfðar eru.
En aðal-atriðið i þessu efni er auð-
vitað það, að sérhver tilbreytni með slik-
ar bækur sé til verulegs batnaðar, að
nýja bókin taki hinni gömlu að öllu
samtöldu fram.
Annars verður breytingin að teljast
óþörf, og þvi frernu? nýjabrum en nauð-
synjaverk.
Það er kemur til þessa nýja kvers,
þá get jeg fyrir mitt leyti ekki séð, að
hér sé breytt til batnaðar, eða, að það
taki Helga-kveri nokkuð fram sem barna-
lærdómsbók á Islandi.
Kver þetta er heldur ekki ætlað börn-
um á Islandi; það er samið og lagað
eptir þörfum þeirrar þjóðar, sem það er
ætlað. Að visu má segja, að kristindóm-
urinn sé og eigi að vera hinn sami hjá
hvaða þjóð sem er, en framsetning hans
í slíkum bókum sem þessum verður að
vera mismunandi, til þess að hún sé
löguð eptir sérstökum ástæðum og at-
vikum hjá hverri þjóð. Kver þetta er
ætlað þjóð, sem bæði hefur góða alþýðu-
skóla og vel menntaða barnakennara,
auk prestanna.
Hvorugt þetta eigurn vér Islendingar
enn sem komið er. Það er því alveg
rétt, sem „Verði ljós“ segir, að kver þetta
gerir töluvert hærri kröfur til barnakenn-
aranna, en ætlast má til, að allur þorri
þeirra hér á landi geti fullnægt.
Það er eflaust góð skólabók, en það
er nokkuð annað, en vera hentug heim-
ilis kennslubók á Islandi, þar sem svo
mjög skortir góða kennslukrapta. Bók-
in verður þar að segja nemendunum fleira,
heldur en þegar hann auk hennar á kost
á daglegri fræðslu kennara, er bætir það
upp, sem bókina vantar.
Eg verð að játa, að mér finnst kver
þetta víða allt of stuttort fyrir oss; það
nefnir ekki all-margar trúar og siðfræðis-
hugmyndir, sem Helga-kver útlistar all-
ítarlega, og telja má hverjum kristnum
manni fulla þörf á að vita deili á. —
Jafn vel annað eins höfuðatriði kristin-
dómsins eins og bænin, er ekki nefnd á
nafn þar, sem talin eru náðarmeðul kirkj-
unnar (sbr. bls. 34, 154. gr.).
En það er lika miklu styttra en Helga-
kver, og það hef jeg þegar heyrt talinn
kost á því. í minum augum er það nú
enginn kostur fram yfir Helga-kver, sem
engu, enda lítt greindu bami, er ofætlun
að læra.
En kver þetta er að vísu nokkuð
lengra en það sýnist.
í því er mjög víða að eins vísað til
heilagrar ritningar, án þess að tilfæra
orð hennar í kverinu sjálfu. Því að eins
hefur höfundur kversins sett þessar til-
vitnanir, að hann hefur ætlast til, að nem-
andinn kynnti sér þessar ritningargrein-
ar, og talið það nauðsynlegt til uppbótar
stuttleika kversins sjálfs. Börn, sem þetta
kver læra, verða því stöðugt að hafa
ritninguna við hendina, til að læra í
henni hinar tilvitnuðu greinar. Eptir
þessu skilst mér, að prestarnir verði að
ganga.
Þetta má að því leyti teljast kostur
við kver þetta, að börnin verði ritning-
unni handgengnari, en nú gjörist; en eg
ottast fyrir, að hér lendi að mestu við
áminningar prestsins; ritningin verði jafn
lítið lesin eptir, sem áður, og kristindóms-
þekkingin að því leyti ófullkomnari ept-
ir þessu kveri, sem þar er sleppt mörgum
ritningargreinum, sem höfundur þess hef-
ur þó ætlast til, að lærðar væru, og sem
höfundar hinna eldri kvera hafa tekið
upp í þau.
Þessi tilbreytni eykur kennuram og
prestum eigi all-litla erfiðismuni, þótt
það eigi reyndar ekki fremur við þetta
kver, en önnur ný. Verði það nokkuð
almennt notað, samhliða eldra kverinu,
gengur töluvert meiri tími til barnaspurn-
inga, heldur en þegar ekki er nema ein
barnalærdómsbók notuð, án þess að upp-
fræðing ungmennanna verði fyrir það
nokkuð meiri.
Eg fyrir mitt leyti get ekki séð þörf
á þessari lærdómsbók, en eg er, ef til
vill, of lílill nýbreytinga maður í þessu
efni. S. St.
Ádrepa
af lýsing lifnaðarháttanna hér á landi
á síðari hluta 18. aldar.
í eptirmælum 18. aldar, kemst hinn
mikli þjoðskörungur og ættjarðarvinur
Magnús conferentsráð Stephensen svo að
orði um lifnaðar- og búnaðar-háttu landa
sinDa:
„Margföld prakt, óhóf og eyðslusemi
hefúr innleitt margfalldan dýrleika, og
uppsvelgt víða allt, nema munaðaráhöld-
in ein. Veit eg að margir telja munað-
arlíf og óhóf almennings, sem merki og
afleiðingu góðs ástands, en langtum viss-
ari afleiðing móðins yfirdrottnunar eptir
útlendra sið, og merki óráðs mun þetta
reynast. — .... Óráð í búnaðarháttum
tel eg:* að synir mínir hafa svo umbreytt
all-víða búskaparformi sínu frá minu
náttúrlega og gamla, að ekki geta nú
lengur þrifist á innlendum matmæla- og
fatnaðar-föngum, sem fyrri, og að miklu
leyti án útlendra útsjúgandi kornvara-,
klæða- og kram-kaupa, við hvör öll eigin
atorkusemi niðurkæfist, eD óhóf og ó-
mennska fylla hennar sess. Þetta vottar
*) o: ísland. Eptirmælin eru framsett í
nafni íslands.
bezt sívaxandi kornvara-innflutningur ár
hvert hingað, og kramsins sömuleiðis, en
undir eins armóður allra þeirra héraða,
hvar þessa mest við þarf, eða venja
krefúr, þegar mörg uppsveitahéruð enn
í dag sýna, að lítils, sárlítils af öllu
þessu við þurfi, af því þeir enn halda
við fornum búnaðarháttum, einkum góðri
jarðar- og fjárrækt, halda við sparsemi
og hófsemi, en hylla miður fína möðinn*.
Þar kaupir góður bóndi litið eða ekkert
af mjöli, krami og óþarfa. Mjólk og
skyri, smjöri og kjöti, tólg, ullu og skinn-
um af búi sínu, fær hann árlega heima
hvergi nærri öllu eytt, en auk þess litla,
er hann til nauðsynja við þarf, getur
hann töluvert selt og grætt til uppeldis,
og til aðstoðar börnum sínum; með hon-
um læra þau sjálf að vinna sín eigin
snotru og þokkalegu föt af fénaðarins
ullu, og þau sóma sér langtum betur, en
fína móðins áður áminnsti fatnaður, við
hvörn, og endalaus mjöls-, krams- og
munaðarvarningskaup, hinir aldrei nema
i velti-árum ná heim, og eignast fæstir
álnarvirði afgangs; flestir armóð og skuld-
ir. — .... Búsæld og ánægja krýnir því
likra sveita lifnaðarháttu heillum og heiðri,
fyllir lönd mín fénaði og auðlegð, fjölg-
ar býlum, búendum, skattbændum, jarð-
eigendum, yðju og atorkumönnum, mann-
eskjum yfir höfuð, og þær gefa hinum
verðugt dæmi, sem með gagnstæðri bún-
aðaraðferð setja alla þeirra von til ens
stopula sjávarfengs, sem jafn vel i góðum
árum gjörir ekki betur en hrökkva, til
fyr greindra mjöls-, krams- og munaðar-
kaupa, en leyfir fæstum enn síður í bág-
um árum afgang frá skuldum. Menn
lifa þar ríkmannlega um tima, margir
bændur til jóla, margir skemur. Þar
setja þeir mesta von sína til kúa, en
halda fátt sauðfé og illa. Bregðist hinna
burður, heyjafengur, eða heyjanýting, er
mjólk og björg öll farin, kýrnar áður
fallnar, en af veit; af fáu, ílla höldnu og
arðlitlu sauðfé, er ullin í kaupstað seld,
lítið því eða ekkert af henni unnið. Líf-
ið eyðist í ómennsku, snatti og yðjuleysi,
sulturinn er þeim samferða, jarðar- og
penings-rækt fellur nokkrum þeirra erfið,
þeir yfirgefa því jörð og búskap, og
flykkjast út að sjó í tómthús, yðja þar
ekkert, nema þá fáu róðrardaga, sem
gefst um árið á stuttum vertíðum. Þeirra
litli og stopuli afli er það allt, af hvörju
takast á fæði og fatnaður hvörs hyskis.
Hvað á brestur bætir nokkrum útsjúg-
andi kaupavinna hjá verkafólksfáum bú-
endum, frá hvörjum hinir hlaupa úr
vistum í þurrabúðurámennslcu* og hægð,
svo jarðir verða ekki fyrir fólkseklu upp-
unnar, eða fénaður forsorgaður.....
Purrabúðalíf tel eg því í mörgum
sveitum, sunnan- og vestan-vert, nœstu eða
aðra stærstu orsök til míns armóðs og bág-
inda* þar nema í beztu árum, af því það
raunar er sú sama uppspretta til yðju-
leysis og óráðvendnis hjá mörgum, til
*) Auðkennt af höf.