Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 07.04.1900, Page 1
Verð árgangsins (minnst
52 arkir) S kr. 50 aur.;
erlendis 4 kr. 50 aur., og
í Ameríku doll.: 1.50.
Borgist fyrir júntmán-
aðarlok.
ÞJÓÐVILJINN.
——' ' [= Fjóetándi áröanöub. =| . . —
->—1*«^ RITSTJÓBI: SKÚLI THORODDSEN. =|^«—«-
TJpps'ógn skrifleg, ógild
nema komin sé til útgef-
anda fyrir 30. dagjúní-
mánaðar, og kaupandi
samhliða uppsögninni
borgi skuld sína fyrir
blaðið.
ísAFIKÐI, 7. AFRÍL.
19 0 0.
M 13.
Peningaleysið og hlutafélagsbankinn.
ii.
(Framh.) Vér þurfum að eiga svo öfl-
ugan banka í landinu, að landbóndinn,
útvegsmaðurinn, inðaðarmaðurinn, kaup-
maðurinn, í einu orði hver sá maður, sem
einhverja sjálfstæða atvinnu rekur, geti
þar fengið peningalán eptir þörfúm, með
bærilegum kjörum, atvinnuvegi sínum til
eflingar.
Þar til slík peningastöfnun er fengin,
getum vér í raun og veru ekki búizt við
mjög verulegum framförum í atvinnuveg-
um vorum.
Við þetta kannast allir, sem opin hafa
augun, og ekki snúast öndverðir gegn
flestu því, er landi og lýð má til við-
reisnar verða.
Það var auðvitað ekki af öðru en
þessu, að siðasta þing snerist svo liðlega
við hlutafélagsbanka-frumvarpinu, og
gerði sér svo mikið far um, að laga
þær misfellur, sem á því voru í fyrstu.
Þinginu duldist ekki, að þrátt fyrir
veðdeildina, og hina auknu seðlaútgáfu,
vantaði mikið á, að bætt væri til nokk-
urrar hlýtar úr peningaleysinu, og þar
af leiðandi vandræðum og úrræðaleysi
til flestra farsællegra hluta fyrir land
þetta, já, svo mikið, að brýn þörf væri
á eins öflugum banka, eins og hlutafé-
lagsbankinn átti, samkvæmt frumvarpinu,
að verða.
Þarna var stórkostleg peningahjálp í
boði, og því þá ekki áð taka þessu boði,
gæti það fengist með bærilegum skil-
málum. Um þetta var allt þingið svo
að segja orðið á einu máli, áður en því lauk.
En mál þetta kom svo flatt upp á
þingið, og svo óundirbúið, að varla var
til þess ætlandi, að þingið gæti leitt það
til lykta, og þar að auki of mikið vanda-
mál til þess, að það gæti talizt rétt, að
útkljá það á einu þingi.
En þingið lýsti ótvíræðlega fylgi sínu
við málið, bætti það stórum, og ræddi
það svo rækilega, og útskýrði á allar
lundir, að landsmönnum má teljast það
vorkunnarlítið, að geta áttað sig nokk-
urn veginn á því til næsta þings.
Hér skal ekki út í það farið, hvort
önnur vænlegri ráð, en hlutafélagsbank-
inn frá síðasta þingi, séu fyrir hendi, til
að bæta úr peningaleysinu, og þarafleið-
andi vandræðum og eymdarskap í flest-
um greinum. Þau liggja að minnsta
kosti ekki í augurn uppi, en væru þeir
nokkrir, sem vissu þau, þá hefðu þeir
þegar átt vera komnir með þau, það var
helg skylda þeirra við þjóð sína. Yíst
er það, að ekki hefur þingið vitað nein
vænlegri ráð, annars hefði það ekki tekið
svona vel í það mál.
Síðan mál þetta kom á dagskrá þings-
ins hefur töluvert verið um það rætt og
ritað; í fyrstu mætti það allhörðum mót-
mælum, einkum af starfsmönnum lands-
bankans, en eptir því menn kynntust
því betur, og sérstaklega eptir að alþingi
hafði lagað á því þær misfellurnar er mest-
ar þóttu í byrjuninni, hefur þeim röddum
fækkað, er fyrirmuna vilja þjóðinni þessa
öfluga lánfæris.
Einstaka sérvitringar geta séð drauga
um hábjartan daginn, þar sem þessi banki
er, eins og t. d. þá grýlu, að Island of-
urseljist með honum útlendu auðvaldi,
þrátt fyrir það, þótt stjórn hans sé í
höndum þings og landstjórnar.
Eða, að landsmenn muni misbrúka
svo þennan banka, að þeir sökkvi enn
dýpra í skuldafenið, án þess að banka-
lánin komi landinu eða atvinnuvegum
þess að nokkru liði. Auðvitað þá bezt
að hafa engan banka.
Eða þá vizkan sú, að banki þessi
komi engum að notum nema kaupmönn-
um, og því sé ekki mikið á honum að
græða, þrátt fyrir það, þótt allir lands-
rnenn eigi jafnan aðgang að honum.
Þetta hafá hingað til verið helztu
röksemdir „Þjóðólfsu, er harðast berst
móti banka þessum.
Það er með öðrum orðum, að vér Is-
lendingar séum sá skrælingjalýður, að
það sé að fá óvita voða í hendur, að
koma á fót hjá oss þeim lánfærum, sem
hvervetna annars staðar hafa reynzt hin
sterkustu lyptiöfl allrar menningar og
þjóðlegra þrifa.
Það er sama vantraustið og vantrúin
á þjóð vorri, og sú, er hindra vill mik-
ilsverðar umbætur á stjórnarfyrirkomu-
lagi voru, af því að vér séum ekki menn
fyrir meiru politisku sjálfstæði, en vér nú
höfum. —
Það eru apturhalds og ómennsku-
draugarnir gömlu, sem svo lengi hafa
gengið ljósum logum hér á landi, en sem
vonandi er, að bráðum verði kveðnir nið-
ur til fulls.
Peningaleysið er svo tilfinnanlegt, og
mál þetta svo mikilsvert, að það mætti
furðu gegna, ef því væri ekki frekari
gaumur gefinn af þingi, þjóð og stjórn.
En það er eitt, sem allt veltur á í
þessu máli, og það er, hvort næsta þing
muni eiga kost á því tilboði, sem að
síðustu lá fyrir á síðasta þingi, frá for-
göngumönnum þessa máls.
Séu þessir menn af huga því, að koma
þessum banka á fót, þá er ekkert um
málið frekara að segja í þeirri mynd, og
þá veiður að leita annara ráða. —
Mál þetta er í alla staði stórmerki-
legt, og eitt hið þýðin garmesta fyrir
framtíð íslands. Standi nú allt við hið
sama og í þinglok í sumar, þá er það
sannarlega helg skylda stjórnarinnar, að
undirbúa það sem bezt til næsta þings,
og þjóðarinnar að taka það til rólegrar
og nákvæmrar íhugunar undir kosning-
arnar, sem bráðum fara í hönd.
8. St.
tJtlönd.
Kaupmannahöfn 10. marz 1900.
(Framh.) Suður-Afr íkuófriður-
inn. Þess var getið í síðasta blaði, að þeir
forsetarnar í Transvaal og Oranje, Kriiger
gamli og Stein, hefðu átt fund með sér
eptir ófarir Búa hinar síðustu, og er nú
talið áreiðanlegt, að sá fúndur hafi verið
til þess ger, að styrkja sem bezt sam-
band ríkjanna til varnar gegn Bretum.
I Bloemfontain, höfuðborginni í Oranje-
fríríkinu, hélt Kriiger ræðu til hermann-
anna, og bað þá nú í herrans nafni, að
duga ættjörðinni sem bezt, enda hefðu
sigrar þeirra, er þeir fyr hefðu unnið,
sýnt það, að guð væri með þeiin. —
Bæði Bloemfontain og Prœtoria, höfuð-
borgina í Transvaal, hafa Búar viggirt
afar-rammbyggilega til þess, að geta var-
ist Bretam sem allra lengst, og þurfa
ekki að gefast upp, fyr en í fulla hnef-
ana, eða þegar sulturinn knýr þá til, ef
Bretar halda borgunum lengi í umsát.
Roberts hershöfðingi kvað þoka liði
sínu áleiðis til Bloemfontain, og skipast
margir Búar þar fyrir til þess, -að verja
honum að komast að borginni.
Mjög misjafnt mælist ófriður þessi nú
í seinni tíð fyrir á Englandi, þótt þeir
séu í meiri hluta, er láta mannúðarleysið,
heimskuna, hatrið og hefndargirnina leiða
sig, svo sem Stead ritstjóri hefur ný
skeð bent löndum sínum á.
í öndverðum febrúar reyndi Fitsmaurice
lávarður, að fá samþykkta vantraustsyfir-
lýsingu gegn stjórninni út af stríðinu,
en því var hrundið með 352 atkvæðum
gegn 139, en margt orðið hefur Cham-
berlain nýlenduráðherrann fengið að
heyra, sem maklegt er, út af óhreinlyndis-
og óþokka-aðferð sinni í máli þessu frá
byrjun.
Nýlega er lagt fyrir enska þingið
frumvarp um 1080 milj. króna lántöku
til herkostnaðar, og auk þess vill stjórn-
in hækka vínfanga- og tóbaks-toll og
tekjuskatt að mun, til þess að fá fé í
ríkisfjárhirzluna.
Nýjustu fréttir segja að í héruðunum
Tríeska og Keuhardt, sem bæði lúta Bret-
um, hafi íbúarnir nú ný skeð lýst sig óháða,