Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 07.04.1900, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 07.04.1900, Blaðsíða 4
52 ÞJÓÐVILJINN. XIY, 13. spurningar, áður en þeir leggja út i nýjan leið- angur gegn lögum þessum: 1. Er það réttlátt, að allir húsmenn; þurrabúðar- menn, kaupstaðarborgarar, lausamenn og lausakonur, séu iausir við að gjalda dagsverk, bversu efnaðir sem þeir eru, tíundi þeir að eins ekki 60 álnir, þar sem allir aðrir í þessari stöðu, bversu fátœkir sem þeir eru, verða að greiða gjald þetta tíundi þeir þeir þessa uppbœð? 2. Er það réttlátt, að húseigendur i kaupstöðum og verzlunarstöðum séu lausir við að greiða offur, bve mörg þúsund króna virði sem þeir eiga í húseignum, þar sem aðrir verða að greiða gjald þetta, ef þeir að eins teljast að eiga 20 bndr? 3. Er það rétlátt, að allir þeir séu lausir við að að greiða * lambsfóður, sem ekki bafa jörð til ábúðar metna til dýrleika, þótt þeir hafi miklu meiri jarðarafnot og grasnyt, en bœndur sem gjald þetta verða að greiða? 4. Er það réttlátt, að sá bóndi, sem býr á einu koti, greiði sama heytoll, og bóndi sem býr á mörgum jörðum? Verði þessum spurningum játað með rökum, þá skal eg fúslega viðurkenna, að lög þessi hafi litla réttarbót i sér fólgna, en verði það ekki gjört, öfunda eg andmœlendur þeirra ekkert af skarpskyggninni eða sanngirninni við gjaldendur þessara gjalda. < Aðaltilgangur þessa frumvarps var sá, að fá skýr lög um greiðslu þessara gjalda, en um leið reyndi þingíð að jafna mesta ójöfnuðinn í gjaldskyldunni. Að tekjur presta vaxi nokkuð verulega við lög þessi, nema ef til vill á stoerstu kaupstaðarbrauðunum, er einber heilaspuni, og enga myndi það fremur gleðja, en okkurflutn- ingsmenn frumvarpsins, kœmist sú breyting bráðlega á allt launamál presta, er gerði lög þessi, þótt staðfest verði, sem óvíst er, allsend- is óþörf. Vigur 1. marz 1900. Sigurður Stefánsson. Frá Bolvíkingum. í Bolungarvík hefur í vetur vottað fyrir töluvert meira andlegu lífi, en vana- lega gjörist í veiðistöðum hér vestra. Bindindið hefur efizt þar mjög í vetur; má vera að húsbygging G-oodtemplara eigi nokkurn þátt í því, með því að nú er hægt að koma saman til reglulegra fundarhalda. Eyrir nokkru erogstofnað þar nýtt félag, er nefiiist „Málfundafé- lagið“; er aðal-tilgangur þess, að ræða ýms nauðsynjamáj veiðistöðunnar og hér- aðsins i heild sinni, og auðvitað, að svo miklu leyti sem því er hægt, að gang- ast fyrir framkvæmdum þar að lútandi. Félag þetta hefur samþykkt reglur fyrir sig; eru fundir að öllu forfallalausu haldnir tvisvar'í mánuði, ogoptar, ef annir leyfa- Á fundum hafa allir félagsmenn málfrelsi og tillögurétt; hafa ýms mál þegar verið rædd á fundum þessum, svo sem fiski- veiðasamþykktarmálið, gufubátsmálið, um meira hreinlæti og þrifnað á Mölunum o. s. frv. Fólagsskapur þessi er allrar virðingar verður, verði eitthvert framhald af honum, með honurp er mönnum sér- staklega gefið tækifæri til að íhuga ýms mál, er miklu geta varðað fyrir hóraðið, og láta athuganir sínar í ljósi; getur slikt orðið bæði til að venja menn á að hugsa dálítið meir um almenn mál, en hingað til, og sömuleiðis æft unga menn í því, að setja fram hugsanir sínar. Það er hvergi hér nærendis hægra að koma á, og halda við slíkum félagsskap, en í Bol- ungarvík, þar sem eru saman komin allt að þremur hundruðum manna úr öllu Djúpinu og víðar að, og þar eru bæði þessi, og hver önnur samtök og fólags- skapur, er miða til að koma í veg fyrir iðjuleysið og slæpinginn í landlegunum, mjög þörf. Það er því vonandi og ósk- andi, að þessi fólagsskapur geti orðið til þess, að vekja áhuga vermannanna á ein- hverju veglegra og nytsamlegra, en spil- um og búðarápi. I vetur kvað og hafa fram farið kennsla í landlegum meðal ungra manna, er tek- ið hafa sig saman um, að nota landleg- urnar sór til menntunar; hefur Þorgrímur Sveinsson, realstúdent, veitt ókeypis kennslu þessa, og er það fallega gjört, þótt vér á hinn bóginn getum ekki séð, að það væri ofætlun mörgum mönnum, að borga slika kennslu, einungis, ef á- huginn væri almennur. í báðum þessum tilfellum hefur bind- indishúsið komið í góðar þarfir, þar hefur „Málfúndafólagið“ haldið fundi sína og kennslan farið fram. Bolungarvík er sjálfsagt ein stærsta, og að öllu samtöldu bjargvænlegasta veiðistaðan á landinu; eins og það gleð- ur alla Djúpmenn, að frétta þaðan um góðan afla, eins má hitt vera öllum góð- um mönnum gleðiefni, að vermenn þar taki sér eitthvað þarflegt fyrir hendur hina mörgu daga, er veðrið ekki leyfir þeim að leita sér bjargar á sjónum, og með stærstu gleðifróttunum þaðan á þess- um vetri er, auk hins góða afla, sem lengstum hefur verið þar, vissulega það, að drykkjuskapur hefur víst aldrei verið þar jafn lítill og í vetur, sem sjálfsagt má þakka bindindishreifingunni. Aðal-styrktarmaður og forgöngumaður bindindisfélagsskaparins í Bolungarvík er sýslunefndarmaður Pótur Oddsson í Tröð, hann er og, ásamt Þorgrími Sveinssyni, er fyr var nefndur, og Magnúsi bónda Bárðarsyni í Kálfavík, í stjórn „Mál fundafélagsins“. — Minnsta konungsríkið í heiminum. 1 landa- fræðinni er furstadæmið Monaeo, sem liggur á landamærum Frakklands og Ítalíu, almennt talið minnsta ríkið í Norðurálfunni, enda er það ekki nema ‘jh fy| míla að stærð. Þó er til ann- að ríki enn þá minna og miklu fátækara en Monaco, og er þó konungsríki. Kotríki þetta er ey ein út i Atlandshafi skammt fyrir vest- an Suðureyjar við Skotland. Ey þessi heitir St. Kilde, bún er ekki stærri en svo, að það er rétt mátuleg skemmtiganga umbverfis hana, og er þó vegurinn slæmur, því vegabætur eru þar engar í landi. Með góðri sjónpípu má á stund- arkorni verða all-kunnugur landslagi og lands- háttum alls konungsríkisins. Þéttbýlt er það heldur ekki, ibúar eru 2—300. Engin borg eða bær er í ríkinu, eyjarskeggar, sem eru fiski- menn, búa víð á dreif um eyna i litlum og lé- legum kofum; sjálfur konungurinn á enga böll, hann býr líka í einbverjum kofanum í kóngs- ríkinu sínu. Annars væri réttara að kalla ríki þetta drottningarríki en konungsríki, því karl- maður befur þar aldrei að ríkjum setið. í grund- vallarlögum ríkisins eru karlmenn alveg úti- lokaðir frá konungstign, en meykóngar baía þar jafnan ríki ráðið. Ekki er konungsdómur á St. Kilde samt arfgengur, heldur er drottning kos- in af allri þjóðinni; situr bún að völdum, þang- að til bún giftist; er þá drottning valin að faýju. Kjörgengar eru að eins ungar ógiptar stúlkur og ekkjur, sem ekki bafa verið drottningar áður. Stjórnarfyrirkomulagið er ótakmö rkuð einvalds- stjórn, en elztu fiskimennirnir eru ráðaneyti drottningarinnar. Ekkert hinna stærri ríkja í Norðurálfunni befur nokkru sinni reynt, að kasta eign sinni á ey þessa, eða skipta sér nokkurn skapaðan blut af henni eða stjórnarskipun hennar; bún befur því aldrei gengið kaupum og sölum milli stórveldanna, eins og svo mörg önnur kotríki, til þess hefur konungsriki þetta verið of smá- vaxið. Eyjarskeggjar eru afkomendur binna fornu Norðmanna, er fyr á öldum voru fjöl- mennir um þessar slóðir. Að fjárhagur ríkisins sé ekki sérlega glæsilegur, sést bezt á því, að drottningin sjálf hefur ekki önnur laun bjá þegnum sínum, en fæði og eitthvað utan á sig; og þó getur borið út af þessu ef ílla fiskast; verður hún þá alveg að bjargast upp á eigin spítur. En fiskist vel, ber Hka við að búnfær nokkra aura fyrir nálar og þess háttar smáveg- is fyrir sjálfa sig. Drottningunni á St. Kilde mætti því þykja það kosta kjör, að fá meðal vinnukonukaup á íslandi, auk heldur meðal breppstjóra- eða oddvita-laun. Slík konungs- mata þætti fyrnum sæta í þessu kóngsríki, þar sem konungurinn getur varla heitið matvinn- ungur. Auglýsing. Það tilkynnist hérmeð vorum heiðr- uðu viðskiptamönnum, að við sjáum okk- ur ekki fært framvegis, að kaupa fyrir stórfisksverð þann fisk, sem ekki heldur 17 pumlunga af gellubeininu, þar sem það er lægst, og á aptasta sporðlið; þó munum við, fyrst um sinn, kaupa þil- skipafisk, sem við þurrkum sjálfir, eptir sama máli og við höfúm áður keypt hann. Pingeyri, Dýrafirði 14. febr. 1900. Aktieselskabet N. Chr. Grams Handel v. F. R. Wendel. BíldMal 12. fefir. 1900, P. J. Thorsteinsson & Co. SK andxnavis 1*- Bxportkaffo surrogat sem vér höfum búið til í undan farin ár er nú viðurkennt að hafi ágæta eigin- legleika. Kjebenhavn. — F. Hjorth & Co. Laust yfirsetukonu-umdœmi. 10. yfirsetukonu-umdœmi Norður-Isa- fjarðarsyslu (Sléttuhreppur norðan Hvestu að Horni). Þær yfirsetukonur, er kynnu að vilja sækja um sýslan þessa, eða þeir kvennmenn, sem kynnu að vilja nema yfirsetukonufræði í þvi skyni, að takast á hendur ljósmóðurstörf í þessu umdæini, sendi skeyti þar að lútandi til undirskrif- aðs sýslumanns sem fyrst. Skrifstofu ísafjarðarsýslna 20. marz 1900. H. Hafstein. Þakkarávarp. Við undirrituð, sem fengið höfum að gjöf frá hr. hvalveiðamanni H. Ellefsen á Flateyri 200 kr., frá hr. kaupm. L. Tang 50 kr. og frá leikfól. Þingeyrar 91 kr. 25 aura, viljum hér með tjá gefendunum innilegasta hjartans þakklæti vort fyrir þessar höfðinglegu gjafir, og biðjum al- góðan guð að launa þeim fyrir þær. Meira-Garði og Bakka 22. marz 1900. Solveig Þörðardóttir, Jón Jónsson, Guðný Jónsdóttir. PRENTSMIÐJA PJÓÐVILJANS

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.