Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 07.04.1900, Blaðsíða 3
XIV, 13.
Þjóðviljinn.
51
Kosnir voru:
Jón Laxdal með 9 atkv.
Síra Sig. Stefánsson með 8 atkv.
Pétur Oddsson með 6 atkv.
Af hálfu bæjarstjórnarinnar á ísafirði
höfðu mætt, verzlunarstjóri Jón Laxdál,
bakari Finnur Thordarsen og prófastur
síra Þorvaldur Jónsson. —
Nofnd þessi gat ekki orðið á eitt sátt,
Pétur Oddsson vildi ekkert láta hreifa við
samþykktinni að þessu sinni, en þeir Jón
Laxdal og síra Sigurður Stefánsson lögðu
til, að numdar væru burtu bæði önnur og
þriðja gr. samþ. (slægingarbannið og skel-
fisksbeitubannið), voru þær tillögur þeirra
samþykktar af sýslunefndinni eptir nokkr-
ar umræður, og afgreiddi nefndin sam-
kvæmt því svo látandi:
Frumvarp til samþykktar
um ýmisleg atriði, er snerta fiskiveiðar
á opnum skipum í Norður-ísafjarðarsýslu
og Isafjarðarkaupstað.
1. gr.
Enginn, sem stundar fiskiveiðar á
opnum skipum i Norður-ísafjarðarsýslu
og ísafjarðarkaupstað, má eiga lóðir í sjó
frá kl. 9 að kvöldi til kl. 5 að morgni
á tímabilinu frá 1. nóvember til l.apríl.
Á þessu tímabili má enginn byrja
sjóferð til fiskiveiða með lóðum, fyr en
kl. 5 að morgni; þó nær þessi ákvörðun
ekki til þeirra, sem hafa uppsátur fyrir
norðan Rit.
Þá er sjóferð byrjuð, þegar skip er á
flot sett, albúið til fiskiróðrar, og allir
skipverjar komnir upp í það.
2. gr.
Á sérhverju skipi, sem stundar fiski-
veiðar á svæði þvi, sem samþykkt þessi
nær yfir, skal á hverri sjóferð vera inn-
anborðs lýsi til bjargráða, að minnsta
kosti 4 pottar, og telst það með skipsá-
höldum. Sömuleiðis skulu allir formenn
skyldir til, að hafa ljós á báti sínum, hve-
nær sem þeir eru að veiðum í nayrkri.
3. gr.
Enginn má vísvitandi leggja net eða
lóðir ofan í veiðarfæri annars manns.
Hegning skal þó að eins beitt, að skaði
hafi af hlotizt.
4. gr.
í sérhverjum hreppi Norður-ísaijarð-
arsýslu sé skipuð 3—5 manna nefnd,
eptir stærð hrepps og ákvæði hrepps-
nefndar, og í Isafjarðarkaupstað 3 manna
nefiid. — Kýs hlutaðeigandi hreppsnefnd
og bæjarstjórn einn þeirra úr sínum
flokki, og skal hann vera oddviti nefnd-
arinnar, en hinir skulu vera formenn, og
gengst oddvitinn fyrir því, að formenn
þeir, sem uppsátur hafa í hreppnum,
sjálfir kjósi þá úr sínum flokki í byrjun
hverrar vertíðar. Yanræki hlutaðeigend-
ur að mæta á fundi þeim, sem boðaður
verður í því skyni, skal hreppsnefnd og
bæjarstjórn hafa vald til að skipa menn
til starfa þessara, og má enginn skorast
undan án gildra orsaka, sem hrepps-
nefnd og bæjarstjórn eru einar bærar um
að meta. Skal nefnd þessi hafa nákvæm-
ar gætur á því, að samþykkt þessari sé
fyllilega hlýtt. Verði einhver uppvís að
þvi, eða ef nefndinni þykir líklegt, að
einhver hafi brotið á móti samþykktinni,
Wlkynnir hún það hlutaðeigandi yfirvaldi'
5. gr.
Sé brotið á móti samþykkt þessari,
nema líf liggi við, verður formaður sek-
ur um 10—100 kr. eptir málavöxtum.
Svo má og gjöra afla upptækan, ef mikl-
ar sakir eru. Helmingur sektar falli til
fátækrasjóðs þess hrepps, þar sem brotið
er kært, hinn helmingurinn til jafnra
skipta rnilli gæzlunefndar annarsyegar og
upplj óstrarmann s.
6. gr.
Þar sem tímatakmörk eru nefnd í
samþykkt þessari, skal farið eptir klukku
þeirri, sem gæzlunefndin fer eptir, en
skylt er henni að annast um, að sú
klukka sé svo rétt, sem fong eru á.
7. gr.
Samþykkt um ýmisleg atriði, er snerta
fiskiveiðar á opnum skipum í Norður-
ísafjarðarsýslu og Isafjarðarkaupstað frá
30. júli 1898, skal hér með úr gildi felld.
Erumvarp þetta verður lagt fyrir
héraðsfúnd í næstkomandi maí mánuði.
III. Gufubátsferðir. Ályktað var, að
nota hinn framboðna landssjóðsstyrk, að
upphæð 2500 kr., til gufubátsferða um
Djúpið, var eptir nokkrar umræður sam-
þykkt, að kjósa 3 manna nefnd til þess
að leita samkomulags við útgerðarmann
gufubátsins „Ásgeir litli“, um ferðir um
Djúpið á komandi sumri, með líku fyrir-
komulagi og að undanförnu og með sama
fjárstyrk. —
Kosnir voru:
Síra Sigurður Stefánsson með 10 atkv.
H. Hafstein með 9 atkv.
Jón Laxdal með 6. atkv.
Af hálfu bæjarstjórnarinnar mættu í
þessu máli hinir sömu og í fiskiveiða-
málinu.
Eptir að nefnd þessi hafði átt tal við
útgerðarmann bátsins, skýrði hún frá því,
að hún, fyrir sama tillag og að undan-
fórnu, hefði fengið lofaðar 28 ferðir um
Djúpið, er byrjuðu um miðjan maí og
enduðu 6. október. Sýslunefndin sam-
þykkti í einu hljóði að ganga að þessu,
og var ofan nefndri nefnd falið að semja,
ásamt útgerðarmanni, ferðaáætlun fyrir
bátinn.
IV. Ekknasjóðurinn. í stjórn hans
voru kosnir:
Próf. Þorvaldur Jónsson með 11 atkv.
Síra Sig. Stefánsson með 11 atkv.
H. Hafstein með 8 atkv.
V. Endurskoðanir reikninga. Til að
endurskoða alþýðustyrktarsjóðsreikninga
voru endurkosnir:
Síra Sigurður Stefánsson,
Sira Kjartan Kjartansson, báðir í einu
hljóði.
Til að endurskoða sýslusjóðs- sýslu-
vega- og hreppa-reikninga, var endur-
kosinn í einu hljóði:
Síra Sigurður Stefánsson.
VI. Sveitaverzlunarleyfi. Um sveita-
verzlunarleyfi sóttu þeir: Guðm. Hélgi
Finnbjarnarson, bóndi á Sœbóli í Sléttu-
hreppi, Árni Arnason, bóndi á Osi í Hóls-
hreppi, og Pétur Oddsson, sýslunefndarmað-
ur í Tröð í Hólshreppi, var þeim öllum
veitt hið umbeðna leyfi. Eru þeir þá
orðnir 9, sem sveitaverzlunarleyfi hafa í
sýslunni, í 4 hreppunum 2 í hverjum.
Leyfin voru öll veitt með 8 atkv.
gegn 1. (Síra Sig. Stefánssonar.)
VII. Stofnun barnaskóla. Hrepps-
nefnd Snæfjallahrepps veitt, samkvæmt
þar um kominni beiðni, leyfi til að taka
allt að 1000 kr. lán gegn veði í tekjum
sveitarsjóðsins, til barnaskólabyggingar á
Sandeyri eða Berjadalsá.
Vni. Sundkennsla. Til sundkennslu
í Reykjanesi veitti nefndin 80 krónur,
gegn jöfnu tillagi frá landssjóði; sund-
kennari hinn sami og að undanfórnu,
Asgeir Ásgeirsson frá Arngerðareyri, og
er hann ráðinn með eptirfylgjandi skil-
málum:
1, Að kennslan byrji ekki seinna en 9.
júlí næstkomandi, og standi eigi skem-
ur enn einn mánuð.
2, Að minnsta kosti 10 nemendur taki
þátt í kennslunni allan timann.
3, Að nemendur séu sem mest vandir við
að synda í fötunum, og í sjó, er kring-
umstæður leyfa. —
4, Að kennarinn hafi sjálfur stöðugt ept-
irlit með piltunum.
5, Að hann í kaup og fæði fái 120 kr.
gegn uppfylling ofangreindra skilmála,
að afstöðnu prófi.
IX. Vegabætur. Alþingi síðasta hafði
veitt 2500 kr. til vegagerðar á Breiða-
dalsheiði, með því skilyrði, að hlutaðeig-
andi sýslufélög leggðu til jafnháa upphæð.
Sýslunefndin samþykkti að veita 1000
krónur til þessarar vegagjörðar, með því
skilyrði, að sýslunefnd Vestursýslunnar,
sem vegabót þessi er einkum gjörð fyrir,
veitti 1500 kr., svo að 2500 kr. fáist á
þessu ári á móts við veittan landssjóðs-
styrk, og að minnsta kosti meiri hluti
vegagjörðarinnar verði gjörður á norðan-
verðri heiðinni, í framhaldi af hinum
nýja vegi við Skutilsfjörð að Seljalandsósi.
Til sýsluvegarins á Hesteyrarheiði
voru veittar 200 kr.
Til viðgerðar á veginum á Dagverð-
ardal voru veittar 70 kr.
Til hreppavega í Nauteyrarhreppi */3
sýsluvegagjald 34 kr. 37 a.
Þessa árs sýsluvegagjald var alls
845 kr.
X. Póstmál. Samþykkt að mæla með
því, að aukapóstur verði látinn ganga frá
Ögri og að Kálfavík við Skötufjörð, ept-
ir komu aðalpóstsins að sunnan i hverri
ferð.
Enn fremur að aukapósturinn að
Tröð í Álptafirði, verði látinn fara alla
leið að Eyri við Seyðisfjörð í hverri
ferð; og loks, að Aðalvíkurpósturinn frá
Hesteyri, verði látinn koma við á Sléttu
í báðum leiðum, eða að minnsta kosti í
norðurleiðinni í hverri ferð.
Mörg fleiri smámál hafði fundurinn til
meðferðar. —
PrestgjaldafrumYarpið.
í „Þjóðólfl" og „Fjallkonunni" hofur verið
þyrlað upp töluverðum reyk móti frumvarpi
því, sem við þingmaður Barðstrendinga fluttum
4 síðasta þingi, um greiðslu 4 prests- og kirku-
gjöldum. Okkur kemur auðvitað ekki til hug-
ar, að elta allar þær endileysur, sem þar eru
bornar fram gegn frumvarpi þessu, sem þingið
samþykkti sem lög. Um það fjölluðu og þeir
menn 4 þingi, sem miklu betur voru þvi m41i
vaxnir, en þessir andmælendur þess hafa tj4ð
sig að vera, ef dæmt skal eptir mótb4rum
þeirra. En hins vegar vildi eg mœlast til, að
þessir góðu menn vildu athuga eptirfylgjandi