Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 30.04.1900, Page 1

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 30.04.1900, Page 1
Verfí árgnngsins (minnst 52 arkir) 3 kr. 50 anr.; erlendis 4 kr. 50 aur.,og í Ameríku doll.: 1.50. Borgist fyrir júnímán- aðarlok. ÞJÓÐVILJINN. --‘-[= FjÓRTÁNDI ÁRGANOTJB. =|~ .. — >a!= RITSTJÓBI: SKÚLI THORODDSEN. =|&ogg- j Vppsögn skrifleg, ógild ) nem a komin sé til útgef- anda fyrir 30. dag júní- mánaðar, og kaupandi samhliða uppsögninni borgi skuld sína fyrir blaðið. M 14.-15. ÍSAFIRBI, 30. AFRÍL. 1900. tJtlöndL. Kaupmannahöfn 24. marz 1900. í þ. m. hefur tíðin lengstum verið fremur kaldhryssingsleg á Norðurlöndum, og það er fyrst þessa síðustu dagana, að heldur er farið að hlýna í lopti. Frá Danmörku. 15. marz brann hór í Kaupmannahöfn stórhýsi mikið, er hlutafélagið „Títanu átti, og er skaðinn metinn freka 1 milj. króna. — Félag þetta hafði yfir 500 verkamenn í þjón- ustu sinni, og urðu margir þeirra at- vinnulausir i svip. Til nýmæla má það og telja, að dansk- ur verkmaður, P. Christensen að nafni, hefur fundið upp aðferð til þess, að geyma egg óskemmd um lengri tíma, og kvað enskt eggjaverzlunarfélag þegar hafa keypt af honum réttinn til þess, að mega hagnýta sér uppfundningu hans á Bretlandi, og hefur borgað honum 600 þús. krónur fyrir, og mun P. Christensen ætla sér, að hafa meira upp úr uppfundn- ingu sinni, áður en hann gerir almenn- ingi aðferð sina kunna. 13. þ. m. hóldu Goodtemplarar í Dan- mörku hátið mikla i minningu þess, að þá voru 20 ár liðin, síðan H. Selmer læknir (ý 1893) stofnaði fyrstu Grood- templarstúkuna i Danmörku, og voru meðlimirnir þá að eins 10 að tölu; en nú eru í Danmörku alls 400 stúkur, og með- limirnir um 22 þúsund, og má það þykja all-góður viðgangur, því að Danir hafa lengi haft það orð á sór, að fá sér í meira lagi „neðan í því“, og gera það að vísu enn í dag. Ymsir merkir menn á Norðurlöndum áttu ný skeð fund með sór, og kom þar ásamt um, að efna til samskota, til þess að reisa Margréti drottningu, er samein- aði öll Norðurlönd um tíma, minnisvarða. Aðal-hvatamenn fyrirtækis þessa eru: fyrir Danmörku Krahbe hóraðsfógeti, fyr- ir Noreg háskólakennari Sophus Bugge i Kristjaníu, og fyrir Svíþjóð háskólakenn- ari Weibull i Lundi. — Ekki er enn á- kveðið, hvar minnisvarðinn verður reistur, eða hvort hún fær einn minnisvarðann i hverri höfuðborginni: Kaupmannahöfn, Stokkhólmi og Kristjaníu, sem sumir munu telja bezt til fallið. Af politík Dana er þess að geta, að skattalöggjöfin, sem ráðaneytið Hörring hafði sérstaklega sett sór að koma fram, fór öll í mola á þinginu, og fólksþingið rófurakaði svo fjárlögin, að því er fjár- veitingar til hers og flota snerti, að hægri- mönnum þykir alls eigi viðunandi. — Engu að síður lýsti þó Hörring því yfir ^ið 1. umræðu fjárlaganna í landsþinginu 22. þ. m., að stjórnin myndi fyrir sitt leyti eigi setja sig á móti því, að fjár- lögin yrðu samþykkt óbreytt, og kvað * aðal-ástæðuna til þess vera þá, að ráða- neytið hefði þegar tilJcynnt hans hátign konunginum, að það hefði eigi stjbrnar- st'árfin lengur á hendi, en þangað til rík- isþinginu yrði slitið að þessu sinni, vænt- anlega nú um mánaðamótin. í blöðunum eru nú ýmsar spár um það, hver nú taki við stjórninni; gizka sumir á, að vinstrimenn komist nú til valda, en sennilegra er þó, að hægri- menn reyni enn að tildra upp ráðaneyti úr sínum flokki, þótt engin von só um, að slikt ráðaneyti fái nokkru verulegu áorkað í löggjafarmálum. — Háskólakennari Fr. Nielsen er nýlega skipaður biskup í Álaborgarbiskupsdæmi, i stað Schousboe's sáluga. — Frakkland. Frakkar hafa ekki verið lengi að hugsa sig um, hvað til bragðs skuli taka, út af leikhúss-brunan- um, heldur hefur þingið þegar veitt 2 milj. og 200 þús. franka, til þess að reisa það aptur úr rústum, og á að hafa svo hraðann á, að byggingunni verði að fullu lokið, áður en sýningunni í sumar verður lokið. 30. júlí ætla blaðamenn frá ýmsum löndum að eiga fund með sér íParís; en hætt er við, að íslenzkir blaðamenn láti ekki fundarhald það til sín taka, þvi að íslenzku blöðin eru of smávaxin til þess, að‘ geta staðizt þann kostnað, er af sliku ferðalagi leiðir. — — Afríku-ófriðurinn. Erindi þeirra Stejns og Kriigers, er þeir sendu ensku stjóminni 5. f. m., og getið var um í síðasta blaði, var svo látandi: „Blóðið og tárin, sem runnið hafa frá þeirn þúsundum manna, er stríðið hefur sært, eins og líka liið andlega og efnalega tjón, er nú vofir yfir Suður- Afríku, leggur stjórnum rikja þeirra, er í ófriðinum eiga, þá skyldu á herðar, að spyrja sjálfar sig að því, frammi fyrir augsýn hins þríeina guðs, og alveg ofsa- laust, hvers vegna barist sé, og hvort takmark það, sem hvor um sig starfar að, geti réttlætt þá hræðilegu eymd og eyðileggingu, sem ófriðurinn hefúr í fór með sór. Með tilliti til þessa, sem og til hins, er ýmsir enskir stjórnmálamenn hafa haldið fram, að stríðið væri hafið og háð í þeim augljósa tilgangi, að kollvarpa veldi Victoríu drottningar í Suður-Afriku, og koma þar fótum undir stjórn, er óháð væri stjórninni á Englandi, teljum vór oss skylt, að lýsa því hátíðlega yfir, að ófriðurinn að eins er háður til þess, að verja sjálfstæði Transvaals, sem í hættu er statt, og að ófriðinum verður áfram að halda, til þess að tryggja það, að lýð- veldin séu bæði fyllilega óháð og sjálf- stæð ríki, sem og til þess, að fá um það fullvissu, að enginn þeirra ensku þegna, er gripið hafa til vopna með oss, mæti neinu hörðu. Með þessum skilyrðum erum vér nú, sem löngu fyr, óðfúsir til friðar. Skyldi enska stjórnin á hinn bóginn hafa einráðið það með sér, að eyðileggja sjálfstæði lýðveldanna, þá er eigi annað fyrir þjóð vora að gjöra, en að ganga til enda áfram þann veginn, sem vér eitt sinn höfum lagt út á, þrátt fyrir hið jötuneflda ofurefli hins brezka rikis, ogi trausti til þess, að guð muni eigi yfir- gefa oss. Meðan hagurinn var vor megin, og hersveitir vorar höfðu enskar varnar- stöðvar í höndum, höfum vér hikað við, að koma fram með yfirlýsingu þessa, til þess að misbjóða eigi sómatilfinningu hinnar ensku þjóðar; en nú er ekki fram- ar slíku til að dreifa, þar sem áliti brezka rikisins má nú telja borgið með þvi, að herlið drottnin garinnar hefur tek- ið eina af hersveitum vorum til fanga, og neytt oss þar með til þess, að sleppa öðrum varnarstöðvum, er lið vort hafði i höndum. Yér getum þvi eigi lengur látið hjá liða, að gefa ensku stjórninnni, og hinni ensku þjóð, það til kynna, i augsýn alls hins menntaða heims, hvers vegna vér beijumst, og með hvaða skilyrðum' vér erum fúsir til friðaru. Ófriðurinn stendur nú svo, að Búar hafa orðið að þoka frá flestum þeim stöð- um, er þeir höfðu tekið i brezku ný- lendunni Natal, nema hvað þeir hafa búizt þar afar-rammlega fyrir við Biggarsberg, svo að talið er vist, að Bret- um verði sá staður afar-torsóttur. Úr austurhluta Kapnýlendunnar, er þeir höfðu tekið frá Bretum, hafa þeir einnig orðið að þoka, en sitja enn um borgina Mafeking í vesturhluta nýlend- unnar, sem sagt er, að Methuen lávarður, eða Kitchener, eða þá báðir þeir, eigi nú bráðlega að reyna að frelsa úr umsátrinu. A hinn bóginn hafa Bretar enn að eins nokkurn hluta Oranje-fríríkisins á sínu valdi, og Transvaal er enn eptir að vinna, og er hætt við, að Bretum gangi þar örðugast, ekki sízt að þvi er höfuð- borgina, Prætoria, snértir, sem Búar kvað hafa viggirt afar-rammbyggilega. Síðan Cronje hershöfðingi gafst upp, hafa engar stórorustur verið háðar, en smáorustur, þýðingarlitlar, öðru hvoru, og hafa ýmsir haft betur, en fregnimar fremur ógreinilegar og ósamhljóða. — í síðustu hraðskeytum þar sunnan að segir,

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.